Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Iþróttir 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90 ísland á heimslista FIFA * Á FÍFA-listanum er 201 þjóö * ísland er í 27. sæti af 50 evrópuþjóðum * Brasilía, Frakkland og Þýskaland eru í þremur efstu sætunum Guöjón Þóröarson hefur lyft landsliöinu um 40 sæti á 20 mánuðum og það er ósigraö í níu leikjum { röö. ísland-írland 2-4 Rúmenía-Ísland 4-0 Andorra-lsland 0-2 Úkraína-Ísland 1-1 Island-Frakkland 1- Armenía-lsland 0-0 Ísland-Rússland 1-0 J Júní Júií Ágúst Sept Okt Nóv Des Feb Mars Apríl Maí Júlí Ágúst Sept Okt Nóv Des Jan Feb Mars Apríl 97 97 97 97 97 97 97 98 98 98 98 98 98 98 98 98 98 99 99 99 99 ES22 Upp um 40 sæti íslenska landsliðið í knattspymu hefur hækkað sig um 40 sæti á heims- lista Alþjóða knattspyrnusambands- ins siðan Guðjón Þórðarson tók við stjórn þess á miðju sumri 1997. Nýjasti listinn var gefinn út á mið- vikudagsmorguninn og eins og þá kom fram á visir.is, fyrstum íslenskra fjölmiðla, er ísland nú í 48. sæti eftir að hafa verið í 55. sætinu fyrir mán- uði. Jafnteflið í Úkraínu vegur þyngst, auk þess sem árangur undan- farinna mánuða hjálpar til við að lyfta fslandi á listanum. Hér til vinstri má sjá hvemig ís- land hefur færst til á listanum síðan Guðjón tók við um mánaðamótin júní/júlí 1997. Liðið var í 83. sæti þeg- ar hann tók við og datt niður í 88. sæti til að byrja með. Síðan hefur leið- in legið upp á við. Niðursveiflan í lok síðasta árs er aðeins til komin vegna hreyfinga annarra þjóða upp listann á því tímabili. -VS - titlinum eftir sigur á FH í þriðja úrslitaleiknum Afturelding er skrefi nær sínum fyrsta íslands- meistaratitli í handknatt- leik eftir sigur á FH, 26-23, í þriðja úrslitaleik liðanna að Varmá í gærkvöldi. Mosfellingar geta tryggt sér langþráðan titil í Kaplakrika á sunnudags- kvöldið en þá fer fjórði leikur liðanna fram. Það má segja að úrslitin hafi ráðist í fyrri hálfleikn- um að Varmá í gær. Aftur- elding hafði þá mikla yfir- burði og leiddi með 6 mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. FH- ingar léku fyrri hálfleikinn ákaflega illa, bæði sóknar- og vamarlega. Þeir vora mjög sofandi í varnarleikn- um og gerðu sig seka um mjög mörg sóknarmistök sem heimamenn refsuðu þeim grimmt fyrir með hraðaupplaupum. Bjarki og Gintas léku FH vömina grátt og skoruðu nánast að vild og Bergsveinn var að vanda mjög traustur í markinu. Það var því ekk- ert í spilunum sem benti til annars en að Mosfelling- ar ætluðu að landa mjög ömggum sigri. * Og ekki minnkaði trú manna á sigri Afturelding- ar í upphafi seinni hálf- leiks þegar þeir voru kom- ir 9 mörkum yfir, 21-12. En FH-ingamir voru ekki á því að láta niðurlægja sig. Með ótrúlegri seiglu og vilja tókst þeim að snúa gjörtöpuðum leik upp í spennuleik á lokamínútun- um. FH-ingar tóku Bjarka og Gintas úr umferð og við það riðlaðist mjög sóknar- leikur Aftureldingar. Þeg- ar fjórar og hálf mínúta var eftir minnkaði Gunnar Beinteinsson muninn i 2 mörk, 24-22, og óvænt var komin mikil spenna í leik- inn. Sú spenna hefði hæg- lega getað magnast ef Guð- jón Ámason hefði minnk- að muninn í eitt mark en ílskot hans lenti í mark- slánni. Þar með fór síðasta tækifæri Hafnfirðinga því heimamenn skoruðu 2 næstu mörk og náðu þar með að gera út um leikinn. Bergsveinn Bergsveins- son sýndi enn og aftur að hann er fremsti markvörð- ur landsins um þessar mundir. Hann varði 20 skot í leiknum, þar af 3 vítaköst og var sú hindran sem FH-ingamir áttu lengi vel erfitt með að komast yfir. Bjarki var mjög sprækur á meðan hann fékk að leika lausum hala og Gintas var öflugur í fyrri hálfleik. 