Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 29 íþróttir Kristján meiddist Kristján Finnbogason, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, meiddist á ökkla á laugardag þegar lið hans, Ayr United, gerði jafntefli viö Dundee, 1-1, í skosku 1. deildinni. Atvikið gerðist á 39. mínútu pg Kristján þurfti að fara af velli. í fyrstu var óttast að hann væri ökklabrotinn en í gær kom í ljós að aðeins var um tognun að ræða. Kristján missir líklega af næsta leik Ayr en ætti að geta lokið tímabilinu með liðinu. Hann er síðan væntanlegur heim í raðir KR-inga áöur en ís- landsmótið hefst. -VS NBA-deildin: New Jersey í úrslitin Deildakeppni NBA í körfu- knattleik lauk í nótt. New Jersey varð í gærkvöld 16. og síðasta liðið til að vinna sér sæti í úr- slitakeppninni sem hefst í vikunni. Aöfaranótt laugardags: Boston-Cleveland.........78-71 Walker 17, Minor 15 - Ilgauskas 26. Atlanta-Charlotte......121-104 Smith 27, Henderson 25 - Rice 30. Miami-Washington.........89-97 Mouming 20 - Howard 22, Webber 21. Orlando-New Jersey .... 121-109 Anderson 29, Outlaw 25 - Cassell 27. Philadelphia-Chicago.....80-87 Coleman 20 - Jordan 24, Kukoc 18. Detroit-Milwaukee......108-102 Hill 31, Stackhouse 27 - Curry 25. Indiana-Toronto.........107-98 D. Davis 20, Rose 19 - Christie 24. Minnesota-Houston ......102-95 Gamett 20, Mitchell 19 - Willis 22. Denver-Portland........109-101 L. Ellis 22, Goldwire 22 - B. Grant 18. Seattle-San Antonio.....87-89 Schrempf 24 - Duncan 31, Robinson 22. LA Lakers-Dallas........124-95 Shaq 43, Jones 21, Bryant 17 - Finley 31. Phoenix-Utah............99-102 Chapman 25 - Malone 29, Russeli 21. Aöfaranótt sunnudags: Washington-Boston ......112-95 Webber 27, Murray 21 - Walker 18. Cleveland-Indiana .......96-92 Ilgauskas 26, Kemp 18 - Rose 26. Chicago-New York ......111-109 Jordan 44, Pippen 21 - Houston 22. Milwaukee-Minnesota . . 109-111 Allen 40 - Wheat 19, Jordan 18. Golden State-Vancouver . 112-100 Delk 23, Dampier 23 - Massenburg 26. LA Clippers-Sacramento . . 83-77 Robinson 20 - Williamson 27. Úrslit í gærkvöld: New Jersey-Detroit.....114-101 Gill 27, Van Horn 25, Kittles 22 - Toronto-Philadelphia .... 78-107 - Iverson 26, Coleman 20. Charlotte-Orlando .......89-76 Atlanta-Miami...........101-89 Smith 30, Laettner 17 - Lenard 18. LA Lakers-Utah .........102-98 Shaq 33, Bryant 25, Van Exel 20 - Malone 27, Eisley 18, Carr 13. Portland-Seattle.........82-90 Rider 24 - Payton 27, Baker 20. Þremur síðustu leikjum deildakeppn- innar, Houston-Phoenix, San Ant- onio-Denver og Sacramento-Vancou- ver, var ekki lokið þegar DV fór í prentun. í úrslitakeppninni mætast: Austurdeild: Chicago - New Jersey Miami - New York Indiana - Cleveland Charlotte - Atlanta Vesturdeild: Utah - Houston Seattle - Minnesota LA Lakers - Portland San Antonio - Phoenix -VS „Yndislegt“ „Þetta er alveg yndislegt. Þetta er búið að vera hörkubarátta og erfitt i allan vetur. Við erum