Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Mótöldin og drápstólin munduð: Ár netleikjanna er upp runnið - fjöldi gríðarlega spennandi leikja væntanlegur á markaðinn Barist á Netinu: Team Fortress II, Starsiege: Tribes, Unreal Tournament og Quake lli Arena. Finninn keyrandi í tilefni þess að keppni í For- múlu 1 kappakstri hefst um næstu helgi er ekki úr vegi að líta aðeins inn á ‘ heimasíðu frænda vors, Finnans Mika Hakkinen, sem vann jú þessa keppni í fyrra. Slóðin er http://www.mika- hakkinen.net/ íslenskt hótel í Köben í dag opnar íslendingurinn Vala Baldursdóttir hótel sitt í miðborg Kaupmannahafnar og ber það nafniö Green Key Hot- el. Jafnframt hefur veriö opnuð | heimasíða hótelsins þar sem al- menningur getur fengið nánari -> upplýsingar um það. Slóðin er http://www.greenkey.dk/ Frelsið er yndislegt... Þeir eru miklir áhugamenn um frelsi af öllu tagi, Heimdell- ingarnir. Þetta má greiniiega sjá á heimasíðu þeirra, http://www.frelsi.is/ Eiginhandaráritanir Heimasíðan http://www.autograp- hworld.com/ býður fólki til sölu eiginhandaráritanir frægs fólks af öllum stærðum og gerð- t um. Þar má m.a. flnna áritun hinnar dönsku frænku okkar, Helenu Christiansen. Ættflokkarígur Hér á siðunum er íjallað um netleikinn Starsiege: Tribes, sem mun veita Quake III, Unr- eal Toumament og Team For- tress II harða keppni á árinu. Heimasíða leiksins er http://www.si- erra.com/dynamix/tribes/ Ljósmyndasnillingar Verk helstu ljósmyndasnill- inga mannkynssögunnar er hægt að finna á heimasíðunni http://www.masters-of-pho- tography.com/ Górillur í Þeir eru margir í heiminum sem láta sig málefni górilla varða. Meðal þeirra eru um- sjónarmenn heimasíðunnar http://www.gorilIa.org en á síðunni má finna hinar ýmsu upplýsingar um þessa geð- þekku frændur okkar. Netspilun er án efa einn helsti vaxt- arbroddurinn á tölvuleikjamarkaðin- um um þessar mundir og hafa mótöld- in aldrei verið mikilvægari leikjaflkl- um en einmitt nú. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem spenn- an yfir því að keppa við andstæðinga af holdi og blóði hlýtur að vera meiri en þegar keppt er við sálarlausa tölvu sem stýrir andstæðingi þínum með gervigreind sem oft er ekki upp á marga fiska. Mörgum finnst skemmti- legt að leggja kapal, en flestum finnst þó skemmtilegra að spila á spii í góð- um félagsskap. Sama lögmál gildir að mestu leyti með tölvuleikina. Nema að í stað þess að leggja spaöaásinn á borðið þá tætirðu höfuð andstæðings- ins í sundur með sprengjuvörpu. Fjórir fræknir Hvað fyrstu persónu skotleikina varðar er nokkuð ljóst að árið 1999 er ár netleikjanna. Þrír af allra stærstu leikjunum af þessari gerð sem vænt- anlegir eru á árinu ganga nær algjör- lega út á netspilun. Þetta eru Quake III Arena, Unreal Tournament og Team Fortress 2. Þessir titlar þurfa að sanna sig í samanburði við netleik sem kom út á síðasta ári og hefur ver- ið hampað sem besta netleik sem nokkru sinni hefur verið búinn til, Starsiege: Tribes. Sennilega er beðið með hvað mestri eftirvæntingu eftir QIII Arena, en von er á honum á markaðinn með vorinu. Hann er framhald af Quake II sem ekki var i raun hannaður með nétspil- un í huga en þróaðist