Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 7 Fréttir Flotkvíin í Hafnarfiröi: Fimmtíu ný störf Hún vekur mikla athygli hjá öll- um sem keyra fram hjá, flotkvíin í Hafnarfjarðarhöfn. Hún er búin að liggja þarna næstum í eitt og hálft ár. Nú eru framkvæmdir á fullu og stefnt er að því að taka hana í notk- un 15. ágúst næstkomandi. Það er vélsmiðja Orms og Víglundar hf. sem á kvína og hjá fyrirtækinu starfa núna um 50 manns. Guð- mundur Víglundsson, framkvæmda- stjóri hjá fyrirtækinu, býst við að sú tala tvöfaldist eftir að kvíin kemst í gang. „Það hefur reynst fyrirtækinu þungur baggi að vera borga af henni meðan ekkert kemur inn á hana. Það lagast samt um miðjan ágúst og ég á von á því að við verðum komn- ir á fullt um það leyti. Framtíðar- staðsetning flotkvíarinnar er rétt fyrir utan Hvaleyrina hjá nýrri fyll- ingu þar fyrir utan. Starfsmanna- fjöldi okkar mun líklega tvöfaldast og verður um 100 manns. Kví sem þessi hefur einnig mikil margfóld- unaráhrif því þeir sem koma með skip til okkar munu einnig láta önn- ur fyrirtagki en okkar vinna í sér- hæfðari verkefnum. Það getur aldrei verið nema af hinu góða,“ segir Guðmundur. -ES Hér er flotkvíin í öllu sínu veldi. Framkvæmdir hafa ekki gengið sem skyldi en eru þó komnar á fullt nú. Stefnt er að því að taka hana í notkun 15. ágúst. Strandasýsla: Refur í fjárhúsi DV, Hólmavík: Óvæntur og afar illa séður gestur sótti heim fjárhús Ólafs Gunnars- sonar, bónda í Þurranesi í Saurbæj- arhreppi, nýlega. Þegar Jón Ingi, 15 ára sonur þeirra hjóna, sem fylgdist með sauðburðinum, kom fyrri hluta nætur í fjárhúsin kom tófa hlaup- andi fram eina jötuna og út úr fjár- húsunum með það sama. Þetta verður að teljast nær einstakt og áræði skolla orðið meira en áður hefur þekkst og eðlilegt getur talist. Nokkrum dögum síðar sást til tófu af líkum lit sem var í hlíðinni þar skammt frá og var búin að parraka geldfé bóndans á Stóra- Múla svo það stóð í einum hnapp. Ekki sást hún þó áreita það en illan bifur hafði það á henni. Nokkuð sem var augljóst. Tilgáta Ólafs bónda er að hér hafl verið um sama dýrið að ræða. Hann segir að hér sé um smátt og líklega ungt dýr að ræða. í vetur leið veitti hann því oft at- hygli - þá sjaldan að snjófól gerði - að tófuspor sáust nálægt fjárhúsun- um, sem er óvenjulegt. Ólíklegt er talið að um eldisdýr sé að ræða því ekkert refabú er á þessu svæði. Ólafur segir ljóst vera að meira sé um tófú núna en áður. Hann minn- ist þess að í fjölda ára áður fyrr hafi ekki fundist neitt þegar gætt var á grenistæði. Ekki hafi eingöngu ver- ið því að þakka að góðir veiðimenn hafi verið til staðar. „Það var einfaldlega minna um tófu áður fyrr,“ segir Ólafur Gunn- arsson bóndi í Þurranesi. -GF Skagafjörður: Mesta kal í yfir 50 ár DV, Sauðárkróki: í austanverðum Skagafirði hafa tún á stórum svæðum komið mjög illa undan vetri og eru allt að 70 til 90 % túnanna skemmd og nánast ónýt að mati Egils Bjarnasonar og Eiríks Loftssonar, ráðunauta Bún- aðarsambands Skagfirðinga. Skoðuð voru tún á tíu bæjum í Hjaltadal og Óslandshlíð og var nið- urstaðan sú að um stórfellt kal væri að ræða, það mesta í yfir 50 ár að mati þeirra Egils og Eiriks. Enn eru mörg tún snævi þakin og er útlit fyrir að hið sama verði upp á ten- ingnum víðar á þessu svæði er snjóa leysir. Ljóst er að endurvinna þarf stór- an hluta túnanna og er tjón margra bænda vegna þessa tilfinnanlegt. Sýnilegt er því að heyfengur á svæðinu verði með minna móti í sumar og líkur á að Bjargráðasjóð- ur komi að málum í haust ef bænd- ur skortir fóður og flytja þarf hey á milli svæða. -ÞÁ Toifæran kfaiMtemoiið naust önnur umferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.