Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Formaður vélstjóra ævareiður vegna afstöðu útvegsmanna til auðlindagjalds; Nýr gráttenór ÚÚ telur samtökin æðri ríkisstjórn - útgerðin gaf fordæmi fyrir auðlindaskatti með braski „Nýi tenórinn hjá LÍÚ tekur starf sitt greinilega alvarlega og vill feta í fótspor forverans af svo miklu öryggi aö maður veltir því fyrir sér hvort með nýrri ásýnd samtakanna sé verið að ná þeim markmiðum sem að var stefnt í upphafi," segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, um viðbrögð stjómar Landssambands islenskra út- vegsmanna við áliti auðlindanefhdar sem kveður á um að sameiginlegar auðlindir skuh vera skilgreindar í stjómarskrá sem sameign þjóðarinnar og að hægt sé að láta þá sem þær nýta greiða sérstakt gjald til þjóðarinnar.. Helgi segir að varla hafi blekið þom- að á blöðum skýrslunnar þegar stjórn LÍÚ boðaði til blaðamannafundar. „Nýi gráttenórinn gerði grein fyrir því að stjóm LÍÚ væri reiðubúin að taka upp viðræður við stjómvöld um það sem hann kallaði hóflega gjaldtöku af greininni. Hann ætlaði greinilega að ákveða hana einhliða enda er það búið að vera svo um lang- an aldur að LÍÚ er í augum bæði núverandi og fyirverandi íramkvæmdastjóra LÍÚ langt- um æðra stjómvald en ríkis- stjóm landsins sem á að bugta sig og beygja þegar hinir raun- verulegu stjómendur láta í sér heyra,“ segir hann. Helgi segir það hafa vakið sérstaka athygli sina að LÍÚ er tilbúið að samþykkja hóflega gjaldtöku fyrir aðgang að veiðiheimildunum en gjaldið ætluðu þeir ekki að greiða nema að hluta til vegna þess að taka eigi það af óskiptum aflahlut, þ.e. sjó- menn eigi að greiða um 40% af heild- inni. „Mér þykir það stórkostlegt að fram- kvæmdastjóri LÍÚ skuli leyfa sér að ávísa þessum kostnaði beint til sjó- manna án þess að hafa rætt um það við þá og því hefúr hann enga heimild til þess að bjóða slíkt fram,“ segir Helgi og bendir á að forsenda gjald- töku séu látlausar deilur á milli sjómanna og útvegs- manna vegna þess að útgerð- in hafi komist upp með að láta sjómenn taka þátt í kaupum á kvóta. Útgerðin sé i reynd að lækka hlut sjó- manna sem annars er ákveð- inn í kjarasamningi. „Þetta svindl útgerðar- manna er búið að viðgangast alltof lengi og er þegar búið að leiða til þriggja verkfallsátaka á milli sjó- manna og útgerðarmanna. Annað er það sem leitt hefúr til þess að þjóðin telur sig eiga að fá arð af þessari eign sinni en það er þegar einstakir útgerð- armenn hafa verið að hverfa úr grein- inni og taka með sér hundruð milljóna sem andvirði veiðiréttar sem þeir eiga ekkert í. Skemmst er að minnast þess þegar einn Samheijafrændinn seldi sinn hlut eftir um 17 ára útgerðar- rekstur. Þá tók hann með sér góða 6 milljarða," segir hann og telur að í því tilviki hafi hann ekki aðeins verið að selja fastafjármuni heldur einnig veiði- réttindi sem auðlindanefnd hafi nú skilgreint sem sameign þjóðarinnar. „Krafa samfélagsins um gjaldtöku vegna fiskveiðiheimilda er fyrst og fremst tiikomin vegna þess fordæmis sem útgerðin hefur sjálf gefið með sinu braski með heimildimar þar sem fjár- munir hafa verið fluttir frá sjómönn- um til útgerðarinnar og síðan út úr greininni sem gerir stöðu hennar sem heildar lakari en hún i raun og veru er. Þess vegna er það út úr öllum kort- um að sjómenn taki þátt i greiðslu auð- lindagjalds," segir Helgi Laxdal. -rt Helgi Laxdal Svindl útgerðar- manna hefur við- gengist of lengi. Bensínverð í nokkrum Evrópulöndum: Bensínverð án skatts er langhæst á íslandi * - fákeppni