Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 13 Baráttan um banka Hagsmunaárekstrarn- ir og tvískinnungurinn í íslenskum stjórnmálum hefir sjaldan verið jafn- átakanlega augljós og nú. Ástæðan er upp- hlaup nokkurra manna að kaupum á hlutafé í FBA, Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Vandamálið er augljós- lega það að þessir menn teljast ekki öruggir stjórnarliðar, hvorki stuðningsmenn Fram- sóknar- né Sjálfstæðis- flokks, svo að öruggt geti talist, heldur hafa gert þessi kaup fyrir eig- ið fé sem góða tjárfest- ingu til langs tíma, þótt upplýst sé að verðið á hlutabréfunum í FBA hafi gefið sparisjóðunum í millihönd 1,3 milljarða króna í hreinan skatt- frjálsan hagnað. í sögulegu samhengi Þetta ætti ekki að vera til vand- ræða, því að þessir menn eru bara að gera eðlilegar ráðstafanir í fjár- festingum sínum, óháð stjóm- málaflokkunum. En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Stjórnarflokkarnir höfðu alls ekki gert ráð fyrir slíku upp- hlaupi þegar þeir ákváðu að selja alla gömlu ríkisbankana. Þeir sjá fram á að völd þeirra verða skert af þessum upphlaupsmönnum, sem tókst að ná 30% af hlutafé FBA, og gera því kröfu til að fá þar tvo stjórnarmenn. Það er því sann- arlega komið babb í bátinn, eins og sagt er. Þetta verður að skoða í sögulegu samhengi. - Allt frá stofnun Fram- sóknarflokksins 1928 hefir megin- stefnumið hans verið að komast yfir stjóm á bankakerfi landsins og nota það í eigin þágu, og svo er enn. Þeir byrjuðu strax á að rægja gamla fslandsbanka og leggja hann niður, og þótt hann væri engan veginn gjaldþrota var hon- um breytt í Útvegshanka íslands, þar sem Framsókn átti sína menn. Það þótti sjálfgefið að Framsókn stjórnaði öllu í Búnaðarbankan- um, vísast vegna nafnsins, en Framsókn þóttist vera bænda- flokkur lengi vel. Landsbankinn var lengst af aðeins eins og deild í SÍS, sem lagði honum til Framsóknar- bankastjóra úr eig- in röðum, sem sáu til þess að SÍS hefði „opinn reikning" til allra hluta þar. Aðeins á tíma Pét- urs Benediktssonar voru völd þeirra eitthvað skert í Landsbankanum. Þegar SÍS rúllaði námu skuldirnar um 12 milljörðum, auk 2,4 milljarða skuldar við Hambrosbanka. Allt þetta varð Landsbankinn að greiða, til að „verja heiður landsins", eins og Framsókn kaus að orða þetta. Eftir uppgjörið Eftir uppgjörið var Landsbank- inn orðinn óstarfhæfur vegna ónógrar eiginfjárstöðu, og varð að fá tvö óendurkræf lán úr ríkissjóði alls að fjárhæð 5,7 milljarðar til að geta haldið áfram störfum sam- kvæmt ákvæðum bankalaga. Allt eigið fé bankans hafði runnið til Framsóknar, svo sem alltaf hafði verið. Fyrri ríkisstjórn Davíðs fól Framsókn stjórn bankamálanna og við einkavæðingu Landsbankans var ákveðið að selja hlutafé i hon- um að fjárhæð einn milljarður, eða einn sjötti hluti bankans á genginu 1,9 með dreifðri eignaraðild eftir nafnnúmerum kaupenda. Framsókn réð ungan lögmann til að safna nafnnúmerum fyrir VÍS, sem síðan keypti hlutafé í bankan- um fyrir 263 milljónir eða um 14% af öllu seldu hlutafé, sem þannig er á einni hendi hjá VÍS. Enginn gerði neinar athugasemdir við þetta. Framsókn taldi sig því hafa eignast Landsbankann sem langstærsti einstaki hluthafmn, því að sam- kvæmt hlutafélagalögum eiga hlut- hafar rétt til frekari kaupa í hlut- falli við hlutafjáreign sína. íslandsbanki líklegastur En nú hefir snurða hlaupið á þráðinn. Kaupin í FBA er ógnun við stefnu Framsóknar í banka- málunum, enda hafa þeir heldur betur hlaupið í fýlu. Tillaga Dav- íðs um að selja af- ganginn í FBA í einu lagi er Fram- sókn ekki að skapi, því að aug- ljóst er að nýi ís- landsbanki hf. er langlíklegasti kaupandinn að þessum afgangi hlutafjár í FBA. Þá myndi nást hin