Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Fréttir DV Ekki allt sem sýnist í þingmannalaunum: „Kóngarnir" fá allt að hálfa milljón - formenn fastanefnda meö fimmtán prósenta bónus Laun nokkurra alþingismanna 367.495 469.000 522.521 493.021 KrisUnn H. Gunnarsson Jón Krístjánsson W 656.495 i Oddsson Misjöfn eru kjör þeirra sem sæti eiga á Alþingi. Formennska í nefndum er það sem gefur mest í aðra hönd að undanskildum ráðherradómi. I síðustu viku var kosið í fastanefnd- ir Alþingis, tólf talsins. Eins og komið hefur fram var stjómarandstaðan ósátt við að fá hvergi formannsstól en hún átti þrjá formenn á síðasta kjörtíma- bili. Formennska í nefhdum gefur nefhilega, fyrir utan áhrif og völd, drjúga viðbót, eða 15 prósent, ofan á þingfararkaupið. Formenn þingflokka fá sama álag. Þingfararkaupið er, eftir hækkunina í vor, 295 þúsund krónur þannig að í krónum talið eru laun for- manna nefndanna og þingflokkanna tæplega 39 þúsund krónur á mánuði. Að auki fá varaformenn tveggja nefnda, utanríkis- og fjárlaganefndar, 10 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín eða tæplega 30 þúsund krónur á mánuði. Fimm menn sitja í forsætisneftid Al- þingis, Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, og fjórir varaforsetar. Varaforset- amir fjórir fá hver um sig 39 þúsund krónur á mánuði fyrir nefndarsetuna en forsetinn sjáffur er á ráðherralaun- um. Laun þingmanna em þó sem betur fer langt frá því að vera þingfararkaup- ið bert. Allir þingmenn fá um 43 þús- und krónur á mánuði fyrir starfskostn- aði og fasta fjárhæð fyrir ferðakostn- aði, um 26 þúsund fyrir þingmenn Reykjavíkur en 34 þúsund fyrir þing- menn utan Reykjavíkur. Alþingismenn utan Reykjavíkur og Reykjaness fá síðan rúmlega 59 þúsund krónur mánaðarlega í húsnæðis- og dvalarkostnað og geta óskað eftir 40 pró- sent álagi á þá upphæð ef þeir halda annað heimili í Reykjavik. Má ætla að fæstir sem heyri undir þá deild láti und- ir höfuð leggjast að bera sig eftir því. Þingmenn sem eiga heimili utan höfuð- borgarsvæðisins og keyra daglega á milli fá þriðjung þessa húsnæðisstyrks, eöa um 20 þúsund krónur. Þingmennska með öliu Þannig fara laun „óbreyttra" al- þingismanna, það er annarra en ráð- herra og forseta, aldrei undir 367 þús- und krónur og geta hæst orðið um 454 þúsund með öllum styrkjum og kostn- aðargreiðslum. Til samanburðar eru fóst mánaðar- laun Davíðs Odds- sonar forsætisráð- herra 584 þúsund krónur og með fyrr- nefndum styrkjum og kostnaðargreiðsl- um rúmlega 656 þúsund krónur. Sé litið á lista yfir formenn fasta- nefhdanna tólf virðist sem svo að tveir þingmenn sérstaklega hafi komið ár sinni vel fyrir borð, framsóknarmaður- inn Jón Kristjánsson og sjáffstæðis- maðurinn Sigríður Anna Þórðardóttir. Jón Kristjánsson er formaður fjár- laganefndar og fær sem slíkur um 39 þúsund krónur á mánuði og að auki tæplega 30 þúsund krónur fyrir vara- formennsku í utanríkisneftid. Samtals tæplega 70 þúsund krónur eða rúmlega 23 prósent af þingfararkaupinu. Alls munu laun Jóns nema rúmlega 520 þúsund krónum á mánuði sé allt talið saman. Sigríður Anna, þingmaður Reykja- nesskjördæmis, er for- maður þingflokks Sjáffstæðísflokksins og einnig formaður menntamálanefndar sem gefur henni samtals tæplega 78 þúsund krónur á mánuði ofan á 391 þúsund krónumar sem hún fær fyrir þingmennskuna. Annar þingmaður Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, er einnig í finum málum. Hann er formaður þing- flokksins og