Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 Spurningin Hvernig kvikmyndir eru í uppáhaldi hjá þér? Gestur Pálmason strandvörður: Njósnamyndir og held ég mest upp á Amarhreiðrið. Bergþóra Kristjánsdóttir strand- vörður: Sannsögulegar myndir era í uppáhaldi hjá mér. Soffía Kristjánsdóttir, vinnur í sölutumi: Gamanmyndir og held ég upp á Waterboy. Sandra Sigurjónsdóttir, 13 ára: Spennumyndir eru í uppáhaldi og þá sérstaklega Leon. Kári Þráinsson, 12 ára: Spennu- myndir og sérstaklega Leon. Lárus Valtýsson, 13 ára: Spennu- myndir eru i uppáhaldi hjá mér. Lesendur Fréttir og áreiðan- legir heimildarmenn Ekki vissi greinarhöfundur að Lífeyrissjóður Vestfirðinga gerði út fiskiskip til að nýta sér nýfenginn kvóta, segir Halldór m.a. - Við ísafjarðarhöfn. Halldór Halldórsson, bæjarstj. ísafjarðar og stjórnarmaður i Básafelli hf., skrifar: Það er ekki oft sem greinarhöf- undur les hið frjálsa og óháða DV. Fimmtudagsblaðið frá 3. júní barst þó í hendur hans með grein á 4. siðu um kaup lífeyrissjóða á hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjum í Vest- mannaeyjum og í ísafjarðarbæ. Fréttin fjallar með gagnrýnu móti um að rangt sé fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta i áhættusömum fyrirtækj- um og er velt upp nokkrum sjónar- miðum er varða slíka fjárfestingu. Þá er rætt við fjármálsérfræðinga sem: „DV ræddi við og gjörþekkja rekstur og stöðu Básafells." Sér- fræðingarnir benda á að Lífeyris- sjóður Vestfirðinga hefði: „alveg eins getað keypt kvóta af fyrirtæk- inu.“ Ekki vissi greinarhöfundur að Lífeyrissjóður Vestfirðinga gerði út fiskiskip til að nýta sér nýfenginn kvóta. Reyndar geri ég ekki sér- staka athugasemd við þetta atriði, sérfræðingarnir mega alveg hafa þá skoðun að Lífeyrissjóður Vestfirð- inga sé betur settur með eigin kvóta en að eiga hlutabréf í fyrirtæki sem á kvóta. Síðar í greininni segir: „Básafell er að skipta á fullu yfir í rækju á meðan flest önnur fyrirtæki leggja ofuráherslu á bolfiskvinnslu." Hvaða ár var það sem fjármálasér- fræðingarnir gjörþekktu stöðu Básafells? Það er varla árið í ár og kannski ekki heldur árið á undan þvi, vegna þess að síðan 1997 hefur verið lögö sífellt meiri áhersla á bol- fiskvinnslu í fyrirtækinu og í þeim tilgangi hefur Básafell sameinast fyrirtækjum á Flateyri og Suður- eyri árið 1997 og 1998. Á báðum stöðunum er Básafell með bolfisk- vinnslu og ætla má að rækjuvinnsla sé innan við 30% af heildartekjum fyrirtækisins, eins og staðan er í dag, því bæði er verið að vinna bol- fisk í landi og á frystiskipi fyrirtæk- isins auk þess sem önnur skip þess skila tekjum inn í reksturinn. Undirritaður getur verið sam- mála því sem kemur fram í frétt DV um önnur atriði, s.s. að staða Bása- fells er ekki góð og þarf að batna. Að bættri stöðu fyrirtækisins er verið að vinna og vonar undirritað- ur sú vinna skili árangri. Staðsetn- ing fyrirtækisins við hin gjöfulu fiskimið okkar Vestfirðinga er góð, starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli þekkingu og dugnaði þannig að fyrirtækið á að hafa sömu tæki- færi og önnur til að ná árangri. - Fyrst blaðið var komið til mín las ég