Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 DV Fréttir Reykjavíkurlistinn kynnti stefhu- skrá sína fyrir komandi borgarstjómar- kosningar fyr- ir rúmri viku. Andstœðing- ar framboðs- ins hafa m.a. gagnrýnt að í henni sé að finna margnota kosningaloforð °g gagnrýni á skuldasöfhun og ármálasljóm borgarinnar hef- „Umræða um skuldir eru út úr öllu korti" Nafn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Aldur: 47 ára Heimili: Reykjavík Staða: Borgarstjóri Efni: Stefnuskrá Reykjavíkur- listans fyrir borgar- stjórnarkosningar sem kynnt var fyrir rúmri viku. - Þú hefur sagt aö stefiiuskrá ykk- ar kosti um það bil 2,5 milljarða um- fram það sem þegar hefiir veriö gert ráð fyrir í áætlunum. En hvað kost- ar hún í heild? Við erum auðvitað nýbúin að sam- þykkja þriggja ára áætlun fyrir Reykja- víkurborg, þ.e. áætlun fyrir þijú af fjór- um árum næsta kjörtímabils. Inni í henni er t.d. uppbygging í leikskóla- rýmum fyrir böm niður í 18 mánaða aldur, það em u.þ.b. 400 milljónir á ári. í henni er líka búið að gera ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði Leikskóla Reykjavikur vegna þessa. Fjárfesting og rekstur vegna mataraðstöðu í skól- um er líka inni í áætluninni sem og undirbúningur vegna tónlistar- og ráð- stefhuhúss og yfirbyggða sundlaugin. - Þaö sem ég er kannski að kalla eftir er að þið hafiö slegið á kostnað- inn af stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins og nefiit tölur í þvi sambandi. Hafið þið slegið á heildarkostnaðinn af ykkar stefiiuskrá með sama hætti? Nei, við höfum ekki gert það í sjáifu sér. Tölumar em hins vegar allar í þriggja ára áætlun borgarinnar, hún liggur fyrir, þar er okkar stefhumörk- un. Það sem við komum með til viðbót- ar henni er 2,6 milljarðar og við teljum að þaö rúmist á fjórða ári kjörtímabils- ins, enda á borgarsjóður 4 til 5 milljarða á ári í afgang frá rekstri. Við emm auðvitað ekki að koma að þessu i fyrsta sinn. Við erum búin að leggja okkar áætlanir fram; þær liggja fyrir. - Þið hafið reiknað út kostnaðinn við hvert og eitt stefnumál. Hvers vegna fylgja þeir útreikningar ekki með í stefhuskránni? Þeir geta út af fyrir sig gert það. Þeir em til og það er ekkert þvi til fyrir- stöðu að birta þá. Viðbótin í leikskól- unum er um 300 milljónir, viöbótin í gmnnskólunum er um 450 milljónh:, fjárfesting vegna aldraðra um milljarður og svo framvegis. Við greindum frá því að útreikningar um kostnaðinn lægju fyrir og síðan ákveð- um við í sjálfu sér hvenær rétti tíma- punkturinn er til þess að spila öllum spilunum út. - Þú hefur sagt að sjálfstæðis- menn hljóti að fjármagna stefnu- skrá sina annaðhvort með auknum álögum eða lántökum. Hvemig verð- ur ykkar fjármögnuð? Eins og ég segi: Hún rúmast innan þriggja ára áætlunar og þeirra tekna borgarinnar sem er óráðstafað á fjóröa árinu. - í stefnuskrá ykkar segir orðrétt: „Ábyrg og traust fjármálastjóm er forsenda þess að hægt sé að ná sett- um markmiðum. Þá kröfu verður að gera til áætlana að þær standist.