Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 21 íþróttir íþróttir Fær Martha nýja Toyotu á Akureyri? Á laugardaginn fer Akureyrar- maraþonið fram. Keppt verður í 3 km skemmtikokki, 10 km og hálfu maraþoni. Sú skemmtilega ný- breytni verður að fyrir íslandsmet í hálfu maraþoni fær sigurvegarinn nýja Toyotu Corollu-bifreið í verð- laun. Martha Ernstdóttir er talin sú eina sem gæti mögulega sett ís- landsmet í þessari vegalengd á laug- ardaginn. Ætlun Mörthu var að fara í hálft maraþon í september en ákvað fyrir um tveimur vikum að slá til og reyna við metið og bílinn. Tveir góðir hlauparar munu einnig taka þátt í hálfu maraþoni karla, Daniel Smári Guðmundsson og Sigmar Gunnarsson. Ættu þeir að vera á svipuðum tíma og Martha og því gæti það hjálpað þeim öllum. Martha þarf að hlaupa undir 1:11,39 klst. til að slá metið og þó lík- umar séu ekki mjög miklar er met- ið möguleiki, sérstaklega ef veður verður hagstætt og fólk mæti til að hvetja hana. Skráning í hlaupin hefur verið góð en hún fer fram í Sportveri á Akureyri í s. 461-1445, á skrifstofu Reykjavíkur maraþons i Laugardal, s. 588-3399. Hlaupin heíjast klukkan 12 á íþróttavellinum. -GH Spænska landsliðið í knattspyrnu: Clemente boðiö að vera áfram með liðið Spænska knattspymusambandið hefur ákveðið að bjóða Javier Clem- ente áframhaldandi starf sem lands- liðsþjálfari fram yfir riðlakeppni Evr- ópumótsins sem lýkur vorið 2000. „Viö viljum að Clemente haldi áfram með liðið að minnsta kosti fram yfir EM. Hann hefur unnið gott starf og við viljum halda hon- um,“ sagði Angel Maria Villar, for- seti spænska knattspyrnusam- bandsins í gær. Ekki er víst hvort Clemente tekur þessu boði en hann er í sumarfríi og er ekki að vænta svars frá honum fyrr en í ágúst. Eftir HM viður- kenndi hann þó að hann vildi áfram vera með liðið. Spánverjum tókst sem kunnugt er ekki að komast upp úr sínum riðh í Frakklandi og var það mikið áfall. Eftir keppnina var jafnvel talið að Clemente fengi ekki annað tækifæri með liðið en annað hefur komið í ljós. -JKS Hjólreiðakeppnin Tour de France: Ástrali í gula vestið - Hollendingur vann Qórða legginn Hohenski hjólreiða- maðurinn Jeroen Blijevens sigraði á 4 sérleiðinni í Tour de France í gær. Hjólaðir voru þá 252 km frá bænum Plouay og fór Blijevens vegalengd- ina á Stuart O’Grady. 5:48,32 klukkustundum. Nicola Minali frá Ítalíu varð annar og þriðji í röðinni varð Jan Svorada frá Tékklandi. 15 ár síöan Ástrali hefur klæöst gula vestinu Að loknum fjórum sérleiðum hef- ur Ástralinn Stuart O’Grady tekið forystuna og mun hann því klæðast gula vestinu á fimmtu sérleiðinni sem verður hjóluð í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 15 ár sem Ástrali klæðist gula vestinu en síðast klæddist Phil Anderson vestinu eft- irsótta. Daninn Bo Hamburger er í öðru sæti, ellefu sekúndum á eftir O’Grady, og í þriðja sæti er Banda- rikjamaðurinn George Hincapie á sama tíma og Daninn. -JKS KR-konur fögnuðu vel og innilega sigrinum á Val á heimavelli sínum í vesturbænum í gær. Það var líka ástæða til að fagna því að Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem hér gengur af velli ásamt Olgu Færseth, lék aö nýju með liðinu eftir langvinn meiðsli. Á innfelldu myndinni eru þær Sigríöur Pálsdóttir markvöröur og Guölaug Jónsdóttir, sem lék sinn fyrsta leik i þrjár vikur, að spá (væntanlega andstæðinga i undanúrslitunum. DV-myndir ÞÖK Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu: KR hefndi - haföi betur gegn Val og er komið í undanúrslitin 1- 0 Olga Færseth (18.) fékk boltann við vítateig Vals, lék inn i vítateig og skoraði með fostu skoti. 2- 0 Helena Ólafsdóttir (41.) með góðu skoti úr aðþrengdu færi i vitateig eftir laglega sendingu frá Olgu Færseth. 