Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 Menning______________________________________________________________________________________________________________________X>V Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttír silja@dv.is Á níunda áratugnum komust ýmsir þeir sem störfuöu á vettvangi menningarmála ekki hjá því að kynnast ungri listakonu, Ástu Guðrúnu Eyvind- ardóttur. Ásta Guðrún batt bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir listamenn á sama aldri, sýndi myndir sínar yfirleitt ein á báti, utan alfaraleiða eða á tilfallandi vinnustofum sínum víða um bæ- inn. Myndlist Af andans borkjörnum Það var auðvelt að hrífast af persónu Ástu Guð- rúnar, faiiegum augunum, stelpulegu fasinu og blá- kaldri einlægninni sem einkenndi allt tal hennar, en ekki þurfti heldur langar samræður til að kom- ast á snoðir um viðkvæmt sálarástand hennar. Verk Ástu Guðrúnar, þegar rýninum loksins tókst að hafa upp á þeim, voru dálítið með sama marki brennd og hún sjálf, ungæðislega ör, litrík, einlæg en um leið fremur ruglingsleg; þörfnuðust alltént meiri umþóttunar og eftirvinnu en höfundurinn virtist reiðubúinn að helga þeim. Og umhugsunar- efni, svona eftir á að hyggja, hvort ekki hefði tap- ast eitthvað af hráum innileika þessara verka við skipulegri vinnubrögð. Þótt hún breyti ekki endilega viðhorfi mínu til myndlistar Ástu Guðrúnar, er engu að síöur vel til fundið og fallegt af vinum hennar og ætt- ingjum að setja upp minningarsýningu um hana í Gerðarsafni. Blæðandi mynstur Sú tilfinning sem framar öðru sækir á áhorfandann við skoðun myndanna á sýningunni er eftirsjá eft- ir þeim myndlistarmanni sem Ásta Guðrún hefði getað Verk eftir Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur Það er eftirsjá aö þeim myndlistar- manni sem hún hefði getað oröið. hinni „innantómu manneskju" er glugg- inn (nr. 1), ævagamalt tákn fyrir mörk- in milli ytri og innri heims og sjálfsagt einnig fyrir myndflötinn þar sem ráðast örlög hvers listamanns. Þar næst getur að líta krossmark, haldreipi þeirra sem erfiði og þunga eru haldnir. Þarna er líka að finna lítið og brotakennt verk sem nefnist „Ásta“ (nr. 2) og er eins konar hlutgerving alls sem ófullgert er. Magnús Pálsson: Strunz Megineinkennið á þessu hávaöasama „strunsi“ í er tilgangsleysi þess. orðið, hefðu sýruhús Lundúnaborgar ekki truflað kenndir hennar og skilningarvit. Sýningarnar í Gerðarsafni eru raunar þrjár, all- ar helgaðar minningu Ástu Guðrúnar. Og þótt innbyrðis séu engin tengsl milli þeirra, enda gjörólíkir listamenn að verki, leyfist manni e.t.v. að líta á verk þeirra Ragnhildar Stefánsdóttur og Magnúsar Pálssonar sem óbeinar umfjallanir mn hlut- skipti Ástu Guðrúnar. I vestursal sýnir Ragnhildur nokkur til- brigði um stef með gegnumborað- an konulíkama úr gifsi í fyrirrúmi. Hann vekur strax upp hugrenningar um manneskjuna hverrar andlegu borkjamar hafa verið fjarlægðir með vél- rænum hætti og hafðir til sýnis sem blæðandi mynstur uppi á vegg, sjá samstæðu nr. 5. Gegnt Strunz í stórborg Úr meginsal er síðan gengt inn í myrkvað afdrep þar sem borað hefur verið í millivegg fyrir birtu. Birtan fell- ur á liggjandi figúm á skurðarborði með hrygglengjuna bera og taugakerfið í hendu um öll gólf. Hér er því miður eins og listsýn Ragnhildar breytist úr margræðum og samhangandi mynd- stórborginni skáldskap í fremur ódýra hrollvekju. í kjallara hefur Magnús Pálsson kom- ið sér fyrir með fjöllistaverkið „STRUNZ", þar sem fara saman að- skotahlutir, sérsmíðaðir hlutir, myndbönd og hljóð. Mest ber á reiðhjólum á hvolfi, risastórum „tám“ úr blikki hér og þar, sömuleiðis í gámi sem liggur eins og bíslag út úr byggingunni, og hreyfimyndum á tveimur tjöldum. Á öðru tjaldinu er myndin á hvolfi og sýnir flugvélar lenda og taka sig á loft með tilheyrandi hávaða, hin er götumynd frá stór- borg þar sem fólkið „strunsar" stöðugt framhjá. En megineinkennið á þessu hávaðasama „strunsi" í stórborginni er tilgangsleysi þess; reiðhjólin eru öfug og gagnslaus, „tæmar" hreyfast ekki úr stað, flugvélatraffíkin er á hvolfi og röltið á mannfólkinu virðist án takmarks. Maður veltir fyrir sér hvort Lundúnaborg hafi komið ungri og ofumæmri ís- lenskri listakonu svona fyrir sjónir árið 1978. