Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 X>V_____________________________________________________________________________________________________________________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Myndlist Um söfnunaráráttuna Nú er bráöfalieg sýnlngin á verkum í eigu Péturs, sem sett hefur veriö upp í Geröarsafni, ekki al- veg laus viö naumindi og meinlæti, en hún er langt í frá einhvers konar atlaga gegn málverkinu og Ijóðrænu inntaki. Nú er í tísku að efha til sýn- inga á listaverkaeign is- lenskra safnara; verk í eigu Þorvalds Guðmundssonar voru sýnd við mikla aðsókn í Gerðarsafni í Kópavogi fyrir skömmu, þar sem nú stendur yfir sýning á safni Péturs Ara- sonar. í bigerð er að sýna smá- myndir í eigu Helga Þorgils í Listasafni Reykjavikur og ef að líkum lætur verða einka- söfii stórtækra safnara á borð við Sverri Sigurðsson, Gunnar Dungal og Braga Guðlaugsson sýnd innan tíðar. Út af fyrir sig er þetta ágæt tíska, svo fremi sem hún kem- ur ekki í staðinn fyrir þá hug- myndavinnu sem fer í að byggja upp listsýningar frá grunni og menn draga af þess- um einkasöfnum réttar álykt- anir. Þau opinbera okkur sér- leg viðhorf hinna einstöku og væntanlega upplýstu safnara til myndlistarinnar á hverj- um tíma. Hverju söfnuðu þeir og af hvaða hvötum? Söfnun þeirra Þorvalds í Síld og Fisk og Sverris Sigurðssonar var fram- lenging af tengslum þeirra við tvo mikilhæfa listamenn, Jóhannes Kjarval og Þorvald Skúla- son, safn Helga Þorgils er hluti af alþjóðlegu sam- skiptaneti ungra listamanna sem prómótera hvem annan, en Gunnar Dungal kaupir væntan- lega málaralist ungra listamanna vegna þess að hún höfðar til fegurðarskyns hans. Listaverkasöfnun þessara einstaklinga má svo skoða í ljósi „söfhunarstefnu“ hinna opinberu listasafna. Bæði samræmið og misræmið þama á milli em merkileg rannsóknarefni fyrir menning- ar- og listfræðinga. Til að mynda er fróölegt að bera saman það sem sjálfmenntaður alþýðumað- ur eins og Markús ívarsson jámsmiður keypti inn af islenskum listaverkum af einskærri ánægju á öðrum og þriðja áratugnum og það sem hið opinbera Menntamálaráð festi kaup á á sama tímabili. í því tilfelli er það dómur tímans, þ.e. síðari tíma sérfræðinga, að skynbragð, smekkur eða „árátta" (orð Péturs Arasonar) Markúsar hafi verið marktækari, já beinlínis betri, en þeirra menntamálaráðsmanna. Rjóminn í myndlistinni? Það verður fróðlegt að vita hvaða augum sér- fræðingar framtíðar munu líta innkaup Péturs Arasonar á listaverkum síðastliðna tvo áratugi, í ljósi þess sem opinberu listasöfnin hafa viðað að sér á tímabilinu. Hér er vitaskuld ekki verið að tala um magn listaverka, þar hefur Pétur ekki roð í opinbera geirann, heldur eitthvað sem kalla mætti „samanlögð gæði þeirra" og „næmi“ kaupenda fyrir því markverðasta sem verið er að skapa á hveijum tíma. Sjálfur hefur Pétur sérstöðu meðal þeirra ís- lensku safnara sem hér hafa verið nefndir fyrir það hversu meðvitað hann gengur til verks, og ekki síst fyrir bjargfasta sannfæringu sína - sem hann er óhræddur við að viðra opinberlega - að það sem hann sé að kaupa sé rjóminn í myndlistinni í dag. Allt annað, eða hér um bil allt, sé húmbúkk. Þar með talin 98 % íslenskrar myndlistar og megnið af því sem söfnin á land- inu eru að festa sér. Gjaman með þeim viðauka að þau hefðu betur verslað við Aðra hæð, sýn- ingarsal hans á Laugavegi, meðan hann var við lýði... Svona yfirlýsingar fara auðvitað misjafn- lega i menn, enda skortir Pétur ekki andmæl- endur sem líta á hann sem eins konar talibana íslenskrar myndlistar, Bin Laden-týpu sem ekki gúteri neina myndlist sem gerð er með pensli. Nú er bráðfalleg sýningin á verkum i eigu Péturs, sem sett hefur verið upp í Gerðarsafni, ekki alveg laus við naum- indi og meinlæti, en hún er langt í frá einhvers konar atlaga gegn málverkinu og ljóðrænu inntaki. Hið mal- eriska, í víðasta skilningi, er að finna í verkum margra uppáhaldslista- manna hans, bæði