3- 0 Olga Færseth (52.) renndi boltan- um fram hjá markmanni Vals úr miðjum vítateig eftir góða sendingu frá Ásthildi Helgadóttur. KR sigraði Val í átta liða úrslit- um bikarkeppninnar í Frostaskjóli í gærkvöld og er komið í undanúrslit ásamt ÍA, ÍBV og Breiðabliki. Leikurinn var bráðfjörugur á að horfa og segja má að það hafi aht verið yaðandi i færum í fyrri hálf- leik. Á fyrstu 15 mínútum leiksins fékk hvort lið um sig sín tvö færi sem þeim tókst ekki að nýta. En Olgu Færseth voru ekki mislagðir fætur við mark Vals á 18. mínútu og eftir markið náðu KR-ingar að slaka á og ná fastari tökum á leiknum. Valsarar voru þó ekki hættir og á 24. mínútu fékk Bergþóra Laxdal sannkahað dauðafæri í markteig KR en skot hennar var beint í fang- ið á Sigríði Pálsdóttur, markverði KR. Þrátt fyrir að vera tveimur mörk- um undir og aUur seinni hálfleikur eftir var eins og vUjann tU að sigra vantaði í lið Vals í síðari hálfleik. KR-ingar áttu ekki í neinum vand- ræðum með að innbyrða sigurinn enda mikið betri aðUinn hvar sem var á veUinum. „Þetta var bara lélegur leikur, ekkert annað. Við erum að gefa mörk hérna í stórum stíl þannig að þá fer það ekki nema á einn veg. Ef við spUum ekki vel þá vinnum við ekki leiki, það er alveg klárt,“ sagði Ólafur Guðbjömsson, þjálfari Vals, og var afls ekki sáttur. Guölaug gerði gæfumuninn „Það skiptir öUu máli að vera á undan að skora í svona leikjum og mér fannst þær detta niður eftir að við skoruðum. En við komum mun betur stemmdar í þennan leik held- ur en gegn þeim í deUdinni. Þá átt- um við menn í meiðslum og það munaði okkur öllu að GuUa (Guð- laug Jónsdóttir) kom inn i liðið í þessum leik, ekki síst sálfræðilega. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði áfram svona fyrst við erum að ná öUum inn,“ sagði Helena Ólafsdótt- ir, fyrirliði KR. KR-ingar voru vel að þessum sigri komnar og endurkoma Guð- laugar Jónsdóttur virkaði sem vítamínsprauta á liðið. SpUið gekk mikið i kringum hana og náði hún vel saman með Ásthildi Helgadóttur inni á miðjunni, Olgu Einarsdóttur úti á vinstri og Olgu Færseth frammi, en þessar fjórar voru best- ar í liði KR. Valsarar voru að leika sinn slakasta leik í sumar og þær geta engum nema sjálfum sér um kennt., AUan baráttuanda vantaði i liðið og það var oft ótrúlegt að sjá hversu lengi liðið var að sækja fram vöU- inn, sérstaklega eftir að vera komnar tveimur mörkum undir. Ungu stelpumar sem komu inn á frískuðu upp á liðið í seinni hálfleik en það dugði skammt gegn sterkum KR-ingum. -ih Bland í noka Everton gekk í gær frá kaupum á ítalska vamarmanninum Marco Ma- terazzi frá Perugia fyrir 300 miiljónir króna. Materazzi er 24 ára gamall og þykir mjög sterkur varnarmaður. Walter Smith, nýráðinn stjóri hjá Everton, hafði betur i kapphlaupi við Lazio sem einnig vildi kaupa hann. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er að reyna að krækja i sænska landsliösmanninn Jesper Blomqvist sem leikur með Parma á Ítalíu. Ferguson reyndi að fá þenan 24 ára gamla miðju- og sóknarmann fyrir síðasta tímabil en varð ekki ágengt í þeim efnum. Japönsk blöö skýra frá þvi að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé efstur á óskalista japanska knatt- spyrnusambandsins um aö taka við þjálfun landsliðsins en sem kunnugt er verður næsta HM-keppni haldin í Japan og S-Kóreu árið 2002. Wenger segir í viðtali við japanska Úölmiðla að hann hafi ekki fengið formlegt tilboð en sé það rétt að Jap- anir vilji fá hann sé það mikill heið- ur. Wenger á eitt ár eftir af samningi sinum við Arsenal. Wenger þjálfaði lið Nagoya Grampus áður en hann tók við liði Arsenal og hann segist eiga mjög góðar minning- ar frá Japan. Wenger segist þurfa að hugsa sig vel um ef boð berst en það sé ekkert ómögulegt þegar knatt- spyrnan er annars vegar. Ronnie Moran er að hætta störfum hjá Liverpool eftir 50 ára starf hjá fé- laginu. Hann kom til liðsins árið 1949 og lék 379 leiki