Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 DV Sjálfsvígsbylgja reið yfir Austurland á miðjum 9. áratugnum: Sjálfsvíg eru endanleg lausn á tímabundnu vandamáli - skaðinn óbætanlegur, segir Svavar Sigurðsson, fyrrum sóknarprestur á Norðfirði Svavar Sigurðsson, fyrrum sóknarprestur á Norðfirði „Sjálfsvíg er endanleg lausn á tíma- bundnu vandamáli," segja margir andans menn. Þetta eru svo sannan- lega orð að sönnu. Vandamál þess sem fellur fyrir eigin hendi hverfa eins og dögg fyrir sólu og eftir sitja ættingjar og vinir með sárt ennið og spyrja sig endalaust „af hverju?" Þeirri spurn- ingu verður hins vegar líklega aldrei svarað. Þau bréf sem stundum eru skilin eftir eiga það til að skilja eftir fleiri spumingar en bréfin leitast við að svara. Aðstandendur fara út í það að ásaka sjálfan sig fyrir það hvernig fór og bíða tjónsins aldrei fyllilega bætur. Svavar Sigurðsson gegndi embætti sóknarprests á Norðfirði frá 1976-1991 og í Þorlákshöfn frá 1991-1998. I við- tali við Ómar R. Valdimarsson segir Svavar frá því hvernig sjálfsvíg og eft- irmál þeirra snúa að prestum. „Á þeim tima sem ég starfaði á Norðfirði féllu sex piltar fyrir eigin hendi. Þegar svona gerist í litlu bæjar- félagi er þetta gríðarlegt áfall fyrir alla sem þar búa. Þegar smæðin er svona mikil snertir þetta alla sem þar búa. Það býst aldrei neinn við því að nokkur grípi til þessa ráðs. Við stóð- um eftir nánast ráðþrota og sáum enga sýnilega ástæðu. Þetta gerist á stuttum tíma og maður spyr sig óneit- anlega að því hvort eitt sjálfsvíg hafl leitt til annars. Um það er samt aldrei hægt að fullyrða." Sjálfsvíg snertir ekki bara einstak- linginn sem fremur það, heldur alla sem búa í samfélagi við hann líka. Ástæður sjálfsvíga má yfirleitt rekja til vanlíðanar einstaklings. í mikilli vanlíðan sér fólk enga aðra leið út úr sársaukanum. Það velur því að svipta sig lífi og gleymir því gjarnan í van- líðan sinni að aðstandendur þeirra koma tO með að sitja eftir með þús- und spumingar sem aldrei fæst fylli- lega svarað: af hverju? Hefði ég getað gert eitthvað? Af hveiju stoppaði ég hann/hana ekki? Hvernig gat ég leyft þessu að gerast? Hvemig gat Guð leyft að þetta skyldi henda? Raða brotunum saman „Þegar þetta reið yfir á Norðfirði reyndi kirkjan að sinna þeim sem eft- ir lifðu - fjölskyldunum fyrst og fremst. Prestamir á Austfjöröum reyndu að hafa opnar kirkjumar eða safnaðarheimili þar sem reynt var að sinna þeim sem verst voru á sig komnir. Eitt það mikilvægasta að mínum dómi var að leyfa þessu fólki að tjá sig og segja manni frá því hvemig þetta hafði áhrif á það, án þess þó að þrýsta á það á neinn hátt. Við skildum á milli nánustu aðstand- enda og þeirra sem vom vinir hins látna. Unga fólkið þurfti á aðeins öðruvísi athygli að halda en sem skipti miklu máli. Það er í raun lítið sem hægt er að segja við aðstandendur þeirra sem hafa framið sjálfsvíg. Það eina sem mögulegt er að gera er að reyna að hjálpa fólki viö það að raða brotunum saman. Maöur hefði gjarnan viljað hafa eitthvað til þess að segja aðstand- endum þegar svona er komið en mín reynsla er að þetta fólk þarf einhvem til þess að hlusta - einhvem sem það getur treyst og er því nálægur og er tilbúinn til þess að reyna að skilja það. Fólk er oft hrætt við að vera eitt og hrætt við staðinn þar sem sjálfsvíg- ið átti sér stað lengi á eftir. Ef um unglinga eða ungt fólk er að ræða verða foreldrar oft hræddir við það að yngri systkin grípi til sömu aðgerða - halda jafnvel að þetta leggist á fjöl- skylduna likt og sjúkdómur. Þá hætt- ir foreldrum til þess að ofvernda börn- in sín.