Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 DV mm wmnrw* HEILDARVIÐSKIPTI 1500 m.kr. Hlutabréf 144 m.kr. Húsbréf 430 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ; O Grandi 50 m.kr. íslandsbanki 35 m.kr. Kaupþing 30 m.kr. MESTA HÆKKUN . O Flugleiðir 4,3% O Eimskip 4,2% O Landsbankinn 3,0% MESTA LÆKKUN OMP-Bio 5,3% QBúnaðarbankinn 2,5% Okaupþing 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1044 stig - Breyting o 0,23 % Bullandi vand- ræði hjá SAS Hagnaður SAS-flugfé- lagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam einungis 220 milljóna danskra króna hagnaði, þ.e. rúmum 2,5 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 765 m. d.kr. hagnað sama tímabU í fyrra. Slakt uppgjör kemur i kjölfar hneykslis- máls þess eðlis að Uugfélögin SAS og Maersk Air hafi haft með sér ólöglegt samráð um verðmyndum á markaði. Fjármálaskýrendur í Danmörku höfðu spáð 496 m. d.kr. hagnaði og því er afkoma SAS langt undir vænting- um. Ofan á þetta hafa forráðamenn SAS tilkynnt að áætlanir ársins 2001 varðandi aíkomu muni ekki standast. Hingað til hefur SAS reiknað með afkomu sem væri „töluvert betri en á undanförnum árum“ en nú er búist við að hagnaður verði lægri en þær 1.235 mUljónir sænskra króna sem raunin varð á árinu 2000. Velta SAS jókst um næstum 4 miUjarða sænskra króna miUi ára, í 25,9 miUjarða. Hlutabréf í SAS hafa lækkað í dag um 4.5 sænskar krónur hluturinn, niður I 84.5 krónur hluturinn. 25% samdráttur hjá Cisco Sala Cisco á fjórða ársfjórðungi reikningsárs félagsins dróst saman um 1,4 miUjarða doUara frá sama tíma árið áður, eða um 25%. Afkoma félags- ins á tímabilinu var þó i samræmi við væntingar markaðsaðUa. Fyrr í ár gaf Cisco út afkomuvið- vörun og í kjölfar hennar lækkuðu markaðsaðUar spár sínar um veltu og afkomu fyrirtækisins. Á fjórða árs- fjórðungi reyndist hagnaður á hvern hlut í félaginu vera 2 sent en var 16 sent á sama tímabili í fyrra. AUs nam hagnaður tímabUsins 163 miUjónum doUara en var 1,2 miUjarðar í fyrra. Sala var aUs 4,3 mUljarðar dollara á móti 5,72 mUljörðum árið áður. John Chambers, forstjóri Cisco, tel- ur að enn sé botninum ekki náð og gerir ráð fyrir áframhaldandi sam- drætti í bandarísku efnahagslífi f efnn til tvo ársfjórðunga tU viðbótar. GENGK) í. ; KAUP SALA BBlDollar 97,870 98,370 r.SPund 138,970 139,680 1 ^ÍKan. dollar 63,750 64,150 : SSjoönsk kr. 11,6470 11,7110 fife.Norsk kr 10,8700 10,9300 SíSsænsk kr. 9,4550 9,5070 9Sn. mark 14,5769 14,6644 (_íjFra. franki 13,2128 13,2922 riiBalg. franki 2,1485 2,1614 j j Sviss. franki 57,5900 57,9000 ;£3hoII. gyliini 39,3292 39,5655 ^Þýskt mark 44,3137 44,5800 it. líra 0,04476 0,04503 1 *. jAust. sch. 6,2986 6,3364 FjPort. escudo 0,4323 0,4349 i ‘ jSpð. peseti 0,5209 0,5240 [®3jap. yon 0,79260 0,79730 CJírskt pund 110,048 110,709 SDR 123,5800 124,3300 1 Hecu 86,6700 87,1908 Viðskipti Umsjön: Viöskiptabla&iö Hagnaður Bakkavar- ar Group 64 milljónir - töluvert umfram áætlanir félagsins Hagnaður af reglulegri starfsemi Bakkavör Group hf. fyrir skatta nam 64 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2001, saman- borið við 39 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Reiknaðir skattar félagsins á tímabilinu nema 16 milljónum króna og er hagnaður eftir skatta því 48 miUjónir króna, samanborið við 24 milljónir króna á síðasta ári. Þessi hagnaður er nokkuð um- fram áætlun, sem gerði ráð fyrir 33 miUjóna króna hagnaði eftir skatta á tímabilinu. Enginn söluhagnaður eða sölutap var hjá félaginu á tíma- bilinu. Breyting hefur verið gerð á reikningsskilum þannig að gengis- tap á erlendum lánum sem tengjast erlendum eignum er fært yfir eigið fé á móti gengishagnaði vegna þess- ara erlendu eigna. Gengishagnaður erlendra eigna umfram gengistap er 54,3 miUjónir sem kemur til hækk- unar eigin fjár. Rekstrartekjur jukust um 63% Bakkavör Rekstur Bakkavarar Group hf. hefur gengiö mun betur þaö sem afer árinu en áætlanir félagsins geröu ráö fyrir. Rekstrartekjur Bakkavör Group hf. hafa aukist verulega á miUi ára. Þær námu 1.824 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en voru 1.119 miUjónir á sama tímabili í fyrra. Nemur aukningin 63% á miUi ára. Hluta þessarar aukningar má rekja tU kaupa félagsins á breska fyrirtækinu Wine & Dine Ltd í októ- ber á síðasta ári en innri vöxtur fé- lagsins var 15% á tímabUinu. