Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVKUDAGUR 8. MAÍ 2002 Sport Spáin fyrir Stofnað: 1929 íslandsmeistarar: 4 (1964, 1969, 1971 og 1973). Bikarmeistarar: 2 (1975 og 1997). Stcersti sigur i tíu liða efstu deild: 5-0 á KA 1978. Stœrsta tap i tiu liöa efstu deild: 1-7, fyrir Val 1987, 2-8 fyrir IA 1995. Flestir leikir i efstu deild: Sigurður Björgvinsson 214, Þorsteinn Bjamason 180, Gunnar Oddsson 177, Óli Þór Magnússon 177. Flest mörk i efstu deild: Steinar Jóhannsson 72, Óli Þór Magnússon 57, Ragnar Margeirsson 49. Heimavöllur: Keflavlkurvöllur. Tekur 4000 manns. Steypt stæði og þak yflr hluta þeirra. Keflvíkingar fengu 675 áhorfendur að meðaltali á leik í fyrra. DV-Sport telur nú dagana þar til Símadeildin hefst 20. maí næstkom- andi. Fram að því munum við birta spá blaðamanna DV-Sport um loka- stöðuna í haust og í dag er komið að 9. sætinu. Árangur i efstu deild: 579 leikir, 217 sigrar, 148 jafntefli, 214 töp. Með marka- töluna 834-864 í þessum 579 leikjum. Keflvíkingar lenda í níunda sætmu: Ungir og óharðnaðir DV-Sport bíður spennt eftir að is- landsmótið i knattspyrnu hefjist að nýju og mun i næstu átta tölublöðum telja niður fram að móti. Blaðamenn DV-Sport hafa spáð og spekúlerað í styrkieika og veikleika liðanna og út úr þeim rannsóknum hefur verið bú- in til spá DV-Sport fyrir sumarið. Fram að móti munum við birta hana, eitt lið bætist við á hverjum degi. Við hefjum leikinn á botnsætinu og end- um síðan á því að kynna það lið sem við teljum að muni tróna á toppi Síma- deildar karla þegar flautað verður til leiksloka í haust. Við metum nokkra þætti hjá hverju liði og gefum ein- kunn á bilinu 1 til 6 eins og sjá má sem hlið á teningi hér á síðunni. Síðasti vetur hefur verið Keflavík- urliðinu erfiður. Fyrst komu fréttir af afar bágri fjárhagsstöðu liðsins og í kjölfarið hvarf stór hluti varnarlinu Keflvíkinga á síðasta sumri. Gestur Gylfason hvarf á önnur mið en þeir Gunnar Oddsson og Kristinn Guð- brandsson lögðu skóna á hiiluna. Þessir þrír kappar eiga samtals að baki 567 leiki í efstu deild og þrátt fyrir að spilamennska þeirra í fyrra hafi kannski ekki alltaf verið upp á það allra besta þá verður reynslan ekki tínd upp úr fjörugrjótinu eins og góður maður sagði eitt sinn. Aukin- heldur hefur liðið misst sinn besta mann á síðasta keppnistímabili, bak- vörðinn Hjálmar Jónsson, til Gauta- borgar og verður skarð hans vand- fyllt. Kelfvikingar munu byggja lið sitt upp á ungum heimamönnum sem spila frekar með hjartanu heldur en fyr- ir peninga og það á eft- ir að koma þeim til góða síðar þegar reynsla þessa árs hefur síast inn. Mikið mun mæða á framherjunum Guð- mundi Steinarssyni og Hauki Inga Guðnasyni og þeir verða að vera sjóðandi heitir og hreinlega raða inn mörkum ef Kelfavík á að eiga mögu- leika á því að hrekja spá okkar. Karakter Keflavíkurliðsins hefur verið mikill í gegnum árin en nú þegar sterkustu persónuleikamir og reyndustu mennimir em horfnir á braut verður fróðlegt að fylgjast með því hvort ungu leikmennirnir hafa lært eitthvað af öldnum kempum eins og Gunnari Oddssyni. -ósk/ÓÓJ Síðustu átta ár: 1994: .. 