Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 4
Pólitíkusar tala óspart um framtíðarsýn og nauðsyn þess að horfa til framtíðar. Bæði vinstri- og hægrimenn þyrstir í að sitja við völd næstu árin og takast á við upphaf nýrrar aldar. Fókus lagði spurningar um komandi framtíð fyrir tvo unga pólitíkusa, sinn af hvorum meiðinum. Fimm spurningar um framtíðina Johan van Oord sýna saman málverk á Kjarvalsstööum. Nina Roos frá Finnlandi var ekki á staðnum þegar myndin var tekin og er þess vegna ekki með. Fjögur saman í fókus Rauövik - Málverk inn og út úr fókus er yfirskrift samsýningar fjögurra myndlistarmanna frá fjór- um löndum sem opnuö verður á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag. Myndlistarmennirnir heita Claus Egemos frá Danmörku, Johan van Oord frá Hollandi, Tuml Magnússonfrá íslandi og Nina Roos frá Finnlandi. Sýningin var upphaflega sett upp í Trapholtsafninu i Kolding í Danmörku af Evu Bræmer-Jensen, forstöðumanni safnsins, og fór þaðan til Rnnlands. „Mér var boðið að sýna þarna og stakk þá upp á því að fengnir væru fleiri listamenn sem hafa svipuð viðhorf og ég til málverksins," segir Claus. „Ég komst í samband við Johan í gegnum sýningarstjóra í Stedelijksafninu í Amsterdam, það er oft auðveldara að ná sambandi við fólk í gegnum þriðja aðila. En ég heföi haft samband við hann sarnt," segir hann og horfir á Johan. „Við eigum alveg jafn margt sameiginlegt og ekki," segir Hollendingurinn. „Ég segi sögu með litnum í mínum verkum en ég lít á frásögnina sem grundvallarmerkingu málverksins." Johan var lengi að fikra sig í átt að málverkinu og hafði fengist við ýmislegt áður en það sigraði hann. „Það er spurning hvort það var ég sem sigraði málverkið eða málverkið mig.“ Johan segist vinna afskaplega skipulega og hann ákveður fyr- irfram hvernig verkin eiga að virka. Claus hins vegar ákveöur ekki hvernig verkin eiga líta út heldur þreifar sig áfram út frá litnum. Málverkin hans eru ólík, þótt uppbyggingin sé alltaf stórir samfelldir litafletir. Johan vinnur hins vegar með geómetrísk form. Verk Tuma Magnússonar eru íslenskum listunn- endum vel kunn en á Kjarvalsstöðum ætlar Tumi að sýna röð átta málverka sem mynda eitt verk. Það ber titilinn Kaffi og hland, en ysta málverkið öðrumegin við röðina er kaffibrúnt. Á hinum end- anum blasir viö hlandgulur litur en á milli þeirra má fylgjast með brúna litnum færast yfir í gult. „Þetta er leið kaffisins í gegnum meltingarveginn frá því það er drukkið og þangað til að kemur út aftur í formi hlands," segir Tumi alveg grafalvar- legur en titilinn vísar beint til þeirra efna sem hann notar. Tumi ætlar að halda svolítið fram hjá málverkinu á þessari sýningu, því hann mun líka setja upp Ijósmyndir á gaflana á milliveggjum Vestursals. -MEÓ GRIM Hvernig sérðu íslenskt þjóð- félag fyrir þér árið 2030? Illugi: „Það er fátt eins algengt og misheppnaðar framtíðarspár. Eitt er, svona með sjálfum sér eða á prívat fundum, að þykjast sjá fyr- ir um hið óorðna. Annað er að láta narrast til að gera slíkar hugleið- ingar að opinberu plaggi. Margur ágætur maðurinn hefur vakið óverðskuldaða athygli fyrir hörmu- lega glámskyggni við slíkar æfing- ar. Ekki er ýkjalangt síðan þáver- andi forstjóri IBM sagði t.d. að það væri ekki markaður fyrir nema nokkrar einkatölvur í öllum heim- inum. Og seint gleymast þeir menn sem sögðu við síðustu aldamót að allar helstu uppfinningar mann- kyns hefðu þá þegar komið fram og einungis biði okkar að vinna úr þeim. Það er því nauðsynlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr þeg- ar reyna á að sjá fyrir hið óorðna. Rosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og samfylkingarsinni. En ætli ég spái því ekki að við höldum áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á síðasta ára- tug.“ Flosi: „Vonandi víðsýnna og um- burðarlyndara. Pólitísk umræða á málefnalegra plani. Byggðaþróun hefur að eitthverju leyti snúist við og með betri samskiptatækni og samgöngum sjá fleiri kosti þess að búa úti á landi. Einfaldara banka- kerfi með alþjóðlegum tóni. Seðla- bankastjórar eru ráðnir eftir hæfi- leikum en ekki flokksskírteini. Breiðablik verður enn og aftur Is- landsmeistari í karla- og kvenna- flokki í knattspyrnu. Stjómin hætt- ir að spila saman.