Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1999 Samherji hf.: Lykilmaður » hættur Þorsteinn Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samherja og einn aðaleigenda fyrirtækisins, hætti skyndilega störfum hjá fyrirtækinu. Það eina sem fæst upp um ástæður þess að hann hætti er að um sé að ræða persónulegar ástæður. Þorsteinn stofnaði Samherja á sínum tima ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, bróður sínum, og Þorstein Má Baldvinssyni, frænda þeirra. Frændumir eru í dag meðal efnuðustu einstaklinga á ís- landi og er talið að eign hvers og eins slagi hátt í milljarð króna. Ekki fékkst staðfest að ágreiningur * milli Þorsteins Villhelmssonar og Þor- steins Más hefði ráðið ákvörðun hans. Þorsteinn situr áfram í stjórn Sam- herja. -rt Fita, dagdrykkja og piparsveinar í Fókusi sem fylgir DV á morgun er ítarlegt viðtal við Þórunni Lárus- dóttur leikkonu en hún hefur fengið einróma lof fyrir frammistöðu sína í Litlu hryllingsbúðinni. Þá segja fimm föngulegir piparsveinar frá þvi hvaða konur þeir væru til í að fleka. Forvitnilegast við þá grein er að Jó- hanna Sigurðardóttir kemst á lista. Steini einkaþjálfari lýsir líka reynslu sinni af því að borða bara skyr og kornflex. Það verður einnig nákvæm útlistun á þvf hvað brennivínið gerir þér ef þú ert dagdrykkjumaður. Svo er rætt við Alan Ball um tónleika- hald en hann hefur haldið marga af stærstu tónleikum íslandssögunnar og er nú kominn aftur á fulla ferð. Popp, bíó, gleði og glens á öllum síð- um eins og vanalega. Lífið eftir vinnu er nákvæmur leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið. Sumariö er byrjað og menn farnir aö nota góða veöriö til þess aö dytta að húseignum og ööru. Valur Marteinsson er einn sem nota góöa veörið f Reykjavík til þess aö mála. DV-mynd GVA Fjárfesting í Vinnslustööinni: Eru ekki alltaf byggðasjónarmið? - segir Jón Kjartansson „Eru ekki alltaf byggðasjónarmið ráðandi við þessar fjárfestingar," svarar Jón Kjartansson, stjómarfor- maður Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og formaður Verkalýðsfélagsins Jöt- uns, þeirri spurningu DV hvort ekki sé óeðlilegt að lífeyrissjóðir festi fé sjóðfélaga sinna í heimafýr- irtækjum undir formerkjum byggðasteöiu. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir vafasamar fjárfestingar í Vinnslustöðinni í Eyjum. Verðandi, félag skipstjórnarmanna í Eyjum, er með mál þessi í skoðun og meðal fé- lagsmanna er mikil gremja vegna málsins. Því er haldið fram að bréf- in hafi verið keypt á yfírverði þrátt fyrir að fjárfesting í fyrirtækinu hafi þegar verið vafasöm miðað við rétt gengi. Jón vill ekkert upplýsa um kaupverðið en hafnar þessum sjónarmiðum og hann segir íjárfest- inguna skynsamlega. „Þessi kaup eru til góðs fyrir lif- eyrissjóðinn sjálfan og fyrirtækið. Það er ekkert athugavert við þetta og ekki um yfirverð að ræða,“ segir hann. Jón vildi engu svara um aðrar fjárfestingar sjóðsins, svo sem í am- erískri skyndibita- keðju þar sem verð bréfa hefur fallið um helming. í gær sendi Fjár- málaeftirlitið bréf til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og Lífeyrissjóðs Vest- Jón Kjartans- S.arða . *>ar usam son: „ekkert sjoðimir eru beðn- óeðlilegt..." ir um skynngar vegna umræddra kaupa. Gagnrýni manna á sjóðina snýr sérstaklega að því atriði hvort verið sé að ávaxta fé í samræmi við lög sem kveða á um að við fjárfest- ingar skuli ráða þau sjónarmið að ávöxtun verði sem best. -rt Sigurður Líndal tekinn á beinið: Hefur orðið sér til minnkunar - segir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gimnlaugsson hæsta- réttarlögmaður tekur Sigurð Líndal lagaprófessor mjög harkalega á beinið í nýútkomnu tímariti Lög- fræðingafélagsins vegna kenninga þess síðamefnda um margar jafn- réttar niðurstöður dómstóla og um lagasetningarvald dómstóla. Hann segir að kenningar af þessu tagi séu til þess fallnar að draga út þeim nauðsynlega aga sem dómarar verða að temja sér i störfum sínum og auka líkumar á að niðurstöður þeirra verði byggðar á sjónarmið- um, sem ekki leyfast í lögfræði. Sigurður Líndal ræddi á fundi lagadeildar 7. nóvember í Háskóla- bíói m.a. um ofannefnd ágreinings- efni og sagði m.a. þetta: „Og lýð- skrumarinn birtist, hjúpaður gervi lögvitringsins - lögmaður götunnar - með gagnrýnislausa fjölmiöla- hjörðina á eftir sér.“ Jón Steinar kveðst hafa fengið það staðfest hjá Sigurði að þessum orðum hafi hann verið að beina gegn sér og fleirum reyndar einnig. „í sjálfu sér hefur hér ekkert merkilegra gerst en að prófessor hefur orðið sér til minnk- unar á opinberum vettvangi," segir Jón Steinar í fyrmefndri grein. -SÁ Meiri tima þurfti f nótt en reíknaö var meö tii aö fljótsetja ferjuna Lagarfljótsorminn. Ferjan náöist ekki af vagninum sem flutti hana og er beðiö eftir aö hækki í fljót- inu meö auknum leysingum. DV-mynd SB Veðrið á morgun: Rigning fyrir sunnan og vestan Á morgun verður suðlæg átt, víða 13-18 m/s vestan til á land- inu, og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en heldur hæg- ari vindur og þurrt norðaustan til. Hiti verður á bilinu 7 til 20 stig, hlýjast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. Tölur viö vindörvar svna vindhraöa í metrum á sekúndu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.