1995: .. 1996: .. 1997: . . 1998: .. .. 4. sæti í úrvdeUd. 1999: . . .. 8. sæti i úrvdeUd. 2000: .. .. 6. sæti í úrvdeild. 2001: .. Hvað segja Keflvikingar um spá DV-Sport „Þessi spá kemur mér ekki á óvart. Liðið mitt er skipað ungum strákum sem hafa takmarkaða reynslu af þvi að spila í efstu deild og því finnst mér ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð fallsæti. Við höfum misst reynda menn úr vöminni og höfum tekið þá ákörðun að byggja sem mest upp á heimamönn- um. Ég hef mikla trú á liðinu og lýsi frati á allar hrakspár þó að ég skiiji þær, ég tel okkur geta náð Evrópusæti ef ungu strákarnir ná að sýna það sem í þeim býr,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflavikur. Leikmanna- Hópurinn Markverðlr: 1. Friðrik Valdimar Amason . 21 árs 13. Ómar Jóhannsson .......21 árs Varnarmenn: 2. Sigurður Markús Grétarsson 21 árs 4. Haraldur Freyr Guðmundss. 21 árs 6. Kristján H. Jóhannsson ... 23 ára 7. Hólmar Öm Rúnarsson ... 21 árs 8. Zoran Daniel Ljubicic .... 35 ára 19. Georg Birgisson........31 árs 22. Óiafur ívar Jónsson....27 ára 26. Gurrnar M. Jónsson.....34 ára Miðiumenn: 3. Jóhann R. Benediktsson ... 22 ára 5. Brynjar Öm Guðmundsson 20 ára 9. Þórarinn Kristjánsson .... 22 ára 16. Ragnar Steinarsson ....31 árs 17. Adolf Sveinsson........27 ára 21. Hafsteinn Rúnarsson .... 19 ára 25. Jónas Guðni Sævarsson . .19 ára Sóknarmenn: 10. Magnús S. Þorsteinsson . . 20 ára 11. Hörður Sveinsson.......19 ára 14. Haukur Ingi Guðnason . .. 24 ára 18. Guðmundur Steinarsson . 23 ára Þiálfari: Kjartan Másson.............56 ára Farnir: Gunnar Oddsson hættur, Kristinn Guðbrandsson hættur, Gestur Gylfason til Danmerkur, Eysteinn Hauksson í Grindavík, Hjálmar Jónsson til Svíþjóðar, Gunnleifur Gunnleifsson í HK. Komnir: Adolf Sveinsson frá Stjömunni, Hjörtur Fjeldsted frá ÍR, Ólafur ívar Jónsson frá Grindavík, Jóhann Steinarsson frá Tinaastóli. Gengi Keflavíkur i vormótunum Deildabikarinn: 16. febrúar.........Reykjaneshöll Keflavlk-ÍBV .................1-1 Kristján Jóhannsson. Keflavik vann 3-0 þar sem ÍBV notaöi ólöglegan leikmann. 23. febrúar.........Reykjaneshöll Keflavlk-Fram.................2-1 Hafsteinn Rúnarsson og Haukur Ingi Guðnason. 1. mars.............Reykjaneshöll Keflavík-Þróttur..............0-2 14. mars ...........Reykjaneshöll Keflavlk-Valur ...............1-0 Hafsteinn Rúnarsson. 7. apríl....Gervigrasið Laugardal Keflavik-Dalvík...............4-1 Guðmundur Steinarsson 4. 13. apríl ...............Ásvellir Keflavlk-KA ..................O-l 21. april...........Reykjaneshöll Keflavik-Grindavík............4-5 Guðmundur Steinarsson 2, Haukur Ingi Guðnason, Jóhann Benediktsson. Átta liða úrslit 25. april...........Reykjaneshöll Keflavik-Fylkir...............1-3 Guðmundur Steinarsson. Keflavík lék átta leiki, vann þrjá, gerði 1 jafntefli oj» tapaði 4. Keflavík fékk þrjú stig dæmd úr einum leik. spáir í Símadeild karla í sumar: Markið + Keflvíkingar