Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 2
16 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 17 Sport Sport Sarasta tapið - sagði Viðar Sigurjónsson, þjálfari Þórs/KA/KS Valsstúlkur sóttu þrjú stig til Akureyrar í gær meö 0-2 sigri á sameiginlegu liði Þórs, KA og KS Jafnræði var með liðum til að byrja með en Valsstúlkur áttu hættulegri færi en náðu ekki að nýta sér þau. í seinni hálíleik sótti Þór/KA/KS meira og var Guðrún Viðarsdóttir nálægt því að skora en vamarmaður Valsstúlkna sá við henni. Á 68. mínútu braut Ásta Árnadóttir á Kristínu Bjarnadóttir í vítateignum og var Bragi Bergmann ekki í vafa þegar hann dæmdi vítaspymu. Laufey Jóhannsdóttir tók vítið og skaut í stöng en aðeins tveimur mínútum seinna dró til tíðinda. Brna Erlendsdóttir átti þá góða sendingu inn í vítateiginn þar sem Kristín Bjarnadóttir skallaði boltann glæsilega í netið. Eftir markið var eins og Þór/KA/KS hætti og komust þær varla fram fyrir miðju á tímabili. Rétt undir lokin var Guðrún Viðarsdóttir að komast í dauðafæri þegar Þóra Rögnvaldsdóttir, markmaður Vals, keyrði hana niður fyrir utan teig og fékk gult spjald fyrir vikið. Menn voru misjafnlega sáttir við þessa ákvörðun dómarans og vildu fá rautt spjald á hana. Ekkert kom út úr aiikaspymunni en Hrafnhildur Guðnadóttir var nærri því að koma boltanum í netið fyrir Þór/KA/KS en Þóra Rögnvaldsdóttir sýndi snilldartakta í markinu og varði boltann í hom. Þór/KA/KS verður að vinna Eyjastúlkur í Eyjum í síðustu umferðinni til þess að eiga möguleika á umspili. „Þetta var sárasta tapið í sumar. Nú veltum við náttúrlega fyrir okkur leikjum sem við hefðum getað unnið í sumar. Þetta var algjör úrslitaleikur og þá þurfum við að lenda í því að þær eiga ekki góðan leik. Við erum ekki komin með stöðugleika í liðið ennþá og var einungis spuming hvenær þær mundu detta niður aftur eftir þetta góða tímabil að undanfórnu. Við eigum ennþá möguleika á því að komast í umspO og við hættum ekki fyrr en flautað er til leiksloka í Vestmannaeyjum," sagði Viðar Símonarson, þjálfari Þór/KA/KS. -JJ KR í 2. sætiö - eftir 3-2 sigur á ÍBV í Frostaskjóli KR og ÍBV mættust á KR-vellin- um í gærkvöldi í leik sem var nán- ast úrslitaleikur um annað sætið þar sem Blikar mörðu sigur á FH á sama tíma. Það voru KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi, 3-2, og var það Hrefna Jóhannesdóttir sem tryggði KR sigur 18 mínútum fyrir leikslok eftir að hafa hirt bolt- ann af varnarmanni ÍBV. Kraftur í ÍBV Það var kraftur í ÍBV- liðinu til að byrja með og fyrsta færið kom strax á annarri mínútu en vöm KR náði að komast fyrir skot sem virtist vera á leið inn í markið. Eftir þetta datt leikurinn niður og var langt frá því að vera góður og lítið sem gladdi augað. Embla Grétarsdóttir þurfti að völlinn á 20. mínútu vegna meiðsla en hún var tæp fyrir leik- inn. Fram að þessu var hún búin að vera mjög spræk og því var það missir fyrir KR. Þegar hálftími var liðinn af leiknum fóru hlutimir að gerast. KR-IBV 3-2 1-0 Olga Færseth................31. skot utan teigs ... Hrefna Jóhannesd. 1-1 Pauline Hamill .............32. skot úr teig.......Lind Hrafnsdóttir 1- 2 Elena Einisdóttir..........45. skot úr teig .... Ásthildur Helgadóttir 2- 2 Olga Færseth...............65. skot úr teig .... Hólmfríður Magnúsd. 3- 2 Hrefna Jóhannesdóttir .... 