Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Fréttir________________________________ ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustööin, Krossanes á Akureyri og Ósland á Höfn: Viljayfirlýsing um sameiningu - veröur eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu „Þetta styrkir bæöi fyrirtækin og þar með atvinnulíf hér í Eyjum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að Vinnslustöðin færi úr byggðarlag- inu. Það er mikilvægt að atvinnulíf- Waves fast í tolli - sætuefni rannsökuö Lyíjaeftirlit ríkisins er nú með til ákvörðunar hvort leyfa eigi inn- flutning á sendingu af Wavesúða sem komin er til landsins. Eftirlit- inu hafa borist ný gögn frá vísinda- nefnd Evrópusambandsins um sætuefnið stevia. Úðinn inniheldur það efni. Er lyfjaeftirlitið að athuga samsetningu sendingarinnar sem bíður nú í tollinum. „Sendingin kom til landsins í síð- ustu viku. Ég ætlaði að leysa hana úr tolli fyrir helgina," sagði Einar Vilhjálmsson, talsmaður ísalda, við DV. „Ég var búinn að kynna lyfja- eftirlitinu þá samsetningu á inni- haldi Wavesvara sem ég ætlaði að flytja til landsins. Ég hef skriflegt leyfi þess fyrir þeim innflutningi. Nú vilja þeir tefla innflutninginn út af stevia-sætuefninu. Mér finnst þetta i hæsta máta óeðlilegt." Um fimm þúsund einingar af úð- anum bíða nú niðurstöðu lyfjaeftir- litsins. Fanney Ásgeirsdóttir hjá Lyfjaeftirliti ríkisins sagði að eftir- litið tæki sér tíma til að athuga álit visindanefndar ESB varðandi um- rætt sætuefni. í ESB-löndum væri stevia ekki leyft í matvæli. Holl- ustuvernd ríkisins leyfði það ekki heldur í matvæli. -JSS ið sé sterkt hér,“ segir Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélags Vest- mannaeyja, í samtali við DV. ísfélag Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um, Krossanes hf. á Akureyri og Ós- land ehf. á Höfn í Homafirði hafa undirritað viljayfirlýsingu um að sameina félögin í eitt. Hið nýja félag mun heita ísfélag Vestmannaeyja. Sameining á sér stuttan aðdraganda en stjórnendur Vinnslustöðvarinn- ar voru þegar i sameiningarviðræð- um við annað sjávarútvegsfyrirtæki þegar viðræður við ísfélagið hófust. Þær hófust um verslunarmanna- helgina með því að fulltrúar ísfé- lagsins höfðu samband við forsvars- menn Vinnslustöðvarinnar með það fyrir augum að sameina fyrirtæk- in. Sigurður Einars- son stýrði samein- ingarviðræðunum fyrir hönd ísfélags- ins en fyrir Ker hf. Jóhann Magnússon forstjóri og Sigur- geir Brynjar Krist- geirsson fyrir Vinnslustöðina. Hið nýja fyrirtæki mun ráða yfir aflaheimildum upp á tæplega 30 þúsund þorskígildistonn. Höfuð- stöðvar fyrirtækisins verða í Vest- mannaeyjum og verður því skipt í tvö svið, uppsjávarsvið og bolfisks- svið. Fyrirtækið mun ráða yfir fjór- um fiskimjölsverksmiðjum á þrem- ur stöðum á landinu. Hið nýja fyrir- tæki verður stærst á landinu í vinnslu á uppsjávarfiski. Þessi sameining bindur enda á miklar vangaveltur um stöðu Vinnslustöðvarinnar því lengi leit út fyrir að fyrirtækið færi frá Eyjum. Gert er ráð fyrir að stjórnir fyrirtækjana fjalli um málið á næstu dögum og þá skýrist endan- lega hvort af sameiningu verður. Miðað er við að fyrirtækin samein- • ist 31. ágúst 1999 en formleg samein- ing á að vera frágengin fyrir miðjan október. Sameiningin verður kynnt fyrir starfsfólki í dag. -HDM .A)®. Lokaspretturinn er fram undan á Skeiðarvogsbrúnni. Byrjað er að setja upp handrið, umferðarljós eru skammt und- an og einnig er unnið að frágangí í kringum slaufur og aðalleiðir. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á brúna þann 10. september. DV-mynd S Krafa um endurskoðun eignarnáms Saurbæjar vegna HvalQaröarganganna: Hlægilegt fyrir eyðilagða jörð - segir lögmaöur húsfreyjunnar í Saurbæ „Ég fer fram á að eignarnámsmatið veröi endurupptekið vegna þess að 1200 þúsund krónur eru hlægilegt verð fyrir að eyðileggja jörð,“ sagði Páll Amór Pálsson, lögmaður Önnu Sigurðardóttur, húsfreyju í Saurbæ á Kjalarnesi, sem telur sig hafa orðið fyrir miklum ijárhagsskaða vegna framkvæmdanna við Hvalfiarðar- göngin og sitji á óseljanlegri jörð eft- ir að tún hennar voru skorin í tvennt með hraðbraut við gangaop Hval- fiarðarganganna. Anna Sigurðardóttir, húsfreyja í Saurbæ, krafðist þess upphaflega við eignamám að jörðin yrði keypt í heilu lagi vegna þess að hún myndi ekki gagnast henni neitt eftir