Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 DV Fréttir George Robertson vill gera grundvallarbreytingar á NATO: Framtíð banda- lagsins er í húfi Erlent fréttaljós Skilaboðin vestur á Melum á þriðjudag voru skýr, svo ekki verð- ur um villst: „Við verðum að færa okkur til nútímahorfs ella verðum við settir út á hliðarlínuna." Sá sem mælti þessi orð á fundi ut- anríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) ætti að vita hvað hann syngur, enda enginn annar en sjálfur framkvæmdastjóri hemað- arbandalagsins, breski lávarðurinn George Robertson. Hvert er hlutverkið? Oft hefur breytinga verið þörf en nú er nauðsyn. Framtíð NATO er nefnilega i húfi. Að sögn bandaríska blaðsins Wall Street Journal hefur Robertson sagt i einkasamtölum við ráðamenn aðildarlanda NATO að þeir verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki bandalagið eigi að gegna. Og ef þeir komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að lifa áfram verði þeir að skilgreina í hvaða formi það eigi að vera. Blaðamaður danska blaðsins Jyllands-Posten sem skrifaði um fund utanríkisráðherra NATO segir að bandaríska herstöðin á Miðnes- heiði sé talandi dæmi um þann vanda sem NATO stendur frammi fyrir. Á dögum kalda striðsins fylgd- ust hermenn í Keflavíkurstöðinni með ferðum sovéskra kafbáta, her- skipa og flugvéla umhverfls Island. Herstöðin er hér enn, áratug eftir að Sovétríkin liðu undir lok og Banda- ríkjamenn hafa látið að því liggja að ef til vill sé kominn tími fyrir þá til að pakka saman og fara. Islenskum stjórnvöldum líst hins vegar illa á þá hugmynd og vilja fá fundi þar sem fundin verður framtíðarlausn á stöðu herslöðvarinnar. Ekki í takt við tímann Umræður af þessu tagi þykja til marks um að NATO hafi ekki veriö í takt við tímann og því hafi fram- kvæmdastjórinn hvatt menn til að nútímavæða sig. Það sem öðru fremur varð til þess að vekja ekki bara NATO, heldur heiminn allan, af værum blundi voru hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september í fyrra. Síðan þá hafa þjóðaleiðtogar um lít- ið annað talað en viðbúnaðinn gegn þeirri nýju ógn sem hryðjuverka- menn og samtök á borð við Osama bin Laden og al-Qaeda eru. Sem dæmi um það hve NATO hefur ver- ið illa búið undir hina nýju ógn má geta þess að í bækistöðvum herafla þess í Mons í Belgíu var ekki einn einasti maður sem hafði baráttuna gegn hryðjuverkamönnum á sinni könnu daginn fyrir árásirnar á World Trade Center og Pentagon. Þessar nýju áherslur frá því í september urðu tO þess auðvelda nánara samstarf við Rússa sem var DV-MYND E.ÓL Gaman og alvara í bland Þeir ígor ívanov, utanríkisráöherra Rússlands, og George Robertson lá- varöur, framkvæmdastjóri NATO, gáfu sér tíma til að gera aö gamni sínu. DV-MYND HAR! Misjöfn hrifning af fundl NATO Ekki voru aiiir jafnhrifnir af utanríkisráöherrafundi NATO vestur á Melum í vikunni. Friöarsinnar mótmæltu á bak viö varnargiröingu lögreglu. ÐV-MYND ÞÓK Góðra vina fundur Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra og bandarískur starfsbróöir hans, Colin Powell, stungu saman nefjum á fundi utanríkisráöherra Atlantshafsbandalagsins í Reykjavik í vikunni. einnig að styrkja samvinnu sína um vamir gegn efna- og sýklavopnum, svo hægt verði að tryggja öryggi bæði almennings og hermanna gegn slikum hryðjuverkaárásum. Grundvallarbreytingarnar á NATO verða á dagskrá leiðtoga- fundarins í Prag i nóvember. Ro- bertson lávarður hefur uppi háleit markmið fyrir bandalagið. Hann vill að hemaðarmáttur þess verði efldur og að hersveitir þess geti far- ið hvert á land sem er, einnig langt frá hefðbundnum heimasvæðum, til að sinna nauðsynlegum verkefnum. Hryðjuverkaógnin hefur líka svo gott sem afmáð allar markalínur milli eiginlegs varnarsvæðis NATO og þess sem er þar fyrir utan. Nútímalegur slagkraftur Colin Powell, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, tók undir það á fundinum í Háskólabíói í vikunni. „Við þurfum hreyfanlegar sveitir með nútímalegum slagkrafti, sveitir sem geta tekið þátt í orrustum hvar sem er í heiminum og sinna verk- efnum sínum á skilvirkan hátt og af nákvæmni," sagði Powell. En það er ekki bara hemaðarhlið NATO sem þarfnast yfirhalningar, heldur hefur framkvæmdastjórinn mikinn áhuga á að taka aðeins til í skrifræðinu þar á bæ. Slík tiltekt er talin bráðnauðsynleg ef bandalagið á að geta starfað á eðlilegan hátt þegar aðildarríkin verða orðin 26, í stað nítján eins og nú er. Allar lik- ur eru nefnOega á því að á fundin- um í Prag í haust verði sjö löndum boðið að ganga inn í hinn helga dóm. Það eru Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, og að auki fyrrum austantjaldsrikin