Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Skoðun DV Sveinn B. Jónsson nemi: Nei, engum. Hjörtur Eysteinsson nemi: Já, aðallega fótbolta. Skipulagsklúður í Hafnarfirði H.G. skrifar: I Hafnarfirði hefur verið talsvert af svokölluðum grænum svæðum í grennd við miðbæinn og ber þar fyrst og fremst að nefna Hellisgerði sem er vel skipulagður garður og notalegur. En nú ber svo við að grænu svæðun- um hefur fækkað vegna þess sem ég vil kalla skipulagsklúður. Við póst- húsið í Strandgötu var grænn blettur sem kallaður var Thorsplan. Þar var gott að setjast á sólríkum dögum og úða í sig ís. En nú er Thorsplanið far- ið undir banka að því að mér skilst. Einnig var byrjað að róta til i hin- um enda miðbæjarins, nefnilega við Hafnarborg. Á gönguferðum um Hafn- „Það er Ijóst að með ákvörðun sinni um byggingu Hörðu- vallaskóla er bæjarráð Hafn- arfjarðar að viðurkenna að því er illa við þennan vina- lega stimpil sem Hafnarfjörð- ur hefur á sér. “ arfjörðinn var alltaf notalegt að ganga að Hafnarborg, fara þar út á grasblett- inn og horfa á Einarsbúð i fjarska. Eitt af eldri húsum Hafnarfjarðar og skapar verulega notalegt andrúmsloft í umhverfinu. Þar er kominn banki líka. Nú fannst mér gott komið af steypu og húsum á grænu svæðin í Hafnar- firði. En nú er í hámæli deilan um Hörðuvallaskóla sem á að byggja við hlið Sólvangs. Hörðuvallaskóli á að verða enn eitt braggalaga steypu- ferlíkið i anda Ráðhúss Reykjavíkur. Það er ljóst að með ákvörðun sinni um byggingu Hörðuvallaskóla er bæj- arráð Hafnarfjarðar að viðurkenna að því er illa við þennan vinalega stimp- il sem Hafnarfjörður hefur á sér. Ég skora á bæjaryfirvöld í Hafnar- firði að endurskoða afstöðu sína til hins nýja Hörðuvallaskóla. Mér kæmi ekki á óvart þó að honum yrði fund- inn staður í Hellisgerði í ljósi fyrri framkvæmda. Fyigistu með íþróttum? Hrefna Sigurjónsdóttir afgreiöslu- stúlka: Ekki mikið, en ég fylgdist með Ólympíuieikunum. Þóröur Pálmason sjómaöur: Já, þá helst með fótbolta og lítils háttar með körfunni. Aöalgeir Sigurösson bókavörður: Já, eitthvað, helst þá með frjáisum íþróttum. Helgi Davíö Björnsson nemi: Nei, en þó með stórviðburðum. Auðlindanefnd skilar skýrslu - margir vantrúaðir á plaggið „Plaggið verður skúffumat- ur að eilífu og skilar aldrei sátt um auðlindir þjóðar- innar, hvað þá tekjum í rík- issjóð eins og reynt er að halda að almenningi. “ Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Mér sýnast tillögur hinnar svo- nefndu auðlindanefndar ekki vera meiri eða merkilegri en einfalt krataplagg, sem eigi eftir að gufa upp í illvígum deilum innan skamms tíma. í blaðagrein nýlega gerðist ein- hver svo djarfur að eigna plagg þetta framsóknarmönnum. En mér sýnist allt plaggið bera þess vitni, að þar hafi kratar um fjallað mestmegnis, og ráð- ið flestu. Nefndarformaðurinn, fyrr- verandi Seðlabankastjóri, sem enn er nefndakóngur hins opinbera, þrátt fyrir að hafa látið af störfum, hefur líklega talið, að þarna hafi hann reist sér þann bautastein, sem geri honum kleift að setjast loks í helgan stein. Og af þeim viðtökum, sem plaggið hefur fengið hjá auðtrúa og misvitr- um - en umfram allt óhreinlyndum al- þingismönnum - má geta sér til um afdrif nefndarálitsins. Plaggið verður skúffumatur að eilífu og skilar aldrei sátt um auðlindir þjóðarinnar, hvað þá að það eigi eftir að skila tekjum í ríkissjóð eins og reynt er að telja al- menningi trú um. Á tímum