Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 2
 FIMMTUDAGUR 10. JUNI1999 Fréttir Sænsk tryggingafélög hafna pappírum frá tilteknum dýralæknum: Eins konar trygg ingapólitík - segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir í hrossasjúkdómum „Það er stefna hjá Agria að vera með sem fæsta dýralækna á slnum snærum. Þetta er eins konar trygg- ingapólitík sem gildir einnig í Svi- þjóð. Þeir eru í sambandi við ákveðna Steinn Steinsson: Staðlað form „Mér sýnast þessi ummæli einkum felast í því að vottorðin, sem ég gef út, séu of lík,“ sagði Steinn Steinsson, héraðsdýra- læknir í Reykjavik, við DV. í um- mælum Lenu Lundén, umboðs- manns tryggingafélagsins Agria á Vísi. is. er Steinn sérstaklega nefndur. Hún segir að á síðasta ári hafi komið 80 útflutningsvott- orð frá honum og að þau hafi öll verið eins. „Staðreyndin er sú að útflutn- ingsvottorðin, sem dýralæknar fylla út, eru í stöðluðu formi,“ sagði Steinn. „Ef gera þarf ein- hverjar athugasemdir við hest sem ég er að skoöa fer hann ein- faldlega ekkert út. Þetta eru heil- brigðir hestar sem fólkið fær vott- orö um og það væri afskaplega erfitt að fara að breyta þeim pappírum mikið. Spurt er í stöðl- uðu formi hvort tiltekin atriði séu í lagi og ef svo er ekki fer hesturinn ekkert út.“ -JSS dýralækna þar og taka ekki gilda pappíra frá öðrum dýralæknum. Þeir eru með hlutfallslega miklu fleiri dýralækna hér heldur en úti í Sví- þjóð,“ sagði Sigríður Bjömsdóttir, dýralæknir í hrossasjúkdómum, við DV. Lena Lundén, umboðsmaður sænska tryggingafélagsins Agria, sagði við Vísi. is í vikunni, að það, svo og tryggingafélagið Commercial Union neituðu að tryggja nýinnflutta íslenska hesta með læknisvottorð frá tilteknum dýralæknum frá íslandi. Ástæðan væri sú að vottorðin virtust öll vera eins og allar athugasemdir þær sömu. „Ég ræddi við Johan Blixt, yfir- dýralækni hjá Agria,“ sagði Sigríður, „og hann tjáði mér að þar innan búð- ar væri engin óánægja í gangi með ís- lenska dýralækna. Ekki lægi fyrir nein kortlagning á þeirra störfum og engar kvartanir hefðu borist. Hann sagði mér jafnframt, að nú stæði yfir innanhússrannsókn hjá félaginu um hvemig þessi orðrómur fór af stað í fjölmiðlum." Sigríður sagði þáð rétt að trygg- ingafélagið væri með lista yfir ís- lenska dýralækna sem það vildi hafa viðskipti við en hafnaði pappírum frá öllum öðrum, rétt eins og í Svíþjóð. í þeim tilvikum léti það skoða hestinn aftur. Um væri að ræða einn dýra- lækni í hverju héraði. Listinn hefði verið endurskoðaður fyrir um það bil ári og þá hefði enn verið fækkað á honum. Sigríður sagði, að þessi stefna Agria, að hafa einungis einn dýra- lækni í hverju héraði, gæfist ekki nógu vel. Það yrði til dæmis gífurlegt álag á þeim eina dýralækni sem það væri í sambandi við í Reykjavík þeg- ar útflutningshrossin kæmu þangað í stórum hópum. Agria-menn hefðu verið að hugsa um að hafa einungis einn dýralækni fyrir öll útflutnings- hross frá íslandi en það hefði ekki reynst framkvæmanlegt. -JSS Átta dauðsföll og Bláa lónið flytur: Sorglegur endir á verunni hér segir einn af rekstrarstjórunum Talsvert af sprengiefni finnst Lögreglunni var tilkynnt um í gærkvöld að sést hefði til manna- ferða við Vesturlandsveg þar sem vatnstankarnir eru. Þegar þangað var komið var enginn á ferli en eft- ir að lögregla hafði skoðað nágrenn- ið fann hún talsvert af sprengiefni. Einnig fannst eitthvað af hvellhett- um. Að sögn lögreglu benti ekkert til þess að sprengiefnið ætti aö not- ast heldur hefði einhver ætlað að henda þessu þama. Það er að sjálf- sögðu stórhættulegt að henda sprengiefni á víðavangi þar sem börn og aðrir geta fundið það. -ES .1984 Islenskur karlmaður á miöjum aldri drukknar. Olvun kennt um. 1985 Aldraöur íslendingur drukknar. Hjartaáfall. r 1986 1989 1990 1994 1997 1999 Ungur Islendingur finnst láþ'nn í lóninu. Talinn hafa veriö drukkinn er hann drukknaði.’ Belgískur feröamaöur drukknar í lóninu. Hjartaáfall. íslenskur karlmaöur finnst látlnn í lóninu. Dánarorsök: Drukknun. Skoskur feröamaöur drukknar í lóninu. Sykursýki hans talin orsök. íslensk stúlka brýst yfir giröingu svæölsins aö nóttu ásamt kunningjum sínum. Drukknarí lóninu síöar um nóttina. Ölvun kennt um. Taílensk kona drukknar í lóninu, var nýkomin til landsins og ætlaöi aö hefja íslandsferð sína í Bláa lóninu. . „Þetta síðasta dauðsfall er sorgleg- ur endir á verunni hér. í lok mán- aðarins verður Bláa lónið flutt í vest- ur á nýjan stað og leggst núverandi lón þá af,“ sagði Anna G. Sverrisdótt- ir, einn af rekstrarstjórum Bláa lóns- í ms. „1 nyja lóninu verð- ur sérstakur upphækkað- ur útsýnis- pallur þar sem öryggis- vörður verð- ur en gufan hefur alltaf gert okkur erfitt fyrir með eftirlits- DV býður til útitónleika á morgun: Selma syngur silfurlagið og fjöldi annarra listamanna kemur fram Selma Björnsdóttir, silfurverð- launahafinn frá Eurovision í Jer- úsalem, mun syngja lag sitt, All out of Luck, á útitónleikum við DV-hús- ið við Þverholt á morgun, föstudag, kl. 17.30. DV býður almenningi á þessa tónleika í tilefni af sumrinu og heimkomu Selmu eftir frækilega för til ísraels. Munu margir án efa vilja berja hana augum og hlýða á tónlist hennar. Selma mun flytja silfurlagið í fyrsta skipti á tónleikum hér á landi. Lagið virðist eiga hug og . hjörtu. landsmanna.og trónir óhagg- andi á toppi íslenska listans. Auk Selmu koma fram á tónleik- unum leikarar úr uppsetningu LR á Litlu hryllingsbúðinni, leikarar úr sýningu Þjóðleikhússins á RENT og spaugarinn Jón Gnarr sem þessa dagana treður upp í skemmtidag- skránni Hirðfífl hennar hátignar sem frumsýnd verður í kvöld i Loft- kastalanum. Kynnir á tónleikunum verður Inga Lind Karlsdóttir, blaðakona á DV-Fókusi. Aðgangur að tónleikunum er öll- um heimill og.án endurgjalds. Selma Björnsdóttir átti hug allra og hjarta þegar hún flutti lagið Ali out of Luck. Nú gefst fólki færi á að heyra hana og sjá á útitónleikum DV á morg- un • • - .......*....... störf. Þó legg ég á það áherslu að við höfum alltaf verið með einn eða tvo eftirlitsmenn á gangi með fram bökk- unum og þeir hafa reynt að fylgjast með ferðum sem flestra gesta sem komið hafa í lónið.“ Sem kunnugt er af fréttum þá drukknaði taívönsk kona í Bláa lón- inu fyrir nokkrum dögum og er það áttunda dauðsfallið sem verður í eða við lónið frá því það varð til 1984. Tvö fyrstu árin var engin skipulagð- ur rekstur eða eftirlit við lónið og þá drukknuðu þar þrír menn. Frá því að rekstur með búningsaðstöðu og að- göngumiðasölu hófst á staðnum hafa orðið þar fimm dauðsföll. „Aðstaðan á nýja staðnum verður allt önnur og búningsaðstöðuna verð- ur ekki hægt að bera saman á nokkum hátt,“ sagði Anna G. Sverr- isdóttir. „Þá verður nýja lónið hvergi dýpra en 1,40 m. og botninn jafhaður út með sandi og kísli. Þó látum við hraunjaðarinn halda sér og ég get lof- að margfalt betra og öruggara lóni en áður.