72. skot úr teig..........Olga Færseth Olga Færseth skor- aöi tvö mörk fyrir KR gegn ÍBV og hef- ur gert 25 mörk í 13 leikjum í sumar. Olga Færseth skoraði enn eitt markið í sumar með skoti rétt ut- an vítateigs sem hafnaði efst í vinstra horninu, óverjandi fyrir Petru Fanneyju Bragadóttur í marki ÍBV. KR fékk þó ekki mik- inn tíma til að gleðjast yfir mark- inu því Pauline Hammil jafn- aði fyrir ÍBV aðeins mín- útu síðar. Hún fékk sendingu frá hægri inn á vítateig og afgreiddi bolt- ann í netið örugglega. Hún var aftur á ferðinni aðeins mínútu síðar þeg- ar hún komst ein í gegn en Manghi sá við henni og lokaði markinu vel. Rétt fyrir hálfleik kom Elena Einisdóttir gestun- um yflr. Hún fékk send- ingu inn fyrir vörn KR frá Ásthildi Helgadóttur og náði að vippa boltan- um yfir Manghi. yfirgefa Skof 14 (9 á mark) -11 (10). Varin skot markvaröw Lisabeth Manghi 4, 67% - Petra Fanney 2, 67%, Nataty Ginzut 4, 67%. Horn: 4-5. Aukaspymur fengnar: 14-2. Rangstöður: 0-3. Olga Færseth, KR. Pauline HamiU, ÍBV. @ Hólmfríður Magnúsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, KR. Michelle Barr, iris Sæmundsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV. Best á vellinum: Pauline Hamill, ÍBV Stangarskot hjá Eyjastúlkum Pauline var nálægt því að bæta við þriðja marki ÍBV eftir 13 mín- útna leik í seinni hálfleik eftir misheppnað úthlaup hjá Manghi en náði ekki að stýra boltanum i opið markið heldur fór hann i stöng og út. Olga bætti við sínu öðru marki á 65. mínútu og jafn- aði fyrir KR. Hólmfríður Magnús- dóttir á heiðurinn af markinu en hún átti frábært upphlaup upp vinstri kantinn og lagði boltann á Olgu sem þakkaði fyrir sig. Að- eins mínútu síðar skoraði Bryn- dís Jóhannesdóttir fyrir ÍBV en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Eins og áður sagði skoraði Hrefna sigurmarkið og tryggði KR annað sætið í deildinni. KR fékk tækifæri til að bæta við mörkum en nýtti ekki þau færi sem sköpuðust. Leikurinn var einkennilegur fyrri þær sakir að hann var drep- leiðinlegur í langan tíma en síðan komu kaflar sem mikið var að ger- ast. Hann var þó mun opnari í seinni hálfleik. Hjá KR var Olga góð að vanda og Hrefna og Hólm- fríður skiluðu sínu. Ásdís Þorgils- dóttir var góð í vöminni og kom oft til bjargar. Hjá ÍBV átti Pauline Hamill mjög góðan leik og var KR vörninni erfíð. Bryndís var einnig ógnandi frammi og ótrúlegt hvað hún getur verið að án þess að blása úr nös. -Ben UNKIK' Þór/KA/KS-Valur 0-2 Stjarnan-Grindavík 5-0 Best á vellinum: Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val FH-Breiöablik 0-1 Best á vellinum: Sara Ómarsdóttir, Grindavík Best á vellinum: Sandra Karlsdóttir, Breiðabliki — í höfn hjá Blikastúlkum eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrika -18 ára stúlka tryggði Blikum sigurinn Leikur Breiðabliks og FH í Kaplakrika í gær fer í sögubæk- urnar en ekki þó fyrir fallega eða skemmtilega knattspyrnu heldur fyrir að eitt mark nægði Blikastúlkum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn annað árið í röö og í fjórtánda sinn frá upphafi. Hetja Kópavogsliðsins var hin 18 ára Bjarnveig Birgisdóttir sem skoraði með langfallegustu spymu leiksins laglegt mark ut- an úr vítateig eftir homspymu Hólmfríðar Samúelsdóttur. „Þetta er fyrsta markið mitt í sumar, með öðrum flokki og allt,“ sagði Bjarnveig sem var al- veg hoppandi kát í leikslok. Voöalegt stress „Við vorum að koma mjög margar nýjar inn í byrjunarliðið og það var voðalegt stress hjá okkur enda margar af okkur að spila sína fyrstu leiki í deildinni. Nú vorum við að koma inn í toppbaráttuleiki með alla press- una á okkur. En við sýndum að við getum þetta alveg og við er- um búnar að ná