bún- ir að leggja okkur svakalega mik- ið fram og leggja mikla vinnu í þetta. Við erum þá bæði leikmenn, þjálfarar og þeir sem koma að lið- inu. Það er rosa samstaða í liðinu og leikmennimir hafa síðan held- ur betur tekið viö sér seinni hlut- ann,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. Keflavíkurserían skólaöi okkur „Serían við Keflavík var rosaleg og hún skilaði okkur dýrmætri reynslu og hjálpaði okkur gífur- lega mikið fyrir úrslitin við KR. Ekkert jafnast á við það að taka þátt í nágrannarimmu við Kefla- vík og þeir leikir skóluðu okkur mikið tU. Þetta er öðruvísi lið en síöast þegar ég var í Njarðvík og i raun miklu yngra en þá og miklu færri refir í liðinu nú. Liðið er í ár kannski skipað minni spámönnum sem menn kannski ekki reiknuðu með í upp- hafi vetrar. Innst inn held ég að enginn hefði búist við að Njarðvík stæði uppi sem sigurvegari hér í dag, hvað þá 3-0. Byrjaö á aö stækka hópinn Við byrjuðum á því í haust að stækka hópinn og notuðum mótin í upphafi vetrar tU að leyfa öUum að spreyta sig. Það er vissulega að skUa sér í erfiðum leikjum i úr- slitakeppninni. Yngri strákamir voru tilbúnir að láta gott af sér leiða í þessu leikjum. Teitur hefur líka þroskast mikið sem leikmað- ur frá því fyrir Grikklandsforina og ég er á því að þetta sé jafnasta tímabU hans frá upphafi. Er Njarövík fann taktinn Ef menn skoða síðustu leiki Njarðvíkur í deUdinni og leikina í úrslitakeppninni sjá menn að þeg- ar liðið fann taktinn og fór að spUa alvöruliðsvöm stóðst ekkert lið okkur snúning. Menn mátu okkur vitlaust er þeir töldu að við væram bara keyrslulið því við vomm að vinna þetta á vöminni," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leik. -ÓÓJ Friörik Ingi Rúnarsson gefur hér bikarnum léttan koss eftir aö lærisveinar hans höföu lagt KR-inga aö velli á sannfærandi hátt. „Eg er allt annar Teitur" „Þetta var alveg meiri háttar og næstum því eins og draumur," sagði Teit- ur Örlygsson, leikmaður Njarðvikur, eftir leik. „Ég er aUt annar Teitur en áður en ég fór tíl Grikklands og hitti í raun fyrir aUt annað NjarðvíkurUð en það sem ég var að spila með áður en ég fór. Við höfðum trú á þessu frá upp- hafi þrátt fyrir að ekki höfðu allir trú á okkur og við vorum gagnrýndir tíl að byija með. Viö töluðum um það sjáifir að við gætum bætt okkur og svo fer þetta að springa út á réttum tíma. Við spUuðum þessa leiki mjög sannfáerandi og gáfúm KR-ingum hvergi færi á okkur. Við spUuðum góða vöm allan tím- ann og það er hún sem skilar dýrmætum körfúm hinum megin," sagði Teitur eftir leik. „Þetta er frábært. Þetta er fyrsti titUlinn okkar Loga. Við höfum aldrei náö að vinna í yngri flokkum en vinnum nú okkar fyrsta íslandsmeist- aratitil í meistaraflokki 16 ára gamlir. Friörik sýndi okkur traust í vet- ur og þaö var að skUa okkur dýrmætri reynslu. Þaö er með ólíkindum að við séum íslandmeistarar með fyrirmyndum okkar í gegnum árin,“ sagöi hetja Njarðvíkur í