Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1997, Blaðsíða 19
18 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 23 íþróttir i>v r>v Iþróttir Olafur þjálfari Gróttunnar Ólafur Björn Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttunnar í handknattleik í stað Gauta Grétarssonar en fé- lagið féll sem kunnugt er niður í 2. deild á nýafstöðnu keppnis- tímabili. Ólafur hefur undanfarin ár þjálfað kvennalið Stjörnunnar og þar á undan var hann þjálfari karlaliðs KR. Eins og fram hefur komið í fréttum hyggja Grótta og KR á náið samstarf í framtíðinni. Kvennalið félaganna hafa verið sameinuð og góður möguleiki er á að slíkt hið sama verði gert hjá karlaliðunum. -GH Gott golf hjá Sigurjón i Sigurjón Amarsson, kylfingur úr GR, keppti á tveimur golfmót- um í Tommy Armour mótaröð- inni í Flórída. Á Oaks-golfvellin- um í Kissimmee keppti hann á þriggja daga móti og þar varð hann í 18. sæti af 52 keppendum. Sigurjón lék á 216 höggum en mótið vannst á 207 höggum. Á Heathrow-golfvellinum lék hann í eins dags móti á 72 högg- um, sem er par vallarins. Hann varð í 7. sæti af 56 keppendum. -GH Rithöfundurinn spjallar við KR-inga Karlakvöld er á dagskrá hjá KR-ingum í kvöld í félagsheimili félagsins og hefst kl. 19. Ræöumaöur kvöldsins verður hinn landsþekkti rithöfundur Pétur Gunnarsson. Sigþór sigraöi Sigþór Jónsson, GK, sigraði á opnu golfrnóti sem fram fór hjá Golfklúbbnum Keili um síöustu helgi. Sigþór fékk 38 punkta. I öðru sæti varð Jón Pétur Jóns- son, GR, meö 37 punkta og Skúli Ágústsson, GA, þriðji með 36 punkta. -GH Cantona áfram hjá Man. Utd Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að forráðamenn Man- chester United muni bjóða Eric Cantona nýjan samning innan skamms. Alex Ferguson framkvæmda- stjóri hefur sagt að til greina komi að Cantona gerist þjálfari hjá félaginu er keppnisferlinum lýkur. Ferguson ogfélagar eru hins vegar famir að leita aö eftir- manni Cantona hjá United. Mjög líklegt er að það veröi hollenski landsliðsmaðurinn Roy Makaay, sem leikur með Vitesse Amheim í Hollandi. United er að undir- búa 4 milljóna punda tilboð í þennan snjalla leikmann sem forráöamenn liðsins hafa njósn- að um sex sinnum á sl. vetri. Hollenska liöiö Ajax hefur líka verið á höttunum eftir Makaay. Félagið bauð 2,5 milij- ónir punda sem dugir skammt. Sjálfúr segir Makaay, sem er 22 ára, aö tilboði United sé ekki hægt að neita. Bryan Robson, stjóri Midd- lesbrough, hyggst leika með liöi sínu í síðustu viku keppnistíma- bilsins er liöið á aö leika 4 leiki á einni viku. Kevin Keegan lýsti því yfir í viðtali viö sjónvarpsstöð í Jó- hannesarborg að hann hafi á sínum tíma verið neyddur til aö hætta hjá Newcastle. Honum hafi meðal annars verið skipað að selja leikmenn fyrir sex miilj- ónir punda eftir kaupin á Alan Shearer. -SK Smáþjóðaleikarnir í byrjun júní: Stærsta íþróttamót sem hér hefur verið haldið - þátttakendur á leikunum verða alls um 1800 Ólympíunefnd íslands gerði á dögunum samstarfs- og styrktar- samninga við níu leiðandi fyrirtæki á íslandi vegna Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi dag- ana 2.