það áfram. Ég mun sennilega ekkert lesa það oftar i framtíðinni en verið hefur, enda frjáls og óháð- ur lesandi. Erlenda kennara í fjölbrautaskólana Ólafur Árnason skrifar: Ég get ekki varist því að hugsa til þess hvort erlendir kennarar gætu ekki leyst vanda okkar íslendinga í skólunum að hluta til á sama hátt og erlendir starfskraftar eru komn- ir inn í atvinnulíf okkar á mörgum öðrum sviðum. Er fiskvinnslan eitt- hvað meira mál en kennslan? Hvað er á móti því að enskumælandi er- lendir kennarar kenni ensku hér, þýsku eða frönsku? Kennarar ann- ars staðar af Norðurlöndum ættu að geta gengið beint inn i kennslu hér, hafi þeir til þess tilskilda menntun, rétt eins og við íslendingar ætlumst til aö geta gengið í störf í þessum löndum. Auðvitað verður ekki við það unað að skólastarf hér á landi sé lamað hvenær sem kennarar blása til atlögu gegn ríkinu, jafnvel á miðjum samningstíma eins og dæm- in sanna. Eða hvað eigum við að gera? Bara að þrauka og láta síðan allt fara úr böndunum? Skólakerfið er að gliðna án þess að yfirvöld fái viö ráöið. Agi í skólum er þverrandi sem orsakast af því að kennarar eru sjálflr agalausir. Þetta er kannski stærsta vandamálið. Ég get ekki séð að ráðning er- lendra starfskrafta til kennslu hér á landi brjóti á neinn hátt í bága við landslög eða þaö sé niðurlægjandi fyrir okkur. Hér er komið að vendi- punkti sem ekki verður horft á með aðgerðaleysi. Ég skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir algjöra upp- lausn fyrir næsta skólaár og það á öllum skólastigum. Byggðastofnun leggst banaleguna Þorsteinn Einarsson skrifar: Það er eins og menn sem reka fyr- irtæki á hinni alltof dreifðu lands- byggð hafl ekki vitað að lán frá Byggðastofnun er ekki sjálfgefið til fyrirtækja þeirra. Þannig er nú að koma í ljós, að Byggðastofnun virð- ist vera að bæta ráð sitt, að því leyti að nú liggja ekki lánin á lausu og fjúka um hin dreifðu héruð og gufa síðan upp með gjaldþrotum fyrir- tækjanna, hverju af öðru. Stjórnarformaður Byggðastofnun- ar birtist hins vegar á stjómpallin- um og lýsir því yflr að lán til fisk- vinnslufyrirtækis á Þingeyri sé af- greitt frá Byggðastofnun en honum sé ekki ljóst á hverju standi. í hinu orðinu segir hann að viss skilyrði fyrir láninu hafl að vísu veriö sett 1L1§1R5ÍÍ\ þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Fundur að hefjast í Byggðastofnun. - Lán iiggja ekki á lausu og stjórnarfor- mann og forstjóra greinir á um skilyrði fyrir lánveitingum. og það kunni aö vera orsökin fyrir töflnni. - Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar er þó endanleg segir stjórnarformaðurinn svo aft- ur! Þegar svona talar stjórnarformað- ur Byggðastofnunar en forstjórinn öðruvísi, liggur ljóst fyrir að Byggðastofnun sé í þann veginn að leggjast banaleguna í íslensku efna- hagslífi. - Sem betur fer segi ég. Byggðastofnun hefur aldrei verið til annars en að vekja falskar vonir hjá fólki sem reiðir sig á smákóng- ana í dreifðum byggðalögum sem löngu ættu að vera aflögð. - íbú- anna sjálfra vegna. Netið fyllist senn Þorvaldur hringdi: Ég er nú einn þeirra sem hafa not- að Netið talsvert mér til fróðleiks