Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Fréttir Hver er nú það? - spurðu margir þegar tilkynnt var hver yrði fulltrúi Suðumesja í 5. sœti á lista Sjálf- stœðisflokksins í Suðurkjördæmi, og fátt varð um svör. Ef Orðheldinn en ein- strengingslegur Nafn: Böövar Jónsson Aldur: 34 ára Heimili: Reykjanesbær maki: Anna Karlsdóttir Taylor, kennari Staöa: Fasteignasali Efni: Væntanlegur nýr þingmaöur Sjálfstæöisflokks í Suöurkjördæmi „Einstrengingslegur, en ágætur piltur og orðheldinn." Þannig lýsa viðmælendur DV Böðvari Jóns- syni, 34 ára Njarðvíkingi, sem skipa mun 5. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Árangur ungu sjálfstæðismann- anna þriggja í prófkjörinu í Reykjavík, þeirra Birgis, Guðlaugs Þórs og Sigurðar Kára, vakti mikla athygli í fjölmiðlum, en af einhverjum völdum hefur kastljós- inu hins vegar ekki verið beint að Böðvari félaga þeirra, þótt ágætar líkur séu á að hann nái kjöri til Al- þingis miðað við úrslit síðustu kosninga. Öruggur frami Böðvar Jónsson er fasteignasali og hefur búið í Njarðvík frá átta ára aldri. Hann hefur jafnt og þétt náð frama í stjómmálum á sveitar- stjómarstiginu og skipaði annað sæti á eftir Árna Sigfússyni á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Liðlega tvítugur stjórnaði hann kosninga- baráttu flokksins í Njarðvík 1990; 1994 var hann í framboði og varö varabæjarfulltrúi og 1998 skipaði hann fimmta sæti listans og settist í bæjarstjórn. Hann kom til tals sem leiðtogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum en sóttist ekki eftir því eftir að Árni Sigfússon kom til sögunnar. „Það var taktískt hjá honum; hann tekur eitt skref í einu og seilist ekki eftir of miklu, þótt hann sé metnaðargjarn," segir náinn sam- starfsmaður hans til margra ára. Gefur ekki eftir „Böðvar er frekar umdeildur; annað hvort líst mönnum mjög vel á hann eða alls ekki,“ segir sami viömælandi. Og hvers vegna skyldi það vera? Jú, hann þykir fastur fyrir og margir segja að hann eigi til að vera hrokafullur i samskiptum við pólitíska andstæð- inga og jafnvel við viðskiptavini. Hitt vekur á hinn bóginn at- hygli, að andstæðingar hans bera honum ágætlega söguna. „Hann er að mörgu leyti mjög réttsýnn og það er ágætt að eiga við hann; það sem hann segir stendur og maður veit alveg hvar maður hefur hann,“ segir einn þeirra en bætir við: „Hann á það hins vegar til að gleyma alþýðunni." Nærmynd Olafur Teitur Guönason blaöamaöur Frjálshyggjumaður Faðir Böðvars er hinn landskunni Jón Böövarsson, sem gert hefur garðinn frægan með vinsælum námskeiðum um fom- sögurnar. Jón er ekki þekktur fyr- ir hægrimennsku, en Böðvar son- ur hans er hins vegar mikill frjáls- hyggjumaður. „Mitt á milii Birgis Ármannssonar og Sigurðar Kára,“ segir einn viðmælanda DV. Hins vegar er það einróma álit þeirra sem til þekkja, að heldur hafl kvarnast úr frjálshyggjunni í póli- tík Böðvars eftir nokkurra ára þátttöku í sveitarstjórn Reykjanes- bæjar. Viðmælendur DV em sammála um að Böðvar sé harður í horn að taka, góður ræðumaður, skipu- lagður í vinnu og atorkusamur, og muni eflaust eiga í fullu tré við sjóaða pólitíska andstæðinga á Al- þingi nái hann kjöri, þrátt fyrir ungan aldur. Óþægileg staða? Ekki er heldur víst að hann haldi sig ávallt á flokkslínunni. Hann stóð þannig gegn samherja sínum Ellerti Eiríkssyni bæjar- stjóra og andmælti kröftuglega hugmyndum um