fram- kvæmdimar. Því var ekki sinnt og Önnu dæmdar 1200 þúsund krónur í bætur: „Þeir sögðu mér reyndar að ég ætti ekki að þurfa neinar bætur því jörðin yrði verðmeiri eftir breyting- arnar; ég gæti opnað sjoppu við veg- inn,“ sagði Anna sem reynt hefur að sefia jörðina á sölu en ekki fengið eitt einasta tilboð. „Það vill enginn búa við hraðbraut sem hverfur ofan í jörðina í miðju túninu heima,“ sagði Anna. Krafa lögmanns Önnu á hendur Speli, rekstraraðila Hvalfiaðargang- anna, er að malarfiall í hestagirðing- unni í Saurbæ verði fiarlægt svo og byggingar sem skildar voru eftir á jörðinni þegar framkvæmdum lauk. „Spölur átti að skila landinu í sama ástandi og það var innan þriggja ára frá þvi að fram- kvæmdir hófust og sá tími er liðinn. Krafa okkar er að þetta verði gert hið fyrsta og leiga greidd fyrir þann tíma sem fram yftr er,“ sagði Páll Arn- ór Pálsson lögmaður sem í framhaldinu mun skoða kröfu vegna skemmda sem talið er að fram hafi komið á Saurbæjarkirkju á með- an á sprengingum stóð í Hvalfiarðar- göngunum. Verktakar þvertaka fyrir að tengsl séu þar á milli en Anna Sig- urðardóttir, kirkjuhaldari í Saurbæ, er viss í sinni sök og er studd af Ósk- ari Alfreðssyni, sóknarnefndarfor- manni í Útkoti, og séra Gunnari Kristjánssyni, sóknarpresti á Reyni- völlum, þegar hún segir: „Þeir sprengdu kirkjuna líka.“ -EIR Saurbær á Kjalarnesi þar sem hraðbrautin hverfur ofan í mitt túnið. Páll Arnór Pálsson. Stuttar fréttir dv Feluleikur Feluleikur, spákaupmennska, stundarhagsmunir og eftirlitsaðilar hundsaðir, segir Hreinn Loftsson, formaður Einka- væðingarnefnd- ar, um kaup Orca SA. á hluta- bréfum Scandin- avian Holding i FBA, hlutafélagi Kaupþings og sparisjóðanna. Hann telur enn fremur að Orca hafi feng- ið bréfin keypt út á krít hjá seljend- um. Vísir.is segir frá. 26 vilja byggðakvóta Bæjarstjóm Vesturbyggðar hef- ur ekki komist að niðurstöðu um hvemig skipta eigi tæplega 205 tonna byggðakvóta sem stjórn Byggðastofnunar úthlutaði til bæj- arins í sumar. Gefur sig illa Kolmunnaveiði Islendinga á Hvalbaksgrunni gengur afar illa. Þær væntingar sem útgerðarmenn höfðu til góðrar veiði á þessu sumri ganga alls ekki eftir þrátt fyrir að sett hafi verið öflugri vél í allmörg skip til þess að draga flotvörpuna nógu hratt á eins miklu dýpi og kolmunninn yfirleitt heldur sig. Dagur greinir frá. Börn úr hernaði í lok haustfundar utanríkisráð- herra Norðurlandanna, þar sem ut- anríkisráðherrar Eystrasaltsland- anna og Kanada vora viðstaddir, undirrituðu ráðherrarnir yfirlýs- ingu þar sem hvatt er til þess að banna að böm undir 18 ára aldri gerist hemienn. Sprengir í tætlur Álbræðsla í Reyðarfirði mun menga meö einni mflljón tonna af gróðurhúsaloft- tegundum á ári og sprengja með því í tætlur þann ramma sem ís- landi er ætlaður samkvæmt lofts- lagssamningi Sameinuðu þjóð- anna og Kyoto-bókuninni, segir í ályktun aðalfundar Náttúmvemdar- samtaka Austurlands sem haldinn var í gær. Morgunblaöið greinir frá. Eldur í kjallara Eldur kom upp í rafmagns- inntaki í kjallara húss við Lang- holtsveg í nótt. Ekki urðu slys á fólki én nokkrar skemmdir á hús- inu. RÚV sagði frá. Meðferðarheimili Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að bráðlega verði tO- kynnt um hvar nýtt meðferðar- heimili fyrir unglinga í eiturlyfia- vandamálum skuli risa. Hann segir orð Davíðs Bergmanns Davíðsson- ar unglingaráðgjafa vera út í blá- inn. Davíð hefur skorað á Pál að að- hafast i málefnum þessa fólks og sakar hann um að láta stjómast af fyrirgreiðslupólitík. Morgunblaðið greinir frá. Snýr út úr Davíð Bergmann Davíðsson ung- lingaráðgjafi segir að Páll Péturs- son félagsmálaráðherra snúi út úr orðum sínum og reyni að draga at- hyglina frá eiturlyfiavanda ung- linga þegar Páll segist ekkert vOja við hann tala um stofnun nýs með- ferðarheimilis fyrir ungt fólk á vOligötum og best væri fyrir Davíð að tala við lögreglu hefði hann vit- neskju um fíkniefnasala. Morgun- blaðið greinir frá. Of mikil fræði Uppeldis- og kennslufræði hefur of mikið vægi í kennaranámi á ís- landi og hefur jafnvægi mOli hennar og val- greina, eins og íslensku og stærðfræði, ekki enn náðst að mati Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Hann telur augljóst að kennaranámið taki breytingum í kjölfar nýrrar aðal- námskrár. Morgunblaðið greinir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.