Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Fréttir i>v LyQa óánægð með auglýsingu: sandkorn Kári á bók Meltingarpillur til Samkeppnisstofnunar „Með því að halda því fram í aug- lýsingu að meltingarpillumar séu tU í öllum apótekum nema Lyfju er Sigurður Þórðarson hjá Eðalvörum að vega að heiðri okkar. Það eru tU margar tegundir af þessari vöru og við seljum þær, þó svo vörur Sig- urðar séu ekki þar á meðal. Ástæð- an er sú að hann hefur ekki staðið heiðarlega að viðskiptum við okk- ur,“ sagði Róbert Melax, stjómar- formaður Lyfju, um kæra fyrirtæk- isins til Samkeppnisstofnunar. Þar kvartar Lyfja yfir auglýsingu frá Eðalvörum þar sem er tekið er fram að ákveðin mjólkurgerlablanda i töfluformi sé fáanleg í öUum apó- tekum nema Lyfju. „Þeir hjá LyQu skammast sín fyr- ir að eiga ekki vömna og reyna þá að skýla sér á bak við Samkeppnis- stofnun," sagði Sigurður Þórðarson hjá Eðalvöram. „Það hefði verið miklu meira mál fyrir mig að telja Grundarfjörður: Land- vinnslan gengurvel DV, Vesturlandi: Fiskiðjan Skagflrðingur, sem rekur fiskvinnslu í Grandarfirði, birti nýverið átta mánaða uppgjör en ársuppgjörið miðast við fisk- veiðiárið. í uppgjörinu kemur fram að landvinnslan í Grandar- firði hefur gengiö vonum framar en þessa átta mánuði er búið að vinna þar 1100 tonn af hörpu- diski, 860 tonn af karfa og 350 tonn af rækju. Togarinn Klakkur hefur aflað vel þessa 8 mánuði, eða samtals 2500 tonn, og er verð- mæti þess afla um 211 milljónir. Rækjuvinnslan í Grundarfirði er nú komin í fullan gang en fyrir- tækið hefur gert löndunarsamn- ing við þrjá báta, auk þess sem togarinn Skafti, sem er í eigu Skagfirðings, leggur vinnslunni til hráefni. -DVÓ f Sigurður Þórðarson hjá Eðalvörum. Róbert Melax hjá Lyfju. upp öll þau apótek sem hafa vörana til sölu en að nefna það eina fyrir- tæki sem neitar að selja hana.“ Meltingarpillumar sem hér um ræðir heita Futurebiotics Acidophilus+ og hafa, að sögn Sig- urðar Þórðarsonar, komið framúr- skarandi vel út í rannsókn hjá Holl- ustuvemd ríkisins. Pillurnar hafa einkum verið keyptar af verðandi mæðram, fólki sem notar fúkkalyf, fólki sem fer til útlanda, að ógleymdum þeim sem vilja koma lagi á meltinguna eða, eins og segir meðal annars í auglýs- ingunni sem kvartað hefur verið yfir til Samkeppnisstofnunar: ..fyrir fólk sem neytir örbylgju- fæðis og gerilsneyddra mjólkuraf- uröa. Fæst í öllum apótekim nema Lyfju." Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun er málið óaf- greitt. -EER Norskir frímerkjasafnarar reiöast að ástæðulausu: Ekki um frímerki að ræða segir forstjóri íslandspósts í frétt DV í gær, um útgáfu ís- landspósts á jólasveinafrímerkjum, kom það fram að sérfræðingur Gautaborgarpóstsins taldi það ólög- legt að gefin væra út frímerki sem ekki væra öll boðin til sölu á nafn- verði. Að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra íslandspósts, er málið byggt á misskilningi því ekki er um frímerki að ræða sem áskrifendum verða gefin. „Við sendum um dag- inn frá okkur tilkynningu um vænt- anlegar útgáfur og þar kom fram að til stæði að senda öllum áskrifend- um eina örk að gjöf. Misskilningur- inn liggur hins vegar í því að ekki er um frímerki að ræða heldur ein- faldlega pappír með sömu myndum og á frímerkjunum. Gjöfin er því verðlaus og ekki ætluð til söfnunar. Við viljum endilega að allir fái tækifæri til að kaupa frímerki okk- ar og því er leiðinlegt að þessi mis- skilningur hafi komið upp og hörm- um við það,“ segir Einar. -hdm Forstjóri Islandspósts ástæðulausu. segir erlenda íímerkjasafnara reiðast að Köttur í leigubíl Allt er komið í hund og kött innan borgarstjómar höfuðborgarinnar; enn eina ferðina en nú vegna kattafárs um alla borg. Segja má að ekkert undir sólinni sé borgarfulltrúum óviðkomandi enda áríö- andi aö umbjóðendum hinna knáu talsmanna líði vel undir réttu skipulagi og aga innan borgarmúr- anna. Kettir era nú efst á baugi enda hafa þeir verið vandamál nánast frá elstu menn muna. Hver hefur t.d. ekki vaknað við breim- andi kött um miðja nótt eftir erfiðan vinnudag? Þetta á auðvitað sérstak- lega við um þá sem eiga kvenkynsketti eða svokall- aðar læöur sem kettir af karlkyni sækja mjög í um nætur og vilja sýna kynferðislegt áreiti. Þá hafa hundaeigendur einnig orðið fyrir alvarlegum truflunum af katta- fárinu þvi það ber gjaman við aö hundur í ól sem sér kött rífur sig lausan og tekur á rás á eftir óvættinni. Þar með hefur hundaeigandinn kallað yfir sig sekt því