Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Kvikmyndir Limbo á hjara veraldar Trick Gamaldags rómantík eftir „klæðskiptingu Drama . . . j John Sayles er leikstjóri sem alltaf tekur áhættu og þótt Limbo sé hans fyrsta kvikmynd gerð innan ramma stóru fyrirtækj- anna í Hollywood þá hefur hann öll völd um endalega útkomu sem sést vel í lokin. Víst er að hefði hann ekki haft þetta vald hefðum við fengið annan endi sem hefði verið í anda Hollywood. Endirinn leiðir hugann að því að sjálfsagt er sú ein- hæfni og hugmyndaleysi sem ein- kennir stóran hluta kvikmynda frá Hollywood að hluta til kominn vegna þess að verið er að krukka í endanlegar útgáfur leikstjóranna af markaðsmönnum með dollara- glampa í augum. Hvað um það, John Sayles tekur mikla áhættu í Limbo, ekki bara í lokin heldur hvemig hann breytir rómantiskri sögu um tvær manneskjur, sem nálgast miðjan aldurinn og hafa orðið undir í lífinu, í dramatískt ævintýri xnn hvemig hægt er að komast af í auðnum Alaska, þar sem kuldinn er mikill að nóttu til og veturinn nálgast. Þessi snögga skipting í miðri kvikmynd hefði get- að orðið akkilesarhæll myndarinn- ar, en Sayles er vandanum vaxinn og vinnur vel úr persónum sínum. Hann sýnir nýjar hliðar á þeim sem ekki var hægt að merkja áður og má segja að Sayles neyði okkur til að gleyma því sem persónumar vora áður og taka við þeim á nýjan leik. Frábær úrvinnsla sem skiíar sér f sterku drcima. Þetta tekst Sayles með aðstoð frá- bærra leikara. David Straitham, sem leikið hefur í fleiri en einni mynda Sayles, leikur fyrrum flski- manninn Joe Gastineau, sem getur ekki gleymt atriði úr fortíð sinni og vill kenna sér um dauða tveggja sjó- manna. Verður þessi rólyndi og yf- irvegaði maður einkar sannfærandi í meðforum hans. Mary Elizabeth Mastrantonio fær litríkari persónu til að kljást við, söngkonuna Donnu DeAngelo sem cddrei hefur náð að komast upp úr streðinu sem því fylgir að syngja á börum og ekki hefur hún verið heppnari með kærasta. Mastrantonio sýnir snilld- arleik og er þar að auki góð söng- kona. Það kæmi ekki á óvart ef hún yrði orðuð við óskarsverðlaunin á næsta ári. Þriðja aðalhlutverkið er dóttir Donnu, Noell, gáfúð stúlka sem á við sálræn vandamál að stríða, sættir sig ekki við móður sína og þaö líf sem hún lifír. Þessum persónum telfír John Sayles saman á hjara veraldar þar sem hið eina sem getur komið þeim til bjargar er sjálfshjargarviðleitnin. Limbo er dýpri kvikmynd en ætla mætti í fyrstu, raunsæið er ailsráð- andi og Sayles sleppir aldrei persón- um sínum í einhvem vaðal um lífið og tilveruna án þess að minna okk- ur á að ekki er allt gull sem glóir. Leikstjórn, klipping og handrit: John Sayles. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: Mason Daring. Leikarar: Mary Elizabeth Mastrantonio, David Straitharn, Vanessa Martinez, Kris Kristofersson og Casey Siema- szko. Hilmar Karlsson irirí Gabriel (Christian Campbell) er skrifstofublók sem semur söngleiki í frístundum. Á heimleið úr vinnu einn daginn kemur hann við á fatafellubar þar sem Mark (John Paul Pitoc) leikur listir sínar. Fyrir tilviljun hittast þeir stuttu síðar í neðanjarðar- lest og hefjast þá æði dramatísk kynni. Vinkona Gabriels, Katherine (Tori Spelling), er þó ekki með öllu sátt við gang mála og verður þrándur í götu þeirra. Það sem kemur einna helst á óvart við Gabriel og Mark og aðrar samkyn- hneigðar persónur myndarinnar er hversu miklar stereotýpur þær eru, en ætli það sé ekki til gamans gert. Hoilywood hefur vissulega orðið um- burðarlyndari í garð homma á undan- fómum árum og mætti nefna því til staðfestingar myndir á borð við The Object of My Affection (1998) og Phila- delphia (1993). (Jonathan Demme leik- stýrði þeirri síðamefndu en mynd hans Beloved er að finna á kvikmyndahátíð- inni.) Engu að síður hefur Hollywood aldrei, svo ég viti, tekið upp sjónarhom homma með jafn afgerandi hætti og Trick gerir. Þar á ég við að linsan dans- ar eftir áhuga þeirra og löngunum í stað „hins aimenna áhorfanda". Ef marka má kvenpersónur myndarinnar er reyndar með ólíkindum að karlmenn vUji almennt eitthvað með hitt kynið hafa, þótt sú ímynd sé auðvitað sett fram í háði. Hvort sem það er vegna þess að HoUywood gerir slíkar hommamyndir eður ei virðist ríkja sú tUhneig- ing að telja þær einatt tU list- rænna mynda. Trick er aftur á móti dæmigerð rómantísk ástar- saga í léttum dúr að því fráskUdu að tveir karlar mynda parið. Þó ber að nefna að tungu- tak Trick er óvenju djarft. Almennt séð er margt skemmtUega og vel gert en myndin hefur sig vart upp úr meðal- mennskunni. Hér er þó um að ræða ein- stakt tækifæri fyrir samkynhneigða áhorfendur því það er víst áreiðanlegt að myndir af þessu tagi eru sjaldséðar í kvikmyndahúsum hérlendis. Öðrum er hægt að lofa forvitnUegri tUbreytingu og ágætisskemmtun. Leikstjóri: Jim Fail. Handrit: Jason Schafer. Kvikmyndataka: Terry Stacey. Aðalhiutverk: Christian Campbell, John Paul Pitoc, Tori Spelling og Stephen Hayes. Bandarísk, 1999. Bjöm Æ. Norðfjörð Dagskrá þriðjudaginn 31. ágúst HÁSKÓLABÍÓ sámi SNORRABRAUT 16:50 The Winslow Boy 17:00 Sex-Annabel Chong 17:00 Lucky People Center Full Metal Jacket 19:00 Ratcatcher Beloved Non Stop 19:00 Sex-Annabel Chong 16:00 Happiness 21:00 Black Cat White Cat 19:15 Slam 17:00 Half a Change Do You Remember Bell 21.00 Sex-Annabel Chong Children of Heaven 23:00 Time of the Gypsies Slam 18:30 Happiness My Mom is a Gangster The Big Swap 19:00 Last Days 23:00 Sex-Annabel Chong Three Seasons Full Metal Jacket 21:00 Happiness 23:20 The Shining 23:30 Arizona Dream Happiness Trick er klúbbur hútfðarinnar vefs/ða hán'ðarinnar vísir.is ná FLUGfíLAO ÍSLANDS 'S Air iceland iHBHi TVG-ZIMSEN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.