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarnar standa til 12. maí. Geröarsafn er opið alla daga nema mán. kl. 11-17. Þegar risar gengu á jörðinni Menningarsíða Göteborgsposten í Svíþjóð minntist aldarafmælis Hall- dórs Laxness á sjálfan afmælisdaginn með grein eftir John Swedenmark, ís- landsvin og þýðanda. Hann gleðst yfir framlagi Halldórs til heimsbókmennt- anna og finnst hann hafa verið einkar vel kominn að nóbelsverðlaununum - undanskilið í þeirri setningu er kannski að það hafi ekki allir nóbels- verðlaunahafar verið. „Á íslandi er hann svo stór að þaö er vandræðalegt að spyrja rithöfunda hvort þeir hafi orðið fyrir áhrifum frá honum; maðurinn er álíka sjálfsagður og veðrið, tungan eða fortíðin. Hann spannar alla íslandssöguna frá sögu- öld til nútíma með sínum merkilega, stéttabaráttukennda stílgaldri.“ Slíkur risi býður upp á heilsusam- legt virðingarleysi, segir John, og minnir á að í 101 Reykjavík eftir Hall- grím Helgason er sagt frá konu sem vinnur á Reykjalundi og safnar skegg- hári af höfði nóhelskáldsins í plast- poka; eigi nú rúmt kíló! Enn þá nær skáldinu mikla fer Hallgrímur í nýj- ustu skáldsögu sinni, Höfundur ís- lands, sem sprottin er af draumi Hall- gríms um Halldór og segir frá þvi þeg- ar frægasti rithöfundur Islands, Einar J. Grimsson, deyr og vaknar aftur í hálfrar aldar gömlu meistaraverki sínu. Þessari sögu lýsir John rækilega og segir að Hallgrímur Helgason smjatti á öllum meta-bókmenntalegu möguleikunum sem hugmyndin býður upp á. Persóna rithöfundarins er óþol- andi nöldurskjóða sem þó hefur áttað sig á því eftir dauðann hve líf hans var misheppnað og kærleiksvana. En, segir John, Höfundur íslands er ekki aðeins metaróman heldur verður skáldsagan gamla sem þar er „endur- sögð“ afar grípandi. Bók sem á að vera hálfgleymt stórvirki verður í þessari endursögn þrungið nærveru og harmi vegna svika í ástum, vonbrigða og harðrar baráttu yngri kynslóðanna fyrir mannsæmandi lífi. „Engin leið er að lýsa sögunni í stuttu máli,“ segir John, „en það sem hún birtir er áhrifamikið ástarhatur til hinna stóru og myndarlegu frá- sagna sem ekki er lengur hægt að skrifa - þrá án sjálfsblekkingar eftir þeim tíma þegar risar eins og Halldór og Einar gengu á jörðinni." NU FlRAR JAG MIN HUNÍRA ÁRS DAG ! Þessl telknlng Hallgríms Helgasonar fylgdl greln Swedenmarks í Göte- borgsposten. JA, MEN DU AR 3U DÖD... mannsgaman Selur á snúru Þegar Islendingur kemur til Grænlands áttar hann sig á því að ísland er ekki jafn sérstakt og af er látið. Grænland tekur íslandi fram á flest- um sviðum sérstöðunnar. Hef farið þar oftsinnis um. Og viðast hvar með stærri augum en nota þarf í öðrum löndum. Man þegar ég fékk að fylgjast með flensi kallanna i Quaqartoq. Það voru alvöru karlar; höfðinu minni en ég, en einhvem veginn miklu stærri og merkilegri. Og vissulega búnir að missa fleiri fullorðinstennumar en ég, en söknuðu þeirra minna en maðlcur fótanna. Þama vom þeir að sniglast á bryggjunni, hlæjandi meir en maöur á að venjast af fullorðn- um karlmönnum. Það var spenna í lofti og lykt eins og þegar mikið stendur til. Og upp fór hann úr bátnum, þessi líka roknalegi selur og rotaður vel. Þeir tóku hann með