Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 PV__________________________________________________ Útlönd Peres reifar nýjar hugmyndir um frið Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, segist hafa heyrt nýjar hugmyndir um friðarferli í Mið-Austurlöndum á fundi með Shimon Peres, ísraelskum kollega sínum, í gær. Hvorki Fischer né Peres vildu tjá sig efnislega um hugmyndirnar en ísraelsk dagblöð greindu frá því að þær gengju út á staðbundið vopna- hlé á þeim svæðum þar sem mest ró hefur ríkt í 11 mánaða átakalotu Palestínumanna og Israela. Fischer hitti Peres i Tel Aviv eft- ir viðræður við egypska utanríkis- ráðherrann Ahmed Maher í Kaíró. Hann varaði við að binda of miklar væntingar við hugmyndir Peresar en tíundaði jafnframt mikilvægi þeirra. „Við höfum mikinn áhuga á hugmyndum Peresar utanríkisráð- herra. Við teljum ástandið krefjast nýrra og skapandi hugmynda," sagði hann fyrir hönd Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Palestínumenn taka fremur fá- Sameinuöu jþjóðirnar í Libanon Afar ólíklegt verður að teljast að Öryggisráð SÞ muni samþykkja að senda eftirtitsmenn til ísraels, í trássi við þarlend yfirvöld og með neitunarvald Bandaríkjanna yfir höfði. Myndin sýnir indverska eftirlitsmenn SÞ í Suður-Lí- banon, skammt frá ísraelsku landamærunum. lega í friðarvilja Peresar og tala um áróðursbragð. Nokkrir leiðtogar þeirra, þar á meðal Yasser Arafat, vilja þó halda möguleikanum á við- ræðum við Peres opnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði í gær um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrsta skiptið í 5 mánuði. Rætt var um að senda al- þjóðlegt eftirlitslið til Israels. Um- ræðan strandaði á því sama og sið- ast, hvorki Bandaríkjamenn né ísra- elar vildu sætta sig við eftirlitsliðið. Palestínumenn, með stuðningi Arabaríkja, hafa margítrekað bón um að fá alþjóðlega vernd gegn ísra- elsher. Meira en 550 Palestinumenn hafa verið drepnir í átökum síðustu mánaða, á móti 150 ísraelum. Nass- er al-Kidwa, helsti fulltrúi Palest- ínumanna hjá SÞ, sagði Öryggisráð- ið bera hluta af ábyrgðinni á ofbeld- inu. Hefðu þeir unnið starf sitt og gripið til aðgerðanna til að vernda Palestínumenn væri staðan ekki sú sem hún er í dag. Mótmælarakstur í Zimbabwe Hvítir bændur í Zimbabwe hafa verið tregir að gefa eftir land til svartra. Svartir vilja land frá hvítum Svartir bændur í Namibíu, sem fara fram á aukið landrými sér til handa, eru orðnir óþolinmóðir vegna seinagangs hvítra fram- leiðslubænda við að láta þeim eftir land og hafa bent á að sama ástand gæti skapast þar í landi og í Zimbabwe, en þar tóku innfæddir málin í sínar hendur með stuðningi stjórnvalda. Mikil vöntun er á ræktunarlandi í landinu og er talið að um 243 þúsund svartir bændur krefjist aukins landrýmis frá þeim hvítu sem eru rúmlega 4000 talsins. Breti í Makedóníu Höfuðsmaðurinn Gareth Hicks úr flugsveit breska hersins í Makedóníu gengur með tveimur albönskum upþreisnar- mönnum í þorpinu Nikustak sem Albanar náðu á sitt vald í átökum við makedónska herinn í sumar. Reiknað er með að Nató tilkynni ákvörðun sína í dag um hvort 3500 manna afvopnunarsveit veröi send til landsins. Nílarveira til Kanada Nílarveiran, eða „West Nile vir- us“ eins og hann kallast á ensku hefur fundist í sýnum úr tveimur fuglum, kráku og bláskaða, sem fundust dauðir í Ontario í Kanada. Veiran fannst við fyrstu rannsókn og eru prufurnar nú til frekari