Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 4
i8 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Viðgerðir á gömlum húsgögnum: Þar dugar ekkert svindl - seqir Hafsteinn Gunnarsson bólstrari sem hefur úr fjörutíu þúsund mismunandi gerðum af áklæðum að velja Hafsteinn Gunnarsson í Bólstraranum, Hverfisgötu 76, klæðir gamlan stól upp á nýtt. Bólstrun er gömul iðngrein hér á landi og þrátt fyrir nýja sam- félagshætti neysluþjóðfélags- ins þar sem notuðum hús- gögnum er einfaldlega hent segjast bólstrarar sjaldan hafa haft meira að gera. Hafsteinn Gmmarsson í Bólstr- aranum, Hverfisgötu 76, hóf þar störf árið 1974 en fyrirtækið er þó mun eldra, stofnað 1944. Hann segir mikið að gera í sínu fagi en í stað mikils efnalagers á árum áður eru áklæði og gluggatjöld nú sérpöntuð með stuttum fyrirvara. „Ég er með sýnishom af fjörutíu þúsund gerðum af efnum. Fólk velur og pantar og síðan kemur áklæðið með flugi eftir nokkra daga. Þó miklu sé hent af húsgögnum i dag þá er samt mikið sem gert er við og klætt að nýju. Fólk spyr gjaman hvort það borgi sig að gera við húsgögn en þá má líka spyrja hvort það borgi sig yfir höfuð að eiga húsgögn. Það má t.d. nokkurn veginn gefa sér að það kosti um helming af verði á nýjum hægindastól að láta gera við hann og setja nýtt áklæði.“ Hafsteinn segir að kostnaðurinn geti þó auðvitað verið mjög mismun- andi, það fari einfaldlega eftir því hversu mikil vinna liggi þar að baki. Það vantar fólk inn í greinina „í dag er mjög algengt að fólk kaupi áklæði á sófasettið og hafi gluggatjöld í stíl. Það er mun meira um að fólk geri slíkt í dag en áður þegar fólk keypti hluti sinn úr hverri áttinni. Þá eram við mikið að vinna fyrir skrifstofur og fyrirtæki þar sem arkitektar koma að málinu varðandi val á áklæði. Þá sérsmíðum við líka fyrir fólk og breytum samkvæmt ósk- um hvers og eins. Það er því mjög mikið að gera og það vantar fólk inn í þessa grein í dag. Það hafa ekki margir lært þetta upp á síðkastið og það tekur langan tíma að þjálfa menn upp í að verða góðir bólstrarar. Þetta er mikil handavinna og kallar á út- sjónarsemi og lagni. Maður kemur fáum vélum við öðram en saumavél- um og heftibyssum.“ Undantekning að beðið sé um leður - Eru einhverjar tískubylgjur í vali á áklæðum? „Það era mjög miklar breytingar. Það er að koma svo mikið af nýjum efnum á hverju ári. Það era t.d. tefflon- húðuð áklæði, áklæði sem hægt er að setja í þvottavél og sterkari áklæði en áður hafa þekkst. Annars er ekki nein ein stefna í vali á áklæðum, maður sel- ur ekkert eitt efni meira en annað. Það er í raun allt í gangi í dag. Það er þó undantekning ef einhver biður um leð- ur sem var allsráðandi fyrir nokkram árum. Önnur efni era oft hlýlegri og skemmtilegri og góð áklæði endast lengur en leðrið. Þá er mun óþjálla að vinna leður og það tekur lengri tíma.“ - Era húsgögn að einhverju leyti óvandaðri í dag en áður var? „Já, það er talsvert um óvönduð hús- gögn á markaðnum með grind úr spóna- plötum. Þó frágangur sé stundum ágæt- ur á þessum húsgögnum þá er hann líka oft lélegur. Það borgar sig því ekki alltaf að klæða hvaö sem er en betri húsgögnin eru yfirleitt klædd upp aftur. Við erum mikið að vinna í skipum líka. Skipstjórastólarnir, sem setið er í allan daginn, slitna mikið og einnig áklæði á húsgögnum i setustofum skip- anna. Það era því talsvert stór verk sem koma í sambandi við skip. Það er líka orðið mikið meira um sérhæfingu í greininni en áður var. Sumir einbeita sér að bUaklæðningum á meðan aðrir gera ekkert annað en að setja áklæði á flugvélasæti. Menn era líka mikið að vinna fyrir hótel og veitingahús. Bólstrarar koma því víða við sögu.“ Menn endast vel í faginu - Er þetta skemmtUegt fag? „Já, ég held að það megi segja það. Þeim sem vinna við þetta finnst það skemmtUegt og ég veit ekki um neinn sem hefur hætt út af leiðindum. Maður er aldrei í sama verkefninu og veit aldrei hvort næsta verk verður um borð í skipi eða við að gera upp antik- húsgögn. Menn hafa líka enst býsna lengi í þessu, sumir vel yfir sjötugsald- urinn...