Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 24
Deilur hafa spunnist um skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum og er RÚV aðal- deiluefnið. Drakúla til að endurskipuleggja Blóðbankann „Næsta skref verður sennilega að fá Drakúla markgreifa og fjöl- skyldu hans til að endurskipu- leggja Blóðbankann. Ogmundur Jónasson, í Tímanum. Metnaðurinn í erlendu efni „Ekki er mikili fengur í því að styrkja stöðu sjónvarpsstöðvar á auglýsingamarkaði sem hefur naumast annan metnað en sýna erlent textað efni og selja auglýs- ingar.“ Tómas I. Olrich, í Morgunblaðinu. Ummæli Gamla munstrið „Þetta gamla munstur, eitt stykki frystihús og einn ísfisks- togari er orðið afar sjaldgæft." Arnar Sigurmundsson, í Tímanum. Fætur ofan jarðar „Ég tylli vart fæti á jörð.“ Kristján Jóhannsson, í Morgunblaðinu. Með mikilli æfingu er hægt að ná mikilli fimni í skrift. Smáskrift og kynjaskrift Alfred McEwan er maður sem náði því einstaka afreki árið 1926 að skrifa Faðirvorið með demantsoddi á glerflöt sem var 0,04x0,02 mm að stærð. Fleiri hefur tekist að skrifa ótrúlega smátt letur. 24 janúar 1968 sýndi Frederick C. Watts frá Felming- ham í Norfolk ljósmyndurum fæmi sína þegar hann skrifaði Faðirvorið 34 sinnum, 9452 stafi á flöt sem var 21,33x19,03 mm að stærð. Þetta gerði hann án sjón- glers eða annars tækjabúnaðar. Þá er afrek Jugalchandra Kundu frá Indlandi ekki síðra þegar honum tókst að skrifa ljóð, 437 rittákn á eitt einasta hrisgrjón. Hann gerði þetta í Bandaríkj- unum 10. júlí 1989. Að lokum má geta Japanans Tsutomu Ishii frá Tokyo sem tókst að skrifa Tokyo Japan á mannshár í apríl 1983. Blessuð veröldin Afrek í kynjaskrift Það er sjálfsagt hægt að deila um hvað er mesta afrekið í kynjaskrift en þremur mann- eskjum hefur tekist ótrúlegt af- rek, það er að skrifa óundirbúið læsilegt letur í spegilskrift aftur á bak og á hvolfi með bundið fyr- ir augu og skrifað með báðum höndum samtímis. Þessar mann- eskjur eru Caroly Webb frá Ástr- alíu, Judy Hall frá Bandarikjun- um og Robert Gray frá Kanada. 36 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 199Í Áfram sunnanátt í dag verður áfram sunnanátt á landinu, allhvöss sums staðar sunn- an- og vestanlands í fyrstu en hæg- ari í öðrum landshlutum. I nótt gengur sunnan- og suðvestanáttin að mestu niður og í fyrramálið verð- Veðrið í dag ur komin suðvestan- og vestangola um mestallt land. Sunnan- og vest- anlands verður í dag rigning fram eftir degi og skúrir í nótt en annars staðar verður úrkomulítið. Hiti 6 tfl 11 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu í fyrstu en hægari sunnan og skúrir síðdegis. Suðvestan- og vestankaldi og smáskúrir í nótt en að mestu úrkomulaust í fyrramálið. Hiti 7 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.19 Sólarupprás á morgun: 4.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.30 Árdegisflóð á morgun: 12.07 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaóir Bolungarvik Egilsstaðir Keflavikurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Paris Róm Mallorca New York Nice Nuuk Orlando Vín Washington Winnipeg alskýjaö alskýjaö rigning rign. síó.kls. hálfskýjaö rigning og súld rigning skýjaó rigning rigning og súld skýjaö skýjaö léttskýjaó skýjaö léttskýjaö léttskýjaö þokumóöa alskýjaö alskýjaó skýjaö skýjaö skýjaó heiöskírt skýjaö léttskýjaö rigning léttskýjaö alskýjaö alskýjaö léttskýjaö rign. á siö.kls. súld alskýjaó 10 7 9 10 9 8 8 7 9 8 8 7 5 6 4 7 15 9 9 6 7 6 17 6 5 15 14 10 -2 22 15 14 -0 Rúrík Haraldsson leikur einn af dvalargestunum á elliheimilinu. Kvásar- valsinn I kvöld verður á vegum Leikfé- lags Reykjavíkur sýning i Borg- arleikhúsinu á Kvásarvalsinum eftir Jónas Ámason. Frumgerð verksins var flutt af Skagaleik- flokknum á Akranesi sl. vetur og lék þá Jónas eitt aðalhlutverkið íþróttir Jóhann Öm Héðinsson ráðgjafi: Námskeið fyrir vímuefnaneytendur „Við höfum báðir mikla reynslu af ráðgjöf enda starfað í mörg ár á vegum SÁÁ og vildum reyna fyrir okkur sjálfir á þessum vettvangi og því varð úr að við stofnuðum