Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996 27 DV Iþróttir Lengjubikarinn í körfuknattleik - úrslit: Stórleikur hjá Fal - tryggði Keflavík sigur gegn KR, 101-107 Kraftur, seigla og leikreynsla Keflvíkinga í úrslitaleikjum vó þungt þegar liðið mætti KR í úrslit- um Lengjubikarsins á laugardag. KR-ingar byrjuðu leikinn betur, léku hratt og agað, og áttu Keflvík- ingar í stökustu vandræðum með að verjast sóknum þeirra. KR hafði forystu allan fyrri hálfleikinn og náði mest 13 stiga forskoti, 43-30. Um miðjan hálfleikinn tók Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur .leikhlé og stappaði stálinu í sína menn. Keflvíkingar söxuðu eftir það á forskot KRog voru aðeins einu stigi undir, 55-54, í hálfleik. Keflvíkingar léku í síðari hálfleik eins og þeir sem valdið hafa. Þeir náðu forystu með fyrstu körfu hálf- leiksins og létu forystuna ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. KR-ingar gáfúst þó ekki upp, jöfh- uðu leikinn um miðjan hálfleikinn, 77-77. En undir lok leiksins tók Damon Johnson „sóló“, skoraði 18 stig síðustu 5 mínútur leiksins og tryggði Keflvíkingum sigur, 101-107. Leikurinn var bráðfjörugur allan tímann og áttu allir sínar stóru stundir jafiit leikmenn, dómarar og áhorfendur, sem skemmtu sér kon- unglega og tóku virkan þátt í leikn- um. Töpuöum á vörninni „Þetta er svekkjandi að tapa þess- um leik. En við töpuðum þessum leik á vöminni. Það er ekki hægt að vinna leik þegar maður fær á sig 107 stig. En Keflvíkingar kimna að spila svona þýðingarmikla leiki en við ekki og þessi leikur verður góð reynsla fyrir okkur,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. Hægðum á leiknum „Byrjunin var ekki eins og við vildum hafa hana og við ætluðum að gera of mikið í einu. Við þurft- um smátíma til að ná okkur niður og það er óvenjulegt fyrir okkur að við þurftum að hægja mikið á leikn- um, en við erum nógu góðir til þess,“ sagði Sigurðúr Ingimundar- son, þjálfari Keflavíkur Hermann og Falur frábærir í liði KR var Hermann Hauksson funheitur og David Edwards er frá- bær leikmaður. En liðiö skortir leikreynslu til að standast spennu- leiki eins og þennan og það varð því fyrst og fremst að falli. Falur Harðarson er maðurinn á bak við sigur Keflvíkinga. Hann kom liði sínu inn í leikinn að nýju eftir slaka byrjun og síðan fylgdu hinir á eftir. Dómarar leiksins vom Helgi Bragason og Leifur Garðarsson. Þeir hafa oft gert betur en i þessum leik. Stig KR: Hermann Hauksson 32, Dav- id Edwards 25, Ingvar Ormarsson 22, Jonatan Bow 12, Hinrik Gunnarsson 10 og Óskar Kristjánsson 2. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 31, Damon Johnson 26, Guðjón Skúlason 22, Albert Óskarsson 12, Kristinn Friðriks- son 10, Elentínus Margeirsson 3 og Krist- ján Guðlaugsson 3. -ih Guðjón Skúlason hampar fyrsta alvörubikar vetrarins i körfuknattleiknum, Lengjubikarnum, sem Keflavík vann eftir snarpa viðureign gegn KR. DV-mynd Brynjar Gauti Nissandeildin í handknattleik um helgina: „Dómarar eru hræddir að dæma í KA-húsinu" - Stjarnan veitti KA mikla mótspyrnu. KA komiö í annað sætið DV, Akureyri: „Þetta small allt saman hjá okkur í síðari hálfleik eftir köflóttan fyrri hálfleik. Ég verð að viðurkenna að ég reiknaði ekki með því að leika 60 mínútur með liðinu í vetur. Það var um að gera að grípa gæsina þegar hún gafst og éta hana í sósunni," sagði Sævar Ámason við DV eftir sigur KA