“ Nú er Ijóst að hreinar skuldir borg- arinnar hækkuðu í fyrra um 9,5 milljarða, eða um 40%, umfram áætlun. Er það ekki falleinkunn í Qármálastjórn samkvæmt ykkar eigin stefnuskrá? Nei, því fer víðsfjarri. Og umræðan um samanburð á áætlunum og útkomu borgarsjóðs núna em á algjörum villi- götum. Áætlunin er slitin úr samhengi við forsendumar. Það var gert ráð fyr- ir að launahækkanir yrðu 3% en raun- in vapð a.m.k. 6,9% og launakostnaður borgarinnar hækkaði um 14,9% vegna sérstakra hækkana leikskóla- og grunnskólakennara; það var gert ráð fyrir 4,5% verðbólgu en hún varð 8,6%; gert var ráð fyrir að gengisbreytingar yrðu 4,5% en breytingin varð 17,4%. Þetta vom forsendumar sem Þjóðhags- stofiiun lagði upp í hendur ríkis og sveitarfélaga. Þær breyttust en þrátt Yfirheyrsla Olafur Teitur Guðnason blaðamaöur fyrir það er rekstur borgarinnar ná- kvæmlega á áætlun! Ef það er slæm áætlanagerð veit ég ekki hvar menn ætla að finna góða áætlanagerð. - Em allar umframskuldimar viðunandi og eðliieg frávik frá áætl- uninni vegna þessara breyttu for- sendna? Breyttar forsendur skýra þetta að hluta. Ástæðumar fyrir því að okkur tókst ekki að greiða niður skuldir borg- arsjóðs eins og stefiit var að em hins vegar þær að við keyptum lönd í suður- hlíðum Úlfarsfells - það var tækifæri sem við urðum að grípa - við seldum ríkinu ekki heilsuvemdarstöðina eins og til stóð, við keyptum hlut Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og tekjur af sölu byggingarréttar urðu minni en áætlað var. Svona hlutir geta alltaf komið upp. - En samkvæmt fjárhagsáætlun- inni átti að langmestu leyti að fjár- magna niðurgreiöslu skulda með þvi að Orkuveita Reykjavíkur tæki lán upp á 1,8 milfjarða sérstaklega í þessum tilgangi. Fóm þeir peningar þá í eitthvað annað? Við fónun í það í staðinn að fjár- festa. Fjárfestingin var tveimur millj- örðum umfram áætlun. - Er að þínu mati þörf á að stöðva skuldasöfnun borgarinnar í heild? Mér finnst fráleitt að hafa þá stefiiu að það megi ekki taka lán. Ef um er að ræða arðbærar framkvæmdir eiga menn auðvitað ekkert að hika við að taka lán. Umræðan um skuldir borgarinnar er út úr öllu korti. í fyrsta lagi gefúr eftirlitsnefnd sveitarfelaga Reykjavík hærri einkunn á árinu 2000 en öllum öðrum sveitarfélögum hér í kring. I öðm lagi stendur Orkuveita Reykjavik- ur margfalt betur en t.d. Landsvirkjun, sem skuldar 94 milljarða eða margfald- ar árstekjur sinar. í þriðja lagi hafa fyr- frtæki borgarinnar stofnað til eigna sem hafa markaðsvirði - t.d. íbúðir Fé- lagsíbúða og virkjanir og veitur Orku- veitunnar - meö lántökum sínum. Borgarsjóður hefur hins vegar ekki fjármagnað fjárfestingu sína með lán- um. - ÖU stefhumál ykkar era í stefiiu- skránni sett fram undir yfirskrift- inni „áherslur og framtíðarsýn". Eiga kjósendur ekki rétt á afdráttar- lausari skuldbindingu af ykkar hálfu? Kjósendur verða aö gera það upp við sig. Þeir vita hver okkar sýn er á sam- félagið og mér finnst mikilvægt að við setjum hana fiam. Menn verða auðvit- að að draga upp mynd fyrir kjósendur af því hvert þeir vilja stefiia. Síðan setja menn sér markmið og loks áætlun um hvemig á að ná því. Þannig höfum við unnið. Það getur auðvitað ýmislegt komið upp á leiðinni en þá er aðalatrið- ið að hafa næga staðfestu til að vinna áfram að markmiðinu þó að á móti blási. Þess vegna erum við nú með ein- setinn skóla og þess vegna em leik- skólamálin ekki lengur samfélags- vandamál. - Þið nefnið í stefnuskrá ykkar byggingu 50 metra sundlaugar í Laugardal, eins og fyrir kosningam- ar ‘94 og ‘98. Hvers vegna hefur þetta verkefiii tafist? Það var raunar ekki talað um 50 metra yfirbyggða keppnislaug í Laug- ardalnum heldur 50 metra keppnislaug sem stæðist alþjóðlegar kröfur. Hug- myndin var fyrst að koma henni fyrir þar sem Grafarvogslaugin er; það var horfiö frá því og lika hugmyndum um Spöngina og loks varð Laugardalurinn niðurstaðan. Hugmyndin vatt síðan upp á sig þannig að nú er stefiit að alls- herjar