úrslitaleikjunum, Örlygur Sturluson, effir leik. -ÓÓJ Ósvaldur Knudsen skoraði 52 stig í leikjunum þremur gegn Njarðvík þó að hann væri aldrei í byrjunarliðinu. Auk þess átti hann 10 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Ekki slæmt framlag það af bekkn- um enda Ósvaldur áreiðanlega besti sjötti maður úrvalsdeUdarinn- ar. BÖrlygur Sturluson skoraði 45 stig og átti 17 stoðsending- ar í leikjunum við KR. Það gerir 15 stig að meðaltali. Örlyg- ur skoraði 7,8 stig að meðaltali í vetur með Njarðvík en kom heldur betur sterkur í úrslitaleikina við KR. Þessi 16 ára pUtur, sonur Sturlu Örlygssonar, sem gerði garðinn frægan með Njarðvíkingum á ámm áður, er mesta efni sem fram hefur komið hér á landi í körfuboltanum. -ÓÓJ/GH KR (41) 94 Njarövík (51) 106 2-D, 2-8, 7-13, 13-13, 22-20, 26-25, 31-28, 36-36, 36-41, 38-49, (41-51), 43-51, 43-53, (10 mínútna töf), 50-59, 58-64, 60-68, 64-76, 68-83, 75-94, 77-100, 84-101, 92-106, 94-106. Stig KR: Keith Vassell 29, Ósvaldur Knudsen 24, Baldur Ólafsson 12, Siguröur Jónsson 9, Ing- var Ormarsson 7, Marel Guðlaugsson 6, Atli Einarsson 4, Björgvin Reynis- son 3. Stig Njarðvíkur: Petey Sessoms 34, Friðrik Ragnarsson 29, Teitur örlygsson 18, Örlygur Sturluson 12, Kristinn Einarsson 5, Páll Kristins- son 5, Guðjón Gylfason 3. Sóknarfráköst: KR 10 , Njarðvík 8 Vamarfráköst: KR 21, Njarðv. 22 3ja stiga körfur: KR 8/25 , N 12/27 Vítanýting: KR 16/23 , N 26/34 Dómarar: Jón Bender og Leifur Garðarsson. í góðu lagi. Áhorfendur: Um 600 Maður leiksins: Friðrik Ragnarsson Njarðvík. Ragnar Ragnarsson, Páll Kristinsson og Petey Sessoms voru að vonum kátir eftir sigurinn gegn KR í gær. Á innfelldu myndinni er Örlygur Sturluson með þeim Páli og Sessoms en þessi 16 ára strákur sló svo sannarlega í gegn með Njarðvíkurliðinu í vetur. Annað eins efni hefur ekki komið fram í langan tíma. DV-myndir ÞÖK - Njarðvíkingar íslandsmeistarar í 10. sinn eftir þrjá örugga sigra á KR-ingum Það tók Njarðvíkinga aðeins þrjá leiki að yfirvinna KR og tryggja sér sinn 10. íslandsmeistaratitil frá upp- hafi og jafnframt þann þriðja frá 1994. Annað árið í röð kláraðist mótiö í þremur leikjum en það verður seint sagt um úrslitin í ár að þau hafl ver- ið jöfn og spennandi. Yfirburðir Njarðvíkur vom miklir og KR-liðið átti aldrei minnstu glætu í íslands- meistaratitilinn i ár. Bæöi þessi lið komu upp eftir mis- góða byrjun í vetur og mundu margir hafa rekið upp stór augu fyrr í vetur ef það hefði verið sagt við þá að Njarðvík og KR myndu spila úrslita- leikina í vor. Þrátt fyrir að bæði lið hafi komið inn í úrslitaleikina með stigvaxandi leik að undanfórnu er nokkuð ljóst að Njarðvíkurliðið var komið í þessa leiki til að klára dæmið en KR-ingar voru ekki að spila þann leik sem þeir hafa verið að sýna fyrir þessa leiki við Njarðvík. Vonarglæta í byrjun í gær Smá vonarglætu var þó að finna hjá KR í gær tU aö byrja með og einhverj- ir körfuboltaunnendur vora famir að vonast eftir