-7. júní í sumar. Fyrirtækin sem hér um ræðir hafa í gegnum árin styrkt íþróttahreyfinguna með einum og öðrum hætti. Styrkimir eru í formi fjármagns og þjónustu á ýmsum sviðum. Smáþjóðaleikarnir verða stærsta íþróttamót sem haldið hefur verið á íslandi frá upphafi. Allt að 760 íþróttamenn frá Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu, Mónakó, San Marino og íslandi em skráðir til leiks. Þessu íþróttafólki fylgir stór hópur aðstoðarmanna í formi fylgdarmanna og þjálfara. Þessi hópur er talinn losa um 350 manns. Að auki er von á 100 gestum frá alþjóðlegum íþróttasamböndum. 70 dómarar sjá um að allt fari fram samkvæmt lögum og reglum og bú- ist er við allt að 100 fréttamönnum erlendis frá. Ekki er allt upptalið því ekki færri en 400 sjálfboðaliöar verða að störfum á leikunum og þegar allt er tekið saman verða þátt- takendur á Smáþjóðaleikunum á ís- landi tæplega 1800 talsins. Vemdarar leikanna verða forseti íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og forseti Alþjóða Ólympíunefndar- innar hr. Juan Antonio Samaranch. Á Smáþjóðaleikunum verður keppt í tíu íþróttagreinum, borð- tennis, blaki frjálsum íþróttum, fim- leikum, júdó, körfúknattleik, sigl- Fulltrúar aðalstyrktaraöila Smáþjóöaleikanna ásamt framkvæmdanetnd leikanna eftir undirritun samninga. DV-mynd S Körfuknattleikur: Friðrik ráðinn þjálfari hjá Njarðvíkingum DV, Suðurnesjum: Friðrik Ingi Rúnarsson var í gær ráðinn þjálfari Njarðvíkinga í körfuknattleik til næstu tveggja ára. Hann hefur verið þjálfari Grindvík- inga síðastliðin þrjú ár og undir hans stjóm varð liðið einu sinni ís- landsmeistari. Friðrik Ingi mun einnig verða innan handar í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Friðrik er ekki ókunnugur þjálfun á Njarðvíkurlið- inu því að hann stjómaði því tíma- bilinu 1991 og 1992. „Þetta verður spennandi verkefni í minni heimabyggð. Það var erfið ákvörðun að yfirgefa Grindvíkinga en þar fer frábær klúbbur, stjóm og leikmenn og fólkið er vinsamlegt. Ég tel þetta hafa verið rétta tíma- setningu að skipta um lið en ég kveð Grindvíkinga i sátt og sam- lyndi,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars- son í samtali við DV í gærkvöldi. -ÆMK/JKS Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður: „Ákvörðun iiggur fyrir innan nokkurra daga“ Forráðamenn Aftureldingar í handknattleik sögðu í samtali við DV sl. svmnudagskvöld að gengið hefði verið frá þvi að Bjarki Sig- urðsson yrði næsti þjálfari meist- araflokks félagsins. Síðar kom í ljós að ekki hafði verið gengið frá neinum samningi hvað svo sem tíminn kann að leiða í ljós í þeim efnum. DV innti Bjarka eftir í gær- kvöldi hvernig málin stæðu þessa stundina og hafði hann eftirfar- andi um málið að segja: „Málin em einfaldlega í bið- stöðu. Stjóm Aftureldingar hefur rætt þann möguleika við mig að ég taki að mér þjálfun liðsins. Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun. Ég hef einnig undir höndum tilboð frá norska liðinu Drammen. Ég er að velta þessum málum fyrir mér en ákvörðun frá minni hendi liggur fyrir innan nokkurra daga,“ sagði Bjarki Sig- urðson í samtali við DV í gær- kvöldi. -JKS ingum, skotfimi, sundi og tennis. Keppnisstaðir verða í Reykjavík, Kópavogi og i Reykjanesbæ. (slenskt íþróttafólk sigur- sællt á Smáþjóöaleikum í gegnum tíðina íslenskt íþróttafólk hefur í gegn- um tíðina verið sigursælt á Smá- þjóðaleikum og ófá íslandsmet hafa verið sett á þeim vettvangi. Frjáls- íþróttamenn og sundmenn hafa sóp- að til sín verðlaunum á leikunum og víst má telja að á heimavelli verður árangurinn ekki síðri. Styrktaraðilar Smáþjóðaleikanna verða Búnaðarbankinn varðandi fjármögnun, greiðslur og banka- þjónustu. Einar