og ánægju. Ég fmn þó fyrir ýmsum göllum sem virðast hrjá þessa nýju tækni, svo sem tímabundinni sein- virkni, útfellingum, þ.e. að vissir þættir detta út án fyrirvara, og fleira í þeim dúr. Eftir að hafa heyrt frétt í útvarpinu í morgun (RÚV) um að Netið sé að fyllast í mörgum Asíu- löndum er ég farinn að hafa áhyggj- ur því við íslendingar sem þjóð erum jú orðin algjörlega ær og hver sem betur getur er farinn að nota Netið fyrir sig og fylla það með yfir- þyrmandi bulli. Nú er bara að úr rætist, annars vegar með 2000-vand- anum og svo plássleysið. Hrikaleg far- gjöld til Banda- ríkjanna Vilhjálmur hrxngdi: Ég varð næstum orðlaus þegar ég fór að kanna verð á fargjöldum héð- an til Bandaríkjanna. Þegar þaö er orðið meira en 50 þúsund krónur dregur það úr manni kjarkinn að vera að kanna frekar ferðalag til Vesturheims. Ekki síst er maður sár og réiður vegna þess að útlendingar sem fljúga með Flugleiðum miili Ameriku og Evrópu greiða mun minna fyrir þá ferö en við fyrir að- eins aðra leiðina. Fargjöld til Evópu hafa hins vegar lækkað, enda tals- verð samkeppni milli ýmissa flugfé- laga. Þessa samkeppni vantar algjör- lega á Ameríkuleiðina héðan. Styrkþegar Félags- málastofnunar J. M.G. skrifar: í viðtali við Dag segir borgarsfjóri að þegar hún kom tO starfa hafl mik- ið af tíma hennar farið í að taka á móti fólki sem ekki gat dregið fram lífið á bótum Félagsmálastofnunar. Hún segir reglumar nú skýrari og að sínu mati sanngjamari en áður. Ósköp er þetta nú hógværlega orðað! Undir „vinstri" stjóm R-listans bera styrkþegar Félagsmálastofnunar minna úr býtúm en nokkrir aðrir. Komið hafa fram þungar ásakanir á stofnunina um að hún vísi fólki sem bjargarlaust er á súpueldhús á Hverfisgötu eða annað álika. Þessu hefur þó ekki verið svarað. Harpa Njáls ætti að segja frá því hvaðan fólkið kemur sem leitar til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Kannski var þetta fólk betur statt þegar það gat fengið viðbótarstyrk eftir ýmsum bakleiðum. En ellilífeyrisþegar kvarta og em þeir þó betur settir. Ég vil meina að R-listinn hafl bmgðist fátækasta fólkinu í borginni. Útskipti þjálfara hjá Val og ÍA K. S. skrifar: Það er hörmung að sjá hð Vals og ÍA þessa dagana, lið sem eitt sinn vora á toppnum. Maður sér með augum áhugamanns hrikalegar vih- ur í leik liðanna, þar á meðal galopna vöm, hvað eftir annað. Þjálfarar sem ekki sjá slíka gaha í leik liða sinna eiga að víkja. Og það tafarlaust. Ég skora á stjóm Vals og ÍA að gera eitthvað í þessum málum því fahi liðin er voðinn vís með framtíð þeirra. Frábær þjónusta hjá B&L Hanna (Renault 19-eigandi) skrif- ar: Ég vh senda þakklæti th þeirra Hahdórs Sighvatssonar, sölustj. hjá Bílalandi, og Atla Vilhjálmssonar verkstæðisformanns, einnig hjá Bhalandi, fyrir frábæra þjónustu á erfiðu máli, að mér fannst, sem leyst var á mjög farsælan hátt af fag- mönnum - já, á heimsmælikvarða. Það má vera stolt forsvarsmanna þessa fyrirtækis að hafa slíka menn í þjónustu sinni. Ég veit ég leita th þeirra aftur þegar ég skipti á fina Renault-bhnum minum. - Takk, enn og aftur, Hahdór og Atli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.