hluti af skýringunni, segir framkvæmdastjóri FIB Sandkorn Reynir Trausiason netfang: sandkorn@ff.is Eiga vel saman Það er örugglega misgaman að vera ráðherra hér á landi sem erlendis og það á örugglega við um Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eins og aðra ráð- herra. Oft þykir Hall- dór nokkuð brúnaþungur eins og for- ustumenn Framsóknarflokksins hafa reyndar átt vanda til á undanfórnum áratugum, en svo léttist brúnin á milli eins og gengur. Þannig virðist brúnin á Halldóri alltaf vera mjög létt ef hann kemst í námunda við Madeleine Albright, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, og virðist fara einstaklega vel á með þeim starfs- systkinunum. Frúin á það reyndar til að vera afundin og brúnaþung á stundum en ekki ef Halldór er ná- lægt. Það er eins og Halldór nái ávallt að laða allt það besta fram í fari frúarinnar með sinni léttu lund og kossum á kinn af og til. Það er eins og þau eigi að „vera saman“. Sögulegt lágmark En eflaust hefúr brúnin sigið á Hall- dóri þegar hann sá skoðanakönnun DV i gær um fylgi stjómmálaflokk- anna þar sem Framsóknarflokk- urinn mældist í sögulegu lágmarki með rétt um 11% atkvæða. Annar frammámaður í flokknum, sem á einnig til að vera brúnaþungur, er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra en sögur segja að hann vilji verða varaformaður flokksins til að geta látið síga meira í brýrnar en hingað til, enda maðurinn frá Brúnastöðum. Guðni sagði niður- stöðu skoðanakönnunarinnar valda sér vonbrigðum og „ákveðnum áhyggjum" en forkólfar Framsóknar- flokksins hafa átt vanda til að taka þannig til orða undanfarin fjöldamörg ár hafi á móti blásið, ég verð að segja það. Samanburður á bensínverði 1. september 2000 verð án skatts á 96 oktana bensíni )6,80 , 29,70 29,30 29,00 28,10 27,90 25,50 25,30 23,00 i s ca Belgia Lúxemborg Danmórk j Frakkland | Spánn Þýskaland Bretland I: Fréttir Búnaöarbankans Verbbréf Samkvæmt samanburði á bensínverði í nokkrum Evr- ópulöndum þann fyrsta september kemur fram að bensínverð án skatts er lang- hæst á íslandi en lægst í Bretlandi. Þetta kemur fram í Fréttum Búnað- arbankans Verðbréfa en samanburð- urinn er byggður á gögnum frá Reuters, íslensku olíufélögimum og fjármálaráðuneytinu. Að sögn Reynis Guðlaugssonar, innkaupastjóra hjá Olíufélaginu Skeljungi, eru nokkrar skýringar á því af hverju bensínverð er hærra á íslandi en víða annars staðar i Evr- ópu. Helsta ástæðan er fjarlægð ís- lands frá markaðinum og vegna þess verður flutningskostnaður mun Um 100 metra langur nýlagður kantsteinn við Norðfjarðarveg á Eski- flrði var skemmdur aðfaranótt mið- vikudagsins. Verktakar hjá Fjarðar- byggð höfðu nýlokið við að steypa 20 cm háan kantsteininn með sérstakri kantsteinasteypuvél þegar skemmdar- vargar réðust á blauta steypuna, stigu á hana, spörkuðu í hana og skrifúðu nöfn og fangamörk i hana. Verktakinn lauk við verkið um klukkan 20:30 á þriðjudagskvöldið og telur lögreglan á Eskifirði að skemmdarvargarnir hafi verið á svæðinu um þremur til fjórum tímum síðar. Lögreglan á Eskifirði, sem hefúr málið í rannsókn, biöur fólk sem hef- hærri hér en annars staðar. Þrátt fyr- ir að lönd eins og Þýskaland þurfi að flytja bensín langar leiðir er flutn- ingskostnaður þar ekki eins hár og á Skemmdarverk. Nýlagður kantsteinn var eyöilagöur á Eskifiröi aöfaranótt miðvikudagsins. ur upplýsingar um skemmdarverkin að hafa samband við sig. -SMK íslandi. Hann bendir á að það taki tankskip fimm daga að sigla til Is- lands. „Mörg Evrópulönd