“ Á upphafsárum Bláa lónsins var reksturinn um skamma hríð í hönd- um einkaðila. 1986 tók Grindavíkur- bær við rekstrinum og 1994 Bláa lón- ið hf. sem Grímur Sæmundsen lækn- ir veitir forstöðu. Fyrirtækið er í eigu Hitaveitu Suðumesja og fjöl- margra fjársterkra aðila í ferðaþjón- ustu alls konar. -EIR Stuttar fréttir i>v Bjallað á Ogmund Snörp senna varð á Alþingi í gær milli Hall- dórs Blöndals þingforseta og Ögmundar Jón- assonar þing- manns sem vildi fjalla um efna- hagsþenslu í þjóðfélaginu undir liðn- störf þingsins. Þingforseti beitti um- þingbjöllunni óspart til að stöðva mál þingmannsins. Beint flug Beint flug hefur verið frá Leifsstöð norður að Mývatni í vor. Vegna þess hefúr orðið um 10% aukning á um- svifum Hótels Reynihlíðar, að sögn hótelstjórans við Dag. Hann telur Reykjavík vera flöskuháls fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Álvonir eystra Dagur segir að nýframkominn áhugi Columbia Venturers á að reisa álver á Reyðarfirði hafi endumýjað áldrauma og -vonir Austfirðinga. Fræðirit á Netið Nýtt rit er komið á vefinn sem ætlað er að flalla um málefni bóka- safna, bókmennta og lesturs. Nafn þess er Benedikt á Auðnum, á slóð- inni 'http://www.amtsbok.is/bensi. Aðstandendur ritsins hvetja fólk til að senda inn greinar, hugleiðingar, ræður eða hvað sem er, ekki síst efni sem hætta er á að falli í gleymsku. Vísir.is.sagði frá. Skeljungur í mál Skeljungur hf. og forstjóri fyrir- tækisins, Krist- inn Bjömsson, hefur höfðað mál á hendur Flutn- ingsjöfnunar- sjóði olíuvai-a. Ástæða máls- sóknarinnar er að sjóðurinn hafði samþykkt að Skeljungur flytti olíu inn beint til Akureyrar í stað Reykja- víkur fyrst en dró leyfið síðan til baka. RÚV greindi frá. Flesttapa Tæplega 200 milljóna tap varð á rekstri þeirra rúmlega þrjátíu hluta- félaga sem Byggðastofnun átti hluti í á árinu 1997. Aðeins 7 þeirra skiluðu hagnaði. Viðskiptablaðið sagði frá. Norðurvíkingur Heræfingin Norður-víkingur ‘99 verður haldin á íslandi 19.-28. júní. í stað þess að æfa vamir við innrásum eins og oftast áður verða nú æfðar vamir gegn hryðjuverkum. Afnám aukabensíngjalds Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar, hef- ur boðað frumvarp um að hætt verði við að hækka bensíngjald. Hún legg- ur einnig að iðnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að Lands- virkjun fresti gjaldskrárhækkunum og mælist til að Samkeppnisstofnun kanni hvort tryggingafélögin hafi haft ólöglegt samráð um hækkanir bílatryggingaiðgjalda. Græn þingmál Þingflokkur Vinstri-grænna hefur lagt fram þingsályktunartil- lögur um aðgerðir vegna hemaðará- taka i Kosovo, um umhverfismat fyr- ir Flj ótsdalsvirkj - un og um verkaskiptingu milli hins op- inbera og einkaaðila. Alþjóðlegt útboð Samtök ferðaþjónustunnar mót- mæla hækkun bifreiðatrygginga harðlega og segja hana munu kosta ferðaþjónustuna 100 milljónir króna í auknum iðgjöldum. Samtökin kanna nú möguleika á að bjóða út tryggingar félagsmanna sinna á al- þjóðlegum markaði. Viðskiptablaðið greindi frá. Lengra fæðingarorlof BHM, BSRB og Kennarasamband- ið ályktuðu í gær um að krefjast lengra fæðingarorlofs. ísland sé mjög aftarlega á merinni í norrænum samanburði hvað varðar rétt til fæð- ingarorlofs. ................,-a4 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.