rannsóknar hjá smitrannsóknar- stofnun í Winnipeg. Krákan fannst í nágrenni landa- mærabæjarins Windsor í byrjun ágúst, en bláskaðinn í nágrenni Tor- onto, þannig að virusinn gæti hugsan- lega verið útbreiddur á stóru svæði. Þetta mun í fyrsta skipti sem hann finnst í Kanada, en hann þrífst aðal- lega í fuglum, en getur borist í menn við bit moskítóflugunnar sem einnig legst á fugla. Vírusinn leggst misjafn- lega þungt á menn, en veldur í flestum tilfellum vægum flensueinkennum en getur þó í fáum tilvikum orðið mjög skæður og þá valdið slæmum bólgum í heila og mænu. Þó enn hafi ekki fundist smit í fólki í Kanada hafa þarlend heilbrigðisyfir- völd varað fólk í suðvesturhluta Ont- ario við þessum vágesti og hvetur þaö til að varast moskítóbit með öllum ráðum. „Nilarvírusinn getur verið mjög skaðlegur og jafnvel valdið dauða, þannig að við erum við öllu búin,“ sagði Dr. Allen Heiman, yfirmaður Windsor-Essex heilbrigðisstofnunar- innar i Ontario. „Við höfum ástæðu til að ætla að veiran hafi borist hingað en þó í mjög litlum mæli. Því ber að fara að öllu með gát,“ sagði Heiman. „Nílarveiran, sem var fyrst upp- götvuð á bökkum Nílar á þriðja ára- tugnum, hefur nýlega valdið dauða níu manns í Bandaríkjunum í tilfell- um sem upp komu i New York árið 1999. Þar munu um 8000 manns hafa smitast, en um 1700 þeirra veikst. Síð- an er vitað um eitt tilfeOi í Norður- Ameríku þar sem grunur leikur á að veiran hafi valdið dauða konu sem lést eftir moskítóbit nú í byrjun ágúst. Fýluferö til Kabúl: Véstrænir sendi- menn reknir úr landi Þrír vestrænir sendimenn, frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ástralíu, sem dvalið hafa í heila viku í Kabúl í Afganistan, vegna handtöku átta vestrænna hjálpar- liða þar í landi, eru komnir aftur til síns heima eftir að hafa mistekist að semja við stjórn talebana um laus þeirra. Hjálparliðarnir eru sakaðir um að boða kristna trú, en sam- kvæmt íslamskri trú eru önnur trú- arbrögð á bannlista í Afganistan og því voru mennirnir handteknir af hinum heittrúuðu talebönum. Samningamennirnir fengu ekki að hitta fangana, þar sem rannsókn á meintum sökum þeirra var ekki lokið og á endanum fengu þeir ekki framlengt dvalarleyfi í landinu og þeim því vísað úr landi. Vestrænn sendimaöur í Kabúl Einn vestrænu sendimannanna ræðir við fréttamenn eftir að hafa verið neitaö um landvistarleyfí. Víð leitum að almennum starísmönnum sem og vaktstjórum í auka* og fulla vínnu. Störíín felast fyrst og fremst í þjónustu víð kúnna, afgreiðslu á kassa, áfyífíngum og fl. Að aukí er míkíl ábyrgð fólgín í vaktstjórastaríínu þar sem hann er ábyrgur fyrír verslunínní í fjarveru verslunarstjóra. Bæði störfín eru mjög f jölbreytt og kref jandi en míklír möguleikar eru á starísþróun fyrír réttu aðílana. 10-11 býður upp á samkeppnishæf laun og ýmis frfðíndi. Umsækjendur þurfa að vera ábyrgír, þjónustulundaðír og vinnusamir. Lágmarksaldur fyrír almennan starfsmann er 18 ár en 20 ár fyrír vaktstjórastöðu. Um vaktavinnu er að ræða. Upplýsingar um störfín gefa verslunarstjórar á staðnum en þar lígaja einnig atvinnuumsóknir fyrir. Eínnig er nægt að sækja um á netinu www.10-11 .ís. 10-11 erungt og framsækiö fyrirtæki í ömm vexti. Það rekur nú 22 verslanirog þar af eni 17 á höfuðborgarsvsðinu. Velgengni sína þakkar fyrírtakið m.a. starfsfófki sínu, því er slfð lögð áhersla á að goU fóUr veljíst til starfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.