Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Skoðun DV Fíkniefnin fiæða inn Aöeins hluti þeirra tekinn. Tvískinnungur þing- manna og ráðherra Hvað finnst þér um kjarabar- áttu framhaldskólakennara? Sólrún Bragadóttir, nemi í MH: Mér finnst þetta frekar leiöinlegt mál. Ég vona aö þetta komi ekki niö- ur á námi. Auöur Ósk Þorsteinsdóttir, nemi MH: Þetta er leiöinlegt mál en skiljanlegt aö þeir biöji um launahækkun. Von- andi hefur þetta ekki áhrif á önnina. Sveinn Friövinsson skrifstofumaöur: Þeir veröa auövitaö aö fá laun sem þeir geta lifaö á. Sigríður Þórhallsdóttir húsmóöir: Þetta er alveg ferlegt og ekki nógu gott. Þetta er farinn aö veröa ársviö- buröur. Snorri Bragason framkvæmdastjóri: Stjórnvöld ættu aö sjá sóma sinn í aö sjá kennurum fyrir sómasamieg- um launum. Ragnhiidur Siguröardóttir umhverfis- fræöingur: Þetta er mjög sorglegt, sérstaklega fyrir börnin. En auövitaö veröa kenn- arar aö fá mannsæmandi laun. Hrafnkell Daníelsson skrifar: Hún er nú orðin útbreidd umræðan um það hvernig ráðamenn þjóðarinnar haga sér gagnvart landsmönnum. Satt best að segja er næsta lítið að marka það sem alþingismenn og ráðherrar segja í málflutningi sínum og flest það sem þeir segjast ætla að gera í mála- flokkum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og atvinnumálum al- mennt og sem lofað hefur verið auknu Qármagni til er svikið. Tökum löggæsluna sem dæmi. Það kostaði ríkið heilar 4 milljónir þegar hinn óhugnanlegi þjóðarleiðtogi Li Peng heimsótti landið i boði ríkisins í sumar. Það fé var greitt af okkur skatt- borgurum. Fé sem átti að renna styrk- ari stoðum undir löggæslu og fíkni- efnavarnir. En vegna þess er nú verið að skerða löggæslu í lögsagnarum- dæmum í landinu, nema á Akranesi. - Þar er bætt við manni og fjárveitingu upp á einhver prósent. Undarleg ráð- stöfun (skyldi þó ekki tengjast heil- brigðisráðherra!). Sigurður Guðmundsson skrifar: Þessa dagana er Rauði kross ís- lands með mikið söfnunarátak undir kjörorðinu „Útrýmum alnæmi í Afr- íku“, og er markmiðið að safna 20 milljónum króna sem veita á til verk- efnisins. Vafalaust leggja margir ein- feldningar málinu lið, í þeirri trú, að framlag þeirra skipti máli - en þó að- allega sér til friðþægingar. Eins og allir vita rekur Rauði kross íslands fyrirtækið íslenskir Söfnunar- kassar, sem byggir á rekstri spila- kassa. Nettótekjur af rekstri spila- kassanna eru umtalsverðar eða um og „Það hefur ekki orðið nein aukning á upplýstum málum þessum í frakt á sjó og í lofti. Auk þess sem allt flýtur í fíkniefnum hér og ekkert mál er að nálgast þau. “ Þetta kemur sérstaklega illa niður á umdæmi Borgarneslögreglunnar, þar sem aðeins eru 5 starfandi lögreglu- menn á 3 vöktum, á svæði sem nær frá Hítará í vestri, Hæðarsteini á Holta- vörðuheiði í norðri, Kaldadal i austri um Húsafell, allar uppsveitir Borgar- fíarðar um Borgarnes að Hvalfjarðar- göngum og upp í Hvalfjarðarbotn - og hafa aðeins tvo bíla til umráða. Hvern- ig á líka svona fámenn lögregla, á svona stóru svæði að geta haldið uppi eftirliti með afbrotum, þ.m.t. fíkniefn- um á svæðinu? Væri ekki nær fyrir þingmenn og ráðherra að hugsa dæmin til enda áður en þeir blaðra og hella ótímbærum yf- „Nettótekjur af rekstri spila- kassanna eru umtalsverðar eða um og yfir 800 milljónir á ári, sem að verulegu leyti hverfur úr landi í hin og þessi og óljós gœluverkefni, sem og í rekstur Rauða krossins, þ.m.t. kostnaðarsamra ferðalaga...