Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 9 Utlönd ’Skerjafjörður Keflavík öngur angan 1 999 mmm Pósthússtræti 0 /» íy Hafnarfjörður Vogar L.^ Kúagerði Þann 13. maíárið 1776 gaf Kristján VII út tilskipun um póstferðirá íslandi. Til að minnast þess og fyrstu ferðarfastráðins landpósts um Suðumes stendur Pósturinn fyrir sérstökum göngudögum í maí og júní. Fetað verður í fótspor landpóstsins en það var árið 1785 sem Sigvaldi Sæmundsson, frá Sviðholti á Álftanesi, fór fyrstur landpósta frá Bessastöðum til Suðumesja og austur í sveitir. Gengið verður í fimm áföngum á milli pósthúsa með viðkomu á Bessastöðum. Reynt verður að fylgja fornum leiðum þarsem það er hægt. 6. maf kl. 20 verður póstgangan sett formlega við pósthúsið í Pósthússtræti 5. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur rifjar upp þætti úr sögu íslenskrar póstþjónustu. Gengin verður fom leið í Skerjafjörð þar sem hópurinn verður ferjaður á báti yfir í Seiluna. Þaðan verðursíðan haldið áfram að Bessastöðum. 13. maf. aðalgöngudaginn. hefst gangan kl. 10 á Bessastöðum og þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, heilsa upp á hópinn. Gengið verður suður í Kúagerði með viðkomu á pósthúsinu I Hafnarfirði. Boðið verður upp á grillaðar pylsur í Kúagerði í lok göngunnar. Rútuferðir verða að Bessastöðum frá BSÍ kl. 9.15, pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30 og pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45. 20. maí kl. 20. Gengið frá Kúagerði að pósthúsinu í Vogum. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. 27. maf kl. 20. Gengið frá pósthúsinu íVogum eftirfomri leið að pósthúsinu í Keflavík. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. 3. júnf kl. 20. Síðasti áfanginn. Gengið frá pósthúsinu í Keflavík og fylgt fornri leið að Básendum. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. í. l M Rútuferðir verða ávallt í boði til Reykjavíkur frá áfangastöðunum. Hamfarirnar í Oklahoma og Kansas: Hundrað íbúa enn saknað Samið um Austur-Tímor Portúgalskir leiðtogar fögnuðu í gær samningnum um að íbúar fyrrverandi nýlendu þeirra, A- Tímor, fengju að greiða atkvæði um víðtæka sjálfstjórn innan Indónesíu eða sjálfstæði. Portú- galar yfirgáfu A-Tímor í kjölfar byltingarinnar 1974. Árið 1975 gerðu Indónesar innrás á eyjuna. Ofbeldisalda hefur gengið yfir A-Tímor eftir að stjómvöld Indónesíu sögðu fyrr á þessu ári að eyjan gæti fengið sjálfstæði yrði áætluninni um sjálfstjórn hafnaö. Óttast er að andstæðingar sjálfstæðis eigi eftir að beita enn meira ofbeldi. Tugir manna hafa fallið á undanfömum mánuðum. Embættismenn í Oklahoma greindu frá því í gær að enn væri margra íbúa saknað og óttast væri að tala látinna gæti enn hækkað. Skýstrókar gengu yfir ríkin Okla- homa og Kansas á mánudagskvöld. Heilu borgarhverfm eru rústir ein- ar og þegar hafa 44 fundist látnir. Ray Blakeney, talsmaður heil- brigðisstofnunar Oklahoma, sagði í gær að allt að hundrað manns væri enn saknað. Hann sagði töluna þó geta breyst því hjálparsveitir ynnu með mismunandi íbúaskrár. „Því miður óttumst við að tala látinna geti hækkað frá því sem nú er,“ sagði Blakeney. íbúar í Oklahomaborg hafa marg- ir fengið leyfi til að snúa aftur en leitarsveitir vinna nú í rústum tæp- lega þrjú þúsund heimila. Raf- magnslaust var víða í borginni í gærkvöld og safnaðist fólk, sem átti i engin hús að venda, saman í húsa- kynnum Rauða krossins í Wichita í Kansas varð manntjón minna en þar létust fimm og 117 slösuðust af völdum skýstróksins. Þar telja menn litlar likur á því að fleiri fómarlömb eigi eftir að finn- ast. Þá lét 79 ára gömul kona lífið í Texas á þriðjudag þegar skýstrókur gekk þar yfir. Tjónið af völdum skýstrókanna er talið geta numið allt að einum millj- arði Bandaríkjadala. Útiguösþjónusta var haldin í Oklahomaborg í gær til þess að minnast þeirra sem létust i hamförunum á þriðjudag. Símamynd Reuter Snyrtistofur fyrir hunda blómstra í Tokyo í Japan. Hér er verið að lita pelsinn á einum voffanum. Símamynd Reuter Unnustu Játvarðar ekki hleypt inn Sophie Rhys Jones, sem er trú- lofuð Játvarði prinsi í Bretlandi, hefur uppgötvað að það opnar ekki allar dyr að vera næstum orðin meðlimur konungsfjölskyld- unnar. Þegar Sophie kom til almanna- tengslafyrirtækis síns á miðviku- dagsmorgun uppgötvaði hún að hún hafði gleymt lyklunum að vinnustaðnum. Enginn svaraði þegar hún hringdi dyrabjöllunni. Sophie og nýskipaður lífvörður hennar urðu því að aka um í 10 mínútur áður en samstarfsmaður kom með lykla, að því er bresk blöð greina frá. Jospin neitar að víkja úr embætti Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hafhar kröfu stjórn- arandstöðunnar um að fara frá vegna íkveikju lögreglumanna á veitingastað aðskilnaðarsinna á Korsíku. Lögreglumennimir segj- ast hafa verið að framkvæma skipmi yfirmanns sins. Héraðsstjórinn á Korsíku, Bernard Bonnet, og fyrrverandi starfsmannastjóri hans, Gerard Pardani, sæta nú rannsókn vegna gruns um aðild að íkveikjunni. Bonnet vísar ásökunum á bug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.