Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 Tilvera lí f iö Tónleikar á ísafirði Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Isafjarðarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst, kl. 20.30. Á efnisskránni, sem er afar fjölbreytt, eru lög eftir Schubert, Sibelius og aríur eftir Verdi, auk margra alþekktra laga eftir íslensk tónskáld. Kristinn Sigmundsson er tvímælalaust einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hann hefur nú um árabil verið upptekinn við söng við mörg af stærstu óperuhúsum heims. Hann gefur sér þó alltaf tíma inn á milli til að gleðja landann með söng. Með Kristni nú eins og jafnan áður er píanóleikarinn Jónas Ingimundar- son. Böli SANTIAGO Á KRINGLUKRANNI Hljómsveitin Santiago leikur í kvöld kl. 22.00 Hljómsveitin flytur að mestu frumsamið efni. Góðir textar, vandaður flutningur og melódísk músík er aðall sveitarinnar. Frítt inn. Djass DJASS A VIPALIN Hljómsveitilí Leynifjelagið ætlar að sjá um að skemmta gestum Vídalíns í kvöld. Þaö verður djassaður fimmtudagur sem drengirnir bjóöa upp á og eru allir hvattir til að mæta. TUBORGDJASS í DEIGLUNNI A níunda og loka-Tuborgdjassi í Deiglunni í kvöld, kl. 21.30, verður gítarleikarinn víðþekkti, Paul Weeden, sérstakur heiöursgestur og aöalhljóðfæraleikari kvöldsins. Það fer vel á því að Ijúka vel heppnuöu djasssumri í Deiglunni með þessum síunga öðlingi akureyrsks og íslensks djasslífs. Þegar Paul kom fyrst til Islands 1982 sló hann í gegn á Akureyri og annars staðar, bæði meö frábærum gítarleik og námskeiðum sem hann kenndi á vítt og breitt um landið. Klassík TONLEIKAR I SALNUM I KOPAVOGI Atónal-hópurinn heldur tónleika í Salnum j Kópavogi í kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru tón- og myndverk eftir unga listamenn, m.a. Aka Ásgeirsson, Huga Guðmunds- son og Egil Sæbjörnsson. Atónal- hópurinn er skipaður níu tónlistarmönnum. Þeir eru Berglind María Tómasdóttir, flauta, Kristín Marla Gunnarsdóttir, klarinett, Snorri Heimisson, fagott, Valgerður Ólafsdóttir, víóla, Hanna Loftsdóttir, selló, Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son, bassi, Jón Guömundsson, gítar, Hlynur Aðils Vilmarsson, slagverk, og Áki Ásgeirsson, trompet og tölvur. Miðaverð er kr. 1500 og kr. 1000 gegn framvisun stúdentaskírteinis. Kvikmyndir FRÚMSVNING HJÁ FILMÚNDÍ Að þessu sinni frumsýnir Filmundur myndina Cradle Will Rock frá 1999 þar sem hinn góðkunni leikari, Tim Robbins, leikstýrir og skrifar handrit, en hann er nú í hlutverki leikstjórans og handritshöfundarins í þriðja sinn. Fjóldi frábærra leikara fer meö hlutverk í myndinni og nægir að nefna systkinin Joan og John Cusack, Bill Murray, Vanessu Redgrave, Susan Sarandon, John Turturro og Emily Watson. Cradle Will Rock verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld, kl. 22.30, og endursýnd mánudagskvöldið 27. ágúst á sama tíma. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Coldplay _________DV í Höllinni Breska rokksveitin Coldplay hélt í gærkvöldi tónleika i Laugardals- höllinni sem margir höfðu beðið eft- ir með talsverðri eftirvæntingu. Hljómsveitin hefur vakið verðskuld- Chris Martin í ham Chris Martin, söngvari, gítarleikari og hljómborösleikari Coldplay, lék á alsoddi á sviðinu og hreif salinn með sér. aða athygli á undanfornum misser- um og eru miklar vonir bundnar við hana jafnt af poppfræðingum sem leikmönnum. Sviðsframkoma Coldplay þykir i senn lífleg og kröft- ug og áttu Chris Martin og félagar ekki í vandræðum með að hrista upp í áhorfendum og koma þeim í stuð. Coldplay lék jafnt gömul lög sem nýtt efni en nú