Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 DV Fréttir ^ Víkingaskipið íslendingur í hafís og þoku við Hvarf: Ognvekjandi upplifun - segir Ellen Ingvadóttir skipverji Hrisey til bjargar Ellen Ingvadóttir, skipverji á víkingaskipinu íslendingi, segir líklegt aö þau væru ekki enn þá á siglingu ef Hríseyin heföi ekki komiö þeim til aöstoöar þegar hafís umlukti skipiö og stefndi því í voöa. Myndina tók Stefán Geir Gunnars- son þegar Hríseyin ruddi braut fyrir tréskipiö íslending. „Þaö brakaði og brast i skipinu en það vakti ánægju og undrun áhafnarinnar hvað það stóðst," seg- ir Ellen Ingvadóttir, skipveiji á vík- ingaskipinu íslendingi. Skipið var hætt komið í fyrrinótt þegar það lenti í hafls og þoku um 50 mílur suðaustur af Hvarfi. „Við lentum í svartaþoku og haf- ís og það bætti ekki úr skák að við vorum í hvassviðri og miklum straumi. Það tók okkur 9 tíma að komast úr þessu og allir skipverjar voru á fullu uppi á dekki í ísköldu veðri. Maður fann þokuna smjúga inn í merg og bein,“ segir Ellen. Að sögn hennar var upplifunin ógn- vekjandi og hefði getað farið illa ef Hríseyin hefði ekki verið með í fór. „Við værum líklega ekki á sigl- ingu héma ef Hríseyin hefði ekki komið okkur til hjálpar með því að ryðja braut fyrir okkur. Það var ógnvekjandi upplifun að vera í tré- skipi sem fór nokkrum sinnum upp á ísjaka og hristist allt. Áhöfnin hef- ur lýst þessu sem martröð sjó- mannsins og þetta var mikil próf- raun á styrk skipsins," segir hún. ískort áhafnarinnar var orðið of gamalt en sendir bilaði á Grænlandi og er nýtt ískort væntanlegt á næst- unni. Þegar DV hafði samband við áhöfnina í gærkvöldi var íslending- ur á vesturleið 32 mílur suður af Hvarfi. Skipið sigldi á vélarkrafti en vonast var til að það gæti siglt segl- um þöndum þegar leiðin lægi norð- ur með vesturströnd Grænlands. íslendingur er ekki talinn hafa orðið fyrir alvarlegum skakkafoll- Bóndi í Rangárvallasýslu sem ætlaði að henda rusli i ruslagám um hádegisbil á sunnudag fann hvolpa í gámnum. Ruslagámurinn er í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. Að sögn bóndans létu hvolpamir vita af sér sjálfir með ýlfri og er nánar var að gáð kom í ljós aö í gámnum voru fjórir illa haldnir hvolpar í pappa- kassa. Ellert Þór Benediktsson, um í hafísnum. Liggur leiðin nú til Qaqortoq (Julianeháb) þar sem áhöfnin mun hvíla sig og ástand dýralæknir á Hellu, var kallaður til og sótti hann hvolpana og aflífaði þá. Að sögn Ellerts voru hvolpamir, sem voru af boarder coUie-kyni, sennilega tæplega tveggja vikna gamlir og leit út fyrir að þeir hefðu verið í gámnum í að minnsta kosti sólarhring. „Þetta var mjög ljótt að sjá. Þeir vom orðnir mjög kaldir, einn þeirra var sérstaklega kaldur skipsins verða kannað. Reiknað er með að skipið komi að landi í kvöld en mikiU hafís, sem nú er við vest- og votur þvi hann hafði skriðið út úr kassanum og komist i eitthvað vott i gámnum, en hinir lágu í kass- anum og vom vissulega kaldir og svangir en í skárra ásigkomulagi,“ sagði EUert. Aðspurður svaraði hann því til að ekki kæmi oft fyrir að dýr fyndust í ruslagámi á þennan hátt og sagðist ekki muna eftir öðru sambærUegu tiIfeUi. Málið var tU- urströnd Grænlands, gæti sett strik í reikninginn því hann hefur þést á síðustu dögum. -jtr kynnt lögreglunni á HvolsveUi sem hefur tekið það tU rannsóknar. Lög- reglan óskar sérstaklega eftir ábendingum frá þeim sem kunna að vita eitthvað um uppruna hvolpanna eða hver kom þeim fyrir í gámnum. -hds Árekstur í Borgarfirði: Þrír fluttir með þyrlu Harður árekstur varð við Litla- Skarð í Borgarfírði um eittleytið í fyrrinótt. FólksbUl og vöruflutn- ingabíU sem komu úr gagnstæðri átt skuUu saman en að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi er talið að bU- arnir hafi báðir verið á 90 kUómetra hraða. Femt var í fólksbílnum og slösuðust þrír mikið. TækjabUl lög- reglu var