nýex- pressjónista á borð við Helmut Federle, og hrein- stefnumannanna Charltons og Johnstons. Og væri Pétri sérstaklega í nöp við ljóðrænu væri hann tæplega að leggja sig eftir verkum Hreins Frið- finnssonar, hvers póetísku víddir eru meiri og marg- slungnari en flestra ann- arra listamanna. Innflutn- ingur Péturs á verkum eftir unga kynslóð breskra lista- manna, Söru Lucas & Co, bendir einnig til þess að hann sé ekki við eina fjöl- ina felldur i listneyslu sinni. Innbyrftis mlsræmi Þetta „innbyrðis misræmi“, ef svo má kalla, verður til þess að áhorfandinn leggst yfir viðtal við Pétur sem finna má í fallegri sýningar- skránni, í von um svör en fær litla úrlausn. Að vísu fáum við upplýsingar um það hvar og hvenær Pétur kynntist myndlistinni, en það er fátt um „hvers vegna“ í þeirri umræðu. Nánast það eina sem þar kemur fram um þankagang hans og dýpstu tilfinningar gagnvart listinni er að hann verður friðlaus þegar hann sér verk sem hann langar í. Annars staðar má ráða af orðum Péturs að persónuleg tengsl við lista- mennina sjálfa, fyrir og eftir kaupin á verkum þeirra, skiptu hann miklu máli. Og að höndla „núið“ í listinni, um það er rætt á stöku stað í viðtalinu, en hvorki „núið“ eða höndlun þess eru brotin til mergjar fyrir lesandann. Þama sýnist mér sökin liggja hjá viðmælend- um Péturs, listamönnunum Kristjáni og Sigurði Guðmundssyni, sem taka hlutverk sitt ekki nema í meðallagi hátíðlega; á endanum leysist viðtalið upp í innherjabrandara og hálfkæring. Sem er miður því ástríðufullt samband Péturs við samtímalistina er einstakt fyrirbæri á ís- lenskum sjónmenntavettvangi. Tónlist Fornir söngvar Eins og Jón Þórarinsson tónskáld benti á í Skálholti um helglna eru til heimildir um tónlistariökun á íslandi, sérstaklega truar- lega, alit frá upphafi hins kristna slöar. Á upphafstónleikum hinnar árlegu tónlist- arhátíðar i Skálholti síðastliðinn laugardag voru frumfluttar útsetningar á söngvum úr gömlum islenskum nótnahandritum. Útsetn- ingamar voru eftir Hildigunni Rúnarsdótt- ur, Mist Þorkelsdóttur og Elínu Gunnlaugs- dóttu. Af óviðráðanlegum ástæðum kom undirritaður of seint á tónleikana og náði því ekki að heyra verk þeirrar fyrstnefndu. Hér verður því aðeins fjallað um tónsmíð- amar eftir Mist og Elínu. Eftir þá fyrmefndu voru sálmamir „Föður náðar yndis andi“ (Hallgrímur Pétursson) og „Minn andi, Guð minn“ (höf. óþekktur). Sú síðarnefnda hafði hins vegar útsett „Heilag- ur, heilagur" (höf. óþekktur), „Jesús, vor allra endurlausn" (höf. óþekktur) og „Sæti Guð, minn sanni faðir“ (sr. Ámi Þorvarðar- son). Útsetningar Elínar voru hófsamar sem fór söngvunum afar vel, heildarhljómurinn var tær og yfirvegaður og trúartilfinningin einlæg. Hjá Mist voru vinnubrögðin marg- brotnari og viðameiri, sem samanborið við einfaldleika söngvanna jaðraði við tilgerð, þó annars sé ekkert að því að taka lítið stef og gera úr því flókið tónverk. Allir sálmam- ir voru fallega sungnir af meðlimum söng- hópsins Grímu og nokkrir strengjaleikarar léku einnig prýðilega undir. Nótur sem helg tákn Umfang islenska tónlistararfsins kann að koma mörgum á óvart, því lengi var talið að tónlistar- iðkun á íslandi hafi verið lítil sem engin, þar til Pétur Guðjónsson organisti hóf vakningarstarf sitt um miðja nítjándu öld. En eins og Jón Þórar- insson tónskáld benti á í Skálholti um helgina eru til heimildir um tónlistariðkun á íslandi, sér- staklega trúarlega, allt frá upphafi hins kristna siðar. Minna er til um veraldlega tónlist, senni- lega vegna þess að fyrr á tímum var litið á nótur sem helg tákn og því þótti ekki viðeigandi að skrifa niður eitthvert hversdagslegt poppgarg. Um tónlistarflutning á tímum heiðninnar er hins vegar lítið vitað, þó sannfærandi tilgáta um það hvemig hann hljómaði hafi verið sett fram á tón- leikum í Þjóðminjasafninu fyrir nokkrum árum. Þá flutti tónlistarhópur að nafni Sequentia fáein eddukvæði og gaf í fram- haldi út geisladisk með sömu efnisskrá. Tón- leikar