reglur um hunda segja að slík dýr megi ekki ganga laus á sama tíma og kettim- ir valsa eftirlitslausir um borg og bí. Meirihluti borgarstjómar hefur nú áttað sig á því að við svo búið má ekki standa og settar hafa verið fram til samþykktar skýrar reglur um það hvemig kettir skuli haga sér í borginni. Hið fom- kveðna að kötturinn fari sínar eigin leiðir er því brátt úr sögunni og skikk verður komið á málin. Skilningsleysi minnihlutans á þörf fyrir reglur er algjört svo sem reyndar var við að búast þar sem sá hópur er þekktur af slakri hugmyndafræði. „Eigi má hleypa köttum inn í almenningsfarar- tæki ..." eru upphafsorð reglugerðarinnar. Skýrt er kveðið á um að köttur megi ekki fara inn i fangelsi nema um sé að ræða sérstakt kattafang- elsi þangað sem hann reyndar má ekki fara nema hafa áður brotist inn á Hraunið. Köttum er óheimilt að fara inn á tjaldstæði nema með leyfi umsjónarmanns. Þá má kötturinn ekki vera aö þvælast inni á rakarastofum og þá jafnvel ekki þó hárskerinn heimili hinu loðna dýri aðgang. Hin væntanlega reglugerð segir ekkert um að köttur skuldi vera bundinn eins og frændi hans hundur- inn. Þaö er því reiknað með því að kettir muni með viti sínu og þroska haga sér samkvæmt bók- inni. Samkvæmt reglunum verður kötturinn mjög heftur í annars ágætu samgöngukerfi. Hann má nefnilega ekki fara í strætó eða almenn sam- göngutæki. Köttur sem þarf nauðsynlega að kom- ast úr vesturbænum í Grafarvog er því í vanda staddur þvi leið 14 er honum lokuð og fátt eitt til ráða nema fara með einkabíl sem kötturinn kann að sjálfsögðu lítið með að fara. En það er með nýju kattareglurnar eins og gjaman vill verða með reglur að menn og málleysingjar eiga undan- komuleiö í smáa letrinu. Það er nefnilega kveðið á um að kettir megi fara með leigubílum svo fremi bílstjórar leyfi. Vesturbæjarkötturinn sem vill sækja heim læðu í Grafarvogi þarf því bara að fara á næsta leigubílastaur og semja við leigu- bUstjóra sem ekki mismunar mönnum og mál- leysingjum. Dagfari I haust mun koma á markað bók um Kára Stefánsson og ís- lenska erfðagreiningu. Um er að ræða rannsóknarrit sem Guðni Th. Jóhannesson ritar í fríi frá doktorsnámi í Ox- ford. Nýja útgáfufé- lagið, sem er m.a. í eigu Jakobs F. Ásgeirssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Björgólfs Guðmundsson- ar, gefúr verkið út. Hermt er að Kári hafi ekkert haft um það að segja að verkið er unnið og þetta sé ekki í þökk hans ... Flaggað MikUl fógnuður ríkti í vestur- bænum eftir að áður seinheppnir KR-ingar lögðu Vestmannaeyinga og tóku flugið með glæsibrag. Á sama tíma og hnípnir Vest- mannaeyingar gengu með hús- veggjum og þján- ing var augljós í hverju andliti léku vesturbæing- ar á als oddi. Sumir drógu KR- fánann að húni í gær, svo sem venja er þegar liðið vinnur. Þannig blakti fáninn við Stálsmiðjuna í gær enda er forstjórinn Ágúst Einarsson meðal áköfustu stuðningsmanna svarthvita liðsins. Ágúst hefur líka aðra ástæðu tU að fagna því fyrirtæki hans framleiðir flaggstangir og nú berast pantan- ir sem aldrei fyrr því vesturbæ- ingar búa sig undir mikla flöggun og helst viö hvert hús þegar titUl- inn verður formlega í höfn ... Ómar óvinsæll MikiU hiti er innan hóps Aust- firðinga vegna afskipta „óvið- komandi" af Eyjabakkasvæðinu. Þannig á hinn góðlegi biskup herra Karl Sigurbjömsson ekki upp á paUborð- ið eystra eftfr að hafa lýst því að hjarta hans segði að ekki mætti sökkva Eyjabökk- um. Á fundi virkjunarsinna á EgUsstöðum fyr- ir helgi heyrðust raddir um að höf- uðandstæðingurinn væri ekki biskupinn heldur hinn vinsæli fréttamaður Sjónvarpsins Ómar Ragnarsson sem notað hefði hvert tækifæri til að heUaþvo þjóðina með stílfærðum fréttum af hálendinu. Hinfr hatrömmustu vildu láta reka Ómar og helst Boga Ágústsson fréttastjóra líka fyrir áróðurinn ...• Feðgaferð Feðgarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason gerðu góða för um landið þar sem þeir skemmtu landsmönnum. Förin var farin undir formerkjunum Feðgar á ferö og var mæting víðast góð. Þó sló að- sókn á Borgar- firði eystra öU met. Þar mættu 120 af aUs 140 íbúum á staðn- um sem þykir með eindæm- um. En það era ekki rólegheitin hjá Erni eftir að Feðgaferðinni lauk því eins og fram kom í Sandkomi í gær verður Örn lykilmaður í ára- mótaskaupi Sjónvarpsins. Sagt var að Öm myndi skrifa skaupiö vinsæla en það er ekki rétt því hann leikstýrir því en ráðnir verða menn í að skrifa ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.