mikla dreifing á hlutfénu í FBA, því að það eru þegar þúsundir hluthafa í íslandsbanka hf. Þar með myndi nást sams konar staða og er þegar í útgerðinni, þar sem öllum hluthöfum í útgerðarfé- lögum er sagt að þeir séu orðnir útgerðarmenn og eigi sinn hlut i sameigninni í fiskveiðunum. Önundur Ásgeirsson „Allt frá stofnun Framsóknarflokksins 1928 hefir meginstefnumið hans verið að komast yfir stjórn á bankakerfi landsins og nota það í eigin þágu,“ segir Önundur m.a. í greininni. Kjallarinn ,Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Tillaga Davíðs um að selja af- ganginn í FBA í einu lagi er Fram• sókn ekki að skapi, því að aug• Ijóst er að nýi íslandsbanki hf. er langlíklegasti kaupandinn að þessum afgangi hlutafjár í FBA.U Sivjarspellvirki Nú þegar þeim sem fylgjandi eru virkjanaframkvæmdum á há- lendinu hefur bæst sá liðsauki sem umhverfisráðherra landsins er hlýtur að vera kominn tími til að hvetja andstæðinga fyrirhug- aðra framkvæmda til að snúa bök- um saman. Rokk gegn hálendisvirkjun Ég geri það því hér með að áskorun minni að skáld og lista- menn efni til ýmiss konar uppá- koma, t.d. rokktónleika, til að gefa baráttunni gegn virkjunum á há- lendinu byr undir báða vængi. Og ég hvet landsmenn alla til að nýta sér hvert það tækifæri sem gefst til að mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á hálendi íslands. Sannkölluð sinnaskipti Eins og oftsinnis hefur komið fram nú upp á síðkastið er Siv Friðleifsdóttir búin að skipta um skoðun varðandi vemdun hálend- is og annarra náttúruperla lands- ins. Svo einlæg eru sinnaskipti Si- vjar að nú er henni sama þótt fómað verði, þess vegna, öllu há- lendinu ef það skyldi nú þykja vænlegt fyrir útlenda jöfra sem ekki fá lengur að lítilsvirða eigið land með athöfnum sínum. En fyr- ir tæpu ári sagði þessi sama Siv að fólk yrði að stuðla að verndun þessa sama hálendis. Ef þetta heitir ekki að gera lag- lega í brókina, þá veit ég ekki hvað það getur kallast. Og nú er sama hversu oft umrædd Siv pissar í skóinn, sálarheill henn- ar og mannorði verður ekki reddað. Hún má þakka fyrir að vera stödd í miðju frainsóknarfjós- inu á meðan hún stundar þessa iðju sína, því þar fá ■ hlendnar dryllur og aurug finngálkn að leika lausmn hala. Siv Friðleifsdóttir hefur nú sagt það opinberlega að auðvitað verði að fóma einhverju fyrir gróða stóriðjunnar og að Eyjabakkar séu tilvalin fóm, því hún sjálf hafi ekki orðið bergnumin af því að skoða herlegheitin. Þetta gerir hún á meðan hún gegnir embætti ráðherra um- hverfismála. Það er ekki manneskja sem ber hag umhverf- isins fyrir hrjósti sem lætur eftir sér hafa að auðvit- að verði að fórna dýrmætum nátt- úruperlum fyrir stóriöju. Það er manneskja sem dregist hefur inn í vítahring braskar- anna, manneskja sem sér eigin framahraut í hill- ingum og liflr í sjálfsblekkingu og sýndarveruleika. Einhverntíma hefði það að tala um nauðsynlegar fórnir í þessu sambandi verið kallað heimsku- legur útúrsnúningur og yfirklór. Það að lýsa því yfir að persónuleg- ur smekkur sé verndarhugtakinu yfirsterkari, er náttúrulega ekkert annað en teprulegur aulahúmor hrokafulls valdafikils. Vesaldómur umhverfis- málaráðherra Annarleg öfl hljóta að ráða fór ef umhverfisráðherra talar um að lög- formlegt umhverfismat komi ekki til greina þegar ráðgert er að sökkva griðlandi fugla undir vatn. Enn annarlegri virðast þessi öfl þegar það er tek- ið með i reikning að um- ræddar framkvæmdir eru áformaðar í þeim tilgangi einum að framleiða raf- magn fyrir mengandi stóriðju. Það er lappadráttur aumkunarverðrar sálar, sem fær Siv Friðleifsdótt- ur til að falla á kné við alt- ari mammons og biðja um aðild að braskinu. Hún sannar það með gjörðum sínum að