Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 24
24 Ingvar Heiöar Þóröarson athafnaskáld Kaffibarinn er lokaöur, Hótel Búölr brunnar, Einar Ben er seldur, lönó lokaö og Eldborgarhátíðin óuppgerö. Sjálf- ur er Ingvar fluttur til London og viröist sem athafnaskáldiö sé í einhverjum kröggum. Athafnaskáld í kröggum - Ingvar H. Þórðarson af landi brott. Kaffibarinn lokaður Helgarblað Ingvar Heiðar Þórðarson er að mörgu leyti dæmigerður íslenskur athafnamaður sem var svo dugleg- ur og eirðarlaus að hann hafði ekki tíma til að mennta sig. Hann var svo áfjáður í að verða ríkur að um tvítugt gekk hann á svig við lögin og tók þátt í bankaráni. Hann hefur einkum feng- ist við rekstur á sviði skemmtanalífs- ins með þvi að reka bari, veitinga- staði, setja upp leiksýningar, flytja inn skemmtikrafta og tónlistarmenn. Öfugt við flesta meðreiðarsveina sína og samstarfsmenn, hefur Ingvar óbeit á fjölmiðlum og forðast þá eins og heitan eldinn. Samt hefur honum tek- ist að byggja upp ímynd af sér sem nokkurs konar Einari Ben nútímans, athafnamanninum sem töfrar alla upp úr skónum og gæti selt norðurljósin ef hann kærði sig um. Athafnaskáldið virðist vera í um- talsverðum kröggum þessa dagana. Kaffibarinn við Bergstaðastræti er lokaður vegna ógreiddra vörsluskatta og Ingvar er horflnn af landi brott, nánar tiltekið til London. Meðeigandi hans, Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri, sagði í samtali við DV fyrir fáum vikum að hann væri að leita að framkvæmdastjóra sínum og gaf þar með byr undir báða vængi sögum um að Ingvar hefði stungið af. Háríð sló í gegn Segja má að ferill Ingvars skiptist í tvennt. Annar liggur öfugum megin við lögin en hinn réttum megin Sá hluti ferilsins sem liggur réttum megin laganna má segja að hafi náð flugi 1994 þegar hann stofnaði Flugfé- lagið Loft ásamt Halli Helgasyni og Baltasar Kormáki í kringum uppsetn- inguna á söngleiknum Hárinu. Sú uppsetning kom á hárréttum tíma þegar bylgja nostalgíu eftir hippatím- anum skall á þjóðfélaginu. Sýningin naut gríðarlegra vinsælda og þeir fé- lagar högnuðust umtalsvert en líklegt má telja að veltan á Hárinu þetta sum- ar hafl verið rúmar 60 milljónir. Flug- félagið Loftur setti Hárið upp á Spáni og eignaðist síöan Loftkastalann við Héðinsgötu og þar voru settar upp margar leiksýningar sem gengu mis- jafnlega vel. Vinirnir á Skeggjastöðum Ingvari og Baltasar Kormáki varð vel til vina og í kjölfar Hársins eign- uðust þeir saman Skeggjastaði í Mos- fellssveit þar sem þeir bjuggu saman í nokkur misseri. Þeir keyptu einnig saman hinn víðfræga bar, Kafflbarinn við Bergstaðastræti, sem varð ógn vinsæll um tíma og varð að nokkurs konar táknmynd fyrir miðbæjar- menningu tíunda áratugarins, póst- númers 101 og má segja að svo hafi verið til þessa dags. Breski popparinn Damon Aibarn, góður vinur bareig- endanna, eignaðist eitt prósent í hon- Emilíana Torrini Ingvar hefur lagt fé í feril lista- manna og þar á meöal Emilíönu Torrini sem er að af/a sér frægðar eriendis. Baltasar Kormákur leikstjóri Hann og Ingvar bjuggu saman á Skeggjastööum í Mosfellsdal, eiga saman Kaffibarinn og Ingvar framleiddi fyrstu kvikmynd Baltasars. Þessir fornvinir talast ekki lengur viö og Ingvar kemur hvergi viö sögu í nýrri kvikmynd Baltasars, Hafinu. um og hefur síötull borið hróður hans út um víðan völl. Kvikmyndin 101 Reykjavík, sem Baltasar Kormákur leikstýrði eftir sögu Hallgríms Helgasonar og Ingvar var framleiðandi að, gerðist að miklu leyti á umræddum Kafflbar og átti sinn þátt í að auka frægð hans. Auk þess átti Ingvar hlut í Hótel Búðum og setti á laggirnar ásamt fleiri veitingastaðinn Einar Ben við Veltusund. Ingvar umbi og reddari í kjölfar velgengni