kaUaður frá Borgamesi og tók um klukkustund að klippa einn farþegann úr bílflakinu. Þyrla Land- helgisgæslunnar sótti hina slösuðu og flutti á slysadeUd í Fossvogi. Einn þremenninganna gekkst undir aðgerð í fyrrinótt og að sögn vakt- hafandi læknis á slysadeild í gær- kvöld var líðan hans eftir atvikum. BUstjóri flutningabilsins slapp ómeiddur. Töluverð umferð var um Norður- árdal í fyrrinótt en loka varð vegin- um í um tvær og hálfa klukkustund vegna slyssins og myndaðist töluverð biðröð bUa við slysstaðinn. -aþ Miðbakkinn í Reykjavík: Loftbyssa tekin af unglingum Skömmu fyrir klukkan tvö að- faranótt sunnudagsins kom maður inn á miðborgarstöð lögreglunnar í Reykjavík og kvaðst hafa séð tU ungra pUta í bifreið og væru þeir vopnaðir skammbyssu. Lögregla hóf þegar leit aö bifreiðinni og skömmu seinna fundust pUtamir þar sem þeir voru á Miðbakkanum skammt frá tívolíinu. Við leit í bílnum kom í ljós að ekki var um skammbyssu að ræða heldur loftbyssu ásamt skotfærum og var hún samstundis gerð upptæk. Að sögn lögreglu geta loftbyssur verið stórhættulegar og þarf sérstakt leyfí fyrir þeim. PUtur- inn, sem hafði fyrmefnda loftbyssu undir höndum, hafði ekki slíkt leyfl. -aþ Hvolpar fundust í ruslagámi í Rangárvallasýslu: Lögreglan leitar dýraníðings - svangir og kaldir hvolparnir aflífaðir Vedrið' l (wölldl Hlýtt og bjart veður Gert er ráð fyrir vestlægri og breytilegri átt í dag og kvöld. Vindhraði verður 3 til 8 m/s og bjart veður víðast hvar. Sums staöar veröa þokubakkar við vesturströndina. Hiti veröur á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.37 24.10 Sólarupprás á morgun 03.30 02.35 Síódegisflóð 14.01 18.34 Árdeglsflóó á morgun 02.22 06.55 SKýijhger É vsðartáknunj i^VINDÁTT 4—HITI -10° INDSTYRKUR Ncnncr HBÐSKÍRT \ metrum 5-sekúndu ^KUSl LÉTTSKÝiAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKURIR SLYDDA SNJOKOMA ÉUAGANGUR PRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR : eftiir y< 1 11 á&íúiiJ Sól og blíða Veöurblíöan lék viö landsmenn um helgina og sjálfsagt margir sem hafa notið þess aö vera úti viö. Sólin mun verma landsmönnum eitthvaö fram efti vikunni en þegar líöur að næstu helgi spáir veðurstofan aö þykkna muni upp og rigningarskúrir herja á fólk í öllum landshlutum. Hlýjast norðaustanlands Hæg suölæg eöa breytileg átt veröur um landið á morgun. Veöur verður bjart og hitastig á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi. FíinmmÆttnd’ aSiiú Vindur: 'K X-X ,„/» > Hiti 8°til Q IMi&vife Vindur: J X-XmV Hiti 10°til FöstadlagW} Vindur X-Xm/í Hiti 8°t|| 17° Fremur hæg suövestlæg átt. Þykknar upp sunnan- og vestanlands en áfram veróur bjart veóur noróaustan tll. Suöaustlæg og síóar suölæg átt, víóast 5 tll 10 m/s. Rlgnlng eóa súld, elnkum sunnan- og vestanlands. Útllt fyrir breytllega átt meö skúrum f flestum landshlutum. AKUREYRI léttskýjaö 13 BERGSTAÐIR léttskýjaö 12 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 15 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL léttskýjaö 18 KEFLAVÍK léttskýjaö 16 RAUFARHÖFN alskýjaö 11 REYKJAVÍK léttskýjaö 15 STÓRHÖFDI léttskýjaö 14 BERGEN léttskýjaö 14 HELSINKI skýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN skúr 14 ÓSLÓ léttskýjaö 18 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN skúr 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 12 ALGARVE léttskýjaö 24 AMSTERDAM þokumóöa 14 BARCELONA léttskýjað 14 BERLÍN skýjaö 18 CHICAGO alskýjaö 23 DUBLIN skúr 15 HAUFAX skúr 15 FRANKFURT skýjaö 16 HAMBORG rigning 15 JAN MAYEN alskýjaö 4 LONDON rigning 17 LÚXEMBORG rigning 12 MALLORCA skýjaö 27 MONTREAL skýjaö 18 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 12 NEW YORK hálfskýjaö 22 ORLANDO þokumóöa 24 PARÍS rigning 14 VÍN skýjaö 20 WASHINGTON hálfskýjaö 19 WINNIPEG heiöskírt 18 RVGGT A UPPI.VSINGUM FRA VEPURSTQRJ ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.