J. Skúlason varð- andi tölvu- og upplýsingamál. Eim- skip varðandi flutninga með sér- stakri áherslu á siglingaíþróttina. Flugleiðir varðandi flutning á íþróttafólki, fylgdarmönnum, dóm- urum og gestum til leikanna frá Evrópu. Ingvar Helgason varðandi flutninga á sérstökum gestum á leikunum en þeir verða fluttir milli staða á bílum frá Nissan. Póstur og sími varðandi fjarskipti, símamál, internetþjónustu og fréttamanna- þjónustu. Prentsmiðjan Oddi varð- andi prentun. Vífilfell varðandi drykkjarföng á leikunum en Coca- Cola er alþjóðlegur styrktaraðili Al- þjóða Ólymplunefndarinnar og Visa varðandi greiðsluþjónustu vegna Smáþjóðaleikanna. Visa International er alþjóðlegur styrkt- araðili Alþjóða Ólympíunefndarinn- ar. -JKS Kraftlyftingasambandið: Auðunn vann gull og silfur í fréttatilkynningu frá Kraft- lyftingasambandinu, sem blað- inu barst í gær, kemur eftirfar- andi fram. Tveir keppendur féllu á lyfja- prófi, Jón Gunnarsson, íslandi, bronsverðlaunahafi í 90 kg flokki, og Ed Coan, Bandaríkjun- um, heimsmeistari í 110 kg flokki á HM í Salzburg 1996. Jón fékk 2 ára keppnisbann, en Coan ævilangt. Þetta þýddi tvenn verðlaun fyrir ísland. Annaö neikvætt og hitt jákvætt. Jón missti bronsverðlaunin sín, en í staðinn hlaut Auðunn Jóns- son bronsverðlaun í 110 kg flokki og auk þess gullverðlaun fyrir réttstööulyftu. Eins dauði er annars brauð eins og fram kemur í tilkynning- unni. Knattspyrna: Rúmenar unnu íra Rúmenar unnu íra, 1-0, í Evr- ópukeppni 21 árs landsliða í knattspymu í gærkvöld. Þessi liö eru með íslandi í riðli og allt bendir til þess að Rúmenía og ís- land heyi einvígi um sigur í riðl- inum. Rúmenía er með 15 stig en ísland er með 9 og á leik til góða. HM í borðtennis: Tveir sigrar íslands ísland vann Bahrain, 3-1, í karlaflokki á HM í borðtennis í gær og fékk síðan ódýr stig þeg- ar lið Jemen mætti ekki til leiks. ísland hefur unnið fimm leiki af sex í keppninni um sæti 73-88. -VS Charles Barkley átti stórleik gegn Minnesota í nótt. Barkley skoraði 20 stig og tók aragrúa frákasta. Hér brýtur Kevin Garnett, leikmaður Minnesota á Barkley f leik liðanna í nótt. Símamynd Reuter Úrslitakeppni NBA í nótt: Houston komiö áfram - Phoenix leiðir gegn Seattle Houston tryggði sér nótt sæti í 2. um- tímabilinu, skoraði sex 3ja stiga körfur ferð úrslitakeppni NBA með því að bera og var stigahæstu með 26 stig. sigurorð af Minnesota í hörkuleik. Leik- Detroit stendur vel að vigi eftir sigur menn Houston þurfa að nú að bíða úr- á Atlanta í nótt og getur komist áfram slita í einvígi Phoenix og Seattle en liðið með heimasigri á fostudaginn. Detroit mætir sigurvegaranum úr því einvígi. hafði 16 stiga forystu í leikhlé en í síðari Fjórir leikir voru í úrslitakeppni NBA í hálfleik sótti Atlanta í sig veðrið og leik- nótt. Úrslitin: urinn varð spennandi. Orlando-Miami......... 88-75 (1-2) Orlando heldur enn í vonina um að Hardaway 42, Armstrong 21, Wilkins 11 - Mo- komast áfram eftir góðcm sigur á Miami. uming 17, Lenard 14, Hardaway 12. Penny Hardaway fór á kostum í liði Or- Detroit-Atlanta........99-91 (2-1) lando og skoraði 42 stig. Hann setti nið- Hunter 26, Hiil 24, Mills 17 - Laettner 25, Smith ur 26 í fyrri hálfleik og hélt sínum mönn- 21, Blaylock 15. um á floti. Minnesota-Houston.... 