“ yfir 800 milljónir á ári, sem að veru- legu leyti hverfur úr landi í hin og þessi og óljós gæluverkefni, sem og í rekstur Rauða krossins, þ.m.t. kostn- irlýsingum yfir almenning og ætlast til að þeim sé trúað? Ljóst dæmi um þetta er þegar utanríkisráðherra staðhæfði nýlega, að upplýstum fikniefhamálum i Leifsstöð hefði fjölgað einhver ósköp á þessu ári. Maðurinn ætti að vita og gera sér grein fyrir að þama er einung- is um smákrimma ræða. Það hefur ekki orðið nein aukning á upplýstum málum þessum í frakt á sjó og í lofti. Auk þess sem allt flýtur í fikniefnum hér og ekkert mál að nálgast þau, og sum efnin orðin tískuvara meðal fram- haldsskólanema og háskólafólks. Það hefur sýnt sig i tölum frá með- ferðarstofnuninni á Vogi, að tilfellum þar hefur fiölgað mikið á undanfömu ári hjá eiturlyfianeytendum. Sem sýnir auðvitað hve auðvelt er að nálgast þessi efni. Þarna kemur til kasta heil- brigðisráðuneytisins að taka á þeim vanda sem hlýst af ofnotkun eiturlyfia. Og þetta er aðeins ein brotalöm í heil- brigðiskerfmu sem þarf að taka á. En þingmenn og ráðherrar halda sig við tvískinnunginn og beita loforðum án þess að efndir fylgi. aðarsamra ferðalaga útvaldra vegna funda erlendis með tilheyrandi dag- peningum og risnu. Með hliðsjón af ofangreindu er augljóst, að fyrrnefnt söfnunarátak er algjörlega ónauðsyn- legt, þar sem Rauði krossinn hefur yfrið fiármagn til átaksins, og þarf ekki að seilast eftir meira fiármagni. Að lokum má nefna, að mikið fiár- magn virðist vanta i heilbrigðisþjón- ustuna hér á landi og margir líða neyð af því. Þess vegna mætti spyrja hvort við höfum ekki meiri skyldur við okkar nánustu? - Eða á kannski að flokka það undir sjálfselsku? Vegaframkvæmdir í Hvalfirði Flutningabílstjóri hringdi: Það verður að segja eins og er, að vegaframkvæmdir þær sem sífellt eru á döfinni í sunnan- verðum Hvalfirði eru engum til gagns, og hljóta að vera til dægrastyttingar ein- hverjum verktakan- um eða þá Vegagerðarinnar sjálfrar. Á meðan allt situr fast og skorið er niður fé til vegaframkvæmda á þétt- býlissvæðum og á helsta þjóðvega- kerfinu er verið að dunda við eitt og annað í Hvalfirðinum. Væri nú ekki ráð að hætta þessum framkvæmdum og taka t.d. til við að tvöfalda ein- breiðar brýr, eða bara hvað sem er, þar sem féð nýtist vegfarendum. Þarna er því kastað á glæ. Óreiða hjá forsetaembætti Ingibjörg Siguraardóttir skrifar: Mér finnst ekki við hæfi að Ríkis- endurskoðun þurfi aftur og aftur að gera athugasemdir við embætti for- seta íslands vegna umframeyðslu. Þetta er ekki nýtt, þvi fyrrverandi for- seti fór sífellt framúr fiárlögum til embættisins. Það afsakar ekki emb- ættið undir núverandi forseta. Fréttir segja frá rokdýrum svítum sem keypt- ar eru fyrir forseta á ferðalögum, og fiárhæðir eru færðar á milli ára til að reyna að koma bókhaldi embættisins i viðunandi horf með tilliti til fiár- heimilda. Síðast las ég í Mbl. að verk- efni hefðu hlaðist upp á árinu 1999, sem fresta varð á árinu 1998 vegna veikinda og fráfalls forsetafrúarinnar! Mér finnst langt gengið þegar skrif- stofa embættisins týnir svona nokkuð tiL En heimsóknir, ferðir og boð for- seta íslands eru orðin að athlægi hins almenna skattgreiðanda hér. Svo mik- ið er víst. Kirkjan á markaðinn Arnar skrifar: Loksins, loksins tekur kirkjan við sér og höfðar til nú- tímans og þess sýnd- arveruleika sem á sér stað í landi okk- ar. Verðbréf og markaðstækifæri eru það sem þjóðin ræðir og hugsar um. Það er því vel til fundið hjá kirkju- höfðingjum, sem ekki sjá það sem þeim ætti að standa næst (vanlíðan þeirra sem minnst mega sín), að skella sér á markaðinn fyrir jólin. Rétt eins og þeir í Holtagörðum hjá IKEA og fleirum. En hvað getur kirkj- an boðið til sölu svo að menn taki virkilega við sér og kaupi? Ég legg til að hún selji alla