6:0 vörn heimamanna var lengst af mjög sterk með Alex Trúf- an í broddi fylkingar. Mos- fellingar sýndu ákveðið veikleikamerki með því að missa öragga forystu niður og það sýnir að smáein- beitingarleysi í svona rimmu getur komið mönn- um í koll. Ætlum að verða meistarar á sunnudag „Við ætlum að verða íslandsmeistarar í Hafnar- firði á sunnudaginn en titillinn er langt frá því að vera kominn í höfn. Það er erfitt að halda mikilli forystu í langan tima eins og sýndi sig í leiknum en við náðum að halda henni og ég er ánægður með það. Við gáfum þeim leikinn upp í hendumar í Krikanum á lokakaflanum og við ætlum ekki að brenna okkur á því aftur. Eftir þann leik vonun við hundfúlir út í okkur sjálfa,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson við DV. FH-ingar náðu að rífa sig upp á rassgatinu í síð- ari hálfleik en leikur liðs- ins í fyrri hálfleik er sá lé- legasti sem liðið hefur leik- ið I langan tíma. Liðið virt- ist alls ekki tilbúið í leik- inn og menn vom að gera sig seka um byijendamis- tök alls staðar á vellinum. Það hefur oft verið talað um góðan karakter í FH- liðinu í þessari úrslita- keppni og hann kom ber- lega í ljós í siðari hálfleik. Þá sýndu FH-ingar virki- lega hvað i þeim býr og úr hverju þeir eru. í allan vet- ur og einnig nú í úrslita- keppninni hafa menn af- skrifað FH-liðið og sjálf- sagt eru það miklu fleiri sem spá Mosfellingum sigri í þessu einvigi. FH- ingar hafa hins vegar gert í því að kveða niður alla spádóma og hver veit nema þeirra stóra FH- hjarta fleyti þeim áfram í hreinan úrslitaleik. Magn- ús Árnason átti góðan leik í markinu og þeir Valur Amarson og Guðjón Áma- son komu sterkir upp í síð- ari hálfleiknum. FH-vömin var mjög götótt í fyrri hálf- leik en í þeim síðari þéttist hún til muna. Kannski hafa FH-ingar fundið svar við sóknarleik Mosfellinga með því að taka tvo leikmenn úr umferð en þessi leikaðferð þeirra sló Mosfellinga út af laginu í síðari hálfleiknum. -GH Aftureld. FH (16) 26 (10) 23 1-0, 4-1, 4-3, 7-4, 11-7, 12-9, 14-9, (16-10), 16-11, 18-11, 21-12, 22-17, 24-18, 24-22, 26-22, 26-23 Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 7/1, Gintas 6, Jón Andri Finnsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Alex Trúfan 2, Maxim Trúfan 2, Haf- steinn Hafsteinsson 1, Gintaras 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 20/3. Mörk FH: Valur Arnarson 6, Guð- jón Ámason 5, Gunnar Beinteinsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Lárus Long 2, Guðmundur Pedersen 2/1, Knútur Sigurðsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 16/2. Brottvlsanir: Aftiu-elding 8 mín., FH 10 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 700, fullt hús. Maður leiksins: Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu. : Guðjon Afnasort, fynrliði f H, tmHif hóf aö vörn Afiureidingíjr og Ul varnar eru Alexei Trufan OQ Gintás Galkctuskas. Gaman aö ná titlinum í Krikanum „Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik enda skiptir þriðji leikur í svona einvígi mjög miklu máli. Við slökuðum allt of mikið á í seinni hálfleik og það sýnir að aldrei má hætta gegn liði eins og FH. Mig langar endilega að hampa titlinum i Hafnarfirði. Ég vann titil- inn með FH héma um árið en þá gerðum viö það á Selfossi svo það yrði mjög gaman að landa titlinum í Krikanum, á mínum gamla heimavelli. Fyrir skemmtanagildið yrði mjðg gaman að fá hreinan úrslitaleik en auðvitað munum við reyna að ná titlinum á sunnudag- inn,“ sagði Sigurður Sveinsson, leikmaður Mos- fellinga. „Við mættum bará ekki tilbúnir 1 þennan leik. Hugarfarið var ekki rétt og leikur okkar i fyrri hálfleik var ekki svipur hjá sjón frá því sem við höfum verið að gera. Síðustu 20 mínút- umar sýndum við okkar rétta andlit. Þá kom í Ijós að við eigum í fullu tré við þá og að þeir eru ekki með neitt betra lið en við. Það er fyrst og fremst hugarfarið sem við þurfum að laga. Þaö verður að vera 100% einbeiting til staðar hjá okkur frá fyrstu mínútu og ef svo er eigum við góða möguleika. FH-hjartað og karakterinn er til staðar og þessi barátta sem var hjá okkur á lokakafla leiksins verður til staðar allan leik- inn á sunnudaginn," sagði Guðjón Ámason, fyrirliöi FH. -GH Afturelding skrefi nær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.