Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 25
49 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 I>"V Tilvera * íí f ið E F T I R V I f I II IJ j •Fyrir börnin HJólin i Húsdvragarftinum Jðladagskráin í Fjölskyldu- og húsdýra- gar&lnum er hafin. Búið er aö kveikja á jðlaljósunum í garðinum og á hverjum degi fram að jólum mun heimili jólasveinsins vera sýnilegt i einn klukkutíma á dag, milli kl. 14 og 15. Þá geta gestir og gangandi fylgst með jólasveinum og samskiptum hans við móður sína Grýlu. Einnig verður boðið upp á jólasögu alla daga kl. 10.40. Kaffihúsiö býður upp á hreindýrasúpu og smákökur fram að jólum. j •Fyrirlestur HFvrirlestur um tungumála- kennslu Dr. Hólmfri&ur Gar&arsdóttlr, adjukt í spænsku við HÍ og starfandi formaður Samtaka tungumálakennara, verður með fyrirlestur í stofu 101 í Odda á vegum Stofnunar Vigdísar Rnnbogadóttur. Hólmfríður mun fjalla um nýja áætlun og nýjar áherslur í tungumálakennslu innan Evrópu á næstu árum og gera grein fyrir rammaáætlun Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz. Fundurinn er öllum opinn. •Listir •Samspil í Hafnarborg Samspil er nafn á sýningu sem erí gangi Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Þetta er samsýning Bryndísar Jóns- dóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þor- ger&ar Sigurðardóttur. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. des. BSambönd i Hafnarborg í Hafnarborg er í gangi sýningin “Sambönd ís- lands“. Þetta er alþjó&leg sýning me& þátt- töku erlendra listamanna sem hafa heimsótt ísland og íslenskra listamanna búsettra er- lendis. Var þeim boðið að sýna verk sem lýsa landi okkar og þjóð í samræmi við reynslu þeirra af dvölinni hér. Stendur til 22. des. BSkátastarf í Borgarnesi I Borgarfirði er í gangi sýning á skátastarfi í Borgarnesi í anddyri Safnahúss Borgarfjarb- ar. f desember 1962 komu eldri kvenskátar í Borgarnesi saman og stofnuðu Svannasveit- ina Fjólur. í tilefni af 40 ára afmælinu verða sýndir munir og myndir frá skátastarfi í Borg- arnesi síðastliðin 60 ár. Sýningin stendur til 30. janúar 2003. BBorgarfiórður i nviu liósi Gu&mundur Sigur&sson sýnir ný olíumálverk í Listasafni Borgarness. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru tileinkuð Borgarbyggð. Þetta er 9. einkasýning Guðmundar en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og á Norðurtðndunum. Listasafn Borg- arness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi, og verður sýn- ingin opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýn- ingin stendur til 23. desember. BSvning á Ísafirói Dýrfinna Torfadóttir gullsmíðameistari og Finnur Guðni Þórðarson, nemi hennar, sýna módelsmíði í Faktorshúsinu Hæstakaupstað, Aðalstræti 42, Isafirði. Sýningin stendur fram yFir miðjan desember. Faktorshúsið i Hæsta- kaupstað er opið alla daga frá kl. 14-22. ■Heimkoma á Kjarvalsstóóum Sýning á verkum danska listamannsins Mart- in Bigum er í gangi á Kjarvalsstöðum Sýning- in samanstendur af málverkum og Ijósmynd- um frá árunum 1997-2002 og er bæði ætlað að sýna heimkomu og brottför sem túlka má hvort tveggja sem listrænt brotthvarf og nýja leið listamannsins. Krossgáta Lárétt: 1 hól, 4 mann- eskjur, 7 flík, 8 eykta- mark, 10 flas, 12 fjölguðu, 13 gráða, 14 tind, 15 sigti, 16 glampa, 18 dysja, 21 sýkingu, 22 holdug, 23 fengur. Lóðrétt: 1 skar, 2 kverk, 3 glettið, 4 fylgdarmenn, 5 hugarburð, 6 hrúga, 9 nafn, 11 snúið, 16 hóglát, 17 reyki, 19 eyri, 20 bleyta. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Hvltur á leik! Sumir virðast alltaf vera ferskir! Viktor gamli Kortsnoj er kominn á átt- ræöisaldurinn en mátar ungu strákana þó enn. Hér fórnar hann glæsilega á móti efnilegasta skákmanni Pólverja, hinum 25 ára gamla Bartlomiej Maci- eja. Þrír íslenskir skákferðamenn eru með á mótinu, svona til að hafa fastan punkt i tilverunni í Karíbahafmu, þeir Einar K. Einarsson, Haraldur Baldurs- son og Kjartan Guömundsson. Þeir máta örugglega eitthvað þama! Hvítt: Viktor Kortsnoj (2634) Svart: Bartlomiej Macieja (2615) Nimzo-indversk vöm. Curacao (8), 26.11. 2002 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 0-0 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bg5 Bb7 9. e3 h6 10. Bh4 Be7 11. Be2 a6 12. 0-0 d6 13. Hfdl Dc7 14. Bg3 Rh5 15. Rg5 hxg5 16. Bxh5 Rd7 17. Dd2 Re5 18. Bxe5 dxe5 19. Dd7 Hac8 20. Bf3 Bxf3 21. gxf3 Hfe8 22. Ra4 Db8 23. Hacl Hc7 24. Dd3 Hec8 25. Hc3 Db7 26. De4 Dxe4 27. fxe4 b5 28. Rb6 Hb8 29. Hd7 Hxd7 30. Rxd7 Hd8 Stöðumyndin! 31. cxb5 Hxd7 32. bxa6 Hd8 33. b4 Ha8 34. b5 Bd8 35. Hc6 Hb8 36. Hd6 Bc7 37. Hd7 Ba5 38. a4 Ha8 39. Hd6 Kh7 40. b6 Hxa6 41. b7 Hxd6 42. b8D Hdl+ 43. Kg2 Hal 44. Da7 Hxa4 45. Dxí7 Hxe4 46. Dh5+ Kg8 47. Df3 Ha4 48. Dc6 Ha3 49. Dxe6+ Kh7 50. Df5+ Kh6 51. Dxe5 Bb4 52. h4 Ha5 53. hxg5+ Kh5 54. De8+ l-O. Lausn á krossgátu________ tSe 08 ‘JjJ 61 ‘tso AI ‘jæS 9t ‘gtpun n ‘nilil 6 ‘sgtj g ‘bjo g ‘ejneunjgj p ‘;utesSneds e 'jso z ‘ojr I :jj?JQ9q 'ÍB® £Z ‘liaj 7Z ‘muis \z ‘BQjn 81 ‘eojS 9i ‘eis si ‘ppeu n ‘Stjs ei ‘ntjn zi ‘snej oi ‘epo 8 ‘JQfds L ‘HIQJ p ‘soji[ i ujajpi Dagfari Heilagleiki vísindanna í fyrri viku lét Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks á Vestfjörðum, svo ummælt á Alþingi að með kredd- um í ráðgjöf stuðlaði Hafró að því að leggja sjávarbyggðir á ís- landi í auðn. Nýlega talaði Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra svo á svipuðum nótum; ýj- aði að því hvort verið gæti að pólitísk viðhorf vísindamanna þegar meta á umhverfisáhrif virkjunarframkvæmda hefðu áhrif á niðurstöður rannsókna þeirra. Ummælum beggja áðurnefndra stjórnmálamanna hefur verið mótmælt og þau reyndar kostað hávaða víða. Alvarlegast hefur þótt í þessu sambandi að verið sé að vega að vísindalegum heiðri manna. Svo virðist litið á að niðurstöður rannsókna sem gerðar séu í hinu akademíska umhverfi séu heilagar. Og ekki megi orði á menn halla eða störf og orð þeirra þótt þau séu hluti af opinberri þjóðfélagsumræðu. Núverandi rektor Háskóla ís- lands, Páll Skúlason, hefur hvatt til þess að fræðimenn 1 há- skólaumhverfinu blandi sér í ríkari mæli í umræðu dagsins - leggi orð í belg og komi með sjónarmið sem byggjast á þeirri sérþekkingu sem menn hafa. Þetta hafa margir í röðum há- skólamanna blessunarlega gert. En þeir hinir sömu og fleiri raunar mega þá ekki vera svo hræðilega miklir aular að þeir kveinki sér undan spjótalögum hins daglega dægurþrass, að vera gagnrýndir og fá last og lof eftir atvikum. Við slíkt verða menn einfaldlega að búa ætli þeir ekki að loka sig í fíla- beinsturni - og að húka þar er víst fæstum til góðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.