að vinna alla þessa mikilvægu leiki. Þetta er samt rosalega gott fyrir okkur. Við fáum að byrja í deildarbik- arnum og svo að enda mótið þannig að við fáum að vinna titl- ana,“ sagði Bjarnveig ennfremur en þetta fyrsta mark hennar í efstu deild verður örugglega að teljast með mikilvægari fyrstu mörkum á ferli sem leikmaður hefur skorað hér á landi. Meðalaldurinn á bak við sig- urmarkið mikilvæga var aðeins 17,5 ár og það er óhætt að segja að reynslulitlir leikmenn Blikaliðsins hafi staðist press- una að því leyti að ná að klára leikinn og mótið og tryggja titil- inn í Kópavoginn á ný. Annars áttu leikmenn liðanna í miklum vandræðum í þessum leiðinlega leik sem fram fór á „18-plús“ holu velli þeirra FH- inga og það sem fram fór átti fátt skilt við góðan fótbolta. Stressið hafði þar mikil áhrif enda allt undir eða sjálfur Islands- meistaratitillinn. íslandsmeistari síöast fyrir fjórtán árum Margrét Ákadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fagnaði langþráðum titli í lokin, 14 ár eru síðan hún varð síðast meistari með ÍA1987. „Ég var íslandsmeistari fyrir 14 árum þannig að það var kom- inn timi til að ná í annan titil. Liðsheildin hefur unnið þetta fyrir okkur í sumar, ungar stelp- ur hafa komið sterkar inn í for- fóllum annarra leikmanna og þess vegna erum við að fagna þessum titli í dag,“ sagði Mar- grét sem skipti yfir í Breiðablik í vor. „Ég vissi þegar ég fór í Breiðablik að ég væri að fara í gott lið og markmiðið var alltaf að verja titilinn. Þessi leikur var bara eitt stress og þetta fór að verða erfiðara og erfiðara eftir því sem leið á en sem betur fer náðum við að klára þetta. Það verður ein af stærstu stundun- um á ferlinum að taka við bik- arnum á sunnudaginn," sagði Margrét Ákadóttir, fyrirliði Breiðabliks. -ÓÓJ Fyrirliðar Skagamanna í 5. flokki sjást hér meö íslandsbikarinn. Til vinstri er Leó Daðason, fyrirliöi b-liösins, en til hægri er Ásmundur Jónsson, fyrirliöi a-liðsins. Björn Jónsson var hetja Skagamanna þegar hann geröi þrennu í úrslitaleik 5. flokks. Björn hefur æft fótbolta í sjö ár og á enn eitt ár eftir í 5. flokki. Hann skoraði eitt mark úr víti, eitt beint úr aukaspyrnu og eitt meö hnitmiöuöu skoti. Björn gerði 30 mörk í 14 leikjum á íslandsmótinu í sumar. Þrjár af ungu stelpunum í Breiöabliksliöinu, Björg Ásta Þóröardóttir, Anna Þorsteinsdóttir og Dúfa Ásbjörnsdóttir, fagna hér titlinum saman en á stóru myndinni hér til hægri faömar Dúfa Bryndísi Bjarnadóttur sem liggur á vellinum útkeyrö eftir mikinn stressleik í Kaplakrika í gær. DV-myndir ÞÖK 0 V i SÍMA ^^^^DEILDIN Breiðablik 13 10 2 1 37-11 32 KR 13 9 1 3 64-22 28 ÍBV 13 7 4 2 45-14 25 Valur 13 5 4 4 30-17 19 Stjarnan 13 6 1 6 22-15 19 Grindavík 13 3 2 8 11-50 11 FH 13 2 2 9 8-35 8 Þór/KA/KS 13 2 0 11 11-64 6 Markahæstar: Olga Færseth ...................25 Pauline Hamill, ÍBV ............13 Sarah Pickens, Breiöabliki .... 11 Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV ... 10 Hrefna Jóhannesdóttir, KR .... 10 Guörún Jóna Kristjánsdóttir, KR 7 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR . . . 7 íris Sæmundsdóttir, ÍBV..........7 Guðrún Viðarsdóttir, Þór/KA/KS 6 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val .... 6 Eyrún Oddsdóttir, Breiöabliki ... 5 Helena Ólafsdóttir, KR ..........5 Inge Heiremans, FH ...............5 Katrin H. Jónsdóttir, Val ........5 Laufey Ólafsdóttir, Breiöabliki . . 5 O-l Bjarnveig Birgisdóttir .... 