heilsuræktarmiðstöð. Það var út af fyrir sig ágætt að hugmyndin fékk tíma til að þróast því annars hefðu þessu ekki fylgt sömu möguleikar í ferðaþjónustu og nú er raunin. Aðeins varðandi stefnuskrá okkar ‘94: Þetta var heil bók, þetta var um það hvað menn vildu sjá gerast í Reykja- vík, ekki endilega á einu kjörtimabili heldur hvað menn vildu sjá gerast í Reykjavlk. - Leikskólamál em efst á blaði í stefiiuskrá ykkar. Biðlistar eftir leikskólaplássi em lengri nú en þeg- ar R-listinn komst til valda. Þýðir það ekki að þessi mál hafa ekki ver- ið efst á forgangslista undanfarin ár? Þetta er algjörlega fráleitt. Hveijir vom á biðlistunum þegar Reykjavíkur- listinn kom til valda? Eina fólkið sem gat verið á biölistum eftir heilsdags- vistun fyrir bamið sitt vom einstæðfr foreldrar og námsmenn. Gift fólk og sambúðarfólk gat ekki einu sinni skráð sig á biðlista! Þeir biðlistar vora bara bull, bara fals, og sögðu ekkert um það hver þörfm var fyrir þessa þjónustu. Að bera þá saman við biðlistana í dag er algjörlega út i hött. Við gefum fólki kost á að sækja um leikskólavist við eins árs aldur bams. f Hafharfirði og á Seltjamamesi er biðlistinn skilgreindur við tveggja ára aldur. í Garðabæ er hann skilgreindur við eins og hálfs árs aldur. Það er ekki nema von að það séu færri böm á slík- um biðlistum. Þetta var algjört samfélagsvandamál héma i borginni en er það ekki lengur. Við náum því í haust að öll tveggja ára böm eiga að geta fengiö leikskóladvöl þótt það sé ekki endilega í sínu heima- hverfi. Nú er svo komið að 93% bama era í niðurgreiddri dagvistun á vegum borgarinnar. Þetta er gjörbylting. Sólar í ijílTlfrÍiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 22.08 21.54 Sólarupprás á morgun 04.40 04.25 Síödegisflóö 15.01 19.34 Árdegisflóð á morgun 03.26 07.00 Skúrir suðvestanlands Sunnan og suövestan 10-15 m/s og víöa skúrir en hægari og léttskýjað norðaustan til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast austanlands. Vifrj'Jiíiiufrj'iíiUJ Hlýtt austanlands Suövestan 5-10 og smáskúrir vestan til á landinu en léttskýjað á austanveröu landinu. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. Miðvikudagur Fimmtudagur Fostudagur Hiti 7* HHi 5“ Hiti 5" tii 10“ til 10“ til 10" Vindur: Vindur: Vindur: 5-10 "V* 5-10™-'* 5-10"v» Smáskúrir Fremur hæg Fremur hæg vestan til en breytileg átt. breytileg átt, léttskýjað á skýjaö með köflum og skýjað með kóflum og austanverðu úrkomulrtiö. úrkomuTrtJð. landinu. * * m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,8-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 I Veöriö kl. Wm: 1 AKUREYRI skýjað 4 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR skýjað 2 KIRKJUBÆJARKL. þoka 5 KEFLAVIK hálfskýjaö 3 RAUFARHÖFN alskýjaö 2 REYKJAVÍK léttskýjað 3 STÓRHÓFÐI léttskýjað 6 BERGEN heiöskírt 5 HELSINKI rigning 10 KAUPMANNAHOFN alskýjað 9 OSLO skýjaö 9 STOKKHÓLMUR rigning 7 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skúr 5 ALGARVE skýjað 15 AMSTERDAM rigning 8 BARCELONA skýjað 10 BERLÍN alskýjaö 12 CHICAGO skýjaö 16 DUBLIN skýjað 8 HAUFAX léttskýjað 5 FRANKFURT skýjaö 7 HAMBORG rigning 9 JAN MAYEN snjóél -2 LONDON léttskýjaö 6 LÚXEMBORG rigning 3 MALLORCA léttskýjað 8 MONTREAL heiðskírt 9 NARSSARSSUAQ skýjað 8 NEW YORK skýjað 13 ORLANDO skýjað 24 PARÍS sfyjað 7 VÍN skúr 14 WASHINGTON alskýjaö 8 WINNIPEG heiöskírt 2 Mill1 ■ Iririll ikl1,L'jM«7.mllllil UM'BI ’lil'll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.