Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 -------------* ---------------- Kaup á notuðum bílum með langtímalánum geta verið varasöm: Lánin lifa bflinn - par þarf að greiða af láni til ársins 2003 vegna ónýts bíls 17 „Við höfum verið að fá til okkar annars konar erindi vegna bílavið- skipa undanfarið. Fólk er að hafa samband vegna hugsanlegra galla á bílum og að þess vegna standi það ekki í skilum með greiðslur af lánum vegna bílakaupanna og ræður satt að segja ekki við þessa fjárfestingu. Það er geysimikið framboð af tjármagni á markaðin- um í dag sem gerir fólki kleift að fara inn á nánast hvaða bílasölu sem er og aka þaðan án þess að hafa lagt út krónu. Við setjum í sjálfu sér ekki út á aukið framboð af peningum en viljum brýna fyrir fólki að það láti ekki freistast af hvaða tilboðum sem er. Það verður að skoða hvert dæmi til enda,“ seg- ir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, við DV. Takmarkaður líftími Bílaumboðin og bílasölumar hafa auglýst grimmt undanfarnar vikur. Sammerkt með þessum auglýsing- um er vilji eða sveigjanleiki söluað- ila til að semja um lánsupphæð og lánstíma. Þannig var á dögunum auglýstur sá möguleiki að taka lán til 100 mánaða fyrir notuð- um bíl. Lánstíminn sam- svarar 8 ámm og 4 mán- uðum. Til samanburðar má nefna að meðalaldur bíla á íslandi er 8,5-9 ár. Því er nokkuð ljóst að lán til 100 mánaða, með veði í fasteign, mun ör- ugglega lifa notaðan bíl. Sé bíllinn 4 ára og lánið til 100 mánaða eru miklar líkur á að kaup- andinn sé að greiða af bílnum í 4-5 ár eftir að honum hefur verið lagt fýrir fullt og allt. Sé 4 ára gamall bíll keyptur með 7 ára láni em líkur á að kaupand- inn greiði af láninu í 2-3 ár eftir að bíllinn er allur. Ágæt þumalfingursregla er að hafa láns- keyptur með lánum tímann ekki lengri en áætlaður líf- tími bílsins er þegar hann er keypt- ur. Samband líftíma bíla og lánstíma sést á með- fylgjandi grafi. DV er kunnugt um par sem keypti sér á dög- unum fólksbíl, árgerð 1 9 9 3, með 1 ár 2ár NÝr bi Líftími bílsins 3 ár 4 ár 5 ár 6 ár 4 ára Verðbréf á upp- og niðurleið - síöastliöna 30 daga - Bíða kosninga 7 ár 8 ár 9 ár 10 ár 4 ára 1 á n i sem greið- ist upp árið 2003. Parið getur ekki not- ið bílsins lengur þar sem í ljós kom að vélin er hmninn og gírkass- — inn að auki. Sérfróð- ir menn mæla ekki með viðgerð, hún borgi sig ekki. Niðurstaðan er því sú að bíllinn sé ónýtur. En lán- ið er sprelllifandi og verður parið að greiða af því næstu fjögur ár. Er nokkuð víst að afborganir af láninu verða parinu fjötur um fót í frekari fjárfestingum. Óvænt útgjöld „Fólk getur verið að kaupa bíl á 6-700 þúsund sem ekinn er yfir 100 þúsund kílómetra. Eftir svo mik- inn akstur er komið viðhalds- kostnaður á bílinn og hætta á óvæntum útgjöldum eykst. Hann bætist þá við vaxtakostnaðinn af bílaláninu. Það er því ljóst að fólk verður að gæta að sínum fjárhag þegar það kaupir bíl og hugsa langt fram í tímann. Bill er yfir- leitt næststærsta einstök fjárfest- ing sem fólk fer út í en það má ekki gleyma því að bíll er nyfja- hlutur og verðgildi hans rýrnar. Við eriun ekki að tala um varan- lega fasteign. Og það þarf að greiða fyrir rekstur bílsins. Bara bensínkostnaður vegna venjulegs bíls er yfir 100 þúsund krónur á ári. Þeir peningar verða ekki tínd- ir upp af götunni," segir Runólfur. -hlh Þorbjörn hf. Islenskir aðalverktakar hf. Kaupfélag Eyfiröinga svf. Jökull hf. Stálsmiöjan hf. -m -m Samvlnnusj. Islands hf. Tæknlval hf. -m -m Verðréfamiðlarar bíða spenntir eftir niðurstöðum alþingiskosninganna á laugardag. Ófáir telja að stjórnarskipti muni hafa áhrif til lækkunar á hluta- bréfamarkaði. í skoðanakönnun á vef Landsbréfa á Netinu er spurt: Telur þú það betra eða verra fyr- ir hlutabréfamarkað ef núver- andi ríkisstjóm situr áfram? í gærdag höfðu 69,2% gesta vefsins svarað þessari spum- ingu á þann veg að betra væri að hafa sömu ríkisstjóm eftir kosningar. Á listanum yfir fyrirtæki sem hækkað hafa mest sl. 30 daga er Þorbjörn hf. í Grindavík efstur. Þorbjöm var reyndar ekinn með 6 milljóna króna halla á síð- asta ári en saltfiskverð er hátt og menn virðast hafa trú á fyrirtækinu. Sæplast sneri hjólunum sér í hag á síðasta ári en þá var fyrirtækið rekið með 55 milljóna króna hagnaði eft- ir tap upp á 31 milljón árið áður. Auk þess hefur Sæplast gert stóra við- skiptasamninga við erlenda aðila. Þá hefur fram- kvæmdagleði íslenskra að- alverktaka áhrif til hækk- unar. Framsókn Þróunar- félaglð hf. Hraðfrystihús Þórshafnar hf. -m fikniefnum C D A CÖ|/|J|ADEf IWICIiP 1 y M aUAnAnrLUAAumnn Vertu með á miðjunni Sumarsveifla á fatnaði fyrir alla fjölskylduna á Grensásvegi 7. Opið er frá kl. 11-19 alla daga. Nærfatnaður. Barnaíþróttagallar. Herraskyrtur. Barnabolir. Dömublússur. Dömudragtir. Stelpukjólar. Allt Herrajakkaföt. og^margt fleira á Buxur. ótrúlegu verði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.