með liðinu áður en hann sneri sér aö þjálfun hjá liðinu. Moran hefur verið hægri hönd margra framkvæmdastjóra á Anfield Road og 1 tvígang hefur hann stýrt liðinu, bæði skiptin eftir aö fram- kvæmdastjóramir hættu á samnings- tbnanum en þeir voru Kenny Dalgl- ish og Graeme Souness. Pólverjar báru sigurorð af Úkrainu- mönnum, 1-2, í vináttulandsleik í knatt- spymu sem fram fór i Kænugaröi í gaer- kvöld. Úkraínumenn eru í riðli með ís- lendingum í undankeppni Evrópumóts landsliða sem hefst í haust. -GH í kvöld 1. deild karla í knattspymu: Þór-KVA...................20.00 Skallagrímur-KA...........20.00 2. deild karla i knattspymu: Viðir-Reynir S ...........20.00 3. deild karla í knattspyrnu: Ármann-GG ................20.00 Styrkleikalisti Alþjóða knattspyrnusambandsins: Heimsmeistararnir hækkuðu um 15 sæti - Brassar í efsta sæti og íslendingar í 69. sæti Alþjóða knattspymusambandið sætinu þar sem þeir hafa dvalið Efstu þjóðir á listanum er þessi: gaf í gær út nýjan styrkleikalista nokkuð lengi. 1. Brasilía................ 73,84 (-0) og biðu margir eftir honum í kjöl- Af þátttökuþjóðunum á HM í 2. Frakkland................70,18 (+15) far heimsmeistaramótsins í Frakk- Frakklandi falla Japanir niður um 3. Þýskaland......... 68,65 (-1) landi. Hollendingar tóku stærsta flest sæti eða alls 12. Þeir voru í 12. 4. Króatía................. 66,62 (+15) stökkið en lið þeirra hækkaði um sæti á listanum fyrir HM en slæmt 5. Argentína..........65,14 (+1) heil 17 sæti á listanum. Heims- gengi þar kom þeim i 22. sæti. 6. Tékkland.......... 64,90 (-3) meistarar Frakka tóku einnig risa- íslendingar eru í 69. sæti og 7. Júgóslavía.........64,17 (+1) stökk eins og vænta mátti og hækka um þrjú sæti frá síðustu 8. Holland........... 64,07 (+17) hækkuðu um 15 sæti. Það gerðu birtingu. Ástæðu þess má rekja til 9. Ítalía............ 64,07 (+6) Króatar einnig en þeir hrepptu leikjanna við S-Afríku og Sádi-Ar- 10. England.......... 62,66 (-5) bronsið í nýafstaðinni heimsmeist- abíu fyrir HM sem lyktaði báðum n. Noregur........... 62,26 (-4) arakeppni. með jafntefli. 12. Mexíkó............ 62,04 (-8) Brasilía er sem fyrr í efsta sæt- Danir hækka um níu sæti og 13. Rúmenía ...........60,31 (+9) inu en Frakkar koma í humátt þar eru núna í 18. sæti. Norðmenn 14. Spánn.............60,21 (+1) á eftir. Þjóðverjar detta niður um hrapa hins vegar niður um fjögur 15. Chile .......... 59,30 (-6) eitt sæti en halda sem fyrr þriðja sæti, úr 7. sæti í það 11. -jks Þaö er engu líkara en að Gísli Jóhannsson dómari sé í þann mund að fella Ómar Bendtsen, sóknarmann Fylkis, í leik Fylkis og Breiðablik í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í Árbænum í gærkvöld. DV-mynd E.ÓL Blikar í undanúrslitin 0-1 Jón Þórir Jónsson (17.) Sigurður Grétarsson tók aukaspymu frá hægri og eftir skallaeinvígi datt bolt- inn inn á markteig þar sem Jón var fyrstur að átta sig og potaði boltanum inn. 0-2 Atli Kristjánsson (62.) af stuttu færi eftir að Bjarki Pétiusson haföi lagt boltann út til hans. 1-2 Guðjón Guðjónsson (68.) með skoti rétt utan teigs eftir að Blikar náðu að skaUa frá eftir aukaspyrnu. 1-3 Sævar Pétursson (87.) Bjarki Pétursson vann bolt- ann af vamarmanni Fylkis rétt utan teigs og Sævar lék að markteignum og renndi boltanum í Qærhomið. Breiðablik er komið i undanúrslit bikar- keppninnar eftir sanngjaman sigur á Fylki, 1-3, í Árbænum í gærkvöldi. Það var helst síðustu 20 mínútur leiksins sem Fylkismenn virtust líkleg- ir til afreka og þeir hefðu með smáheppni getað knúið fram framlengingu. Leikurinn byrjaði mjög dauílega og fyrstu 17 mín- útumar gerðist ekkert markvert. Sennilega hefði leikurinn verið ein stór ládeyða hefði Jón Þórir ekki náð að koma Bhkum yfir á 17. mínútu. Eftir það hresstust bæði liðin aðeins þó að deyfðin væri áfram ríkjandi. Liðin fengu