Hársins starfaði Ingvar einkum að innflutningi tónlist- armanna og tónleikahaldi og var rið- inn við ýmis verkefni af því tagi. Hér nægir að nefna nöfn listamanna eins og David Bowie, Skunk Anansie, Sting, Prodigy og Fugees til að sýna hvað hann hefur fengist við. Hann lagði einnig fé í íslenska tónlistar- menn og mun vera einn þeirra fjár- festa sem studdu Emilíönu Torrini og stofnaði umboðsfyrirtæki í London í samvinnu við Áma Benediktsson, umboðsmann Sykurmolanna, og Björgólf Thor Björgólfsson milljarða- mæring, til þess að koma henni og fleiri listamönnum á framfæri. Kominn í kröggur Sé litið yfir umsvif Ingvars kemur í ljós að Loftkastalinn rann saman við Leikfélag íslands vorið 2000 og sú starfsemi er í kyrrstöðu þegar þetta er ritaö vegna fjárhagserfiðleika. Hótel Búðir brann til grunna eftir að hafa verið lokað um hríð. Veitingastaður- inn Einar Ben er seldur og Kafflbar- inn lokaður vegna fimm milljóna vörsluskattskulda auk þess að hafa ekki lengur gilt veitingaleyfi. Við þetta má bæta að síðasta ævintýri Ingvars í íslensku viðskiptalifi var að standa fyrir Eldborgarhátíðinni sl. sumar sem varð verulega umdeild, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fjár- hagslegu uppgjöri vegna hátíðarinnar er enn ekki lokið samkvæmt bestu heimildum DV. Vinslit á Skeggjastöðum Þeir fyrrum Skeggjastaðabændur og vinir til margra ára, Baltasar Kor- mákur og Ingvar talast ekki lengur við. Þótt þeir eigi saman Kaffibarinn hefur það alltaf verið Ingvar sem hef- ur séð um reksturinn en Baltasar lítt skipt sér af honum. Það er töluvert al- varlegt mál að skulda vörsluskatta og Baltasar sem stjórnarformaður og eig- andi gæti átt lögsókn yfir höfði sér verði málin ekki gerö upp. Margir hafa orðið tO þess að furða sig á því hvernig það mætti veröa að lítill frægur bar með tryggan hóp fastagesta á besta stað í bænum geti sokkið i þvílíkar skuldir. Maður kunnugur barrekstri sagði við DV að Kafflbarinn ætti að geta gefið af sér nokkur hundruð þúsund krónur í hagnað á mánuði. Bestu heimildir DV herma að skýr- inganna sé að leita í samskiptum Baltasars og Ingvars. Fyrsta kvik- mynd Baltasars 101 Reykjavík vakti talsverða athygli og var seld á kvik- myndahátíðir víða um heim. Hún var framleidd af fyrirtæki sem hét 101 ehf. og Ingvar átti ásamt Baltasar og Lilju Pálmadóttur, eiginkonu hins síðar- nefnda. Fullyrt er að þrátt fyrir vin- sældir myndarinnar hafl ekki orðið hagnaður af verkinu og tapið lent að mestu á Ingvari sem var stærsti hlut- hafinn í 101 ehf. Myndin hins vegar jók verulega orðstír Baltasars sem leikstjóra. Ingvar úti í kuldanum Baltasar vinnur nú hörðum hönd- um að gerð næstu kvikmyndar sem heitir Hafið, eftir samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, og eru tökur í fullum gangi austur á Norð- firði. Framleiðandi Hafsins er fyrir- tæki sem heitir Blueeyes ehf. og mun vera að fullu í eigu Baltasars og Lilju og gamli viðskiptafélaginn Ingvar hvergi nærri. Þessa tilhögun mun Ingvar hafa verið mjög ósáttur við og heimildarmenn DV herma að þarna sé komin ástæðan fyrir því að hann ákvað að láta Kaffibarinn reka á reið- anum og skilja hann eftir í fanginu á Baltasar, ef svo má að orði komast. Uppátæki í æsku Athafnaskáldið Ingvar Heiðar Þórð- arson fæddist í Kópavogi í mars 1964 og sleit barnsskónum þar á Hábraut- inni en fluttist 1970 til Hafnarfjarðar með móður sinni þegar foreldrar hans skildu. Hann er yngstur þriggja al- bræðra en á eina hálfsystur yngri. Hann ólst upp í Hafnarfirði og hefur lengið bundið vinskap við þekkta Hafnfirðinga af sinni kynslóð eins og LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 J3V Hall Helgason, Davíð Þór Jónsson, Stein Ármann Magnússon og