120-125 (0-3) Öllum á óvart hefur Phoenix 2-1 yfir Gugliotta 27, D.Gamett 26, K. Gamett 17 - gegn hinu geysisterka liði Seattle. Rex Maloney 26, Elie 21, Barkley 20, Olajuwon 19. Chapman var drjúgur á lokakaflanum Phoenix-Seattle......110-103 (2-1) fyrir Phoenix og skoraði 12 stig í síðasta Manning 29, Chapman 23, Johnson 22 - Payton leikhluta. Wesley Person átti stórleik 34, Kemp 24, Hawkins 14. fyrir Phoenix, skoraði 29 stig og tók 10 Charles Barkley lék stórt hlutverk fráköst. Gary Payton skoraði átta 3ja með liði Houston. Hann skoraði 20 stig stiga körfur fyrir Seattle og skoraði sam- og var geysilega drjúgur í fráköstunum. tals 34 stig. -GH Þá lék Matt Maloney sinn besta leik á Arnar til FH-inga? Amar Pétursson, hinn ungi og efnilegi leikmaður ÍBV i handknattleik, mun að öllum líkindum ganga til liðs við FH fyr- ir næsta keppnistímabil. Kristján Arason, nýráðinn þjálfari FH- inga, fór til Vestmannaeyja í fyrradag gagngert til að hitta Amar en FH-ingar vilja fá Eyjamanninn í sínar raðir. „Ég átti viðræður við Kristján en ég hef ekki tekið neina ákvörðun enn þá hvað ég geri,“ sagöi Arnar við DV í gær. Félagaskipti Gunnars óklár Ljóst er þó að Amar fer frá ÍBV því hann ætlar í nám í Reykjavík næsta vet- ur eins og Gunnar Berg Viktorsson sem ákveðið hefúr að leika með Fram. Þeir félagar eru báðir samningsbundnir ÍBV fyrir næsta ár. Ekki hefur verið gengið frá félaga- skiptum Gunnars við Fram en forráða- menn ÍBV og Fram munu hittast á fundi í dag. Eyjamenn vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð og heimildir DV herma að Framarar verði að punga út 700-800 þús- und krónum fyrir Gunnar Berg. -GH Islensku liöin vilja ekki fara í Evrópukeppnina Margt bendir til að þátttaka ís- lensku félaganna á Evrópumótun- um í handknattleik heyri sögunni til. Gífurlegt tap hefur fylgt þátt- töku i Evrópukeppninni og mörg félög era illa stödd fjárhagslega af þeim sökum, sérstaklega þau sem hafa tekið þátt í Evrópumótunum ár eftir ár. Nú er svo komið að forráða- menn íslensku félaganna, sem tryggt hafa sér sæti á Evrópumót- unum á næstu leiktíö, era alvar- lega að hugsa um aö hætta við þátt- töku á Evrópumótunum en karla- liðin sem hafa þátttökurétt era KA, Afturelding, Haukar og ÍBV. For- ráðamenn þessara liða ætla að hitt- ast á fundi áður en langt um líður og ráða ráöum sínum. Það er einkum griðarlega hár ferðakostnaður sem hefur sett fjár- hag félaganna úr skorðun enda dýrt ferðalag að sækja félögin í Austur-Evrópu heim. Eins og DV greindi frá á dögun- um era uppi hugmyndir um að stofnuð verði ný keppni bestu lið- anna á Norðurlöndum. Undirbún- ingsvinna er þegar hafin og það ætti að skýrast í sumar hvort þessari keppni verði hleypt af stokkunum. Það era Svíar sem áttu uppá- stunguna með þessa nýju keppni. Þeir era þó ekki ýkja spenntir aö fá íslendinga með í keppnina en Dan- ir og Norðmenn hafa stutt þátttöku íslendinga. Á sfjórnarfundi HSÍ í gær var lögö fram beiðni félaganna um stuðning HSÍtil að komast inn i þessa fyrirhuguðu Norðurlanda- keppni. Félögin vilja fá HSÍ í lið með sér til að þetta verði að vera- leika. „Félögin eiga allan okkar stuðn- ing vísan. Okkur hjá HSÍ Ðnnst þetta hið besta mál og við munum greiða götu félaganna í þessu máli eftir því sem við frekast getum,“ sagði Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, í samtali við DV í gær. Þingmaðurinn tekur málið fyrir hjá Norðurlandaráöi Þá er þingmaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson að vinna að þessu máli fyrir hönd handboltahreyfing- arinnar