Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001 Fréttir DV Þrír stórbrunar bættir af sama tryggingafélaginu: Kosta Tryggingamiðstöðina 1500 milljónir „Við höfum lent í öllum þessum stóru brunum og það er óhætt að segja að við höfum séð betri daga,“ segir Erlendur Fjeldsted, tjónaskoðun- armaður hjá Tryggingamiðstöðinni. Þrjú fyrirtæki sem tryggðu hjá fé- laginu hafa orðið stórbruna að bráð undanfarið. Fyrsta áfallið varö þegar ísfélag Vestmannaeyja brann og það langstærsta jafnframt. Þar fóru 1200 milljónir í súginn og næst brunnu ís- lensk matvæli í Hafnarfirði, ekki alls fyrir löngu. Tjónið þar er metið á 200 milljónir króna og nú síðast varð hluti rækjuvinnslu Samherja eldi að 80 mllljónir Stórbruninn i Strýtu lenti á Trygg- ingamiöstöðinni. 200 milljónir Stórtjón varö þegar brann hjá ís- lenskum matvælum. Tryggingamiö- stööin borgar. 1200 milljónir Stærsta tjón Tryggingamiðstöðvar- innar var í ísfélagsbrunanum í Vest- mannaeyjum Smáauglýsing ÍDV ER FYRSTA SKREFIÐ... Hringdu núna í síma 550 5000 eða skráðu inn smáauglýsingu á WÍSÍ V.ÍS Ég auglýsti eftir línuskautum og vann Olympus myndavél!!! Sjönvarpsmiðstöðin RAFTÆKJAVERSLUN • SlOUMÚLA 2 • SÍMI SB8 9090 • www.im.is /SUMAR DRÖCUM VIÐ ÚT CLÆSILECA VINNINGA í HVERRI VIKU ‘ Ferðir til London með lágfargjaldafiugfélaginu Co ‘ Grundig útvarpsklukka frá Sjónvarpsmiðstöðinni ’ Olgmpus stafraen myndavél frá Bræðrunum Ormsson ' United ferðatæki frá Sjónvarpsmiðstöðinni ' Tasco kfkir frá Sjónuarpsmiðstöðinni ' Olgmpus diktafónn frá Sjónvarpsmiðstöðinni ' Beko 21 tommu sjónvarp með nikam, textavarpi og veggfestingu frá Bræðrunum Ormsson bráð eftir íkveikju barna. Þar varð skaðinn a.m.k. 80 milljónir. Ekkert óvanalega mörg fyrirtæki tryggja hjá Tryggingamiðstöðinni miðað við hin félögin og því stríðir það gegn öllum líkum hve margir viðskiptavinir fyr- irtækisins hafa brunnið upp undan- farið. Erlendur segir að Tryggingamið- stöðin sé endurtryggð gagnvart svona áföllum en afhroð fyrirtækisins er þó geigvænlegt. Þannig verður fyrirtæk- ið að punga út um 40 milljónum vegna einungis Samherjabrunans eða um 50 prósent af tjóninu. Tryggingamiðstöðin er ekki bara að greiða út tjónabætur heldur versna kjör endurtrygginga einnig. Börnin sleppa Erlendur telur ólíklegt að Trygg- ingamiðstöðin muni höfða endurkröfu á hendur börnunum sém voru að verki 1 Samherjabrunanum enda eru þau varla neinir borgunarmenn. Tryggingafélög bæta alla bruna nema í því eina tilviki þegar eigandi kveik- ir í af ásetningi. Ekki er hægt að krefja foreldra barnanna um greiðsl- ur. „Foreldrar bera ekki ábyrgð á gjörðum barna sinna," segir Erlend- ur. Þá eru brunatryggingar ólíkar bila- tryggingum hvað það varðar að fyrir- tæki þurfa ekki að greiða sjálfsábyrgð við eldsvoða og kjör þeirra breytast ekki, ólíkt bónuskerfinu í bílaheimin- um. -BÞ Öxarf j aröarhreppur: Vilja stytta rjúpnaveiðitímann Sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps hefur beint þeirri beiðni til veiði- stjóraembættisins að veiðitíminn á rjúpu í hreppnum verði styttur um 3-4 vikur og veiði hefjist síðar að haustinu sem styttingunni nemur. Rök sveitarstjórnarinnar fyrir þessari beiðni eru þau að með þessu fyrir- komulagi yrðu minni skemmdir unn- ar á landinu vegna umferðar og um- gengni veiðimanna og þá ætti rjúpna- stofninn einnig meiri möguleika þar sem líkur væru á að snjór væri kom- inn til fjalla þegar veiðarnar byrjuðu. Steindór Sigurðsson, sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi, segir því ekki að neita aö umgengni veiðimanna, sér- staklega á Öxarfjarðarheiði, mætti vera betri. „Það er bölvaður djöful- gangur þarna oft á tiðum og hafa orð- ið miklar skemmdir á jörðinni vegna þess. Menn hafa ætt þarna um allar jarðir á vélhjólum, vélsleðum og jafn- vel jeppum og þess eru jafnvel dæmi að menn hafi staðið aftan á pallbílum utan vegar og skotið á rjúpurnar á fleygiferð. Ég hef ekki séð þetta sjálf- ur en þetta mun vera rétt og er ekkert annað en villimennska," segir Stein- dór. Sveitarstjórnin fékk erindi frá bónda á Melrakkasléttu sem leitaði álits hennar á því að banna allar rjúpnaveiðar á Sléttunni en hún sá ekki ástæðu til að ganga svo langt. „Sveitarstjórnin er hins vegar hlynnt því að stytta veiðitímabilið, það hefur virkilega gengið á rjúpnastofninn og þarna eru fleiri á veiðum, bæði fuglar og ferfætlingar, s.s. refir og minkar," segir Steindór. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.