eins og nú þegar oll rök hníga að því að eignarhald ríkisins á flestum sviðum sé hverfandi, þýðir lít- ið að halda því að fólki, að náttúru- auðlindir hér á landi séu best komnar í eigu ríkisins að eilifu. Þetta eitt hvetur þjóðina til að gjalda varhug við þeirri álitsgerð sem hin alltum- lykjandi auðlindanefnd þykist hafa sæst á. Kratar, bæði hér á landi og annars staðar, hafa verið þekktir fyr- ir annað en hagræðingu. Þeir hafa átt metið hér á landi, að vera mestu eyðsluseggirnir á almannafé þegar þeir hafa komist að ríkiskassanum. Þetta krataplagg verður því ekki til annars en að framlengja þá úlfúð sem löngum hefur verið i kringum kvóta- lögin. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir hruni í flestum greinum, af ýmsum og óviðráðanlegum orsök- um. Það er því einfaldlega óráð að efna til áframhaldandi óvildar i garð þessa atvinnureksturs með fram komnu plaggi um að galopna fiskimið- in fyrir Pétri og Páli. - Krataplaggið er óundirrituð viljayfirlýsing um áframhaldandi óvissu um íslensk auð- lindamál á láði og legi. Sáttagjörö viö útvegsmenn? Kratapiagg skiptir um hendur. Fjas um ímyndaðan óþverra Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er mað- ur þjóðarinnar. Hann er eins og klettur í hafmu sem ekkert fær haggað, ólíkt Kolbeinsey, sem Gæslan hefur gefist upp á að múra saman. Hall- dór er líka stór og stæðilegur og þá glæsifegastur á velli þegar hann skmlar selskinnsjakkanum sínum fræga. Þvilík dýrðarsjón. Dagfari hefur aldrei getað skilið hvers vegna ríkissyómin er að druslast með brandarakarlinn Davíð í stóli forsætisráðherra. Ætli það væri ekki munur að hafa þar alvöruþrunginn og ábyggileg- an mann sem í þokkabót á talsvert undir sér í kvóta, ef marka má orð Sverris Hermannssonar, frekar en spjátrunginn Davfð. Það er líka unun að hlýða á Halldór, orð hans flæða inn um eyrun eins og lygn og tær bergvatnsá. Þar er heldur ekkert gragg í straumiðunni, heldur ómeng- aður framsóknarboðskapurinn eins og hann gerist best- ur. Svo segir Halldór líka alltaf satt. Þá sjaldan að sann- leikurinn er á skjön við orð foringjans, þá er það ein- vörðungu vegna þess að vondir menn eru að pirra hann. Þannig varð þjóðin vitni að því er Halldór sagði sannleikann um handónýtar skoðanakannanir DV - þær eru nú eitthvað annað en pottþéttu kleinumar hjá mömmu. Að vísu verður það að játast að DV hefur einstöku sinnum giskað á réttar niðurstöður, en hver getur það Fjölmiðlar eru þannig stöðugt að fara með fleipur um stöðu Framsóknar- flokksins. Það er alltaf einhver nei- kvœðni í gangi um að flokkurinn sé á húrrandi niðurleið í vinsældum eins og salmonellusjúklingur með rœpu. ekki? Meira að segja Dagfari hefúr tippað á þijá rétta í getraunum! Fjölmiðlar eru þannig stöðugt að fara með fleipur um stöðu Framsóknarflokksins. Það er alltaf ein- hver neikvæðni í gangi um að flokkurinn sé á húrr- andi niðurleið i vinsældum eins og salmonellusjúk- lingur með ræpu. Grátlegast er að f hóp nöldurseggja sé nú að bæt- ast annars ágætur bóndi frá Höllustöðum. Hann er að blaðra um að meirihluti framsóknarmanna sé á hans bandi í Evrópumálinu. Hvað veit Páll Péturs- son lfka um Evrópumálin? Ekki er það hann sem stendur i orrahríðinni i Brussel. Nei, þar er það kletturinn okkar sem ber af og gnæfir upp úr mann- hafinu eins og Heimaey í suðvestan tuttugu og fimm metrum á sekúndu. Það er líka þetta leiðindanagg sem Dagfari þolir ekki út í okkar