en hann er staddur á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. „Ég sem áhugamaður um hand- knattleik hef fylgst með þessu máli heima. Ég mun í dag leggja inn formlega tillögu þess efnis að Norð- urlandaráð aðstoði við að koma þessari keppni á legg. Það er hins vegar spuming hve skjóta af- greiðslu málið fær. Ráðið hefúr lagt ýmsum góöum málum lið í gegnum tíðina sem tengjast íþrótt- um og æskulýðsmálum," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson í sam- tali við DV frá Kaupamannahöfn i gærkvöldi. Haukar: „Aö óbreyttu ekki meö“ „Að óbreyttu tökum við ekki þátt í Evrópukeppninni næstu árin. Við viljum stuðla að því að þessu verði breytt og við viljum að foyrstan vinni saman að því að ná saman Norðurlandameistara- keppni," sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka. „Það er ekki veijandi að vera með í þessu þegar tapið eftir hvert ár er vel á aðra milljón króna og þar fyrir utan þá hefurðu ekki handboltalega séð út úr þessu sem þú þarft. Félögin þurfa að samein- ast um einhveija ályktim sem send verður í gegnum HSÍ til Evrópu- sambandsins þar sem þessu er mót- mælt,“ sagði Þorgeir Haraldsson en Haukamir hafa haft frumkvæði í þessu máli fyrir hönd félaganna. Afturelding: „Glórulaust" „Það sem ég hef heyrt frá öðrum félögum er að þau era á móti því taka þátt í keppninni út af kostnað- inum sem fylgir þessu og fyrir mitt leyti tek ég undir það sjónarmið. Við töpuöum á sínum tíma 2 millj- ónum króna á þátttöku í Evrópu- keppninni og ég veit að félög hafa verið tapa svipuðum upphæðum. Þetta er glórulaust. Það er hægt að setja upp keppnisferðalag til út- landa fyrir brot af þessum pening- um. Ég hef heyrt eitthvað af þessu Norðurlandamóti og ég yrði miklu hlynntari að vera með þar en í Evr- ópukeppninni eins og hún er spiluð í dag,“ sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, við DV. ÍBV: „Mjög dýr biti“ „Við höfum verið að kanna það peningalega hvort við getum verið með í Evrópukeppninni. Við vitum að Evrópukeppnin er mjög dýr biti og það kemur ekki til greina að fara að kollsteypa öllu peningalega fyi-ir hana. Ég hef ekki heyrt af þessari Norðurlandadeild en ef hún kæmist á laggimar værum við miklu spenntari að taka þátt í henni í stað Evrópukeppninnar," sagði Magnús Bragason, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, við DV. KA: „Hrein vitleysa" „Við vitum ekki enn þá hvað við gerum en ég er ekkert viss um við sinnum henni. Við töpuðum 1,8 milljónum á keppninni S ár og það sér hver maður að þetta er hrein vitleysa. Auðvitað er gaman að vera með en spumingin er hvað má greiða það dýra verði. Mér líst vel á þessa hugmynd um Norður- landakeppnina og mér þykir trú- legt að það eigi eftir að þróast í þá átt að við verðum með þar,“ sagði Páll Alfreðsson, formaður hand- knattleiksdeildar KA, við DV. -GH/SK/JKS Sigurvin til ÍBV DV, Eyjum: Sigurvin Ólafsson, fyrirliði 21 árs landsliðsins í knattspyrnu sem hef- ur spilað með varaliði Stuttgart í Þýskalandi undanfarin fjögur ár, er á leiðinni heim til Eyja og leikur með ÍBV í sumar. Hann missir þó af fyrstu leikjunum því þýsku deilda- keppninni lýkur ekki fyrr en í lok maí. „Ég hef ekki fengið tækifæri með aðalliðinu og hef því sett stefnuna heim á leið í vor. Ég stefni að því að fara í nám heima í haust. Mér líst vel á Eyjaliðið. Ég á einn leik að baki með því, lék í 5 mínútur á móti FH árið 1993, og vonandi