Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 27 Litlu íbúarnir í húsunum Eitt algengasta dýr i húsum á ís- landi er silfurskotta. Þær eru af ætt skottanna (Thysanura) sem er einn af elstu og frumstæðustu ættbálkur skordýra og talinn allt að 300 millj- ón ára gamall. Þær geta orðið allt að 5 ára gamlar og ungviðið verður ekki kynþroska fyrr en um hálfs árs gamalt. Nætumar eru tími silfurskott- anna, þær eru snarar í snúningum og hörfa í skjól um leið og ljós eru kveikt. Mikill raki, eins og gjarna verður í eldhúsi og á baðherbergi, eru kjöraðstæður fyrir búsetu þeirra, en síður þrífast þær í þurru lofti. Tjón af þeirra völdum er yfirleitt sáralítið. Þær eiga það til að naga sterkjuríkan pappír en sterkja er í sérlegu uppáhaldi hjá þeim. Silfur- skottur lifa af örsmáum myglusvepp- um og era næstum alætur á matvæli. Kornmölur Hann er um einn cm á lengd og vænghafið um tveir cm, blýgrár á lit með flikrótta framvængi. Fiðrildin nærast venjulega ekki en halda kyrru fyrir þar til í ljósaskiptunum, þá leita þau sér að maka eða varp- stað. Vinsælasti varpstaðurinn er mjölvara og eggjafjöldinn er á bilinu 2-300. Einni til tveimur vikum síðar klekjast lirfumar út og taka til við að éta og spinna þræði í mjölið. Þær eru gulhvítar, stundum með rauðleitum eða grænleitum blæ. Við stofuhita geta þær náð allt að 15-20 mm lengd á einum til tveimur mán- uðum. Þá leita lirfumar í sprungur eða rifur þar sem þær geta púpað sig í friði og ró. Á rétt um 3 vikum myndbreytist púpan í fiðrildi. Korn- mölurinn nær allt að fjórum kynslóð- rnn á ári í upphituðu húsnæði. Tjónið sem kornmölurinn veldur er verst vegna þráðanna sem lirfum- ar spinna svo að mjölið hleypur í kekki. Auk þess er úrgangur þeirra lyktarleiður og litar mjölið grábrúnt. Fatamölur Guli fatamölurinn var áður fyrr algengari í húsum hér á landi en er nú orðinn sjaldséðari. Mölflugan er um 7 mm löng með 10-16 mm gul- gljáandi vænghaf. Lirfur fiðrOdanna valda mönnum tjóni. Þær leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Lirfur mölsins éta ekki baðmullar- eða gerviefni. Fækkun fatamalarins er rakin til þess hversu hlutfallslega er orðiö lítið um ullarefni i fatnaði, húsgögn- um og gólfefnum. Ryksugun gólfteppa og þurrt loft- slag í húsum gerir einnig mölnum, eins og mörgum öðrum skordýram, lífið leitt. Pöddur, Rit Landverndar Vióar- rimlagluqqatjölí Framleiðum eftir þínu máli viðargluggatjöld. Margar lita- og viðartegundir, tvílakkaður viður. Einnig rúllu-, strimla-, myrkva- og ál-rimlagluggatjöld. Bslensk framleiðsla Stuttur afgreiðslutími Vönduð vinna - Betra verð Pílugluggatjöld hf Suðurlandsbraut 16 • sími 568 3633 • fax 568 3630 Spennandi nýjungar f innrömmun og mikið úrval rammaefnis Mfttáit Lisitplaköt: Grafík Silkiþrykk íslensk list ístmunhr Innlendir og endir í miklu úrvali Listhúsinu í Laugardal * Engjateigi 17-19*5: 568 0565 WICANDERS Vissir þú að... Mesta úrval náttúrukorks á Islandi. Tfi/" orkur er frá náttúrunnar hendi byggður upp af lojtfylltum holum. I hverjum rúmsentimetra af kork eru 125.000 loftsellur sem pjðir að 50% korksins er loft. Þess vegna er svo gott að ganga á korkgólfum. Þau pola velþtjstingfrá pungum húsgögnum og mjóum hœlum / vegna þess að korkurinn réttir úr sérþegarþijstingurinn hveifur - alveg eins og korktappi úr kampavínsflösku. icanders gólfin hafia einstakt "fagurfmðilegt W langlífi". Náttúrugólfefni eins og viður og korkur hafa gifurlegajfirhurðiyfir önnur gólfefni þar sem þau eru sígild. Þau eldast fallega og eru fógur jafnvelþó þau s'" orðingömul. Þ.ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100 -* Útsölustaðir DNAGrafík/1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.