auðvaldsöfl framsóknarmanna gerðu rétt þegar ákveðið var að fá þessari veimiltítu lyklavöld að ráðuneyti umhverflsmála. Hjá Siv var ekki bara vægðar- von að fmna, heldur algjöra upp- gjöf. Hún var tilbúin að éta ofan í sig öll fógur fyrirheit um verndun náttúruperla, ef völd voru í boði. Og þótt ekki hafi hún setið lengi í ráðuneytinu, hefur hún nú þegar fengið að sporðrenna háleitum hugrenningum og þamba ijómann af því sem hún lofaði. Þessi róm- aða Siv, sem reynt hefur að sýna skjaldmeyjartakta á Alþingi, hefur nú opinberað fuglshjartað sem í hennar brjósti tifar. Það var þá roghænsn bak við amarhaminn þegar allt kom til alls. Kristján Hreinsson „Annarleg öfl hljóta að ráða för ef umhverfisráðherra talar um að lögformlegt umhverfismat komi ekki til greina þegar ráðgert er að sökkva griðlandi fugla undir vatn.“ Kjallarinn Kristján Hreinsson skáld Með og á móti Ný götuheiti í Grafarholti Borgarráð hefur samþykkt tillögur Þórhalls Vilmundarsonar, formanns Örnefnastofnunar, um götunöfn í nýju hverfi í Grafarholti. Götuheitin eru tengd kristnitöku á íslandi og landa- fundunum í Vesturheimi. í tillögum Þórhalls má finna óvenjuleg nöfn eins og Þúsöld, Ólafsgeisla, Gvendar geisla og Þórðarsveig, svo dæmi séu nefnd. Borgarrráð samþykkti ekki til- lögu Þórhalls um að nefna hverfið Þúsaldarhverfi. Helgi Pétursson, borgarfulltrúi. Mjög hrifinn „Ég nefndi að vísu hugmyndina um heitið „Aldahverfi" við Þór- hall en ég er að öðru leyti mjög hriflnn af þessum nöfnum. Mér fmnast þau mjög vel við hæfi. Síð- an taka allir góðir hlutir sinn tíma. Það tekur sinn tíma að venjast þeim. Hér í borginni finnast götu- nöfn sem mönn- um þóttu heldur betur óþjál og miklir tungu- brjótar. Mín skoðun er sú, að hugsunin hjá Þórhalli sé mjög skemmtileg, þ.e. að minnast kristnitökunnar og landafundanna. Menn hafa hnotið um Gvendargeisla. Það er löngu, löngu tímabært að menn heiðruðu minningu Guðmundar góða. Hann hét aldrei neitt annað en Gvendm- góði. Mér finnst götuheitið Þúsöld alls ekki hljóma neitt aimkannan- lega í eyrum. Ég get vel fellt mig við það og við þessa hugsun í heild. Mér finnst þetta hið skemmtilegasta mál. En það eru skiptar skoöanir um það. eins og öll góð mál. Hvað viðvíkur hug- myndinni um heitið Þúsaldar- hverfi, þá bendi ég á að þetta er hluti af Grafarholtinu. Við þurf- um að sjá til hvort þetta heiti fest- ist við það. Helst vildi ég losna við Grafarholtsnafnið með einhverj- um hætti. Þúsaldarhverfi er ágætt heiti og minnir á hvernig nafngift- irnar í hverfinu eru til komnar." Hallgrímur Helga- son rithöfundur. Slæmt nýyrði Það er undarlegt að höfundur náttúrunafnakenningarinnar skuli á gamals aldri hundsa hana svo gjörsamlega þegar hann fær sjálfur tækifæri til ömefninga. 2000-vand- inn er greini- lega ekki ein- skorðaður við tölvur því „þús- öld“ er slæmt nýyrði og ekki rökrétt hugsað, „tíöld“ væri rökréttara, eða „aldatugur", því samkvæmt „þúsöld" ætti venjuleg öld þá að heita „hundöld". Götunöfnin eru mörg ágæt en mörg full langskólagengin. Þá eru geisli og -sveigur of væmin fyrir minn smekk. Kannski væri best að nefna hverfið „Aldahverfi". Menn hefðu sjálfsagt gaman að því að búa á Víkingaöld 7 og Sturl- ungaöld 22 eða Nítjándu öld 19. Hringtorgin gætu þá heitið Alda- mót eða Aldahvörf og aðalgatan Öldin okkar. Einnig mætti nefna hverfið, ef menn vilja minnast Landafundanna. „Landahverfi" og látið göfurnar þá heita Vínland og Grænland sem mér finnst einfald- ara og betra en „Grænlandsleið". Einnig mætti nefna götur Ný- fundnaland, Norvegur, Vesturveg- ur og Brattahlíð. Verslunarkjarn- inn héti þá Ameríka og Clinton gæti flutt sig þangað úr Grjóta- þorpinu. -jss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.