fleiri leikjum í framhaldi af ágætisleik þeirra. En flmm stiga sókn í lok fyrri hálfleiks kom Njarð- vik fram úr, 41-36, og eftir það var að- eins spuming um hversu stór sigur þeirra yrði. Hann var að lokum 12 sitg, 106-94. Sá körfubolti sem Njarð- vík hefur verið að sýna að undan- fómu er frábær. Liðið spUar geysi- sterka vöm og hraðaupphlaup eru síðan mjög vel útfærð sem skUar mörgum stigum á andstæðingana áður en þeir em búnir að stUla upp í vömina. Auk þessa er liðið mjög vel samstUlt og samvinna leikmanna mikU í sókn og vöm. Frændurnir engum líkir Teitur Örlygsson hefur verið mað- urinn á bak við liðsheUdina í vetur. Hann hefur tekið að sér leiðtogahlut- verkið og er farinn að spUa miklu meira fyrir liðið en áður en hann fór tU Grikklands. Margir líta Teit ekki sömu augum þar sem hann skorar ekki eins mikið og áður en framlag hans tU Njarðvikurliðsins hefur lík- lega aldrei verið meira en einmitt í vetur. Þá hefur frændi Teits, Örlygur Sturluson, skotist fram í sviðsljósið. Örlygur er aðeins 16 ára en hefur blómstrað í leikjunum við KR og falið „reynsluleysið" einstaklega vel. Leik- ur hans er miklu líkari frammistöðu leikmanns sem hefur verið langan tíma í meistaraflokki en hjá þeim sem er að stíga sín fyrstu spor. Aörir leikmenn, eins og Friðrik Ragnarsson, PáU Kristinsson og Krist- inn Einarsson, em liðinu einnig gíf- urlega mikUvægir. Síðast en ekki síst hefur fjölbreytUeiki útlendingsins, Petey Sessoms, og framlög hans á mörgum sviðum skUað því ásamt framlögum hinna að Njarðvík er mjög sannfærandi íslandsmeistari 1998. KR sneri viö blaöinu KR-liðið hefúr gert ótrúlega hluti í vetur eftir skelfilega byrjun. KR sakn- aði Nökkva Más Jónssonar vissulega í síðustu tveimur úrslitaleikjunum við Njarðvík en Ósvaldur Knudsen spUaði þeirra best í leikjunum viö Njarðvík, sannarlega besti sjötti mað- ur deUdarinnar. Það verður að segjast eins og er að Keith VasseU, sem hafði leikið mjög vel fyrir Njarðvíkurleik- ina, átti ekki svar við Petey Sessoms í þessum þremur leikjum. KR-ingar treysti á góða breidd en vantaði tU- flnnanlega fleiri einstaklinga með reynslu í leikjum sem þessum. KR getur samt horft björtum augum tU framtíðar, leikmenn hafa nú fariö í gegnum leiki sem þessa og yngri flokkar félagsins blómsta þessa dag- ana og taka hvem íslandsmeistara- titUinn á fætur öðmm. -ÓÓJ Logi Gunnarsson (Þorvaröarsonar) getur ekki leynt gleöi sinni. Örlygur Sturluson og Guöjón Gylfason eru brosmildir. Peysuskiptin hjá Njarövík Eftir 19 stiga tap í undanúrslitum bik- arsins gegn KFÍ á ísafirði tóku þrír leik- menn Njarðvíkur, Teitur Örlygsson, PáU Kristinsson og Örlygur Sturluson, upp á því að skipta um treyjur tU að marka um- skipti hjá liðinu.Teitur fór úr peysu núm- er 11 í númer 7, PáU úr 8 í 11 og Örlygur fór í 8 en var númer 7 áður. 14 af 18 unnum eftir skiptin Það er ekki hægt aö segja annað en þetta sálfræðibragð hafi heppnast vel því fyrir þann tíma hafði liðið unnið 7 