Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 I>V Listakonan Ríkey Ingimundardóttir á tommer rainierhund: Var á stærð við eldspýtu- stokk þegar hann fæddist Á íslandi hefur lítið verið barist síð- an á sturlungaöld og þessvegna eru styrjaldarfréttir af íslenskri grund fremur fátíðar Þó hefur, uppá síðkastið, svolítið örl- að á stríðsfréttum frá íslandi í fjölmiðl- um og venjulega með þeim hætti að ætla mætti að miklar hörmungar væru í uppsiglingu í kjölfar átakanna og jafn- vel tortíming lands og þjóðar. Hildarleikurinn er kallaður „verð- stríð“ og gjarnan nefndur í sömu andrá og og tortímingarstyrjaldir með sýklum og eitri eða atómstríð. Fréttamenn spyrja viðmælendur sína með miklum þunga: - Er skollið á verðstríð? Bara einsog það væru mestu hörm- ungar sem dunið gætu á íslensku þjóð- inni. Hagkaup, Mikligarður, Bónus, Tíu- ellefu, Nóatún - og hvað þeir nú allir heita í hrikalegu verðstríði. Allir að undirbjóða alla og þó er matvara allt að því sextán sinnum dýrari hér en í Evr- ópu. Þessvegna er það mín heitasta ósk að olíufélög, flugfélög, kaupskipafélög, tryggingafélög, lögmenn, tannlæknar og fasteignasalar hætti að liggja í enda- lausum faðmlögum, meðan þeir eru bakvið tjöldin í elskulegu samráði að semja viðmiðunargjaldskrárnar sínar, og lofa að undirbjóða ekki hver annan. Má ég þá heldur, fyrir hönd neyt- enda, biðja um allsherjarstyrjöld á markaðnum, verðstríð í anda frjáls- hyggjunnar, svo einhver geti einhvern- tímann fengið eitthvað á skikkanlegu verði. Verðstríð er ekki ógæfa heldur eðli- legur og guði þóknanlegur framgangs- máti frjálsrar samkeppni. Þessvegna segi ég einsog sir Douglas Haig í fyrri heimsstyrjöldinni: Guð blessi stríðið Flosi Mörgum brá ónotalega þegar upplýst var á dögunum að matvara og aðrar nauðþurftir væru allt að því sextán sinnum dýrari hér á íslandi helduren í næstu nágrannalöndum okkar. Og þó hefur það lengi haft forgang hjá stjórn- völdum að halda krónunni hárri og styðja þannig við innflutningsverslun á kostnað útflutningsverslunarinnar og ferðaþjónustunnar. Látið er í veðri vaka að hér ríki frjáls samkeppni og jafnvel verðstríð. Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar styrjaldir brjótast út. Fyrirsagnir í blöðum stækka og ná stundum yfir alla forsíðuna, sérstaklega ef líklegt er talið að meiriháttar blóðbað sé í aðsigi, að ekki sé nú talað um ef til stendur að tortíma öllu sem lífsanda dregur á jörðinni. Sjónvarpsfréttamenn hleypa brúnum og verða ábúðarmiklir í hvert sinn sem fjallað er um styrjaldir, hvort sem það nú er fyrir botni Miðjarðarhafs, á Balkanskaga eða í öðrum heimshornum. Styrjaldarfregnir hafa löngum þótt vond tíðindi. Nú er það svo að við siglum hraðbyri inní mikið og langþráð „frelsi“; frjálst framtak, frjálsa verslun, athafnafrelsi, frjálsa hugsun og umfram allt frelsi framboðs og eftirspurnar þar sem fólki gefst kostur á að versla þar sem það er hagkvæmast. Þegar þeir sem eitthvað hafa á boðstólum fyrir neytendur og eru svo að undirbjóða hver annan í því skyni að lækka verðið er það atferli kallað „verðstrlð“ og ætti að vera guði og góð- um neytendum þóknanlegt athæfi. Indælt stríð. Því bið ég til guðs að þessi styrjöld breiðist út svo það verði ekki bara Hag- kaup, Mikligarður og Bónus, Tíu-ellefu og Nóatún sem berist á banaspjótum í verðstríði til hagsbóta fyrir neytendur heldur öll verslunarstéttin og aðrir þeir sem eitthvað bjóða falt. Það er nefnilega tómt mál að tala um frjálsa samkeppni, þegar samkeppnisað- ilarnir bindast endalaust samtökum um að halda verðlaginu uppi. Svartir demant- ar frá Beckham Victoria og David Beckham fóru á kínverskan veitingastað á eins árs brúðkaupsafmælinu sínu. Hjónakorn- in fóru ein á veitingastaðinn og fengu sér látlausa máltíð. Reikningurinn hljóðaði bara upp á 4 þúsund íslenskra króna. David var hins vegar rausnar- legri þegar hann gaf Victoriu sinni gjöf