Sequentia vom nokkuð umdeildir, því elsta heimildin um tónlist í tengslum við eddukvæðin er aðeins frá árinu 1780. Einnig er til laglína við erindi úr Völuspá, en ekki er vitað hversu gömul hún er, hugsanlega er hún bara þjóðlag og ekki víst að hún tengist á nokkurn hátt tónlistarhefö eddukvæðanna. Aðalheimild Sequentia var rimnahefðin og einnig var stuðst við norska þjóðlagahefð. Starfinu ekki loklö Elstu heimildir um tónlistariðkun í kristnu helgihaldi á íslandi eru skinnblöð frá elleftu öld og fjölmörg önnur handrit. Col- legium Musicum, Samtök um tónlistarstarf í Skálholti, hefur rannsakað þau undanfarin flögur ár og var söngarfurinn kynntur á tón- listarhátíðinni um helgina. Sagði Kári Bjamason, formaður Collegium Musicum, að nú þegar væri búið að fara í gegnum um 15.000 handrit og að í gagnagrunni samtak- anna væm á þriðja þúsund færslur, bæði frá kaþólskri og lúterskri tíð. Starfinu er þó ekki lokið, því enn á eftir að rannsaka tengsl tónlistararfsins við bókmenntimar, gera myndskreytingum handritanna viðeigandi skil og kanna hundruð íslenskra handrita sem leyn- ast i ýmsum erlendum söfnum. Þrátt fyrir það er mikið fagnaðarefni að islenski tónlistararfurinn sé loksins orðinn aðgengilegur almenningi og má þvi segja að tónlistarhátíðin í Skálholti hafi byrj- að með glæsibrag. Jónas Sen Glenda Jackson og illa sviknir karlar í nýútkomnu hefti tímaritsins Veru er meðal ann- ars viðtal við bresku þingkon- una Glendu Jackson sem heim- sótti stofnfund Samfylkingarinnar í vor og hélt þar eftirminnilega ræðu. Það er ritstýra Vem, Elísabet Þorgeirsdóttir, sem ræðir við Glendu um ævi hennar og er við- talið hið skemmtilegasta. Eins og mörgum er kunnugt var Glenda Jackson fræg leikkona áður en hún sneri sér að þingstörfum og fékk meira að segja óskarsverðlaun oftar en einu sinni. Af öðru efni í Vem má nefna greinar um karla á nýrri öld, en þær fialla um svokallaða kreppu karlmanna samfara kvennabaráttu. Meöal annars er fiallað um bók Sus- an Faludi, sem ber nafnið Stiffed: The Betrayal of the American Man. I þeirri bók er að sögn rannsakað ofan i kjölinn.hvers vegna banda- rískir karlar eru reiðir, óánægðir og illa sviknir. Skýringuna sé að finna í því að skilgreining karla á karlmennsku hafi verið eyðilögð af hinum ýmsu utanaðkomandi aðil- um.“ Það er nefnilega það. Baldur Óskars- son á þýsku Núna um mán- aðamótin kom út hjá bókaforlagi Josefs Kleinhein- richs í Múnster í Þýskalandi ljóða- safnið Tíma- land/Zeitland eftir Baldur Óskarsson skáld. Bókin er meira en ljóðasafn því hún er vel skreytt vatnslitamyndum eftir þýska málarann Bemd Koberling og er af því tilefni í stóru broti. Eins og bókartitillinn bendir til er bókin tvítyngd, þ.e. ljóðin eru prentuð bæði á islensku og þýsku og voru ljóöin þýdd með nokkuð sérkennilegum hætti. Franz Gísla- son grófþýddi textana með ítarleg- um skýringum, en svo tóku þýsk ljóðskáld við þeim og gáfu þeim end- anlegt form. Skáldin eru Wolfgang Schiffer, Johann P. Tammen, Gregor Laschen, Barbara Köhler og Uwe Kolbe. Útkoma bókarinnar var kynnt á ljóðakvöldi í listamannaþorpinu Schöppingen 29. júní sl. og hlýddi þar fiölmenni á upplestur Baldurs og þýðendanna. Biskup í Toyotablaði Þeir sem eiga Toyotabif- reið munu fá óvæntan glaðning á næstunni. Glaðningurinn er veglegt tímarit sem Toyotaumboð- ið sendir við- skiptavinum sínum endurgjaldslaust og er einnig að finna hjá öllum söluumboðum Toyota á landinu. í Toyotablaðinu eru greinar úr öllum áttum. Auðvitað má þar finna margar um bila - og þá einkum og sér í lagi Toyotabila og ýmsar nýj- ungar tengdar þeim. Það sem vekur þó athygli er að hr. Sigurbjöm Ein- arsson biskup prýöir forsíðuna og í blaðinu er langt viðtal við hann, þar sem hann rekur ævi sína og fiallar um trúmál. Pétur Blöndal segir skoðanir sínar á Alþingi íslendinga og Gísli Marteinn Baldursson er í yfirheyrslu á léttu nótunum. Þorgrimur Þráinsson er ritstjóri blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.