Slóvenía, Slóvakía, Rúmenía og Búlgaría. ÖO löndin eiga það sam- eiginlegt að herafli þeirra er bæði fjársveltur og Ola búinn vopnum. Allir þurfa NATO En hvaö sem öðru líður eru sér- fræðingar sammála um að Evrópu- þjóðir þarfnist trausts hernaðar- bandalags með Bandaríkjunum, meðal annars tO að tryggja stöðug- leika í álfunni á meðan hún er enn að jafna sig eftir kalda striðið. Evr- ópusambandið kemur þar ekki í staðinn og um það eru Evrópuþjóð- irnar þó að minnsta kosti sammála. Þá verður NATO áfram grund- vaOarþáttur í landvörnum Banda- ríkjanna. Bandaríkin væru ekki jafn atkvæðamikO í Evrópu ef ekki væri fyrir NATO og erfíðara væri fyrir þau en eOa að fá herstöðvar í Evrópu og stofna þar tO nýrra kynna. Byggt á efni frá WaU Street Jo- umal, JyUands-Posten, BBC, o.fl. síðan innsiglað á Reykjavíkurfund- inum með stofnun sérstaks sam- ráðsvettvangs. Formlega verður gengið frá stofnun hins nýja ráðs á leiðtogafundi NATO í Róm á Ítalíu þann 28. maí næstkomandi. Breytinga er þörf Hryðjuverkaárásirnar hafa knúið NATÖ tU að hraða þróun sem þegar var komin í gang, enda hefur Ro- bertson lávarður verið ötuU að Guðlaugur Bergmundsson biaöamaður brýna fyrir aðUdarríkjunum að þörf væri fyrir grundvallarbreytingar. Einkum hefur hann lagt hart að ráðamönnum evrópskra aðUdar- landa að leggja meira fé tO uppbygg- ingar herja sinna. Annað sem liggur fyrir að NATO- löndin verði að gera er að auka samvinnu sína á njósnasviðinu. Þau verða að deila með sér upplýsingum sem leyniþjónustur þeirra afla um hryðjuverkastarfsemi. Þau verða Erlendar fréttir Ariel Sharon varö undir Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, varð um síðustu helgi fyrir miklu pólitísku áfalli þegar miðstjóm Likud-bandalagsins samþykkti tUlögu Binyamins Netanya- hu, fyrrum forsætisráðherra ísraels, um að hafna stofnun palestínsks ríkis, en áður haföi Sharon hvatt miðstjórn- ina tU að loka ekki á það dyrunum að gert yrði ráð fyrir palestínsku ríki i væntanlegum friðarsamningum við Palestínumenn. Sjö farast í eldsvoða Sjö manns af pak- istönskum uppruna, þar af fimm systur á aldrinum sex mánaða tU þrettán ára, létust í eldsvoða í Hudders- field á Englandi á sunnudagsnótt og le&ur grunur á að um ftveikju hafi verið að ræða. Fíórir menn sáust hlaupa af vettvangi og að sögn sjónar- votta sáust þeir henda einhverju að húsinu sem talið er að hafi verið bens- ínsprengjur. Lögreglan handtók fljót- lega þrjá grunaða og er málið í rann- sókn. Hægri sveifla í Hollandi Þriggja mánaða gamaU flokkur hægri ■ öfgamannsins Pims ” v Fortuyns, sem skot- v *■' 1 inn var tO bana í \3 M byrjun mánaðarins, • varð í öðru sætinu í hoUensku þingkosn- ingunum á miðvikudaginn, fékk um 17% fylgi og 26 þingsæti af 150. Jan Peter Balkenende, leiðtogi KristUega demókrataflokksins, er þó ótvíræður sigurvegari kosninganna en flokkur hans bætti við sig verulegu fylgi, fékk um 26% og 43 þingsæti. Búist er við að hann myndi samsteypustjórn með flokki Fortuyns og Frjálslynda flokkn- um sem tO samans hafa 92 þingsæti. Mikilvægt samkomulag Mikilvægt skref var stigið í sam- skiptum Bandaríkjamanna og Rússa um síðustu helgi þegar samkomulag náðist um verulega fækkun lang- drægra kjamaodda eftir fund þeirra Johns Bolton aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Georgys Mamedov, aðstoðarutanrOíisráðherra Rússlands, sem fram fór í Moskvu. Samkomulagið verður formlega und- irritað á fyrirhuguðum fundi forseta ríkjanna í Moskvu í lok mánaðarins. Útför kalda stríösins Tímamótasam- komulag um stofnun samstarfsráðs Rússa og Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, náðist á flrndi utanríkisráð- herra NATO með fufl- trúum Rússa, sem fram fór í Háskólabíói á þriðjudaginn. Samkomulagið gerir ekki ráð fyrir að Rússar gangi í bandalagið, heldur fái þeir flflla aðOd að umræðu og ákvarð- anatöku innan bandalagsins. Sam- komulagið verður formlega undirrit- að í Róm þann 28. maí nk. en þá mun ráðið koma saman tO síns fyrsta fund- ar. Fulltrúar NATO-rOcjanna lýstu ánægju sinni með samkomlagið og sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, að þar með hefði útfór kalda stríðsins farið fram. upplýsingar Bandarískir fjöl- miðlar sögðu frá því í vikunni að banda- ríska leyniþjónustan, CIA, hefði afhent Bush Bandarikjafor- seta upplýsingar nokkrum mánuðum fyrir 11. september, um að hryðju- verkasamtök Osama bin Ladens kynnu að ræna bandarískri farþega- vél. Embættismenn Hvíta hússins segja að upplýsingamar hefðu verið of almennar tO að hægt hefði verið að grípa tO aðgerða og að engun hefði bottið í hug að þeir hygðust fljúga vélum á byggingar. Bush fekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.