á Sfjömunni, 28-27, á ís- landsmótinu í handknattleik norður á Akureyri á laugardaginn var. Með sigrinum fóra KA-menn upp í ann- að sætið í 1. deild. Leikur liðanna var nokkuð góður svona á heildina litið. Það gekk að vísu á ýmsu en úrslit leiksins réð- ust á síðustu tíu minútum hans. Það sem gerði útslagið er að KA þétti vöm sína í síðari hálfleik. Það kom einnig berlega í ljós í þessum leik að KA hefúr yfir meiri breidd að ráða en Sfjaman. Leikurinn var í jafn- vægi fram eftir síðari hálfleik, leik- ar stóðu jafnir, 19-19 og 21-21, en síð- an sigu KA-menn fram úr og sigr- uðu með eins marks mun. Stjaman hafði frumkvæðið framan af og náði mest þriggja marka forystu. „Dómarar hræddir aö dæma í KA-húsinu“ „Bæðin liðin vora að leika vel og ég óska KA til hamingju með sigur- inn. Ég verð að segja að það er erf- iöara að leika í KA-húsinu hvað varðar dómgæsluna en í útileikjum í Evrópukeppninni. Dómarar eru hræddir að dæma í KA-húsinu og öll vafaatriði falla yfirleitt KA-lið- inu í hag,“ sagði Valdimar Gríms- son, þjálfari og leikmaður Stjöm- unnar, við DV eftir leikinn. Sævar Ámason átti frábæran leik fyrir KA. Hann lék í hægra horninu þegar Jóhann G. Jóhannsson var í hanni og er síðan fluttur í það vinstra þegar Jóhann kom úr bann- inu. Robert Duranona átti einnig mjög góðan leik, sérstalega í síðari hálfleik, og er greinilega kominn í sitt sterkasta form. Valdimar Grimsson, Ingvar Ragn- arsson og Sigurður Viðarsson vora bestir hjá Stjömunni. Hilmar Þór- lindsson náði sér ekki á strik og var lítil sem engin ógnun af honum. -GN/GK Jóhann G. Jóhannsson lék á ný með KA eftir aö hafa tekiö út fjögurra leikja bann. Jóhann stóö sig ágætlega í leiknum, sem og aörir leikmenn KA-liðsins. DV-mynd JAK KA (13) 28 Stjaman (16) 27 3-1, 3-5, 7-10, 10-13, 12-14 (13-16). 16-16, 16-19, 19-19, 21-21, 25-22, 27-24, 27-26, 28-26, 28-27. Mörk KA: Robert Duranona 10, Sævar Ámason 8, Sergei Ziza 4, Jak- ob Jónsson 2, Jóhann G. Jóhansson 2. Leó Öm Þorleiisson 2, Erlingur Krist- jánsson 1, Björgvin Björgvinsson 1. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 18. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 11/5, Jón Þórðarson 4, Sig- urður Viðarsson 3, Konráð Olavsson 2, Hilmar Þórlindsson 2/1, Rögnvald- ur Johnson 2, Viðar Erlingsson 2, Magnús Magnússon 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 16. Brottvísanir: KA 4 mín., Stjaman 16 mln. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson. Hafa oft virkað ömggari en sjáifúm sér samkvæmir. Ahorfendur: 723. Maöur leiksins: Sævar Árnason, KA. Staðan Aftureld. 9 8 KA 8 6 Fram 9 5 Haukar 8 4 ÍBV 9 5 Stjaman 8 4 FH 9 4 Selfoss 9 3 Grótta Valur ÍR HK 0 1 241-223 16 0 2 226-208 12 1 3 212-197 11 2 2 199-193 10 0 4 216-211 10 0 4 212-201 8 0 5 211-237 8 1 5 236-250 7 8224 188-187 6 9225 198-208 6 9216 216-224 5 9216 204-220 5 Hlé veröur gert í 1. deild vegna lands- leika við Dani í undankeppni heims- meistarakeppninnar nú 1 vikunni. Fyrri leikurinn við Dani veröur í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld- ið en sá siöari i Álaborg á sunnudag- inn kemur. Næsta umferð í 1. deild verður 4. des- ember og leika þá Stjarnan-HK, Haukar-Fram, FH-Afturelding, Sel- foss-Grótta, ÍBV-KA og hefjast þeir allír klukkan 20. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og ÍR 5. desem- ber, klukkan 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.