í tilefni dagsins. Gjöfin var hring- ur sem er metinn á um 7 milljónir ís- lenskra króna. „Hann er með svörtum demöntum og er alveg æðislegur," segir Victoria Beckham í viðtali við breskt slúður- blað. Blómstrar vid skilnaðinn Rachel Hunter, fyrrverandi eigin- kona Rods Stewarts, virðist blómstra við skilnaðinn og hefur sést mikið úti á lifmu undanfarið, failegri en nokkru sinni fyrr. Hún afrekaði það sem fáum konum hefur tekist í gegnum tíðina, nefnilega að verða fyrri til að segja upp sambandinu við Rod. Skilnaðurinn hefur að mestu farið fram í góðu en Rachel hefur undanfar- ið farið út að skemmta sér með dóttur Rods, Kimberly, sem er tvítug. Þær segjast mjög nánar en Kimberly hefur þó aldrei litið á Rachel sem mömmu sína enda aðeins fá ár á milli þeirra. Gamli refurinn Rod hefur að undan- fórnu sést með ljósmyndarann Penny Lacaster sér við hlið en er að sögn kunnugra enn ekki búinn að gleyma Rachel sinni. „Fólk er ann- aðhvort katta- eða hundafólk. Ég hef alltaf ver- ið mikil katta- kona og hef átt marga ketti um dagana en ég er kannski að verða meiri hundakona núna,“ segir listakonan Ríkey Ingi- mundardóttir. 1 dag á Ríkey engan kött heldur hreinræktaðan tommer rainierhund sem heitir Ágúst Re- noir eftir hinum fræga málara en dagsdaglega er hundurinn kallaður Gústi. Kominn af sleðahundum Miðað við stærðina á tegundinni er ótrúlegt að hugsa sér að hann sé í raun ættaður af íslenska fjárhund- inum og finnskum sleðahundum. „Þegar hann fæddist var hann varla stærri en eldspýtustokkur," upplýs- ir Ríkey sem hafði verið kattalaus í tvö ár þegar hún af algjörri rælni fékk sér Gústa í gegnum auglýsingu í dagblaði. „Þetta eru alveg yndislegir hund- ar, svo glaðlegir og skapgóðir. Vikt- oría drottning átti svona hunda og sagan segir að þegar hún lá banaleg- una hafi hún ekki beðið um félags- skap ættingjanna heldur hund- anna,“ segir Ríkey sem leyfír Gústa ekki að kúra upp í hjá sér. „Hann er svo þægur að fara að sofa. Það er nóg að segja við hann að hann eigi að fara í rúmið þá bara hlýðir hann og fer í körfuna sína og sefur vært,“ segir Ríkey sem greinilega hefur tekist að ala hundinn vel upp með aðstoð sambýlismanns síns. Mikili veiðihundur Það er mikill leikur í Gústa og veit hann fátt skemmtilegra en að láta leika við sig. Þá er hann sérlega hrifinn af litlum börnum. „Það sem er svo sérstakt við hann er það að hann er svo mikill veiði- hundur í sér. Hann t.d kemur með dót sem maður kastar og reynir þrátt fyrir smæðina að gelta á roll- Hundurinn Gústi veit fátt skemmtilegra en að láta leika við sig. Hér með eigandanum, listakonunni Ríkeyju. ur þegar hann er í nálægð við þær. En þær hlægja náttúrlega bara að honum,“ segir Rikey en Gústi fær oft að hlaupa um Esjuna. „Hann er svo lítill að það er varla óhætt að fara með hann á Geirsnef- ið innan um alla stóru hundana og því fær hann að fara á Esjuna í stað- inn. Stráin á Esjunni eru sem frum- skógur í hans augum og hann piss- ar utan í hvert strá eins og um tré væri að ræða,“ segir Ríkey hlæj- andi. Hefur málað mynd Gústi er tíður gestur í Gallerí Ríkey á Hverfisgötunni og við- skiptavinir sem leggja leið sína í verslunina eiga því allt eins von á að hann taki á móti þeim í dyrunum eða jafnvel að sjá verk eftir hann í galleríinu. „Já, ég leyfði Gústa að prófa að mála aðeins með þekjulitum. Hann fékk lit á loppurnar, labbaði yfir pappírinn og útkoman var bara mjög skemmtileg. Ég held honum hafi fundist þetta mjög einkennileg reynsla," segir Ríkey. Sjálf hefur hún notað gæludýr sín sem inn- blástur fyrir listsköpun sína og á sýningunni sem hún er með í Perlunni þessa daga er að finna bæði skúlptúra og myndir af kött- um sem hún hefur átt. Gústi hefur þó enn ekki verið málaður eða mót- aður i leir en hver veit nema það gerist einn daginn enda hundurinn mjög laglegur. -snæ Indælt stríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.