Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 6
6 _________________FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 Fréttir j>V Manndráp hafa meiri áhrif á íslendinga en aörar þjóöir - afbrotafræðingur við HÍ segir fámenni þjóðarinnar eina af ástæðunum Þrátt fyrir að tíðni manndrápa á ís- landi sé lág miðað við önnur vestræn samfélög fer manndrápum hægt íjölg- andi og hafa meiri áhrif á íslendinga en aðrar þjóðir, meðal annars vegna smæðar þjóðfélagsins. „Tíðni manndrápa er lág og það stafar kannski fyrst og fremst af því hversu fámennt og einsleitt samfélagið er,“ sagði dr. Helgi Gunnlaugsson, af- brotafræðingur og dósent í félagsfræði hjá Háskóla Islands, í samtali við DV. Helgi útskýrði að vegna þess hversu fámennt samfélagið er þá getur aukn- ing eða fækkun á milli ára verið gífur- leg. Hins vegar þurfi að skoða tölumar yfir lengra tímabil til þess að þær séu marktækar. Manndráp á íslandi frá aldamótum fram að 1960 voru fátíð, en aukning hefur verið á þeim síðan um 1970. Fyrir þann tíma liðu stundum mörg ár á milli manndrápsmála, en seinustu þrjá áratugina hefur veriö að jafnaði eitt tU tvö manndrápsmál á ári. Árið 1988 sker sig úr, en það árið komu upp sex manndrápsmál. „Þetta kemur dálítið í bylgjum og það má merkja aukningu á allra síð- ustu árum en ekki stórvægUega ef við skoðum þetta yfir lengra árabU.“ ísland er komið til útlanda Bakgrunnur þessarar aukningar á manndrápum á íslandi liggur i því að forsendur samfélagsins hafa ger- breyst meö mannfjölgun (íslending- um hefur fjölgað um 100.000 manns frá 1960) og þéttbýlismyndun, auk- inni samkeppni um veraldleg gæði, upplausn fjöl- skyldunnar og sí- vaxandi óper- sónulegum sam- skiptum. Einnig er samfélagið opnara fyrir al- þjóðastraumum, s.s. fikniefnum, fiölmiðlum, tísku, klámi og fleiru. „Island er komið tU út- landa, einangr- unin hefur verið rofm,“ sagði Helgi. „Við meg- um ekki einfalda hlutina um of og álykta sem svo að þetta sé allt saman fiölmiðla- ofbeldi eða fikni- efhum að kenna. AUir í samfélag- inu fylgjast meira eða minna með fiölmiðlunum en eru samt ekki að berja á náung- anum. Þeir eru einnig margir sem nota áfengi og fíkniefni en eru lög- hlýðnir að öðru leyti. Það verður því að skoða málið í breiðara sam- hengi og þá einnig í tengslum við fé- lagslega og geðræna stöðu brota- hópsins. Vandi þessa hóps hefst iðu- lega löngu áður en hann fer að neyta áfengis eða annarra fikni- efha.“ Island er komlð tll útlanda Dr. Helgi Gunn- laugsson af- brotafræðingur segir aö hæg fjölgun mann- drápsmála á ís- landi sé m.a. vegna þess aö íslenskt sam- félag sé opnara fyrir alþjóöa- straumum en þaö var fyrir 30 árum síðan. Tíöni manndrápa á Islandi 14 12 10 8 6 4 2 Fjöldi 1920- 1930- 1940- 1950- 1960- 1970- 1980- . . 29 39 49 59 69 79 89 II A Tolurnar eru byggðai á clómuni Hæstaréttai' og gögnum logreglu. - frá 1920 14 T 14 ; 10 |4 1 | 4 ■ U'i M 11 1.1 — ' 1990- 15. maí 2000 Manndrápum á íslandl fór fjölgandi á sjöunda áratugnum Fyrri hluta tíunda áratugarins voru tiltölulega fá manndrápsmál á íslandi, eöa 5 á fyrri helmingi áratugarins, en þeim hefur svo fjölgaö aftur síöustu árin. Síðustu fimm árin hafa 9 manndrápsmál komiö til lögreglu. ísland í lægri kantínum Helgi sagði að manndráp hafi meiri áhrif á íslendinga vegna smæðar þjóðfé- lagsins. „Við erum það fá að þetta snertir okkur öll. Þegar við búum í svona fá- mennu samfélagi þá eru svo miklar lik- ur á þvi að mjög margir geti tengt sig á einhvem hátt við viðkomandi. Ekki kannski persónulega heldur með þvi að þekkja einhvem sem þekkir þá,“ út- skýrði Helgi. Hann bætti við að það hafi áhrif á fólk ef það býr nálægt svæði þar sem voðaverk verður, eða þekkir ein- hvem sem býr nálægt svæðinu. „Manndrápstíðni á íslandi er í lægri kantinum meðal vestrænna þjóða. Manndrápstíðnin er yfirleitt hærri i ná- lægum löndum,“ sagði Helgi. Afbrota- fræðingar miða manndrápstiðni við manndráp á 100.000 íbúa og ísland er með tíðni á bilinu 0,7 til 1,0. Til saman- burðar er tíðnin í Skotlandi 1,7 á hverja 100.000 íbúa; 1,5 i Svíþjóð; 2 til 2,5 á hveija 100.000 ibúa í Kanada; 0,6 til 0,7 í Japan; og 9 á hverja 100.000 í Bandaríkj- unum. „Við erum í lægri kantinum en samt sem áður tel ég að við getum gert bet- ur,“ sagði Helgi. -SMK Landnámsbær á Tjörnesi - jarðhýsi reynist eldra en í fyrstu var talið Við