styttist í að ný breiðskífa frá sveitinni líti dagsins ljós sem ætti vera fjölmörgum aðdá- endum hennar gleðiefni. DV-MYNDIR EINAR J. I bláum bjarma Áhorfendur voru greinilega með á nótunum og sungu með sveitinni. Stebbi Hilmars og félagar Sálin hans Jóns míns hitaði upp fyrir Coldplay og lék meðal annars splunkuný, óútgefin lög. Maus hitar upp Birgir Örn Steinarsson og félagar í Maus hófu leikinn í gærkvöldi. Bíógagnrýni Hundalíf Háskólabíó/Sambíóin - Cats & Dogs: ★ Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Bestí vinur mannsins Hundarnir verða að verjast þegar kettirnir taka viö af þeim sem þesti vinur mannsins. Handritshöfundarnir John Repua og Glenn Ficarra (sem ku vera að þessu i fyrsta skipti eins og leik- stjórinn) hafa haft nokkrar vel þekktar staðreyndir að leiðarljósi þegar þeir settust niður til að búa til „barnasmellinn" Kettir og hundar: 1. Hundar og kettir eru svarnir óvinir - teygjum úr því. 2. Það er fyndið þegar dýr tala. 3. Hundurinn er besti vinur mannsins. 4. Það er fyndið þegar dýr tala. 5. Börn elska tæknibrellur. 6. Það er fyndið þegar dýr tala - sama hvað þau segja! Þessi sex lykilatriði eru uppistaðan í myndinni Kettir og hundar en hún fjallar einfaldlega um það að hund- ar eru bestu vinir mannsins - kött- unum til mikils ama - og því eru litlu kisurnar að skerpa klærnar og skipuleggja uppreisn - hundunum til mikils ama. Úr þessu hefur leik- stjórinn haldiö að yrði blanda af Babe og/eða Dr. Doolittle - talandi dýr - og Spy Kids - af því hér er svo mikið af hátæknibúnaði að bæði Bond og Ethan Hunt kæmust í feitt í þessum hundakofum. En þar sem Babe var yndisleg, Dr. Doolittle nett fyndin og Spy Kids skemmtileg og spennandi þá er Kettir og hundar svo einföld og ófyndin að það jaðrar við leiðindi. Þó á það aðeins við um fullorðna því sessunautar mínir (8 og 11 ára) virtust skemmta sér prýðilega. í þessari frekar misheppnuðu mynd leika ágætir leikarar. Jeff Goldblum leikur vísindamann og fjölskylduföður sem er að finna upp formúlu sem læknar ofnæmi fyrir hundum - öll hundaleyniþjónustan (og hún er stærri og öflugri en þig grunar) er afskaplega ánægð með það og hefur auga með vísinda- manninum og fjölskyldu hans þannig að kattarófétin nái ekki að skemma fyrir honum. Konu hans leikur Elizabeth Perkins og bæði reyna þau að gera sitt besta úr lit- lausum texta, enda fyrirtaksleikar- ar bæði tvö, en starfsframi þeirra hefur eitthvað tekið dýfu niður á við. Soninn (sem leikur við hundinn náttúrlega) leikur Alexander Poll- ock og er stóreygður, freknóttur og tilfinninganæmur eins og börn eru gjarnan í kvikmyndum. Svo tala toppleikarar bæði fyrir hunda og ketti. Alec Baldwin leikur að sjálf- sögðu aðal-töffara-nj ósnahundinn. Tobey Maguire, einn besti leikari sinnar kynslóðar (Wonder Boys, The Cider House Rules o.íl.) leikur Lou, krúttlegan hvolp sem á að passa vísindamanninn og fjölskyldu hans þó að hann hafi ekki fengið formlega þjálfun í höfuðstöðvum leyniþjónustu hunda (!). Svo heyrist meira að segja rödd Susan Sar- andon þarna líka og maður veltir fyrir sér hvort þetta sé orðið ein- hvers konar sport í Hollywood að tala inn á teikni- og/eða dýramynd- ir. Eins og áður var getið leiddist börnunum ekki en fullorðnir ættu í lengstu lög að reyna að finna upp á einhverju öðru til að eyða timanum i - t.d. að sjá bara Skrekk aftur. Aöalleikarar: Jeff Goldblum, Elizabeth Perkins, Alexander Pollock, Tobey Maguire, Alec Baldwin, Sean Hayes, Joe Pantoliano, Susan Sarandon o.fl. Leik- stjóri: Lawrence Guterman Handrit: John Requa & Glenn Ficarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.