66. skot úr teig . . . Hólmfríður Samúelsd. Skot: 4 (1 á mark) -19 (12). Varin skot markvaróa: Guðbjörg Gunnarsdóttir 11, 92% - Dúfa Ásbjömsdóttir, 1, 100%. Horn: 5-5. Aukaspyrnur fengnar: 8-6. Rangstöóur: 2-2. @@ Guðbjörg Gunnarsdóttir, FH - Sandra Karlsdóttir, Breiðabliki. @ Guðrún Sveinsdóttir, Valdís Rögnvaldsdóttir, Silja Þórðardóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, FH, Dúfa Ásbjörnsdóttir, Björg Ásta Þórðardótt- ir, Margrét Ákadóttir, Hjördís Þor- steinsdóttir, Bjarnveig Birgisdóttir, Breiðabliki. íslandsmeistarar Skagamanna í 5. flokki karla, fyrir aftan frá vinstri: Þorlák- ur Árnason, yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍA, Sævar Jónsson liösstjóri og Hugi Haröarson þjálfari. Leikmenn A-liösins eru í efri röö, taliö frá vinstri: Ragn- ar Þór Gunnarsson, Rögnvaldur Geir Hannah, ívar H. Sævarsson, Bjöm Jónsson, Gubmundur B. Guðjónsson, Amór Ingi Kristinsson, Róbert Ket- ilsson, Róbert Henn, Ásmundur Jónsson, ísleifur Gunnarsson. Leikmenn B-liðsins eru í neöri röö, taliö frá vinstri: Leó Daöason, Andri Geir Alexand- ersson, Bjartmar Bjömsson, Haraldur Haraldsson, Trausti Sigurbjörnsson, Andri Már Marteinsson, Emil Sævarsson, Ingólfur Eövaldsson, Aron Ýmir Pétursson, Ólafur Valur Valdimarsson og Birkir Guömundsson. Skagamenn íslandsmeistarar í 5. flokki karla: Sá fyrsti í 21 ár Stórkostleg markvarsla Skagamenn urðu um helgina ís- landsmeistarar i 5. flokki karla eftir sigur á Víkingum í tveimur úrslita- leikjum á Valbjarnarvelli. Þetta er í þriðja skiptið frá upphafi sem Skaga- menn vinna 5. flokks titilinn en þó í fyrsta sinn í 21 ár sem það gerist eða síðan Skagamenn unnu Valsmenn, 1-0, í úrslitaleik sumarið 1980. í 5. flokki gilda sameiginleg úrslit úr leikjum A- og B-liða og eftir að b- liðin skildu jöfn, 0-0, þá réð A-liðs- leikurinn algjörlega hvort liðið ynni titilinn. Víkingar voru taldir sigurstrang- legri eftir að hafa unnið innbyrðis- leiki liðanna um sumarið en annað átti eftir að koma á daginn. Skagamenn náðu snemma for- ystu með marki Björns Jónssonar en Kolbeinn Sig- þórsson jafnaði leikinn fyrir Vík- inga. ívar H. Sævarsson kom Skagamönnum yfir fyrir leikhlé. Skagamenn fengu síðan víti í upp- hafi seinni hálfleiks þegar Guð- mundi B. Guðjónssyni var brugðið og Kristinn Jakobsson, dómari leiks- ins, dæmdi víti sem Björn Jónsson skoraði úr. Eftir þetta sóttu Víkingar stíft og á endandum urðu Skagamönnum á þau mistök að skora sjálfsmark. Skagamenn voru ekkert að svekkja sig yfir því, sóttu í sig veðrið og Björn Jónsson tryggði sigurinn í lok- in um leið með því að skora beint úr aukaspyrnu og kórónaði um leið þrennu sina í leiknum. Margir strákanna eru enn á yngra ári og er ÍA því líklegt til að halda titlinum á Skaganum á næsta ári. Hugi Harðarson, fyrrum sund- þjálfari við góðan orðstír, er þjálfari meistara Skagamanna en þetta er fyrsta sumarið sem hann þjálfar fót- bolta og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi byrjað þjálfaraferil- inn í knattspyrnunni á sama hátt og hann endaði sundþjálfaraferilinn, með því að gera Skagamenn að meisturum. -ÓÓJ Stjarnan sigraði Grindavík ör- ugglega í Garðabæ í gærkvöld í Símadeild kvenna. Leikurinn var eign Stjörnunn- ar nánast frá upphafi til enda og það verður að segjast eins og er að Grindavíkurstúlkur mega prísa sig sæla yfir því að hafa ekki fengið á sig mun fleiri mörk. Stjörnustúlkum tókst ekki alveg að setja í gírinn í fyrri hálfleik þótt samspilið væri á köflum gott; herslumuninn vant- aði uppi við markið. Barátta Grindavíkurstúlkna var tfl fyrirmyndar í fyrri hálf- leik