Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 22
26 2 £S>í* íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ Benedikta Bjarnadóttir, Öldugötu 6, Reykjavík. Hlísabet Magnúsdóttir, 'tleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára_________________________________ ialla Bjarnadóttir, rjarnarmýri 27, Seltjarnarnesi. iögnvaldur Jóhann Sæmundsson, tríuhólum 4, Reykjavík. 30 ára_________________________________ Leó Guðbrandsson, Núpalind 2, Kópavogi. Sigurður Jónsson, Freyjugötu 46, Sauöárkróki. Hann verður að heiman. 70 ára ________________________________ Högni Jensson, Túngötu 19, Sandgerði. 60 ára_________________________________ Einar Jóhannsson, Grænumýri 16, Akureyri. Hörður Hagelund Guðmundsson, Hnjúkaseli 8, Reykjavík. Steinunn Bjartmarsdóttir, Hraunbæ 194, Reykjavik. 50 ára_________________________________ Bergný Hanna Guðmundsdóttir, Brúnastöðum 75, Reykjavík. Erling Einarsson, Efstahrauni 27, Grindavík. Erna Elísabet Jóhannsdóttir, Kambaseli 3, Reykjavík. Guðbjörg S Guðjónsdóttir, Fannafold 156, Reykjavík. Hannes Jónsson, Reykjavík. Heiörún Guðmundsdóttir, Suðurbraut 6, Hafnarfirði. Indriði Arnórsson, Búðasíðu 6, Akureyri. Kristrún Pálsdóttir, Álakvísl 43, Reykjavík. Linda Rós Michaelsdóttir, Fannafold 142, Reykjavík. Oddrún Kristjánsdóttir, Barónsstíg 80, Reykjavík. Rúnar Karlsson, Hringbraut 78, Hafnarfirði. Sigrún Guðmundsdóttir, Suðurgötu 82, Hafnarfiröi. Sigurður Friðþjófsson, Nönnustíg 6, Hafnarfiröi. Þorvaröur Hjaltason, Laufhaga 13, Selfossi. 40 ára_________________________________ Gitta Krichbaum, Kjóahrauni 4, Hafnarfirði. Gígja Karlsdóttir, Unnarbraut 32, Seltjarnarnesi. Guðrún Þórarinsdóttir, Kjarrmóum 11, Garðabæ. Jón Trausti Bragason, Klausturhvammi 22, Hafnarfirði. Magnea Ingólfsdóttir, Öldugranda 9, Reykjavík. Wladyslaw Leper, Háholti 17, Akranesi. Andlát Óskar Júníusson, Teigaseli 5, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Víði- nesi föstudaginn 10. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Steinunn Sighvatsdóttir Roff lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu, fimmtudaginn 16. ágúst. Ingimar Urban, Barmahlíð 49, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aöfaranótt fimmtudagsins 9. ágúst sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Samúel Ó. Steinbjörnsson, Heiöargerði 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni föstudagsins 17. ágúst. IJrval -960síðuráári- fróðleikur og skemmtun sem lifír mánuðum og árumsaman ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 I>v Pálmi Matthíasson sóknarprestur Pálmi Matthíasson, sóknarprest- ur í Bústaðaprestakalli, Kjalarlandi 8, Reykjavík, er 50 ára í dag. Starfsferill Pálmi fæddist á Akureyri 21.8. 1951. Hann varð stúdent frá MA 1971 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1977. Pálmi starfaði í Lögreglunni á Akureyri og síðan hjá Rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík og RLR sumrin 1973-77, var sóknarprestur í Melstaðarprestakalli 1977-81, sókn- arprestur í Glerárprestakalli á Ak- ureyri 1981-89 og er sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá 1989. Þá stundaði hann dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu 1982-89. Pálmi sat í stjórnum Æskulýðsfé- lags Akureyrarkirkju, Ungtempl- arafélagsins Fannar á Akureyri, ÍBA 1967-70 og var formaður um skeið, Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti 1979-89, í kjara- nefnd Prestafélags Islands 1979-82, var formaður Frjálsíþróttaráðs Ak- ureyrar, formaður Iþróttabandalags Akureyrar 1989, í dómaranefnd, landsliðsnefnd og nú í stjórn HSÍ, í héraðsnefnd Reykjavíkurprófasts- dæmis frá 1991, formaður Neyðar- sjóðs Styrktarfélags krabbameins- sjúkra bama frá stofnun félagsins. Fjölskylda Pálmi kvæntist 12.10. 1974 Unni Ólafsdóttur, f. 9.6. 1954, kennara og verslunarmanni. Foreldrar hennar eru Ólafur Jóhannesson, fv. fram- kvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, og Borghildur Kjartansdóttir kjóla- meistari. Dóttir Pálma og Unnar er Hanna María, f. 25.9. 1975, viðskiptafræð- ingur. Eiginmaður hennar er Davíð Freyr Oddsson, f. 26.11. 1974, guð- fræðingur og ráðgjafi hjá Mannafli. Bræður Pálma eru Stefán Einar, f. 4.5. 1958, doktor í æðaskurðlækn- ingum við Landspítalann í Foss- vogi; Gunnar Rúnar, f. 4.4. 