Breiðuvík á Tjömesi er nú unnið að uppgrefti á jarðhýsi frá því á landnámsöld. Jarðhýsið fannst í fyrrasumar er verið var að kanna svæði þar sem leggja átti nýjan veg. í vor þegar fomleifafræðingar mættu á staðinn til frekari skoðun- ar kom í ljós aö hýsið var mun eldra en i fyrstu var talið. Hægt er að ákvarða aldur þess nokkuð ná- kvæmlega út frá öskulagi úr Heklu og mun það vera frá 10. öld. Engar heimildir eru til um bæjarstæði á einmitt þessum stað, né heldur á þessum tíma, en heimildir frá þrett- ándu öld greina frá því að bær hafi staðið á svipuðum slóðum og hann stendur nú í Breiðuvík. Vegurinn mun nú verða lagður fram hjá jarð- hýsinu, eða um 15 metrum vestar upphaflega var gert ráð fyrir. Fleiri minjar Jarðhýsi af þessu tagi finnast venjulega í nágrenni við stærri Við uppgröft Guömundur Ólafsson fornleifafræðingur, Magnús Sigur- ge/rsson jaröfræöingur og Þór Hjaltalín sagnfræöingur viö uppgröft á jaröhýsinu. skála. Þau eru einfold að gerð, niðurgrafin að hluta, með torf- veggi. Að sögn Guðmundar Ólafssonar fom- leifafræðings Séð yfir svæðlð Nýuppgrafnar rústir landnáms- bæjarins og í baksýn má greina núverandi bæjarstæöi í Breiöuvík. stendur til að athuga hvort einnig er hægt að finna leifar af skála en um 30 metra frá jarðhýsinu má greina þúst í landslaginu sem kann að vera leifar skála. Ýmislegt þykir einnig benda til að þama sé að finna fleiri mannvistarminjar. Við uppgröftinn á jarðhýsinu hafa fund- ist alls 26 gripir, mest kljásteinar og grýtubrot en einnig tinna, naglar og lykill sem sennilega hefur gengið að kistli, svo nokkuð sé nefnt. Hlutir þessir munu fara á þjóðminjasafnið, en uppgrefti á Tjömesi hefur verið hætt að sinni. Frekari rannsókn verður að bíða betri tíma þar eð ekki hefur fengist fiármagn til frek- ari uppgraftar. -hds KiLc llmsjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.ls Hús Davíðs Það vakti at- hygli um helg- ina að Davlð Oddsson forsæt- isráðherra aug- lýsti hús sitt til sölu. Sem kunn- ugt er hefur for- sætisráðherr- ann tryggt sér lóð i Skerjafirði hann hyggst reisa einbýlis- hús. Gárungar sitt hvorum megin við Davíð í pólitík fara hamfórum og segja skondið að ráðherrann ætli að selja áður en nýja húsið rís. Þetta bendi til þess að hann sjái fyrir lok góðærisins og þar með muni fasteignaverð hrynja. Davíð vilji selja á meðan fast- eignaverð er í hámarki. En nú er komið babb í bátinn því Davíð ku hættur við að selja, í bili... Halldór suður Innan stjóm- arflokkanna er altalað að sjálf- ur leiðtogi framsóknar- manna, HaH- dór Ásgríms- son hyggist axla skinn sín og yfirgefa hið gamla kjör- dæmi sitt. Hann mun ekki ginn- keyptur fyrir því að taka slag við Guðna Ágústsson um efsta sætið í nýju suðurkjördæmi. Heldur mun hann samkvæmt heimildum ætla í efsta sætið í klofinni Reykja- vík en láta Guðna, Hjálmari Ámasyni og Jóni Kristjánssyni eftir að slást um forystu suðurkjör- dæmis. Ólafur öm Haraldsson yrði þá leiðtogi í hinum helmingn- um af höfuðborginni... Árni klókur Það varð mik- ið uppnám þeg- ar Hafrann- sóknastofnun upplýsti að þorskstofninn væri ekki í þvi standi sem stofnunin hafði áður haldið fram. Nú hefur stofnunin „týnt“ sem nemur 20 prósentum af veiðistofninum og efnahagslegt áfall blasir viö þjóðar- búinu. En það er ekki víst að áfall- ið verði að veruleika. Þær kenning- ar eru nefnilega uppi að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra ætli ekki að skera niður þorsk- kvótann. Það er að sögn engin til- viljun að ráðherrann talaði um fiskifræði sjómannsins á sjómanna- daginn. Talið er að hann hafi þá þegar vitað af leiðréttu mati Hafró sem upplýst var á mánudeginum. Þannig hafi ráðherra fiskimiðanna undirbúið samráð við sjómenn um að halda óbreyttri veiöi... Á friðarstóli Eftir svip ingar miklar Holtssóknum Önundarfirð hafa prests- hjónin sé: Bjömsson frú Ágústa Ágústsdóttir fundið skjól á Suðurlandi. Segja má að þau flytji af einum sögustað á annan því frá Holti í Önundarfirði fluttu þau að Bergþórshvoli hvar þau una sér hið besta. Ekki hefur alltaf verið friðsælt þar syðra og er mörgum minnisstætt áralangt stríð sem var milli nágrannanna Egg- erts Haukdals og séra Páls Páls- sonar. Nú er öldin önnur því séra Gunnar og Eggert sitja langdvölum að skrafi og er samgangur tíður milli bæja....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.