Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 9 Útlönd Rannsókn svissneska ríkissaksóknarans á meintri mútuþægni Borísar Jeltsíns: Rússi sendur til Sviss Háttsettur rússneskur rannsókn- armaður kom til Sviss í gær til að kanna meinta spillingu háttsettra rússneskra embættismanna, auk dætra Jeltsíns Rússlandsforseta. Átti Carla del Ponte, ríkissaksókn- ari Sviss, viðræður við rússneska sendimanninn, Nikolaí Volkov, í gærkvöld. í janúar í fyrra fyrirskipaði sviss- neski ríkissaksóknarinn húsleit í fyrirtækinu Mabetex í Lugano. Af þeim gögnum sem fundust mátti sjá notkun þriggja krítarkorta á nöfn- um Borísar Jeltsins Rússlandsfor- seta, Elenu Borissovnu Diatsjenko og Tatjönu Borissovnu Okulova. Nöfn annarra háttsettra Rússa voru einnig í gögnunum. Eigandi Mabetexfyrirtæksisins, Baghjet Pacolli, er Albani frá Kosovo, sem hefur tekið að sér end- urbætur á byggingum í Kreml. Carla del Ponte greindi Jurí Skuratov, ríkissaksóknara Rúss- lands,. frá málinu. Hann var rekinn skömmu siðar. Samvinna tveggja eftirmanna hans við svissneska rík- issaksóknarann kostaði þá einnig starfið. Samtímis rannsókninni í Sviss fer fram rannsókn í Bandaríkjunum og Bretlandi á því hvort Rússar hafi flutt út hjálparfé frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og sett á reikninga í New York. Bensín lækkar í Danmörku Bensínverð í Danmörku lækkar um sem svarar einni íslenskri krónu í dag. Að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau er ástæðan minnkandi eftirspurn í sumarlok, bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þá hefur hensínverð verið heldur á niðurleið á uppboðs- markaðinum í Rotterdam. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ- Á KR. 10.000,00 1985-2.A.B 10.09.99 - 10.03.00 kr. 30.306,70 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. * Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. ágúst 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Ríkissaksóknari Sviss, Carla del Ponte, rannsakar nú meinta mútuþægni Jeltsíns Rússlandsforseta og hvítþvott á rússneskum peningum í Sviss. Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, getur ekki verið annað en ánægður með afstöðu Dana til sjálf- stæðis frænda vorra. Danir tilbúnir að sleppa hendinni af Færeyingum Yfírgnæfandi meirihluti dönsku þjóðarinnar, eða 68 prósent, er fylgj- andi því að Færeyingar öðlist fullt sjálfstæði frá Danmörku. Aðeins átján prósent telja að Færeyingar eigi að vera áfram hluti af danska ríkjasambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun sem danska blaðið Jyllands-Posten birti í morgun. Könnunin var gerð um miðjan ágúst. Þetta eru mikil umskipti frá því sem áður var því fyrir fjórum árum voru aðeins 53 prósent Dana fylgj- andi sjálfstæði Færeyinga. Niðurstaða könnunarinnar nú er í takt við það sem er að gerast á stjómmálasviðinu. í nýrri hvítbók sem færeyska landstjómin lét gera um sjálfstæði eyjanna kemur fram að Færeyingar geta á fimmtán ára tímabili slitið tengslunum við Dan- mörku og stofnað sjálfstætt ríki. I fyrsta skipti hefur verið úrskurðað að efnahagur eyjanna geti staðið undir sjálfstæðu ríki. Hvítbókinni hefur verið vel tekið, bæði í Færeyjum og Danmörku. Chevrolet Silverado 1500,4x4, '96, grænn, ssk., 6,5 dísilvél, ek. 56 þús. km, sölu. Verð 2.600 þús. Cherokee Laredo '95, vínrauður, ek. 75 þús. km. Verð 2.200 þús., stgr. NOTAÐIR Dodge Grand Caravan SE ‘97, 4 cyl., 5 d., ek. 65 þús. km, vel útbúinn. Verð 2.250 þús. Dodge Ram 1500 4x4 ‘97,8 cyl., ssk., 5-6 manna, rauður, ek. 58 þús. km. Verð 2.200 þús. 49^.150 9þu*-k e/r. Egill Vilhjálmsson ehf, Smiöjuvegi 1 • Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.