“ Hefur hugtakið árþúsundamót sérstaka þýðingu fyrir þér? Illugi: „Ég get ekki sagt það. Þetta eru fyrst og fremst kristin tímamót. Stór hluti heimsbyggðar- innar hefur ekki sama tímatal og við og mér finnst satt best að segja sérkennileg þessi manía vegna komandi áramóta. Hitt er síðan að aldamótin eru ekki fyrr en á næstu áramótum og bráðræðið núna kannski tímanna tákn.“ Flosi: „Nei. Þetta er bara ártal.“ Hvaða breytingar vilt þú sjá í komandi framtíð? Illugi: „Skömmu eftir stríð bað blaðamaður einn erlenda sendi- herra í Washington að svara svip- aðri spumingu. Franski sendiherr- ann ræddi um frið og alþjóðlega samvinnu, sá rússneski um frelsun nýlenda o.s.frv. Breski sendiherr- ann, Sir Oliver Franks, sagðist að- spurður ekki geta ímyndað sér neitt mikilvægara en krukku með ávaxtabrjóstsykri. Almennt er ég þó fylgjandi umbótum. Flosi: „Vá. Stórt er spurt. Nýja rík- isstjórn sem ber hagsmuni allra Is- lendinga fyrir brjósti og til þess þarf Samfylkingin að leiða hana. Öflugra og fjölbreyttara atvinnulíf þar sem allir geta fengið vinnu við hæfi og laun til að lifa af. Fjölmiðlakerfi þar sem umræðan er hreinskiptin og mál- efnaleg og Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ekki varðhunda sína á svo til hverri fréttastofu. Skóla- og mennta- kerfi sem býður upp á menntun fyrir alla, alla ævina. Þannig að íslending- ar framtíðarinnar séu vel útbúnir til að nota þau tækifæri sem í framtíð- inni búa.“ Hvernig sérðu flokkaskipu- lagið fyrir þér árið 2100? Illugi: „Þetta er skemmtileg spuming. Ég hef þá sannfæringu að pólitísk hugmyndafræði og hug- sjónir muni verða mikilvægari eft- ir því sem árin líða (kannski er þetta óskhyggja). Þess vegna sé ég fyrir mér að eftir hundrað ár verði hér sæmilega öflugur vinstri flokk- ur, svipaður og vinstri-grænir eru orðnir núna. Þó ég sé af öllu mínu hjarta ósammála skoðunum þessa fólks þá stendur sá flokkur fyrir ákveðna hugsjón. Sama gildir um Sjálfstæðisflokkinn. Sá flokkur hef- ur betur en aðrir flokkar á þessari öld sýnt hversu miklu skiptir að stjómmálaflokkar séu grundvallað- ir á hugsjón. Þau gildi sem Sjálf- stæðisflokkurinn stendur fyrir i samfélaginu okkar hafa alltaf átt erindi við þjóðina og munu halda áfram að gera svo. I ljósi þessa verður það að segjast eins og er að ég tel að flokkur eins og Samfylk- ingin muni verða áhugaverð neð- anmálsgrein í sögubókum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að búa til stjómmálaafl sem hefur það eitt á stefnuskránni að verða stór flokkur og mótvægi við aðra flokka. Til þess að svo mætti verða voru öll mál útþynnt þannig að úr varð litlaus samsuða sem þá sem dreymdi um stóran flokk mátti fylkja um, vandinn var bara sá að kjósendur dreymir aðra drauma. Það er því ekki séð fyrir endann á þrautagöngu vinstrimanna á ís- landi. Það er þó vonandi, svona þeirra vegna, að innan hundrað ára hafi þeir náð að mynda það mótvægi sem þá dreymir um við Sjálfstæðisflokkinn." Flosi: „Samfylkingin verður enn stærsti flokkurinn eins og hún hef- ur þá verið í 80 til 90 ár. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur sífellt færst til hægri eftir því sem heiðvirðum sjálfstæöismönnum af gamla skól- anum hefur fækkað. Framsóknar- flokkurinn verður litill hagsmuna- flokkur, ótengdur sveitum landsins að mestu - en gætir hagsmuna ákveðinna fyrirtækja og eigenda- hópa. Allir vinstrimenn eru loks- ins saman í einum stórum, víðsýn- um flokki.“ lllugi Gunnarsson, fyrrverandi for- maöur Heimdallar og nemi í London Business School. Hvernig verður Davíðs Odds- sonar minnst árið 2200? Illugi: „Davíö Oddsson þarf ekki að óttast dóm sögunnar. Hann tók við ríkisstjómartaumunum þegar íslenska hagkerfið var að ganga í gegnum eina dýpstu lægð sögunn- ar. Það tókst að yflrvinna þá erfið- leika og á sama tíma leggja grunn að einni mestu framfarasókn þjóð- arinnar. Þetta er mikið pólitískt af- rek - íslenskt þjóðfélag hefur tekið stakkaskiptum á þessum áratug. Einnig held ég að sagan muni geyma sérstæðan persónuleika og stíl Davíðs Oddssonar. Fáum mönnum hefur forysta verið jafn eiginleg og honum. Auðvitað er Davíð umdeildur, hann á að vera það og besti vitnisburður um hæfni Davíðs er óþol margra vinstri manna gegn honum.“ Flosi: „Ef hans verður minnst er það sem forsætisráðherrans sem ákvað af ótrúlegri skammsýni að sökkva Eyjabökkum og var ráð- herra byggðamála á timum mestu byggðaröskunar íslandssögunnar. Einnig verður í öllum spuminga- leikjum spurt: „Hvaða forsætisráð- herra fékk „orðu“ frá bandarísku stúdentapartífélagi fyrir að segja fimmaurabrand- ara?“ f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.