fleiri. Aðrir góðir vinir hans eru t.d. Andrés Magnússon blaðamaður, Helgi Björns- son söngvari, Einar Örn Benedikts- son, fyrrum Sykurmoli, Einar Bárðar- son Eurovisionfari og fleiri. Ingvar tolldi illa í skóla, fór í skiptinemadvöl í Boston og stóð stutta stund við í Flensborg eftir það en lauk ekki prófi. Hann var nýlega kominn heim úr langri skemmtiferð um Evr- ópu sumarið 1983 og var aö vinna í Landsbankanum á Laugavegi 77 þegar hann sættist á að vera bílstjóri og að- stoðarmaður í frægu bankaráni í febr- úar 1984 þegar dulbúnir ræningjar náðu nærri tveimur milljónum af sendli frá ÁTVR á Lindargötu. Hann var dæmdur fyrir aðild sína að rán- inu og sat um hríð á Kvíabryggju. Hann fór að vinna hjá Jóni Ólafssyni í Skífunni fljótlega eftir að hann kom út, fyrst við gerð kvikmyndar Óskars Jónassonar, Sódóma Reykjavík, sem Jón fjármagnaði, en síðan sem rekstr- ar- og kynningarstjóri Regnbogans við Hverfisgötu. Ingvar rithöfundur og kvennagull Ingvar hefur orð á sér fyrir hörku í viðskiptum og samningum en örlæti við vini sína. Hann hefur fengið ýms- ar hugdettur sem hann hefur hrundið í framkvæmd eins og sést best á því að meðan hann beið dóms fyrir bankaránið skrifaði hann bók sem ber nafnið: Hinn fullkomni glæpur sem hann gaf út sjálfur og er alveg kostu- leg lesning. Ingvar telur sig augljós- lega hafa verið fórnarlamb fljótfærni og óheppilegra tilviljana. Þar má einnig sjá vel að hann tel- ur konur ekki trausts verðar og yf- irleitt lævísar og hættulegar en stór hluti bókarinnar er reyndar frægð- arsögur af honum sjálfum á því sviði en gríðarleg kvenhylli er stór hluti af ímynd Ingvars. I nærmynd sem Andrés Magnússon vinur hans ritaði um hann i Mannlíf 1998 er hann sagður kvensamur með af- brigðum og sagður faðir fjögurra barna með jafnmörgum mæðrum. Fyrrverandi eiginkona hans, Trist- an Gribbin leikkona, segir um hann í áminnstri grein að hann sé ein- stakur maður en algerlega vanhæf- ur til að vera giftur. Hér er freistandi að vitna í há- stemmd lokaorð bókarinnar: Hinn fullkomni glæpur sem Ingvar reit eftir bankaránið. „Það er erfitt að veröa fullorðinn. Áður en við öxlum alla þá ábyrgð sem fylgir fullorðinsárunum reyn- um við að njóta unaðssemda lífsins - glöð og áhyggjulaus en umfram allt ábyrgðarlaus. Uppátæki okkar eru stundum hneykslanleg í augum hinna ráðsettari en örlögin geta hagað málum svo að við skjótum yfir markið. Stemning augnabliks- ins og óbeisluð ævintýraþrá kann að rugla okkur í ríminu. Mér varð á í messunni og sýp nú seyðið af því. Við ykkur segi ég bara: Gangið hægt um gleðinnar dyr.“ Af framanskráðu má ljóst vera að ísland er ekki lengur nógu stórt fyr- ir athafnaskáldið Ingvar Þórðarson og hann hefur leitað á stærri mið. DV sendi Ingvari tölvupóst og bað hann tjá sig um vandræði Kaffibars- ins og sögusagnir um flutning sinn. Hann sendi eftirfarandi skeyti til baka: Ekki flúinn, heldur fluttur „Ég er hvorki týndur, né stunginn af, einfaldlega fluttur til London. Þetta er ekkert leyndarmál og hefur ekki verið. Reyndar á ég leið til Islands á frumsýningu á heimildarmynd um Eldborgarhátíðina, sem ég er annar af framleiðendum að. Myndin verður frumsýnd um jólaleytið. Ekki veit ég til þess að það sé til siðs að birta tilkynningu um það í fjöl- miðlum þó að menn fari erlendis. Ég hélt nú að íslenskt þjóðfélag hefði um annað og merkilegra að hugsa en það að einhver rikisborgari flytji. Á íslandi á ég ennþá mikilla hags- muna að gæta, t.d. er ég einn af eig- endum Kaffibarsins ehf. Hann mun halda áfram rekstri. Hingað til hef ég ekki séð ástæðu til að tjá mig um eitt eða neitt við fjöl- miðla og ætla að reyna að halda þeirri reglu áfram.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.