“ í þeim töluðum orðum kom fyrrum starfsfélagi föður Hafsteins inn úr dyr- unum en hann er einmitt gamaU bólstrari, fæddur 7. ágúst 1923 og starfar enn í greininni. Maðurinn Heit- ir Ingólfur Agnar Gissurarson og hóf að starfa við bólstrun 16 ára gamaU og er nú orðinn 76 ára. Hann byrjaði sama dag og Hitler réðst inn i PóUand, 1. september 1939. Sjáifur segist hann vera Reykvíkingur en móðir hans var að vestan og faðir hans sem var úr Skagafirði, var snikkari sem kaUað var og þau kynntust á ísafirði. „Mér hefur líkað vel í þessu fagi. Hús- gögn hafa breyst mjög mikið í gegnum tíðina og líka tUefnið tU kaupanna. Nú eru húsgögn orðin mun meiri almenn- ingseign og það er orðin þörf hjá fólki að eiga húsgögn og skipta um helst reglu- lega. Það var örugglega miklu meira mál að kaupa húsgögn hér áður fyrr. Þá eru að miklum hluta önnur efni notuð við húsgagnasmíðina í dag.“ Pá kostaði sófasettið eins og amerískur bíll Hafsteinn leggur hér orð í belg og nefnir að vönduð sófasett sem búin voru tU í gamla daga hafi kostað jafn- mikið og amerískur bUl. Mönnum þætti það þvi örugglega mikið að borga kannski tvær miUjónir fyrir sófasett í dag. I þá daga hafi líka verið færra sem glapti fólk, t.d. ekkert sjónvarp, lítið um bUaeign og annað. Fólk lagði því peningana í húsgögn. „Það var enginn grunnur fyrir fjöldaframleiðslu eins og í dag,“ segir IngóUúr. Þá var smíðað eftir stökum pöntunum og ekki var aUtaf verið að gera eins hluti. Það gat t.d. tekið viku að vinna einn stól.“ Hafsteinn tekur undir þetta og segir að það hafi getað farið kannski 200 klukkustundir í að bólstra slík húsgögn enda hafi þau þá oftast verið læst inni í stofu á eftir svo krakkar kæmust ekki í þau. Ingólfur segir að áður en hann byrj- aði í greininni hafi veggfóðran líka til- heyrt faginu. Þá hafi hann mikið unn- ið við lagningu gólfteppa eftir að hann byrjaði. Þau komu í renningum sem bólstraramir saumuðu saman. í Dan- mörku og Þýskalandi er t.d. glugga- tjaldagerð enn inni í þessu fagi. Þó efnin hafi þróast, að sögn Haf- steins, þá má samt enn fá sams konar efni og notuð voru fyrir mörgum ára- tugum. Enda segir hann að í viðgerð- um á gömlum húsgögnum dugi ekkert svindl, þar verði að nota sömu efni og upphaflega voru notuð, nýju gerviefnin dugi þar ekki. -HKr. Meist- arafélag bólstr- ara - var stofnað 1928 en ræt- urnar má rekja til 1918 í neyslusamfélagi nútímans er nýtni ekki hátt skrifað hugtak og á það ekki síst við hvað húsgögn snertir. Þegar þau eru farin að láta á sjá enda þau yfirleitt á rusalhaugunum. Hér á árum áður þóttu það hyggindi að nýta vel hús- gögn og annan búnað heimilanna. Þvi var sjálfsagðara að fara með slitin húsgögn í viðgerð heldur en að kaupa ný. Það mun hafa verið um 1918 að danskur bólstrari, Axel Mineholt, kom til íslands og útskrifaði hann fyrsta nemann sem. var Kristinn Sveinsson. Um 1922 flutti Axel síð- an til Danmerkur aftur. Kristinn tók sinn fyrsta nema og gerði námssamning við Ólaf Daðason í október 1932. Meistarafélag bólstrara var stofnað þann 20. apríl 1928 á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis (þar sem veitingahúsið Sólon ís- landus er í dag) og er þar af leið- andi elsta félag atvinnurekenda á íslandi. Kristinn Sveinsson var fyrsti formaður félagsins en verk- stæði hans var í kjallara hússins. Tilgangur félagsins er að benda almenningi, fyrirtækjum og stofn- unum á að bólstran er löggilt iðn- grein og í Meistarafélagi bólstrara eru einungis meistarar sem eru með sjálfstæðan rekstur og þar af leiðandi allir með töluverða reynslu í faginu. Félagarnir tylltu sér niður f alvöruhúsgögn fyrir Ijósmyndarann - vel smíð- aða antikstóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.