Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 7
7 MANUDAGUR 9. JULI 2001 DV Fréttir Lesendur Guardian og Observer kjósa uppáhalds Evrópulandið: ísland fær hæstu einkunn Island fær hæstu einkunn ásamt Finnlandi sem uppá- haldsland breskra ferða- langa í Evrópu í atkvæða- greiðslu lesenda dagblaðs- ins The Guardian og systur- blaðs þess, Observer. ísland fær einkunnina 92 eins og Finnland en Finnland fær þó toppsætið og er vin- sælasta Evrópulandið í aug- um breskra ferðamanna. ís- land var ekki á listanum í fyrra. Atkvæðagreiðsla þessi nýtur virðingar innan ferðabransans í Evrópu. Blöðin tvö efna til árlegra ferðaverðlauna og tóku 17 þúsund lesendur þátt í atkvæðagreiðslu árs- ins. Sigurvegarar tóku við verð- launum sínum við athöfn í Amman í Jórdaníu í síðasta mánuði. Sérstök dómnefnd velur listana yfir bestu fyrirtæki í ferðagreininni, en les- endur uppáhaldslandið í Evrópu og uppáhaldslandiö á fjarlægum slóð- um. Lesendur gáfu fjórum þjónustu- atriðum stig. Hægt var að velja um „stórkostlegt - gott - sæmilegt - slæmt“ og stigin voru 3, 2,1 og 0 eft- ir því hvaða einkunn lesendur gáfu. I heildartölu stiga var deilt með tölu seðla sem féllu á tiltekið land og þannig fengin hundraðstala sem The Guardian segir að sé trúverðug einkunn og óumdeild sem slík. „Hér var metfjöldi Breta í fyrra, 40 til 50 þúsund feröamenn, og mik- Anægöir Feröamenn sem hingaö koma bera okkur vel söguna þegar heim kemur, alla vega Bretarnir. il aukning, eða 45%. Við höf- um lagt í mikinn kostnað og markaðsvinnu við að koma landi og þjóð á framfæri. Það hlýtur að gleðja alla þá mörgu sem að hafa staðið að ísland er svo ofarlega í hug- um fólks. Það er ánægjulegt að breskir ferðamenn gefa ferðaþjónustunni okkar svona glæsilega einkunn. Þarna eru gestir sem hafa upplifað ísland sem afar góðan ákvörðunarstað og greinilega erum við á réttri leið í að byggja upp góða þjónustu við ferðamenn," Uppáhaldslandið I Evrópu - tíu vinsælustu löndin Finnland er sigurvegarinn í ár, efst á blaði, og með sömu hundraðstölu og ísland en fleiri tilnefningar. Þétt á eftir koma Sviss, og Noregur, Ítalía og Danmörk. Hér koma fyrstu 10 löndin hjá The Guardian/Observer. í sviga er röðin í fyrra: Röð Land Tilnefningar Hundraöstala 1. Finnland (2) 86 92 2. ísland (-) 52 92 3. Sviss (5) 301 90 4. Noregur (3) 107 90 5. Ítalía (5) 2.213 87 6. Danmörk (6) 134 87 7. Króatía (-) 73 87 8. Tékkland (1) 248 87 9. Svíþjóð (9) 126 86 10. Austurríki (7) 296 85 sagði Magnús Oddsson ferðamála- stjóri í samtali við DV i gær en hann var þá á leiðinni til landsins frá Danmörku. -JBP DV-MYND EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON Loönuþurrkun í Lettlandi Aðalsteinn Árnason (t.v..) og Agnar, samstarfsmaöur hans, meö þurrkaða loönu úr þurrkunarverksmiöjunni. 40-50 Lettar fá vinnu í þurrk- verksmiðju HB DV, AKRANESI:___________________ Verið er að setja upp loðnuþurrk- unarverksmiðju á vegum dótturfyrir- tækis Haraldar Böðvarssonar hf. í Lettlandi. Stefnt er að því að starf- semin hefjist í ágúst eða september og verður loðnan þurrkuð fyrir Jap- ansmarkað. Loðnuþurrkunarverksmiðjan var upphaflega í Sandgerði en ákveðið var að flytja verksmiðjuna til Lett- lands þar sem vinnuafl er ódýrara. Verksmiðjan verður starfrækt undir merkjum dótturfyrirtækisins Baltic Seafood og er hún til húsa í norræn- um iðngarði skammt utan við höfuð- borgina Riga. Þar er Nói Síríus m.a. með framleiðslu fyrir Austur-Evr- ópumarkaðinn. „Við eigum til frysta loðnu til þess að koma starfseminni vel í gang en við reiknum með því að 40 til 50 manns fái vinnu við framleiðsluna fljótlega eftir að verksmiðjan verður gangsett," segir Haraldur Sturlaugs- son, forstjóri Haraldar Böðvarssonar hf., í samtali viö InterSeafood.com. Hann segir að Aðalsteinn Árnason, sem sá um stjórn verksmiðjunnar í Sandgerði, muni veita Baltic Seafood forstöðu. DVÓ/EE VIÐ KYNNUM TIL LEIKS i ADVANCE 32 toita Leikjatölvan Game Boy Advance frá japanska fyrirtækinu Nintendo er loksins komin út á íslandi. Mikil spenna hefur ríkt eftir þessu nýjasta útspili Nintendo, enda er ný tölva frá þeim ævinlega stórfrétt í leikjaheiminum. Stærri skjár • Fleirí litir - betrí grafík • Spilar alla Game Boy leiki '-lí GAME B0Y ADVANCE F-ZER0 GAME B0Y ADVANCE SUPER MflRIO ADVANCE GAME BOY ADVANCE KURUKURU KURURIN Margir leikir væntanlegir Þrátt fyrir að GBA sé komin út er langt í það að vinsældir Game Boy Color séu liðnar. Við eigum fullt af skemmtilegum leikjum fyrir þessa gömlu góðu, sem að sjálfsögðu passa í GB ADVANCE, svo sem POKÉMON - Gull og Silfur. Afsláttarkort, sem tryggir 20% afslátt af öllum GBA leikjum fylgir tölvunni ásamt hressilegum 32 bita bol. BRÆÐURNIR TOLVULEIKIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.