talíu og tylltu á kerru. Keyrðu heim í blokk. Hlógu alla leiðina og fóru með sögur af veiði og villtum dýrum. Og villtum mönnum. Stöðvuðu bílinn við Ellevsvej 11. Það- an var selurinn dreginn í blóði sínu upp stiga- ganginn og settur á borð uppi á þriðju hæö í íbúð 3k. Enn hlógu karlamir og skipti engu þótt þeir stældu hnífa af meiri ákafa en aðrir menn; ekkert truflaði hláturinn og enn fleiri sögur úr síkviku sinni. Þeir gáfu mér volgt spikið að smakka. Og hlógu ofboðslega. Ég kyngdi með svip. Og fylgdist með þeim hengja sel út á svalir eins og aðrir hengja þvott á snúru. Mér var litið upp eftir blokkinni þegar ég gekk niður Ellevsvejinn nokkm síðar. Og þar hékk hann í pörtum. Um háls mér hékk tönn sem þeir gáfu mér. I höfði mér hláturinn. Dillandi dásemd af hlátri og hlýindum. Og fer hvergi. -SER. Úr frændgarði Á laugardaginn opnuðu tveir fær- eyskir myndlistarmenn, Olivur við Neyst og Ánker Mortensen, málverka- sýningu í Baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýningin nefnist Úr frændgarði. Einnig var opnuð sýn- ing á vefmyndum Vigdísar heitinnar Kristjánsdóttur í Rauðu stofunni sem er á sama stað. Sýningamar standa til 20. maí. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sun. kl. 14-17. Beethoven og Ravel Fkvöld kl. 20 halda Laufey Sigurðardótt- ir, fiðla, Peter Tal- kowsky, selló, Krystyna Cortes, pí- anó, og Garðar Thór Cortes, tenór, tón- leika í Salnum í Kópa- vogi. Á efhisskránni eru Trió n í G dúr op. 1 nr. 2 og Sechs Schottische Lieder op. 108 fúr eine Singstimme mit obligater Begleifimg von Pianoforte, Violine und Violoncefl eftir Beethoven og Trió frá 1914 Ravel. Píanó og selló Annað kvöld kl. 20 halda Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari tón- leika í Salnum i Kópr.vogi. Á efnisskrá eru Gömbusónata í D-dúr eftir J.S. Bach, Arpeggione-sónatan eftir Franz Schubert og sellósónata í d-moll eftir Dmitri Shostakovich. Verkin spanna ríflega 300 ára sögu sellósins og for- vera þess, gömbunnar og arpeggiones. Bæði verkin leikur Nicole Vala á nú- tímaselló, sem og hina dramatísku sónötu Shostakovich frá 1934. Tónleikarnir verða endurteknir í Laugaborg í Eyjafirði á miðvikudags- kvöldið kl. 20.30. Heilagar stundir Á laugardaginn var opnuð fyrsta einkasýning Bjarkar Guönadóttur á ís- landi í galleri@hlemmur.is. Björk útskrifaðist úr listaháskólanum í Umeá í Svíþjóð og hefur verið þægilega virkur listamaður síðan. Á sýningunni verða m.a. myndband og saumverk. Galleríið er að Þverholti 5 og er opið fim.-sun. kl. 14-18. Sýning Bjarkar stendur til 26. maí. ófriður Almenna bókafélag- ið hefúr gefið út bók- ina Átök og ófriður við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson. Þar er farið með les- endur um sveitir landsins eftir hring- veginum og heimsótt- ir ýmsir merkir staðir þar sem afdrifarík átök hafa átt sér stað. Atburðimir eru rifjaðir upp sam- hliða því sem höfundur segir frá ýmsu merkilegu sem mætir ferðamanninum. Þótt íslendingar séu friðelskandi þjóð og hermennska og hemaður flest- um framandi hefur ekki verið svo alla tíð. Á tímum þjóðveldisins mögnuðust upp mikil átök í landinu, hetjur jafnt sem illmenni riðu um héruð og vopn voru mönnum jafnnauðsynleg og orf og ljár. Við siðaskiptin á 16. öld bloss- aði aftur upp ófriður sem endaði með því að allt innlent viönám var brotið á bak aftur. I bókinni sprettur fortíðin upp úr fogru landslagi, illvígum herflokkum lýstur saman þar sem hundmð manna eigast við og víg og skærur verða ljós- lifandi í friðsælli náttúrunni. I sama flokki hafa komið út bækumar Þjóð- sögur við þjóðveginn og íslendingasög- ur við þjóðveginn sem hlotið hafa sér- lega góðar viðtökur. Átök og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.