og þær voru tvisvar sinnum nálægt því að komast í gegnum vörn Stjörnunnar. Stjarnan uppskar aðeins eitt mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir mikla stórskotahríð og það að vera með boltann mikinn meiri- hluta leiktímans. I upphafi síð- ari hálfleiks skoraði Stjarnan og var eins og það mark setti Grindavíkurstúlkur út af laginu enda buldu sóknirnar, hver á eft- ir annarri, á mark þeirra og aflt liðið var meira og minna í nauð- vörn það sem eftir lifði leiks. Mörkin hefðu vel getað fyflt annan tuginn hjá Stjörnunni hefði það ekki verið fyrir stór- kostlega markvörslu hjá Söru Ómarsdóttur sem sýndi að þar er geysimikið efni á ferð. Eini leikmaður Grindavíkur sem eitthvað kvað að, að Söru undanskOinni, var Ólöf Helga Pálsdóttir, hún var oft og tíðum ein frammi en skapaði iðulega eitthvað með krafti sínum og áræðni þá sjaldan sem hún fékk boltann. Stjörnuliðið var nokk- uð jafnt og sýndi á köflum virki- lega góða knattspymu og þá sér- staklega þær Elfa B. Erlingsdótt- ir og LOja Kjalarsdóttir og þá stóðu aðrir leikmenn liðsins sig með sóma. -SMS Breiðablik varð fyrir áfaOi eftir aðeins níu mínútur í gær þegar Erna Björk Sigurðardóttir varð að fara veOi eftir að hafa meiðst á því hné sem hún sleit krossbönd í í fyrrahaust. Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Ernu eru en hún fer i rannsókn í dag. -ÓÓJ 1- 0 Guörun Guðjónsdóttir.......23. skot úr teig .... Freydís Bjamadóttir 2- 0 Elfa B. Erlingsdóttir......47. skot úr teig.........náði boltanum 3- 0 Elfa B. Erlingsdóttir......58. skot úr teig .....Lilja Kjalarsdóttir 4- 0 Steinunn H. Jónsdóttir .... 77. beint úr aukaspyrnu................ 5- 0 Ama Gunnarsdóttir .........79. skot úr teig.........náði boltanum Skot: 46 (27 á mark) - 7 (3). Varin skot markvaróa: Lára B. Einarsdóttir, 2 100% - Sara Ómarsdóttir, 20, 74%. Horn: 14-2. Aukaspyrnur fengnar: 8-10. Rangstöóur: 3-1. @@® Sara Ómarsdóttir, Grindavík. ®@ Elfa B. Erlingsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir, Stjömunni. @ Lára B. Einarsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Freydís Bjarnadóttir, Lovísa Sigurjónsdóttir, Steinunn H. Jónsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Stjörn- unni. Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík. [£Sv3. DEILD KARLA 8-Uða úrsUt, seinni leikir: HK-Hvöt ..................4-0 (Ólafur Júlíusson, Atli Kristjánsson, Henry Þór Reynisson, Pétur Geir Svavarsson) HK fer áfram, samanlagt 8-0 Njarðvik-Leiknir F...........1-0 (Sævar Gunnarsson) Njarðvík fer áfram, samanlagt 2-0. Völsungur-Fjölnir............2-0 (Andri Valur ívarsson, Pálmi Pálma- son) Völsungur fer áfram, samanlagt 3-1. Fjarðabyggð-KFS . . (3-1, frl.) 3-3 Eðvarð Jónsson, Andri Þórhallsson og Dragoslav Stojanovic - Sindri Grétarsson 2, Magnús Steindórsson. KFS fer áfram, samanlagt 6-4. 0-1 Sjálfsmark..................27. .......... Katrín Heiða Jónsdóttir 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir .... 70. skalli úr markteig .. . Erna Erlendsd. Skot 9 (4 á Rögnvaldsdóttir, mark) -9 (6) 4,100%. Varin skot Horn: 3-6. markvaróa: Aukaspyrnur Elsa Hlín fengnar: 10-7. Einarsdóttir, 4, Rangstöður: 04. 67% Þóra @® Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val. @ Ásta Árnadóttir, Ásdís Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Guðnadóttir, Kristín Gísladóttir - Þóra Rögnvaldsdóttir, Lilja Valþórsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Val. Erna meiddist /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.