fær 39 þúsund krónur þar ofan á 454 þúsund krónur fyrir þing- mennsku, með öllu. Athygli vekm- einnig að Kristinn gegnir varafor- mennsku í hvorki fleiri né færri en þremur nefndum og skyldi enginn efast um að hann sé að vinna fyrir kaupinu sínu. Kristinn skipti, sem kunnugt er, úr Al- þýðubandalagi yfir í Framsóknarflokkinn á liðnu kjörtímabili. Álag á Framsókn Reyndar er talsvert álag á þingmönnum Framsóknar. Sex af tólf eru ráðherrar og hinir sex þurfa að axla nefndarstörf i 12 nefndum, þar af for- mennsku í fjórum og varaformennsku í átta. Hið ánægjulega við þetta fámenni er að allir þingmenn Framsóknar sem ekki eru ráðherrar fá sín 15 prósentin hver ofan á fastakaup- ið. Kristinn fyrir formennsku í þing- flokknum, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Öm Haraldsson, Jón Kristjáns- son og Hjálmar Ámason fyrir nefhdar- formennsku en ísólfur Gylfi Pálmason fyrir setu í forsætisnefnd. Og fyrst minnst var á álag þá er lík- lega eins gott að Fijálslyndi flokkurinn er ekki í ríkisstjóm, þar sem það gæti reynst þrautin þyngri, fyrir tveggja manna þingflokk Sverris Hermanns- sonar formanns og Guðjóns Amars Kristjánssonar varaformanns, að fylla sex ráðherraembætti, að ekki sé talað um öll nefndarsætin. Að vísu er lýðum ljóst að Sverrir er maður ekki einham- ur og því síður Guðjón en svona lagað væri nú eiginlega að bera í bakkafull- an lækinn. Fréttaljós Finnur Vílhjálmsson Utan frá eða utangátta Samfylkingin hefur fram að þessu verið að kljást við timbur- mennina eftir hrakfarirnar í al- þingiskosningunum í síðasta mán- uði. En þeir eru óðum að ranka við sér og átta sig á því að þeir hafa engan flokk og engan for- mann. Nú vilja menn drífa í því að stofha flokkinn og er eiginlega allt til reiðu. Það eina sem vefst fyrir þeim samfylkingarmönnum varðandi stofhun formlegs flokks er auðvit- að sú staða að flokkurinn hefur engan formann og það sem verra er, sér engan líklegan eða vænleg- an sem getur orðið formaður. Að minnsta kosti ekki í flokknum sjálfum. Þess vegna er nú farið að tala um að ná í formanninn utan frá! Ekki er gott að átta sig á því hvað við er átt þegar sagt er að einhver eigi að koma utan frá. Það gæti verið um að ræða geimveru eða útlending. Ef það er hugmyndin er Starvo til dæmis upplagt formannsefni sökum gjörvileika síns og hetjudáða, en ef þeir hafa augastað á útlendingi má benda á að nú eru margir Kosovo-Albanar á lausu og eins hefur Jeltsín rekið úr ríkisstjómum sínum legíó af reyndum stjómmálamönnum sem eflaust mundu þiggja það að verða formenn í Samfylkingunni. Almennt má ætla að kjósendur séu upp til hópa sammála þeim samfylkingarmönnum að í þeirra hópi sé engan frambærilegan kandídat að finna til formennsku. Og ef meiningin er ekki sú að sækja formann- inn til Kosovo eða út í geiminn er ekki um ann- að að ræða en snúa sér til fólks í öðram flokkum hér á landi og auðvitað gæti Samfylkingin slegið tvær flugur í einu höggi með því að gera Stein- grím J. Sigfússon að formanni hjá sér og sameina þannig Vinstrigræna og Samfylkinguna í eina sæng. Svo er einnig hægt að snúa sér til Kristins Gunnarssonar, sem er vanur maður í því að skipta um flokka og komast til metorða - og því ekki að reyna við ein- hverja sjálfstæðismenn sem eru orðnir langeygir eftir ráðherra- stólum? Árni Johnsen væri til að mynda heppilegur for- mannskandídat. Besti kosturinn er þó sá að gera Davíð Oddssyni tilboð um að hann gerist formaður í Sam- fylkingunni. Davíð ræður hvort