“ Óbærlleg þjáning „Eitt af því sem fólk mat mest á þessum tíma þegar þetta reiö yfir á Norðfirði var að maður leyíði því að finna fyrir því að maður væri nálæg- ur. Ég dvaldi vikum saman hjá sum- um þeirra sem áttu hlut að máli og var til taks allan sólarhringinn. Þetta stóð yfir mjög lengi á eftir líka. Lengi á eftir eru ýmsar spumingar sem vakna og fólkið vill fá að tala um og heyra viðbrögð annarra við þeim. Þessi dauðdagi kallar líka á svo allt önnur viðbrögð heldur en þegar fólk fellur frá vegna slysa eða af eðlilegum ástæðum. Þarna er svo mörgum spumingum ósvarað og það er svo margt sem er óuppgert. Margir ásaka sjálfa sig um hvernig fór og þá reyn- um við líka að tala um fyrir fólki - benda því á að það getur ekki tekið ábyrgð á því sem aðrir gera. Þeir sem svipta sig lífi líður alveg afskaplega illa. Sú hjálp sem reynt er að bjóða þeim upp á virðist ekki ná til einstak- linganna, þrátt fyrir góðan vilja allra sem að koma. Þjáning þessara aðila er óbærileg og þeir sjá ekki aðra lausn. Það er mín tilfinning að í allri þessari vanlíðan nái þeir sem fremja sjálfsvíg ekki að hugsa um aðra en sjálfa sig.“ Ýmis teikn á iofti Eitt af því sem stundum gerist í sorgarferli þeirra sem era nákomnir einstaklingi sem fremur sjálfsvíg er aö þeir efast um að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. „Ég er reyndar þeirra skoðunar að í sumum tilfellum hafi það verið alveg rétt. Viðkomandi hafi verið að hug- leiða það að fremja sjálfsvíg en misst stjóm á aðstæðum og því farið sem fór. í sumum þessum tilfellum eystra heyrði ég það eftir á að ýmis teikn hefðu verið á lofti varðandi fyrirætl- anir þess sem ákvað að svipta sig lifi. Þá höfðu vinir þeirra sem fyrirfóru sér verið kvaddir innilega á einhverj- um ákveðnum tímapunkti, líkt og við- komandi væri að fara í langt ferðalag. Einnig hófu þeir sem sviptu sig lífi að gefa einhvern hluta af eignum sínum til vina og venslafólks. Þegar vinimir áttuðu sig á því hvað þeim hefði geng- ið til með þessu hófu þeir jafnvel að ásaka sjálfa sig.“ Bjargað mörgum lífum Prestar hafa gegnt mikilvægu starfi í sálgæslu sóknarbarna sinna og ann- arra. Mikill fjöldi leitar til presta á ári hverju með áhyggjur sínar af eigin vandamálum eða annarra. Ósjaldan hafa þeir sem era þunglyndir og eru að íhuga sjálfsvíg hringt í prest sem hefur síðan hitt viðkomandi aðila og rætt málin með honum/henni. „Ég held að það sé óhætt að segja að prestar hafi bjargað mannslífum með þessum hætti og þeir sinni sálgæslu- hlutverkinu vel. Það hefur komið fyr- ir oftar en einu sinni að fólk hefur samband þegar það veit af einhverj- um sem líður illa og er jafnvel í sjálfs- vígspælingum. Þegar svo ber undir hef ég alltaf tekið það alvarlega og sett mig í samband við bæði viðkomandi og aðstandendur hans og við svo reynt að tala okkur fram úr vanda- málunum. Mig grunar að með þessum hætti hafi tekist að bjarga einhverjum lífum. Margir hafa velt sjálfsvígi fyrir sér og það er ekki hægt að segja hvenær alvara er á ferðum eður ei. Þó tel ég að taka beri allar vísbendingar alvarlega frekar en að slá yfir það og vona að vanlíðan viðkomandi einstak- lings líði hjá - ég held að það sé ekki rétt.“ Sóknarprestar í öllum sóknum era fúsir til þess að taka á móti símtölum þeirra sem eiga um sárt að binda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.