verða leik- imir fleiri í sumar,“ sagði Sigurvin. Svo virðist sem forráðamenn Stuttgart hafi rankað við sér þegar Sigurvin tilkynnti þeim að hann væri á heimleið. í gærkvöldi fékk hann nefnilega sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Stuttgart í æfingaleik gegn búlgarska landsliðinu. Sigur- vin haföi ekki heppnina með sér og skoraði sjálfsmark í 2-3 ósigri Stuttgart. -ÞoGu/VS Góðir sigrar Grinda- víkur og Breiðabliks Úrslitakeppni deildabikarsins í knattspymu hófst í gærkvöldi en þar leika 12 lið í fjórum riðl- um. Grindavík vann Skallagrím, 2-4, í Borgamesi. Grétar Einarsson skoraði 2 mörk, Sinisa Kekic og Þórarinn Ólafsson eitt hvor fyrir Grindavík en Sveinbjörn Ásgrímsson og Hjörtur Hjartarson gerðu mörk Borgnesinga. Breiðablik lagði Fylki, 1-4, í Árbænum. ívar Sigurjónsson og Kjartan Einarsson gerðu tvö mörk hvor fyrir Blika en Erlendur Þór Gunnars- son svaraði fyrir Fylki. ÍBV vann Stjömuna, 3-1, í Eyjum. Tryggvi Guðmundsson, Steingrímur Jóhannesson og Hlynur Stefánsson skoraðu fyrir ÍBV en Goran Kristófer Micic fyrir Stjörnuna. FH og Valur gerðu 0-0 jafntefli í Hafnarfirði og fóra liðin illa með mörg færi. -EP/VS Naumt tap KR-inga KR tapaði naumlega fýrir belgíska 1. deildar lið- inu Lommel í gærkvöldi, 2-1. KR-ingar, sem léku án landsliðsmanna sinna, réðu ferðinni síðasta hálftímann en náðu ekki að jafna. Mark þeirra var sjálfsmark eftir að Þórhallur Dan Jóhannsson sótti að varnarmanni. -VS Tvær vítaspyrnur felldu íslenska liðið - sem tapaði fyrir Slóvakíu 3-1 ísland beið lægri hlut fyr- ir Slóvakíu, 3-1, í vináttu- landsleik í knattspymu sem fram fór í Tmava í Slóvakíu í gær. Helgi Sigurðsson kom Is- landi yfir eftir 25 mínútna leik sem kom eftir góðan undirbúning Þórðar Guð- jónssonar. Tíu mínútum síð- ar jöfnuðu heimamenn úr vítaspymu þegar Arnar Grétarsson handlék boltann innan teigs og staðan var 1-1 í hálfleik. Slóvakar komust yffr á 54. mínútu og tveimur mínút- um síðar var einn leikmaður Slóvakíu sendur í bað fyrir að sparka í Eyjólf Sverris- son. Einum leikmanni fleirri tókst íslendingum ekki að jafna metin heldur bættu Slóvakar við þriðja markinu úr vafasamri vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok sem kom eftir hraða sókn þeirra. íslenska liðið lék ágætæ- lega í fyrri hálfleik en í þeim síðari datt botninn nokkuð úr leik liðsins og það var sárt að ná ekki öðru stiginu eftir að hafa verið manni fleiri í 35 mínútur. Guðni Bergsson lék sinn 72. landsleik og jafnaði þar með met Ólafs Þórðarsonar. Lið íslands: Ólafur Gott- skálksson - Ólafur Adolfsson (Heimir Guðjónsson 68.), Guðni Bergsson (Ríkharöur Daöason (71.), Lárus Orri Sigurðsson - Hlynur Birgisson (Einar Þór Daníesson (63.), Amar Grétars- son, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson, Sigursteinn Gísla- son - Helgi Sigurðsson (Bjarni Guðjónsson 78.), Þórður Guðjóns- son. -VS/GH LAIUDSLEiKJADAGUR A LEI\IGJUIUIUI \ | f ‘ 4 §1 f M m Æ í beinni á ^svn í kvöld riiuci iia Rúmenía - írland Danmörk - Slóvenía Svíþjóð - Skotland Tyrkland - Belgía Noregur - Finnland Grikkland - Króatía Júgóslavía - Spánn Sviss - Ungverjaland Ítalía - Pólland England - Georgía n__I A I olrorc 1,35 3,35 4,75 1,15 4,00 7,70 1,80 2,80 3,00 1,90 2,75 2,80 1,25 3,65 5,70 2,35 2,55 2,35 2,10 2,65 2,55 1,45 3,10 4,25 1,20 3,85 6,40 1,15 4,00 7,70 1,40 8,40 1,70 Rnatt. HM-yy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.