ágæta utanríkisráðherra. Sverrir Her- mannsson og viðlíka kumpánar eru sífellt að fjasa um einhvem ímyndaðan óþverra sem þeir vilja klína á Hafldór. Þannig er Sverrir sífellt að staglast á því að fjölskylda Halldórs eigi kvóta. Hvað með það! Dagfari veit ekki betur en fiölskylda Halldórs hafi sjálf stuðlað að þeirri kvótaeign í gegnum einstaka stjómkænsku og snilli Halldórs í pólitíkinni. Kvótaeignin kemur því engum við, þetta er fjölskyldumál og Sverrir ætti að skammast sín fyrir að vera að hrekkja saklaust fólk. Skipulagning Vatnsmýrarinnar Þórhallur skrifar: Svokölluð Flug- vallamefnd, sem skipuð var til að undirbúa at- kvæðagreiðslu Reykvlkinga um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar, tínir nú fram lítt sannfærandi rök kvæðagreiðslunnar. Tafir á úttekt sér- fræðinga o.fl. o.fl. Úttektir sem að miklu leyti em unnar af flugmála- stjóra, ef trúa má blaðafrétt um málið! Óvíst er þvi hvort nokkru sinni verð- ur af þessari kosningu. En að flug- málastjórn sé helsti ráðunauturinn í skipulagningu Vatnsmýrarinnar þýð- ir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli er ekki ætlað að hverfa á næstu árum. Ég ásaka borgarfulltrúa i minnihluta borgarstjórnar fyrir sérstaklega slak- an hlut í málinu. Virðast helst ekki vilja koma nálægt umræðunni, nema til málamynda. « fyrir frestun at Stílalestur á Al- þingi Hildur'Guojónsdóttir skrifar: Þá hafa þing- menn löggjafar- samkomunnar lesið stílana sína í áheyrn þjóðarinnar. Þetta árlega, tuð í kjölfar fjár- lagagerðar í út- varpi og sjón- varpi er orðið til skammar fyrir þingmenn. Þarna standa þeir í pontu eins og skólakrakkar og lesa af blaði það sem þeir hafa fram að færa. Þeir tafsa og muldra af munni fram, næstum ofan í bringuna. Það er ekki reisn sem fylg- ir þessum málflutningi ef málflutning- ur getur þá kallast. Hér áður voru þingmenn sem fluttu mál sitt blaða- laust og af mikilli sniOd. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Ég veit ekki út á hvað þingmenn eru kosnir í dag. Ekki er það út á málflutninginn, það er víst. Frá Alþingi Málflutningur í lamasessi? Sameinað höfuð- borgarsvæði Guðjón Einarsson skrifan Ég er íbúi á höfuðborgarsvæðinu (ekki í Reykjavík þó) og ég er því fylgjandi að öll núverandi sveitarfélög á þessu svæði, sem við stundum köll- um „Stór-Reykjavíkursvæðið“, verði sameinuð undir einni stjórn. Fyrst og um sinn kynni að vera hagkvæmt að halda Mosfellsbæ utan við þá samein- ingu. Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópa- vogur og Garðabær liggja hins vegar svo þétt saman og nýta verulega þjón- ustu Reykjavíkur að þaö er hrein bá- bilja að vinna ekki strax að samein- ingu þessara byggðarkjarna. Allt yrði ódýrara meö þeim hætti, einnig stjórnsýslan með einn borgarstjóra og eina bæjarstjórn. Er olíu eða gas að finna Sigurbjörn Jónsson skrifar: Loksins, loksins er komið að því að einhver rýfur þögnina meö ráðstefnu um hugsanlega olíu i setlögum hér við landið. Landgrunnið og auðlindir þess er yfirskrift á fundi um þessi mál dag- ana 13. og 14. þ.m. og er ráðstefan öll- um opin eins og auglýst er í blöðum. Auðlindir á hafsbotni er einn þáttur- inn sem ræða á þama og olíuleit og ol- íuvinnsla. Er olíu eða gas að finna á íslenskum hafsvæðum? er stærsta spuming okkar íslendinga í dag. Von- andi verður frumvarp tO laga á veg- um iðnaðarráðherra að veruleika fljótlega. IPV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.