Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 22
4 30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Sport íslandsmeistari pilta í holukeppni: „Vissi að ég gæti þetta“ Sigurþór Jónsson, GK, varð um helgina íslandsmeistari í holukeppni pilta og segir að úrslitin hafl ekki komið sér á óvart en hann er aðeins 18 ára gamall og á framtíðina fyrir sér. „Ég vissi að ég gæti þetta. Ég vissi þegar ég var kominn í fjórðungsúrslitin að ég gæti unnið. Þetta er ann- að íslandsmótið í holukeppni sem ég tek þátt í og ég fór í 16 manna úrslit í fyrra en komst ekki lengra. Ég er að bæta forgjöflna miðað við síðasta ár og fram undan er að taka þátt í næsta stigamóti og svo er Evrópumótið í Sví- þjóð í sumar,“ sagði þessi ungi golfsnillingur. Fínar aðstæður „Mér fannst Gunnar Þór Jóhannsson, GS, erfiðasti and- stæðingurinn en ég vann hann á 18. holu. Aðstæður til golflðkunar voru fínar á sunnudeginum og seinni hlutann á laugardeginum en fyrsta daginn var rok og rigning og völlurinn erfiður," sagði Gunnar. -DVÓ íslandsmeistari stúlkna í holukeppni: Ætlaði að vinna Sigurvegarinn í holukeppni kvenna, Kristín Erla Er- lendsdóttir, er nýorðinn 17 ára og var að taka þátt í sínu fyrsta íslandsmóti í holukeppni unglinga. Hún hefur ver- ið húsett í Danmörku og greinilega æft stíft þar í landi enda aðstæður mjög góðar. „Ég var ekki að slá mjög vel fyrir mótið en ég var búin að setja mér það mark að vinna mótið og það náðist. Ég er aðeins að lækka mig í forgjöf frá síðasta ári. Vallaraðstæð- ur voru mjög góðar, flatimar voru mjög góðar en það eina sem var slæmt var að það var aðeins blautt eftir rigning- amar,“ sagði þessi efnilega golfkona. „Mér fannst Nína alveg tvímælalaust vera erfiðasti and- stæðingurinn. Fram undan hjá mér er að taka þátt i stiga- móti unglinga um næstu helgi og svo er ég búinn að tryggja mér sæti í Evrópuliðið. Svo er hara hellingur af mótum fram undan sem ég ætla að taka þátt í,“ sagði Kristín að lokum en við eigum örugglega eftir að sjá meira af henni í framtíðinni á golfvöllunum. -DVÓ > Bestar - á Pæjumótinu Bestu leikmenn Pæjumótsins í knattspymu vom valdar í lokahófi mótsins. Þaö voru þjálfarar, forráðamenn liðanna og dómarar í leikjum mótsins sem völdu í sameiningu bestu leikmenn mótsins. í 6. flokki hlaut Sara Björk Gunnarsdóttir, Haukum, bikarinn. í 5. flokki var Hekla Pálmadóttir, ÍA, valin best. í 4. flokki varð Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, hlutskörpust, en hún var einnig markahæst í sínum aldursflokki. í 3. flokki var svo valin Dóra María Lámsdóttir, Val. -ÍBE íslandsmótið í holukeppni unglinga: Golfsnillingar Leiðrétting í DV í gær var sagt frá markahæstu leikmönnum á Pæjumótinu í Vestmanna- eyjum. Því miður fékk blaðamaður rang- ar upplýsingar frá mótsstjóm þar sem gleymdist að minnast á þá stúlku sem var næstmarkahæst í 5. flokki, B-liða. Sú heit- ir Rúna Sif Stefánsdóttir, Fjölni, en hún skoraði alls 11 mörk. Rúna er beðin vel- virðingar á þessu. Tinna Hauksdóttir, KR, var valin efni- legasti leikmaður Pæjumótsins í knatt- spymu. Efnilegasti leikmaðurinn er jafn- framt besti leikmaður mótsins og því mik- ill heiður að hljóta þennan titil. „Ég er alveg i sjokki. Ég veit ekki hvað það er sem ég er að gera svona vel, ég er bara að reyna að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Tinna sem var í mikilli geðshcær- ingu eftir að úrslitin vom tilkynnt. „Ég er búin að æfa síðan ég var 8 eða 9 ára og alltaf verið í KR. Ég ætla pottþétt að halda áfram og stefni á landsliðssæti." KR-stúlkur sigruðu í 3. flokki