Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 11 DV Útlönd Jonatan Motzfeldt Grænlenski heimastjórnarformaöur- inn missir fylgi í kosningunum í dag. Grænlendingar kjósa þing í dag Grænlendingar ganga aö kjör- borðinu í dag til að velja sér nýtt þing. Kosningamar eru taldar með þeim mikilvægustu sem haldnar hafa verið í þau 23 ár sem Græn- lendingar hafa haft heimastjóm. Sjálfstæði Grænlands hefur verið eitt helsta kosningamálið. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Sermitsiaq verður vinstri- flokkurinn IA eiginlegur sigurveg- ari kosninganna með rúmlega þrjá- tíu prósent atkvæða. Helsta kosn- ingamál flokksins er sjálfstæði Grænlands og afnám ríkisstyrksins frá Danmörku í áfóngum. Talið er að jafnaðarmannaflokk- urinn Siumut, sem hefur verið stærsti flokkurinn, muni missa um- talsvert fylgi vegna innanbúðará- taka. Flokknum er einnig spáð um þrjátiu prósentum atkvæða. Kjörstöðum verður lokað kl. 23 að íslenskum tíma og á kjörskrá em þrjátíu og átta þúsund manns. Brunaverðir af- lýsa verkfalli Breskir slökkviliðsmenn hafa af- lýst fyrirhuguðu átta daga verkfalli sínu sem hefði þýtt að herinn hefði orðiö að svara brunaútköllum með úreltum tækjabúnaði sínum í þriðja skipti á einum mánuði. Bresk dagblöð lýstu því yfir í morgun að ákvörðun slökkviliðs- mannanna jafngilti sigri Tonys Bla- irs forsætisráðherra í baráttunni við leiðtoga brunavarða. Slökkviliðsmennimir hafa ákveð- ið að setja launadeilu sína við yfir- völd í gerðardóm. Anders Fogh Rasmussen Danski forsætisráðherrann segir Færeyinga og Grænlendinga ekki einu hvalveiðiáhugamennina. Nefnd um aukna ábyrgð Færeyja á utanríkismálum Dönsk stjómvöld hafa sett á lagg- imar nefnd sem ætlað er aö gera til- lögur rnn hvemig hægt sé að veita Færeyingum aukna ábyrgð á eigin utanríkismálum. Og hvalveiðar á ekki að líta á sem séráhugamál Fær- eyinga eða Grænlendinga. Þetta kemur fram í svari Anders Foghs Rasmussens, forsætisráð- herra Danmerkur, við fyrirspurn færeyska þingmannsins Torbjoms Jacobsens eftir að Fogh lýsti áhuga sínum á að Færeyingar fengju að hafa meiri áhrif á utanríkismálin. Að sögn færeyska útvarpsins vildi Torbjorn meðal annars vita hvers vegna Færeyingar og Græn- lendingar fengu ekki formennsku í dönsku sendinefndinni á fundi Hvalveiðiráðsins. „Það er rangt hjá Torbimi Jacob- sen að áhuginn á hvalveiðum sé að- eins í Færeyjum og á Grænlandi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen. Al-Qaeda lýsa ábyrgð á Kenía-árásunum íslömsk vefsíða birti i gær yfirlýs- ingu, sem sögð er frá al-Qaeda-sam- tökunum, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á sprengjuárásunum á ísra- elsk skotmörk í Mombasa í Kenía á fimmtudaginn. í yfirlýsingunni, sem er á arabísku og ber undirskrift stjómmálanefndar heilags stríðs al-Qaeda, eru múslímar einnig varaðir við því að styðja hugs- anlega árás á Irak. „Stríðsmenn al-Qa- eda hafa aftur látið til skarar skríða gegn hagsmunum gyðinga á sama stað og fyrir fjórum árum og þeir veittu þungt högg,“ segir í yfirlýsingunni sem vitnar til árásanna á bandarísku sendiráðin í Nairobi og Dar es Salaam í Tansaníu. Bandarískir embættismenn segja að taka beri yfírlýsinguna alvarlega, en að þeirra sögn eru greinileg tengsl milli árásanna í Kenía og árásarinnar á bandarísku herflugvélina í Sádí-Ar- abíu í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem al-Qaeda-samtökin lýsa beinni ábyrgð á hryðjuverkaárás og einnig í fyrsta skipti sem umrædd stjóm- málanefnd er nefnd til sögunnar. Fórnarlömb Keníaárásarinnar borin tll grafar ísraelsk fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar á Paradise-hótelið í Mombasa voru borin til grafar á Peth Tikva í ísrael um helgina. IbLbNbKA PAKIÐ: AEG ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI AEG Lavamat þvottavél 1400 snúninga tölvustýrð þvottavél AEG Lavatherm barkalaus þurrkari með rakaskynjara ítarlegar notenda- handbækur á íslensku fylgja þvottavélinni og þurrkaranum Verðáðurkr. 183360. - Afmælisafsláttur 20% Nú kr. 147.000.- Afmælispakkatilboð á AEG eldunartækjum: AEG veggofn B 4100-l-w. • Fjölvirkur blástursofn með klukku • AEG keramik helluborð 6000 K-WN • AEG vifta DS 220 D-w Verð 139.163.- Afmælisafsláttur 28% Nú kr. 99.900.- LÉTTGREIÐSLUR / ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON Afmælisafslátíur til miðvikudags 4. des BRÆÐURNIR © OKMSSON LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.