eiga einn efnilegasta markmann landsins í Ómari Jóhanns- syni. Hann hefur fengið mikilvæga reynslu með 21 árs landsliðinu. Ómar er hávaxinn og á að geta látið til sín taka í teignum. Ómar hefur ekki spilað — einn einasta leik i efstu deild og spumig hvort hann rís undir þeirri ábyrgð sem sett er á herðar honum. Vörnin + Ungir og efnilegir strákar sem koma til með að fá dýr- mæta reynslu í sumar. Zoran Ljubicic kemur með reynslu í vömina og ætti að geta byggt upp spil úr öftustu línu. Liðió hefur misst þrjá _ reyndustu vamarmenn sina. Ljubicic hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að veijast og spurning hvemig hann tekst á við nýtt hlutverk. Miðjan Ungir og leiknir strákar + sem em mjög hættulegir fram á við. Þórarinn Kristjánsson hefur fyrir löngu sannað sig sem leikmaður í efstu deild. Lítil reynsla og skortur á líkamlegum styrk. Vantar baráttujaxla á miðjuna til að vinna boltann fyrir sókndjarfari leikmenn liðsins. ð Sóknin -j- Langbesti hluti liðsins. Guðmundur Steinarsson og Haukur Ingi Guðnason em eldfljótir og skeinuhættir hvaða liði sem er. Ungu strákamir Magnús Þorsteinsson og Höröur Sveinsson hafa raðað inn mörkum í 2. flokki undanfarin ár og fengu dýrmæta reynslu í fyrra. Hauk Inga vantar bolta- — tækni og er mjög háður því að fá góða þjónustu frá miðju- mönnunum. Bekkurinn ; Keflavik byggir að miklu “p leyti upp á ungum heimamönnum sem munu að mestu leyti skipa bekk liðsins i sumar og fá dýrmæta reynslu sem nýtist síðar meir. — Ari sama skapi er reynslan lítil sem engin og það er ekki á vísan að róa með hvemig ungu strákamir koma til með að standa sig fái þeir tækifæri. _________________m Þjálfarinn . Kjartan Másson er T reyndur þjálfari. Hann er mikUl karakter og hefur oftar en ekki náð miklu út úr liðum sem ekki var búist við miklu af i upp- hafi móts. Hann þekkir liðið mjög vel enda hefur hann þjálfað flesta þessa stráka lengi. Hann gerir sé grein fyr- ir því að uppbygging þarf að eiga sér stað i Keflavík. Kjartan er af „gamla“ skól- anum og öskrar oft á tíðum ótæpilega á menn sem get- ur virkað annað hvort hvetjandi eða letjandi. Hefur verið lengi í kringum liðið sem gæti skapað þreytu í samstarfi hans og leikmanna. m Að aukí + Liðið er eins og áður hefur komið fram að mestu leyti byggt upp á heimamönnum. Það ætti að skila sér í góðum iiðsanda sem endurspeglast í þeirri samstöðu sem leikmenn sýndu í vetur þegar stjóm knattspymudeildarinnar þurfti að skera verulega niður kostnað vegna bágrar fjárhagsstöðu. Liðið hefur verið I efstu deild undanfarin átta ár og hef- ur náð ákveðnum stöðugleika þrátt fyr- ir að oft hafi mátt litlu muna að það félli. “ Keflavikurliðinu hefur geng- ið illa að skapa stemningu á vellinum. Áhorfendur hafa ekki mætt vel á völlinn þrátt fyrir gott gengi á köflum og það er erfltt fyrir unga leik- menn að hefja ferilinn með lítið bak- land þegar á móti blæs. Engir peningar eru til staðar til þess að styrkja liðið ef Ula fer að ganga. ISport-stig: 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.