kvenna á mótinu og vom að sjálfsögðu alveg í skýj- unum með það. „Þetta var síðasta tæki- færið okkar til að vinna Pæjumót þannig að við vorum alveg staðráðnar í því. Okk- ar helsti styrkleiki er hvað við erum sam- rýmdar og stöndum vel saman. Þegar ég er ekki í fótbolta flnnst mér gam- an að eyða tíma með vin- um mín- um, sér- staklega fótbolta- stelpun- um,“ sagði þessi sigur- sæla KR- stúlka að lokum. -ÍBE Tinna Hauks- dóttir, efnileg- asti leikmaður Pæjumótsins. - var sigursælastur í golfinu á Akranesi DV, Akranesi Helgina 11.-13. júní fór fram íslandsmót í holu- keppni unglinga í golfi. Það var ungt fólk úr Golf- klúbbnum Keili sem sló til sigurs að þessu sinni og sigraði glæsilega, bæði í karla- og kvennaflokki. Erfiðar aðstæður Mótið fór fram á golf- velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og var fram- kvæmd öll hin besta. Aðstæður til golfiðkun- ar voru ekki upp á það besta þar sem mikil rign- ing setti strik í reikning- inn. Þar af leiðandi var völlurinn mjög erfiður á fostudeginum og laugar- deginum en á sunnudegin- tun skein sólin skært á Skaga. Stúlkunum að fjölga Fjörutíu og sjö piltar og tólf stúlkur frá tíu golf- klúbbum tóku þátt í mót- inu. Það vakti athygli að miklar framfarir eiga sér stað hjá stúlkunum og fleiri stúlkur eru farnar að stunda golfíþróttina. Stíf dagsskrá Dagskráin á mótinu var þannig að á fóstudeginum var leikin 36 holu for- keppni í höggleik og komust 16 golfarar áfram. Á öðrum degi var fyrst leikinn 16 manna holukeppni og síðan 8 manna hoiu- keppni þeirra sem komust áfram. Á þriðja degi v°" leikinn manna holu keppni þeirra komust áfram og síð- an var leikið til úrslita bæði um 3. sæt- ið og það fyrsta. Greinilegt er að íslend- ingar eiga marga efnilega golfara og er því framtíðin björt í íslensku golfi. Golfararnir sem höfnuðu í fjórum efstu sætunum í karla- og kvennaflokki í holukeppninni á Akranesi um helgina voru að sjálfsögðu ánægðir með frá- bæran árangur. Frá vinstri: Helga Rut Svanbergsdóttir, GK, hafnaði í fjórða sæti, Kolbrún Sól Ingóifsdóttir, GK, hafnaði í þriðja sæti, Nína Björk Geirs- dóttir, GKJ, lenti í öðru sæti og Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK, var sigurveg- ari ■ stúlknaflokki, Sigurþór Jónsson, GK, sigurvegari í karlaflokki, Birg- ir Már Vigfússon, GKJ, hafn- aði í öðru sæti, Örlygur Helgi Grímsson, GV, hafn- aði i þriðja sæti og Bjarni Þór Hannesson, GL, lenti í fjórða sæti. DV-mynd DVÓ Fimmtánda Gull og silfurmótið Hið árlega Gull- og silfurmót Breiðabliks verður haldið í 15. sinn í Kópavogi 15.-18. júlí næstkomandi. Að venju er keppt í 2., 3., 4., 5. og 6. flokki stúlkna og er öllum félögum þar sem spiluð er kvennaknattspyma heimilt að senda lið til keppni. Allir leikir fara fram á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogs- dal. Leikið verður í riðlum á föstudag og laugardag en úrslita- leikir fara fram á sunnudag. Leikið verður samkvæmt regl- um KSÍ um minni knattspymu en leiktíma gæti veriö hnik- að til. Auk knattspymunnar verður þátttakendum boðin ýmis önnur skemmtun, til dæmis sund, kvöldvökur, grill og fleira. Þátttökugjald er 2.000 krónur á hvem þátttakanda auk 2.500 króna staðfestingargjalds fyrir hvert lið. Tekið verður við þátttökutilkynningum fram til 18. júní en nánari upplýsing- ar veita Jörandur Áki Sveinsson og Ingólfur Sigmundsson i símum 895 9472 og 564 4006. ujwi r\ Geirsdottir, GKJ, hafn- aði í öðru sæti í holu- keppninni á Akra- nesi um helqina. -DVO Efnilegust pæja í Eyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.