kaleikana, höklana og skrautið úr kirkjunum, sem oft er líka verið að stela þaðan. Setja þetta á útimarkað á Laugaveginum fyrir framan Kirkjuhúsið. Eða bara í Kola- portið, þar er alltaf gríðarleg sala. Sameining ríkisbankanna Magnús Sigurðsson skrifar: Ég tek fyllilega undir með bréfrit- ara sem sl. mánudag ræðir í DV um sameiningu rikisbankanna. Þetta er nefnilega mjög sterkur leikur hjá rík- isstjórninni. Það væri blóðugt að láta hjá líða að gera þessa tvo banka, Landsbanka og Búnaðarbanka að öfi- ugasta bankanum hér. Ekki til að klekkja á neinum, heldur einfaldlega til að íslenska ríkið haldi sínu sjálf- stæði gagnvart innlendum og erlend- um spekúlöntum. PVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til bjrtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Barist til sigurs Fyrir nokkrum dögum voru tuttugu og fimm ár liðin síöan íslenskar konur flykktust niður í bæ og héldu upp á svokallaðan kvennafrídag. Þá lögðu konur niður störf og tuttugu og fimm þúsund þeirra ráfuðu um bæ- inn með bjánaleg skilti sem á var letrað: Sömu laun fyrir sömu vinnu! Kvennabarátta er mannréttindabarátta! Berjumst til sigurs! og þess háttar innantóm slagorð. Sem betur fer hafa kynbræður Dagfara aldrei tekið mark á slíku fáviskuhjali og þess vegna er þjóðfé- lagið nokkurn veginn við sama heygarðshorn- ið og það var fyrir 25 árum. Enn getum við strákarnir gengið að heitum mat heima hjá okkur á hverju kvöldi og líka gert ráð fyrir því að þurfa ekki sjálfir að hugsa um afkvæmi okkar. Þrifin á heimilinu eru enn fremur í höndum þeirra sem hér um árið byrjuðu að „berjast til sig- urs“. Dagfari getur ekki annað en hlegið þegar hann minnist þeirra daga. Eitt geta þó kynbræður Dagfara þakkað rauð- sokkunum fyrir. Nú vinna konumar líka utan heimilis, svo innkoman hefur aukist til muna. Að vísu er þeim aldrei skömmtuð laun sem eru neitt í líkingu við laun okkar strákanna, en ágætis auka- pening fá þær engu að síður. Þetta gerir það að verkum að við getum minnkað við okkur í vinnu Hver man ekki eftir þeim feitu og ósmekk- legu kerlingum sem sátu og reyktu Camel í eldhúsum og kjöftuðu við vinkonur sínar dagana langa? Þessum kerlingum urðu kynbræður Dagfara að halda uppi árum saman, svo sjaldan sáu þeir út úr augun- um fyrir vinnu. án þess þó að þurfa nokkru sinni að lyfta hendi á heimilinu. Kerlingarófumár hlaupa með krakkana í skólann ‘ á morgnana og hlaupa S'vo i vinnuna, (við þurfum að hafa bílinn upp á bílastyrkinn) hlaupa heim og elda matinn - vaska upp og gera hvaðeina það sem kerlingar gera. Öll þessi hlaup era þeim vitaskuld holl og lífsnauðsynleg, því við eigum blátt áfram heimtingu á að þær séu grannar og líti vel út. Annars ræður þær eng- inn í vinnu og enginn karl endist með þeim til lengdar. Þetta eru breytingar til batnaðar að mati Dagfara. Hver man ekki eftir þeim feitu og ósmekklegu kerlingum sem sátu og reyktu Camel í eldhúsum og kjöftuðu við vinkonur sínar dagana langa? Þessum kerlingum urðu kynbræður Dagfara að halda uppi árum saman, svo sjaldan sáu þeir út úr augunum fyrir vinnu. Þær hugsuðu andskotakomið ekkert um útlitið, leyfðu sér að eignast haug af börnum, eldast og fitna eins og náttúran bauð þeim og lögðu ekki krónu til heimilisins. í dag er gósentíð hins sterkara kyns. Vinnan í lágmarki svo nægur tími er fyrir fótboltann, golfið og briddsið. Þrátt fyrir það streyma peningarnir inn á heimilið og grannar fegurðardísir fara sem stormsveipur um með tuskuna. Fleiri svona kvennadaga, takk. ^ ^ . Átakið gegn alnæmi í Afríku Úr Hvalfiröi. Hús Biskups- stofu á Lauga- vegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.