Ráðgjafarþjónustuna og opnuðum um mánaðamótin febrúar og mars. Við höfum ekki verið aö auglýsa starfsemina enn sem kom- ið er, unnið að undirbúningi og tekið á móti þeim sem til okkar hafa leitað,“ segir Jóhann Örn Héðinsson ráðgjafi sem stofnaði ásamt félaga sínum, Birgi Kjart- anssyni, Ráðgjafarþjónustu Jó- hanns og Birgis og eru þeir til húsa að Flatahrauni 29 í Hafn- arfiröi. Maður dagsins Þeir félagar eiga langt starf að baki sem ráðgjafar, Jóhann Öm sem ráðgjafí, landsbyggðarfulltrúi og dagskrárstjóri hjá SÁÁ í um flmmtán ár og Birgir sem ráðgjafi og dagskárstjóri hjá SÁÁ og einnig ráðgjafi hjá íslensku með- ferðarstöðinni bæði hér heima og erlendis. Birgir hefur einnig starf- að að málefnum fanga sem for- maður Verndar og var um skeið Jóhann Örn Héðinsson. forstöðumaður í Víðinesi. Jóhann sagði að þeir mundu bjóða upp á einkaviðtöl, námskeið og stuðningshópa: „Við munum ekki einskorða okkur við áfengis- og vímuefnaneytendur heldur einnig bjóða spilaflklum og átfikl- um aðstoð okkar.“ Jóhann sagði aðspurður að viðtökur hefðu verið góðar: „Fólk hefur leitað til okkar þótt við höfum ekki farið enn út í að auglýsa en við munum ekki einskorða okkur við Reykjavíkur- svæðið í framtíðinni, heldur er ætlun okkar að sinna landsbyggð- inni en starf landsbyggðarfulltrúa hefur að mestu legið niðri hjá SÁÁ frá 1993 þegar ég hætti að gegna því starfl. Þá munum við einnig veita aðstoð okkar í fyrirtækjum, aðstoða skóla í fræðslu og vera fé- lagasamtökum tU aðstoöar í ein- stökum málum og veita upplýsing- ar.“ Þegar Jóhann var spurður hvort þeir nytu einhverra opinberra styrkja og hvort þeir væru fyrstir tU að fara út í svona starfsemi á eigin vegum sagði hann það ekki vera: „Við rekum þetta alveg einir og óstuddir og við erum ekki fyrst- ir, það hafa tveir aðUar á undan okkur rekið svona ráðgjöf." Jó- hann er fjölskyldumaður og á tvö böm. Hann á mörg áhugamál sem hann sagöi erfitt að gera upp á miUi: „Ég er mikUl jeppakarl og hef gaman af að fara á hálendið á jeppum. Þá á ég einnig mótorhjól sem ég þeysist á og einnig er veiði- mennska mjög skemmtilegt sport. sjálfur. Afrakstur þeirrar upp- setningar er svo leikritið eins og það birtist í dag. Sögusvið Kvásarvalsins er eUiheimUi á Islandi. Þangað fá þeir einir aðgang sem eitthvað eru í andanum farnir að bUa og helst ósjálfbjarga af þeim sökum. Söguhefjur leikritsins eru tvær konur og einn karl um sjötugt en öll hafa þau gert sér upp tUskil- in veikindi tU að komast þangað. Inga Bjarnason leikstýrir Kvásarvalsinum. Með aðalhlut- verkin fara Guðrún Ásmunds- dóttir, Margrét Ólafsdóttir og Rúrik Haraldsson en með smærri hlutverk fara Jóhanna Jónas, Sigurður Karlsson, Sofifia Jakobsdóttir og fleiri. Bridge Þeir sem hafa gaman af spUa- þrautum ættu aðeins að skoða hendi vesturs og norðurs í upphafi. Þeir verða síðan að setja sig í spor vesturs í vörninni gegn sex hjörtum suðurs. Vestur spilar út tígulás í upphafi sem sagnhafi trompar. Hann tekur hjartakóng, spUar hjarta á ás (austur setur hjartasexu og hjartadrottningu) og trompar síð- ari tígulinn úr blindum. Nú tekur sagnhafi spaðaás og kóng, spilar spaða á drottningu og trompar spaða, en austur fylgir lit aflan tím- ann. í þessari stöðu spUar sagnhafi lágu laufi úr blindum: Myndgátan Lausn á gátu nr. 1508: Tengir mál 4 D954 * Á982 4 98 4 953 * 106 W 3 ♦ ÁDG75 * KG1062 N * G873 *> D6 * K106432 * D * AK2 * KG10754 -f -- * Á874 Suður 1» 6* Vestur 2G p/h Nórður Austur 3» 4f Það ætti í sjálfu sér ekki að vera erfitt að setja laufkónginn. Ef vestur setur annað spU, þá stendur sagn- hafi samninginn. Austur festist inni á drottningu og verður að spila tígli í tvöfalda eyðu. Það hefur í raun enga áhættu í fór með sér að setja kónginn, þvi það kostar aldrei samninginn. Ef sagnhafi á ÁD í litn- um, er vestur hvort eð er endaspil- aður. Stökk suðurs virðist vera nokkuð- hart, sérstaklega í þessari legu. En suður var óheppinn, því ef noröur hefði tU dæmis átt 3-2 í láglitunum í stað 2-3, hefði slemman verið borðlögð. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.