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 215 miUjón- ir króna sem er um 12% af rekstrar- tekjum. Það er svipað hlutfaU og árið áður. Rekstur Bakkavör Group hf. hef- ur gengið mun betur það sem af er árinu en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Skýrist það einkum af meiri sölu hjá dótturfélögum Bakka- vör Group hf. en ráð var fyrir gert og auknum samlegðaráhrifum miUi dótturfélaga Bakkavör Group hf. Þá hafa áform og áætlanir í tengslum við kaup Bakkavör Group hf. á breska fyrirtækinu Wine & Dine Ltd., í október sl., sem framleiðir Kaupþing spáir 0,15% verðhjöðnun í ágúst Kaupþing spáir 0,15% lækkun á visitölu neysluverðs á miUi júlí og ágúst sem samsvarar um 2% verð- hjöðnun á ársgrundveUi. Gangi spá- in eftir hefur vísitalan hækkað um 7,45% síðustu 12 mánuði. í ágúst- mánuði er vanalega verðhjöðnun og orsakast það fyrst og fremst af sum- arútsölum. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra lækkaði vísitala neysluverðs um 0,5%. Helstu forsendur spárinnar eru að verð á bensíni lækkaði um 4% um mánaðamótin. Hefur lækk- unin um 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Ástæður lækk- unarinnar er lækkun heimsmark- aðsverðs og lækkun á gengi dollars. Gert ráð fyrir að matvara hækki nokkuð en að hækkanir vegna veik- ingar krónu séu að mestu yfirstaðn- ar. Verð á tóbaki hækkaði um rúm 3% og einnig hækkaði verð á síma- og póstþjónustu um 4 til 5%. Útsölur hafa umtalsverð áhrif á spána og þá sérstaklega útsala á föt- rnn og skóm og má gera ráð fyrir að vísitöluáhrifm séu á bilinu 0,4 til 0,5% til lækkunar. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á öðrum innfluttum vörum, eru það tvenns konar áhrif sem togast þar á, annars vegar út- söluáhrif og hins vegar síðbúnar hækkanir vegna lækkunar gengis- visitölunnar. Almennt er gert ráð fyrir að verð á þjónustu hafi hækkað í mánuðin- um og helsta orsök þess eru óbein áhrif vegna lækkunar gengisvísitöl- unnar mánuðina á undan. Krónan hefur styrkst að undan- förnu og bendir flest til að undan- gengin veiking krónunnar sé að mestu komin fram í verðlagi og þar með taki að draga úr verðbólgu- þrýstingi. Fá efnahagsleg rök mæla með frekari veikingu frá því sem nú er og vöruskiptajöfnuður á fyrri árshelmingi gefur tilefni tU bjart- sýni. ferskar salatsósur (e. Salat dress- ings), gengið að fullu eftir. Gert er ráð fyrir EBITDA 645 milljónir Eigið fé Bakkavör Group hf. hef- ur aukist verulega frá síðustu ára- mótum. Það kemur að mestu leyti til vegna útgáfu nýs hlutafjár sem boðið var út í mars sl. Hlutafjárút- boðið, sem Kaupþing hf. hafði um- sjón með, skilaði Bakkavör Group hf. 942 milljónum króna og var eig- ið fé félagsins þann 30.6. sl. 2.183 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins hefur því hækkað verulega á þessu ári, er nú 39% en var 24% um síðustu áramót. Heildareignir fé- lagsins voru þann 30.6. sl. 5.575 milljónir króna og höfðu aukist um 285 milljónir króna frá áramótum. Samkvæmt rekstraráætlun yfir- standandi árs, sem birt var i mars sl., var gert ráð fyrir að velta félags- ins yrði 4.322 milljónir króna og að hagnaður eftir skatta yrði 251 millj- ón króna. Þar var gert ráð fyrir að hreint veltufé frá rekstri yrði 455 milljónir króna og EBITDA yrði 645 milljónir króna. Sem fyrr myndast ávallt langstærsti hluti hagnaðar Bakkavör Group hf. á síðasta árs- fjórðungi ársins. Þess má geta að frá því að Bakkavör Group hf. var skráð á Verðbréfaþing íslands hafa allar áætlanir fyrirtækisins staðist. Rekstur Bakkavör Group hf. fer nú fram í sjö þjóðlöndum, íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Póllandi, Þýska- landi, Frakklandi og Chile og eru starfsmenn félagsins nú 360 talsins. FACOM-Plastbakkar Öruggur staður fyrir fyrir öll uerkfæri facom verktærin, ’ og allt á sínum staðl ..það sem fagmaðurinn notar! Ármúli 17, IOB Reyhfavík Síml: 533 1334 fax: 5EB 0433

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.