samt út í að verða vinsælasti netleikurinn sem til er í dag. Það eru snillingarnir hjá id Software sem hanna Quake III og það eitt er nóg til að menn bíði með önd- ina í hálsinum. Myndir sem sýndar hafa verið af leiknum nú þegar sýna að hann mun líta gríðarlega vel út og gaman verður að sjá hvemig honum mun famast. Quake III fær samkeppni Á síðasta ári skrifaði undirritaður um Quake III og sagði hann án efa veröa besta netleik mannkynssögunn- ar. Sú sannfæring er ekki jafn mikil í dag því síðan þá hefur komið í ljós að samkeppnin er orðin gríðarlega hörð. Lítum nánar á keppinautana. Unreal Toumament byggir á sömu þrívíddarvél og upprunalegi Unreal- leikurinn, sem er sennilega flottasti þrívíddarskotleikur sem gerður hefur verið. Myndir og frásagnir af leiknum sem birtar hafa verið hljóma verulega vel, en von er á honum á markaðinn strax í næsta mánuði. Team Fortress 2 er hannaður af Valve, sem bjó til besta leik síðasta árs, Half-life. TF-2 byggir mjög á liða- Nú nýverið gerðu TölvuMyndir og hugbúnaðarfyrirtækið Infinity með sér samkomulag um aukið samstarf milli fyrirtækjanna. í sam- komulaginu er kveðið á um mögu- leika TölvuMynda til að nota sölu- og dreifikerfi Infinity til að selja fjármálahugbúnaðinn Verðbréfa- vogina. Þetta samkomulag eykur möguleika TölvuMynda til muna á aukinni sókn erlendis. Ekki er fylli- lega komið í ljós hversu víðtæk áhrif þetta samkomulag mun hafa á starfsemi TölvuMynda en ljóst er að þetta er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Samkomulag þetta kemur í kjöl- far heimsóknar Robert E. Lang, keppni og er í raun stríðshermir þar sem aðstæður eru sem raunveruleg- astar. Hönnuðir leiksins lágu yfir öll- um stríðsmyndum sem þeir fundu til aö fá hugmyndir að verkefnum fyrir liðin og því má búast við að lenda í kunnuglegum aðstæðum þegar leikur- inn er spilaður. Eitt verkefnanna er til dæmis að reyna landgöngu undir dynjandi skothríð andstæðinganna eins og Tom Hanks og félagar í Sav- ing Private Ryan. Búist er við TF-2 á markað um mitt sumar. Starsiege: Tribes er sá eini þessara leikja sem þegar er kominn út. Ekki fór mjög hátt um þennan leik í fyrstu, en fylgi hans hefur aukist mjög hratt meðal netspilara að undanfórnu. Að- all hans er gríðarmikið umfang, þar sem allt að 32 geta spilað í einu, sum- ir fótgangandi og aðrir við stjórn víg- véla af ýmsu tagi. Leikirnir þrír sem taldir eru upp hér að ofan þurfa að vera virkilega frábærir til að lokka núverandi áhangendur Tribes á önn- ur mið. Liðakeppnin skiptir sköpum Það sem sennilega ræður hvað mestu um uppgang netleikjanna um þessar mundir er innreið liðakeppn- anna. Þar spila nokkrir saman í liði stofnanda og forstjora Infinity, en hann kom hingað til lands á haust- dögum. Hemn kynnti sér íslenskan fjármáiamarkaö og heimsótti m.a. Kaupþing, FBA og Landsbankann, en Kaupþing og FBA hafa tekið í notkun hugbúnað frá Infinity sem meðal annars sér um áhættustjórn- un fyrir fyrirtækin. Verðbréfavogin eða „Libra“ sem er vinnuheiti kerfisins erlendis er alíslenskur fjármálahugbúnaður. Kerfið er hannað af TölvuMyndum í samvinnu við aðila á íslenska fjár- málamarkaðnum og er nú í notkun hjá Verðbréfadeild