Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FOSTUDAGUR 1. AGUST 1997 Matareitrunin: Upptökin rakin til Akureyrar? DV, Akureyri: Rannsókn á upptökum matareitr- unar 40-50 erlendra feröamanna á Norðurlandi eystra undanfarna daga beinist nú fyrst og fremst aö einum ákveðnum veitingastað á Ak- ureyri. DV hefur fyrir þessu örugg- ar heimildir og því að öll tilfellin sem upp hafa komið megi að öllum líkindum rekja til þessa ákveðna veitingastaðar. í þeim tilfellum þar sem matar- eitrun kom upp í hópum erlendra ferðamanna veiktist fólkið sem var i hringferðum um landið þegar komið v£ir austur á Egilsstaöi eða suður með Austfjörðum og mun sammerkt með öllum hópunum að þeir hafi átt leið um Akureyri 2-3 V? dögum áður. -sjá nánar bls. 2. -gk Ræði ekki við þig „Ég held ég ræði ekki við þig. Vertu blessaður og sæll,“ sagði Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari og skellti á símanum þegar DV hafði tal af honum í morgun í sum- arhúsi hans við Elliðavatn. Hallvarður Einvarðsson sagði í við- tali við Stöð 2 í gærkvöldi að hann væri þrátt fyrir fjárhagserfiðleika sína hæfúr til að gegna embættinu áfram og vitnaði í ónefnda viðmæl- endur sína sem segðust hafa and- styggð á fréttum af málefnum hans og meintu vanhæfí. DV spurði Hallvarð í morgun hvort hann teldi ekki nauð- synlegt að dómarar og ríkissaksókn- ari kynnu fótum sínum forráð í fjár- málum og svaraði Hallvarður spurn- ingunni á fyrrgreindan hátt. -SÁ Sýndi kynfærin Lögreglan á ísafirði leitar manns á fertugsaldri sem hefur sýnt ung- um börnum kynfæri sín í bænum að undanfomu. Tvær kærur liggja fyrir hjá lög- reglu þess efnis. Málið er í rann- sókn hjá lögreglu. -RR DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 5. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 18. í dag. Lokað laugardag og sunnudag. Opið verður á mánudag frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin til kl. 20 í dag. Lokað verður laugardag, sunnu- dag og mánudag. Siminn er 550 5000. Góðaferö og akiö varlega! Tveir menn leiddir fyrir dómara í Vegasmálinu í morgun: Vegasmennirnir bera sakir hvor á annan Tveir menn, Sverrir Þór Einars- son, 35 ára, og Sigurþór Arnarson, 25 ára, voru leiddir fyrir héraðs- dómara í morgun þar sem þeim var gert að gera grein fyrir afstöðu sinni til ákæru á hendur þeim - fyrir að hafa í félagi banað Sigurði Sigmundssyni, 26 ára Eyrbekk- ingi, á veitingahúsinu Vegas að- faranótt 13. maí. Ákæran er á þá leið að Sverri Þór er gefíð að sök að hafa veitt Sigurði þungt högg aftanvert á höf- uð þannig að hann féll í gólfið. Sig- urþór er hins vegar ákærður fyrir að hafa sparkað í höfuð mannsins þar sem hann lá í gólfínu. Mennimir era látnir svara til saka fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða - hámarksrefs- ing fyrir slíkt brot er 16 ára fang- elsi. Árásin var um klukkan eitt að nóttu. Sigurður var úrskurðað- ur látinn um klukkan tíu um morguninn að aflokinni árangurs- lausri aðgerð vegna útbreiddrar heilablæðingar. Sakamálið var þingfest í morg- un. Þegar DV fór í prentun lá ekki fyrir hver afstaða sakbominganna var til ákærunnar eða hvenær að- alréttarhöldin hefjast. Frá því að mennimir voru handteknir og settir í gæsluvarðhald hafa þeir að verulegu leyti borið sakir hvor á annan. Vitni hafa hins vegar gefið mynd af því hvað átti sér stað á veitingahúsinu. Þriðji maðurinn, Birkir Her- bertsson, 34 ára, var í vor úr- skurðaður í gæsluvarðhald ásamt Sverri Þór og Sigurþóri vegna árásarinnar. Þegar upp var staðið var hann hins vegar ekki ákærð- ur - ljóst þótti að hann var á staðnum en tók þátt í öðram átök- um en þeim sem leiddu Sigurð heitinn til dauða. Fengu mannránsdóm í maí 10 dögum eftir Vegasárásina voru þremenningarnir hins vegar allir dæmdir í 6 mánaða fangelsi hver fyrir „mannránsmál" sem átti sér stað í Grafarvogi í sept- ember síðastliðinn. Réttarhöldum í því máli var nýlokið þegar Vegasatburðurinn varð. Þre- menningarnir vora þá dæmdir fyrir að hafa tekið 34 ára sjó- mann, íbúa við Flétturima, nauð- ugan út í farangursgeymslu jeppabifreiðar sem þeir voru á og ekið með hann að Hafravatni og síðan að Vesturlandsvegi í sept- ember síðastliðnum. Mennirnir þrír vora ekki taldir hafa sér neinar málsbætur - þeir hafi sammælst um brotið og var það virt þeim tO refsiþyngingar. „Það að nema fólk með valdi frá heimili sínu eða dvalarstað og svipta þannig frelsi er alvarlegt afbrot,“ sagði m.a í dómi héraðs- dóms í Grafarvogsmálinu í maí. -Ótt Heiða Rún Steinsdóttir, 16 ára, vann Peugot-bifreiö í kókleiknum. Hún keypti hina dýrmætu kókflösku í Skalla í Árbæ. DV-mynd Pjetur Vann bíl í kókleik: Frábær tilfinning - segir Heiða Rún, 16 ára „Þetta er alveg frábær tilfinning. Ég ætla nú reyndar að selja bílinn þar sem ég þarf að bíða í ár eftir bílprófi. Þá get ég líka látið draum- inn rætast og farið í óperusöngnám til ítaliu eftir nokkur ár,“ segir Heiða Rún Steinsdóttir, 16 ára stúlka úr Árbænum, sem vann Peu- got-bifreið í kókleiknum. Vinning- urinn er að verðmæti tæplega einni og hálfri milljón króna. Heiða Rún keypti 2 lítra kók- flösku í Skalla í Árbæ sl. mánu- dagsmorgun. Hún segist hafa séð myndina af bílnum í tappanum fyrr en um kvöldið. Þá var hún búin að horfa á vídeó hjá vinkonu sinni og fara á fótbolta- og söngæf- ingu. „Um kvöldið fékk ég mér sopa úr flöskunni og þá sá ég bílinn í tapp- anum. Ég öskraði af fögnuði og bróðir minn sem var að borða hélt að ég væri orðinn eitthvað skrýtin. Það var auvitað mikil gleði í f]öl- skyldunni eftir að fólkið áttaði sig á að ég hafði unnið. Ég verð bara að biða og kaupa mér bíl seinna, þegar ég er kominn með próf,“ seg- ir Heiða Rún. -RR L O K I Veðrið á morgun: Best fyrir noröan og austan Á morgun verður suðvestan- kaldi, skýjað, sums staðar dálít- il súld og hiti 9 til 14 stig vest- an til á landinu. Um landið norðan- og austanvert verður léttskýjað. Hiti verður á bilinu 15 til 20 stig. Veðrið í dag er á bls. 55 Sjálfskipt fUISSAN Almera *{& ?«»*• ’ * © Tilboð áárg. ‘97 ^ — Ingvar M M=M Helgason hf. ■— Sœvarhiifda 2 -=- Sim i 525 XOO<)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.