sem er öllu og fólk mun kjósa Davíð hvort heldur hann er i framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn eða Samfylkingu. Býttar engu þótt menn skipti um flokka og Davíð þyrfti í rauninni alls ekki að skipta um flokk. Hann gæti verið formaður í báðum fylking- um, sem er langákjósanlegasta fyrirkomulagið með vísan til þess að Samfylkingin á sér engrar viðreisnar von meðan hún þarf að kljást við Dav- íð. Hver svo sem verður formaður, utan frá eða inn á við. Alla vega yrði formaðurinn ekki utan- gátta. Dagfari sandkorn Án veiðileyfis Eitt af kosningatrikkum Samfylk- ingar var að efna til happdrættis hvers aðalvinningur var þorskkvóti upp á eitt tonn til eignar að verðmæti um 800 þúsund krónur. Grunsemdir eru uppi um að fáir hafi látið ánetjast og að syngjandi tap sé á fyrirtækinu og ekki sé til fyrir kvótanum. Alla vega hafa Mar- grét Frímannsdótt- ir og félagar enn ekki dregið út vinn- ingshafann. Nú heyrist að Fiskistofa muni hugsanlega blanda sér í máhð og í framhaldinu svipta Samfylkinguna kvótalausu veiðileyfi í samræmi við reglur. Innan úr Valhöll heyrðist ill- kvittin athugasemd um að Fylkingin sé betur komin án veiðileyfis því hún fiski hvort eð er ekkert þótt róið sé... Sighvatur seldi Svo sem greint var frá í Sand- komi er Sighvatur Bjamason, sem stýrði Vinnslustöðinni milli skeija um árabil, fluttur upp á fasta- landið. Hermt var að hann hefði keypt hús Hriflu-Jónasar við Há- vallagötu fyrir 30 milljónir. Rétt er að hann keypti hús samvinnuleiðtog- ans en kaupverðið var aðeins 20 milfj- ónir króna árið 1998. Síðan seldi hann húsið aftur en ekki ljóst hvert hann fór. Sighvatur mun að sögn ekki hafa átt inni atvinnutilboð frá ÍS eftir brotthvarfið frá Vinnslustöðinni. Hann mun vera að hugsa sinn gang hvað varðar atvinnu og í haust ský- rist hvað verður ofan á ... Pólitísk ábyrgð Á slóðinni sameining.is á Netinu má lesa mergjaða kvikmyndagagn- rýni sem skrifúð er af Guðmundi Ólafssyni sem titlaður er „hagíræð- ingur og fjölfræðingur". Umrædd slóð virðist vera útrás fyrir síðustu andvörp Þjóðvaka enda tenging á hana af heimasíðu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Hið merkilega er að téður Guðmundur er hinn sami og varð frægur í kosningabar- áttunni fyrir þau um- mæh að allt vitlaus- asta fólkið í efna- , hagsmálum landsins væri saman komið í Fylkingunni. Gamli Þjóðlífsritstjórinn Óskar Guðmunds- son var kosningastjóri Fylkingar- innar en hann er lika umsjónar- maður Sameiningar.is, þar sem Guðmundur hefur birt afurðir sin- ar. Óneitanlega er skondið að kosn- ingastjóri Fylkingarinnar í Reykja- vík skuli því bera pólitíska ábyrgð á manninum sem -slökkti í kosninga- baráttu hennar... Leiðtoga að utan Forystukreppa hijáir Samfylk- inguna sem aldrei fyrr. Leit að leiðtoga stendur sem hæst en ekki er neinn í sjón- máli enn sem kom- ið er. Bæði Sig- hvatur Björg- vinsson, formað- ur hins foma Al- þýðuflokks, og______ Margrét Frímanns- dóttir, foringi tvístraða allaballa, hafi lýst því að toppsæti Samfylk- ingar heilli þau ekki. Margrét tals- maður hefur nú undirstrikað enn ffekar sina afstöðu og lýst því yfir að foringinn eigi að koma utan frá. Til eru þeir sem vilja þetta sama og að foringinn komi að utan. í þeirri afstöðu felst að hinn yfirvegaði Jón Baldvin Hannibalssson snúiheim frá Washington og hjálpi lamaðri fylkingu að taka flugið ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @,ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.