eru lika með sínar eigin hreinsunarstöðvar," segir Reynir. Hann segir að nálægð þeirra við markaðinn geri það líka að verk- um að þau geti verið með verðbreyt- ingar á næstum hverju degi. Hefur áhrif Hann segir að í Bretlandi og Nor- egi sé bensínverð einnig í hærri kantinum og megi rekja það til þess að bensínskattar séu mjög háir í þeim löndum en það er hlutfall vörugjalds, bensíngjalds og virðis- aukaskatts. í löndum eins og Spáni, Portúgal og Grikklandi séu bens- ínskattar hins vegar I lægri kantin- um sem leiðir til þess að bensínverð er mun lægra þar. „Smæð markaðarins hér hefur lika mikið að segja því ísland er eins og smáborg í Evrópu,“ segir Reynir. Reynir telur að verðið væri mun hærra hér ef bensínskattinum hefði ekki verið breytt og þá væri lítraverðið yfir 100 krónum. Einn ókosturinn við bensínskattinn sé að hann sé föst tala þannig að ef bens- ínverð lækkar helst hann jafnhár og þar af leiðir að það er kostur þegar verðið er hátt. Reynir segir að erfitt sé að bera saman verð í mismun- andi löndum á eðlilegan hátt vegna ólikra aðstæðna á hverjum stað. Dýrari flutningar Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að íslendingar borgi eitt- hvert hæsta verð sem þekkist í Evr- ópu vegna dýrari flutninga og minna magns. íslenskir neytendur þurfi þannig að borga það dýrum dómum að búa í fámennu og dreifbýlu landi. Þeir þurfa þess vegna að greiða auka- gjald, fyrir utan bensínskatt, upp á rúmlega 60 prósent. „Það er fákeppni á þessum mark- aði hér á landi og því hefur ekki komiö fram verðsamkeppni og það getur verið hluti af skýringunni," segir Runólfur og bætir við að hér séu ekki nema þijú olíufyrirtæki og tvö þeirra séu í ákveðnu samstarfi með eignatengingu þannig að það hái þessum markaði. Að hans mati getur verið erfitt að bera saman verð milli landa og það verði því að koma skýrt fram hvort miðað er við afgreiðslu eða sjálfsafgreiðslu. -MA Mikið reiknað Það vakti talsverða athygli í fréttum um helgina þegar sagt var frá síðustu oliuverðs- hækkunum hér á landi að tilkynnt var um verðhækkun tveggja olíufélaganna en þess getið að verið væri að vinna að útreikning- um hjá einu þeirra varðandi það hversu mikil hækkunin þyrfti að vera. Þetta eiga neytendur án efa auðvelt með að skilja, enda alkunna að hvert olíufélaganna leggur í það mikla og tímafreka vinnu að reikna út olíu- verðshækkanir með nokkurra daga jöfnu millibili. Ekki hvarflar að nokkrum manni að olíufélagið sem átti útreikningana eftir hafi litið á hækk- unartölur hinna fyrirtækjanna, vegna þess að menn vita að þannig vinna menn ekki. Olíufélögin hér hafa ekki samráð um verð, það er einungis ná- kvæmni reiknimeistara þeirra sem veldur því að þau fá alltaf nákvæmlega sömu niðurstöður þegar um hækkanir er að ræða, svo ekki skeikar eyri. Skorað á „Kúta“ Nú er mikið „plottað" um for- ustusætin i hinu nýja landssambandi verkafólks sem stofna á innan tíðar og á örugglega eitt og annað eftir að ganga þar á áður en staða fæst. Eitt af þvi sem menn á landsbyggðinni hafa áhyggjur af er að Flóabandalagsmenn muni leggja undir sig öll forustusætin en því vilja menn ekki una. í Verkalýðsfé- lagi Húsavíkur tóku menn sig til og skoruöu á formann sinn, Aðalstein Baldursson, að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir nýja sambandið. „Kúti“, eins og Aðalsteinn er oft kall- aður af þeim sem hann þekkja, mun ekki hafa svarað opinberlega, enn sem komið er a.m.k. Eskifjörður: Kantsteinn skemmdur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.