Búnaðabankans, Kaupþingi, FBA og Landsbankan- um. þeim geta leikendur valiö úr fjölda tegunda af persónum sem hver hefur sínu hlutverki að gegna, allt frá því að vera sjúkraliði eða leyniskytta upp í að vera gangandi vígvél. Eins og gef- ur að skilja eykur þetta þá tilfinningu spilarans að hann sé raunverulega að berjast fyrir lífí sínu og félaga sinna sem eykur griðarlega á spennuna. Athyglisvert verður að fylgjast með hvemig öllum þessum leikjum mun reiða af á markaðinum á árinu. Þó svo netspilun sé vinsæl þá verður Qöldi nýliða að bætast í hópinn til að leikimir standi undir kostnaði. Það mun hafa úrslitaáhrif um það hvort árið 2000 verði netspilurum jafn hlið- hoOt og árið sem nú er nýhafið. -KJA Spielberg stundar netviðskipti Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg sagði frá því í síöustu viku aö hann ætti 5,8% hlut í netfyrirtækinu Ticketmaster Online Citysearch. Þar er hann ekki í slæmum'hópi því aörir hluthafar eru t.d. Intel, Compaq, Washington Post, Times Mirror og Comcast. Forstjóri Ticketmaster segir aö þó svo almenningur hafi ekki vitaö um afskipti Spielbergs T fyrirtækinu hafi hann veriö einn af fyrstu hluthöfum þess. í upphafi keypti hann sína 506.000 hluta á 14 dollara hvern. Síöan hefur verö hvers hlutar hækkaö upp T 80 dollara og hrapaö aftur niöur í 35 doliara. Kínverjar elta tölvuþrjóta í nýrri kínverskri skýrslu kemur fram aö kínversk yfirvöld náöu aö upplýsa um 100 mál sem vöröuöu tölvuþrjóta á síðasta ári. Opinberir starfsmenn í Kína segjast telja aö upplýst mál séu einungis um 15% af raunverulegum fjölda tölvuglæpa þarí landi. Jafnframt hafa þeir áhyggjur af mikilli aukningu glæpa af þessu tagi, en hún er um 30% á ári. Um 95% af tölvunetum Kínverja sem tengjast alþjóölegum tölvunetum hafa oröiö fyrir árásum tölvuþrjóta, bæöi innlendra og erlendra. Bankar og prmálastofnanir eru helstu fórnarlömb þrjótanna, en vegna ótta viö illt umtal eru fæstar innbrotstilraunirnar tilkynntar til yfirvalda. Vörusvikum ijölgar Tilkynningum um vörusvik í netviöskiptum í BandarTkjunum hefur fjölgaö sexfalt séu slöustu tvö ár borin saman, eöa úr 1.280 tilkynningum áriö 1997 í 7.752 á sföasta ári. Þetta kom fram hjá neytendasamtökum þar í landi T slöustu viku. Svo viröist sem aukningin sé aðallega til komin v e g n a netuppboöa, en vinsældir slíkra uppboöa hafa aukist gríöarlega undanfarin misseri. Tvær af' hverjum þremur tilkynningum um vörusvik á síöasta ári voru til komnar vegna viöskipta á netuppboöum. flmazon tapar áfram Búist er viö því að s t æ r s t a netbókaverslun h e i m s , Amazon.com, verði rekin meö tapi næstu misseri. Jafnvel er taliö aö tapið aukist nokkuö frá því sem veriö hefúr, þar sem verslunin leggur út í talsveröa fjárfestingu til aö tryggja stööu sína á markaöinum. Á síöasta ársfjóröungi 1998 minnkaöi tap Amazon örlítiö miöaö viö sama tíma ársins á undan í kjölfar aukinnar verslunar á Netinu fyrir jólin. Amazon hyggst færa verulega út kvíarnar á þessu ári. Meöal annars mun fyrirtækiö bæta viö dreifingarmiðstöð í Nevada sem mun tvöfalda afkastagetu fyrirtækisins hvaö varöar dreifingu. TölvuMyndir sækja á eriendan markað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.