hvort sitt færið áður en Atli Kristjánsson skoraði á 39. mínútu en markið var dæmt af þar sem Gísh Hlynur Jóhannsson dómari, sem var mjög slakur í leikn- um, taldi Atla hafa brotið af sér. Umdeht og að margra mati undarlegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Fylkismenn skoruðu eftir aukaspymu en þegar boltinn var á leið í markið flautaði dómarinn th leikhlés og því var markið ekki gilt. Áhangendur Fylkis vom mjög ósáttir við þessa dómgæslu og getur undirritaður tekið undir með þeim þar. Síðari hálfleikur var mun fjörugri en sá fyrri og nokkur dauðafæri litu dagsins ljós. Blikar áttu tvö góð skot með minútu mhlibhi og virt- ust mun líklegri til að bæta við mörkum. Sú varð líka raunin þegar Atli Kristjánsson skor- aði á 62. mínútu. Um leið og hann skoraði braut Fylkismaður mjög iha á honum og varð hann að fara af leikvehi. Fylkismenn voru Ijónheppnir að missa ekki mann út af en dómarinn veitti ekki einu sinni thtal. Þjálfararnir brenndu af vítaspyrnum Eftir þetta tóku Fylkismenn við sér og sex mínútum eftfr markið náðu þeir að minnka muninn. Þeir héldu áfram að sækja eftir það og voru nálægt því að jafna. Einu sinni þurftu Blikar að bjarga á línu og Atli Knútsson mark- vörður varði aukaspyrnu Gunnars Þórs Péturs- sonar á glæshegan hátt. Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, lék síðan sama leik hinum megin. En þegar venjulegum leiktíma var ný- lokið greiddi Sævar Pétursson Blikunum náðar- höggið. Eftir það var kæruleysi komið í liðin sem sást best á því að liðin fengu hvort sína vítaspyrnuna en hvorug þeirra nýttist þótt reyndir menn sæju um að taka þær. Fyrst skaut Ólafur Þórðarson í stöng og síðan varði Kjartan Sturluson frá Sigurði Grétarssyni. „Sigurinn sanngjarn" „Ég held að þessi sigur hafi verið sanngjarn þó að við höfum legið undir töluverðri pressu undir það síðasta. Við fengum á móti hættuleg- ar skyndisóknir. Þetta var erflður leikur en við erum mjög ánægðir með að vera komnir í und- anúrslit," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. Bjarki og Atli náðu nokkuð vel saman í framlínunni hjá Blikum og þá átti Hreiðar Bjamason einnig mjög góðan leik. „Fyrir neðan allar hellur“ Ólafur Þórðarson var ósáttur við dómarann í lok fyrri hálfleiks. „Maðurinn flautaði þegar boltinn var á leiðinni í netið. Þetta er fyrir neðan ahar hehur. En það sem kom Blikunum fyrst og fremst áfram var okkar eigin aulaskapur. Einbeitingin var ekki í lagi og við færðum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði hann. -HI Ólympíuleikar árið 2008: Frakkar íhuga umsókn íþróttamálaráð- herra Frakklands, Marie-George Buffet, lýsti því yflr í gær að hún myndi styðja um- sókn Frakka fyrir að fá að halda ólympíu- leikana árið 2008. Umsókn um að halda keppnina þá hefur ekki enn borist ólympíunefndinni en liklegt er að hún ber- ist innan skamms. Næstu ólympíu- leikar verða haldnir í Sydney í Ástralíu árið 2000 og Grikkir hrepptu leikana 2004 en leikamir fara fram í Aþenu. -JKS Kanchelskis til Rangers Andrei Kanchelskis var í gær seldur frá ítalska liðinu Fiorentina th skoska úrvalsdehdarliðsins Glasgow Rangers fyrir 600 milljónir króna. Kanchelskis er 29 ára gamall Úkraínumaður sem hefur tvö undanfarin ár leikið með Fiorentina en þar áöur lék hann með Everton og Manchester United. Forráöamenn Rangers hafa verið kaupglaðir aö undanfórnu. Hohendingurinn Dick Advocaat sem tekinn er við liðinu af Walter Smith hefur keypt landa sína, Arthur Numan og Giovanni van Bronchorst, og þá er hann að ganga frá kaupum á franska markverðinum Lionel Charbonnier. „Ég er mjög ánægður með aö fá Kanchelskis. Hann er fljótur, teknískur og hefur næmt auga fýrir sphi. Við væntum mikils af honum," sagði Dick Advocaat, framkvæmdastjóri Rangers. -GH Allir á Stjörnuvöllinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.