af 14 leikjum í deUdinni en eftir peysuskiptin hefur Njarðvík unnið 14 af 18 leikjum. -ÓÓJ Örvar Kristinsson, Kristinn Einarsson og Póll Kristinsson þakka fjölmörgum stuöningsmönnum sínum stuönínginn á Nesinu í gær. íþróttir Jón Sigurðsson, þjálfari KR: Fyllilega sáttur Jón Sigurðsson, þjálfari KR-inga, var sáttur við veturinn þrátt fyrir 3-0 tap í úrslitum við Njarðvík. Jón tók við liðinu í erfiðri stöðu af Hrannari Hólm og tókst heldur bet- ur að rétta úr kútnum. „Njarðvíkingum tókst að nýta sinn styrkleika sem er hraði og góð- ir skotmenn en okkur tókst ekki að nýta okkar styrkleika sem er að keyra inn í teig, og því fór sem fór. Við gerðum breytingu á sóknar- leiknum í dag (gær), það tókst vel og í fyrri hálfleik og langt fram í seinni hálfleik vorum við inni í þessum leik en það dugði ekki til því við skoruðum ekki úr færum undir körfunni trekk í trekk. Með því að klikka á færum sem við erum að keppast við að fá vinnum við ekki leiki sem þessa," sagði Jón Fórum úr 9. sæti upp í ann- aö „Við erum samt fyllilega ánægðir með veturinn, við erum með næst- besta liðið í dag. Það höfðu ekki margir trú á okkur um mitt mót en frá þeim tíma höfúm við náð að fara úr 9. sætinu, sem við vorum í janú- ar, upp í 2. sætið hér í dag, eitthvað sem við getum ekki annað en verið stoltir af. Það réð miklu í þessum leikjum við Njarðvík að okkar leik- menn hafa ekki leikreynsluna sem kannski þarf í leiki sem þessa. Þar var ólíkt á komið með liðunum því Njarðvík hefur 3 til 4 menn sem hafa verið skólaðir í úrslitakeppni í 7 til 8 ár. í viðbót við það koma síð- an mjög góðir leikmenn upp eins og Örlygur sem styrkja þeirra lið enn frekar. Það vildu allir hafa verið í okkar spomm, að keppa til úrslita í Is- landsmóti, og þetta er alveg frábært hjá liðinu og i raun alveg einstakt að lið hafi sýnt þann styrkleika að snúa við blaðinu og rífa sig upp líkt og við gerðum í vetur,“ sagði Jón Sigurðsson eftir leik. Þeir voru bara betri „Þeir vom bara betri í þessum leikjum og það er ekkert meira um það aö segja. Auðvita var slæmt að missa fyrirliðann Nökkva Má Jóns- son í meiðsli en það var ekki það sem réð þessu, þeir voru bara betri," sagði Ósvaldur Knudsen, besti leikmaður KR í seríunni við Njarövík. -ÓÓJ SENN ER KOMIÐ SUMAR íþróttagallar, ótrúlegt verð, frá kr. 2.990. Glansefni og tvöfalt bómullarfóðraö. 4 litir: svart, rautt, dökkblátt og milliblátt. Nr. 2-4, verð aöeins 2.990. Nr. S-XXXL, verð aðeins 3.990. Fótboltaskór nr. 28-47, fyrir möl og gervigras. Verð frákr. 1.190. T Fótboltar frá kr. 1.490 Markmannsbuxur 2.990 Markmannshanskar frá kr. 600 Legghlífar frá kr. 990 Stakar íþróttabuxur, sumarjakkar í öllum stærðum og mörgum litum. Póstsendum - nýtt kortatímabil SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Hlaupaskór með púða í hæl, nr. 35 til 46 verð 3.980. Puma Minuteman, nr. 32 til 40, verð 3.990, nr. 41 til 47, verð 4.990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.