1961, sjúkrahúsprestur við Landspítal- ann. Foreldrar Pálma: Matthías Ein- arsson, f. 10.6.1926, fv. lögregluvarð- stjóri á Akureyri, og k.h., Jóhanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fv. fulltrúi. Ætt Matthías er sonur Einars, vél- stjóra í Grenivík, bróður Jakobínu, ömmu prestanna Jóns Helga í Lang- holtsprestakalli og Péturs í Laufási Þórarinssona. Önnur systir Einars var Anna, amma séra Kristjáns Vals, fv. rektors í Skálholti, og Björns, skólastjóra á Grenivík, Ing- ólfssona. Önnur systir var einnig Bjamey, amma Jóns Pálssonar guðfræðings og framkvæmdastjóra Biblíufélags- ins. Einar var sonur Guðbjarts í Sælandi á Grenivík Bjarnasonar og Sigríðar Bjarnadóttur. Móðir Matthíasar var Guðrún, systir Hermanns menntaskólakenn- ara, foður Stefáns borgarverkfræð- ings. Guðrún var dóttir Stefáns, út- vegsbónda á Miðgörðum á Greni- vík, Stefánssonar, og Friðriku, syst- ur Jóhanns, afa Jóhanns Konráðs- sonar söngvara, föður Kristjáns óp- erusöngvara. Friðrika var einnig systir Aðalheiðar, móður Fanneyj- ar, móður Kristjáns Jóhannssonar. Bróðir Fanneyjar er Hákon Odd- geirsson óperusöngvari en systir Fanneyjar er Agnes, móðir Magnús- ar Jónssonar óperusöngvara. Frið- rika var dóttir Kristjáns, b. á Vé- geirsstöðum í Fnjóskadal, Guð- mundssonar, og Lísibetar Bessadótt- ur, b. í Skógum, Eiríkssonar, bróð- ur Guðlaugs, langafa Halldórs, föð- ur Kristínar alþm. Jóhanna María er dóttir Pálma, útgerðarmanns á Akureyri, bróður Sigríðar, ömmu Ólafs Friðriks Magnússonar, læknis og borgarfull- trúa í Reykjavik. Pálmi var sonur Friðriks, b. og hreppstjóra í Arnar- nesi, Guðmundssonar, b. á Jódísar- stöðum, Guðmundssonar, bróður Halldórs, langafa Sigurðar Guð- mundssonar vígslubiskups. Annar bróðir Guðmundar var Helgi, langafi séra Birgis Snæbjömssonar. Móðir Guðmundar var Helga Jóns- dóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jónassonar á Hrafnagili. Móðir Friðriks var Sigríður, systir Guðrúnar, langömmu Sigurgeirs, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Móðir Jóhönnu Maríu er Guðrún, systir Friðriku, móður Þorkels og Friðriks Guðbrandssona lækna og systir Guðjóns, föður Hermanns siglingamálastjóra. Guðrún er dótt- ir Jóhannesar, smiðs í Litla-Laugar- dal í Tálknafirði, Friðrikssonar, og Guðbjargar Vagnsdóttur. Móðir Guðbjargar var Þorbjörg Kristjáns- dóttir. Móðir Þorbjargar var Guð- björg, systir Matthíasar, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Guðbjörg var dóttir Markúsar, prests á Álftamýri, Þórðarjonar, ættfóður Vigurættar- innar, Ólafssonar, ættfóður Eyra- rættarinnar, Jónssonar. Pálmi tekur á móti gestum í Safn- aðarheimili Bústaðakirkju milli kl. 17 og 20 í dag ásamt eiginkonu sinni Unni Ólafsdóttur. Merkir íslendingar Alfreð Andrésson Alfreð Andrésson leikari var fæddur þann 21. ágúst 1908 og hefði því orðið 93 ára í dag hefði hann lifað. Foreldrar Alfreðs voru Andrés Nielsen, verkamaður í Reykjavík og kona hans, Guðný Jósefsdóttir, frá Uppsölum í Flóa. Árið 1927 lauk Alfreð prófi frá Verzlunarskóla íslands og vann eftir það sem verslunarmaður í Reykjavík, lengst af hjá 0. Johnson og Kaaber. Þegar Alfreð var 23 ára bauðst honum að leika lítið hlutverk á leiksviði. Þetta litla hlutverk breytti lífi hans því hann varð fljótt einn vinsælasti leikari landsins og án efa vinsælasti gamanleikarinn á sínum tíma. Alfreð fór einnig í ferðlög um landið til að skemmta landsmönnum með kímnigáfu sinni. Alfreð lék bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu auk þess að leika hjá Fjalakettinum og Bláu stjömunni. Árið 1947 lagði hann land undir fót og hélt til Danmerkur í leiklistarnám. Alfreð þótti vera snillingur í túlkun umkomúleysingja sem vom leiksoppar annarra. Hann hafði mjög sterka nærveru, tjáningarríkt andlit og sérstaklega gott tímaskyn. Meðal eftirminnilegustu hluverka hans eru úr leikritum á borði við Maður og kona, Piltur og stúlka, Eftirlitsmaðurinn og Græna lyftan. Eiginkona Alfreðs var Inga Þórðardóttir. Hann lést langt um aldur fram árið 1955. Jón Erlendur Hjartarson, Austurbergi 18, Reykjavík, verður jarösunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Suðurlands og/eöa Krabbameinsfélag íslands. Minningarathöfn um Baldur Sigurjóns- son, organista og trésmíöameistara frá Þingeyri, Dýrafirði, síðast búsettan á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður í Akraneskirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 14. Útför hans veröur gerð frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 14. * £-&**3g**»r /.' Mundu 15% afsláttinn þegar þú greiðir með korti EUROCARD Masíerj VISA SEJ? 'A ■V.. DV Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍV.ÍS 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.