að banna nektar- dansstaði í Reykjanesbæ. Á hinn bóginn hefur Böðvar get- ið sér orð fyrir að halda sig fyrir utan innanflokksátök, ekki síst í Sambandi ungra sjálfstæðis- manna. Nú tekur hann að vísu við af sveitunga sínum og samherja, Kristjáni Pálssyni, sem vikið hef- ur verið til hliðar, og blandast þar með í þau hörðu átök. Sumir segja að stuðningsmenn Kristjáns hafi undanfarin ár stutt dyggilega við bakið á Böðvari, og því hljóti hon- um að þykja staði sín svolítið óþægileg nú. Annar Árni Svo virðist sem stjórnmálin eigi hug hans allan þvi þrátt fyrir áhuga á útivist og störfum sínum á sviði fasteignaviðskipta, fer ekki sögum af „dellu" á öðrum sviðum en hvers konar félagsmálum. Hann var formaður Nemendafé- lags Fjölbrautarskóla Suðurnesja og líka Ungmennafélags Njarðvík- ur. „Ekki mikið sjálfur í sportinu en í stjórnum íþróttafélaga." „Er hann leiðtogi? Ekki kannski afgerandi, nei, en þegar hann er í því hlutverki stendur hann sig ágætlega," segir vinur Böðvars um forystuhæfileika hans. „Hann er líklega svipuð týpa og Árni Mathiesen: Mjög duglegur og setur sig vel inn í málin, skilar góðu verki og gerir ekki mistök, en sóp- ar kannski ekki í kringum sig þús- undum stuðningsmanna eins og hendi sé veifað." Telpa fyrir bíl Sjö ára telpa varð fyrir bíl á gatnamótum Leynisbrautar og Heið- arhrauns í Grindavík um hálf- sjöleytið í gærkvöld. Stúlkan var að sögn lögreglu að leik við götuna ásamt hópi barna. Hún virðist skyndilega hafa hlaupið út á götuna og í veg fyrir bílinn. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upp- lýsingum læknis voru meiösl henn- ar ekki alvarleg. -aþ Engin skaðleg hormón Valin náttúruleg bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smíratorgi Nýir veitingamenn í Þjóðleikhúskjallarann: Búið að endursmíða vínbarinn fræga - landsliðskokkur í hópi nýju rekstraraðilanna DV-MYND E.ÓL Þjóðlelkhúskjallarlnn aftur í gang Nýju rekstraraöilarnir, viö endursmíöaöan frægasta bar á íslandi. Taliö frá vinstri: Ragnar Ómarsson, Kristján Örn Sævarsson og Þormóöur Jónsson framkvæmdastjóri. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri Þjóðleikhúskjallarans og veitingaþjónustu við gesti og starfs- fólk Þjóðleikhússins. Stofnað hefur verið félag um reksturinn sem heit- ir Leikhúskjcillarinn. Á bak við það standa þrír aðilar, Þormóður Jóns- son, framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Fítons, Ragnar Ómarsson, liðsmaður í landsliði matreiðslumanna og yfirkokkur á Hótel Holti, og Kristján Örn Sævars- son, þjónn af Hótel Holti. Frétt DV 7. september Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri segist vænta mikils af þeim fé- lögum, en þeir munu hefja starfsem- ina með opnun á föstudag og laugar- dag. Matarveitingar fyrir almenn- ing hefjast síðan fyrir alvöru 13. desember og opið verður fyrir mat- argesti um helgar. Þá verður þjón- usta við leikhúsgesti alla daga sem leikið er í húsinu. Frægt varð er fram kom í fréttum DV í byrjun september og mikið uppistand þegar það uppgötvaðist að fyrri rekstraraðili, Stefán Axel Stef- ánsson, hafði fjarlægt mikinn bar úr Þjóðleikhúskjallaranum um miðja nótt og var málið kært til lögreglu. í kjölfarið sagðist Stefán Axel_ hafa fjarlægt barinn til að láta gera við hann, en miklar deilur höfðu staðið um reksturinn og sagði þjóðleikhús- stjóri upp samningum við Stefán Axel. Þegar hann skilaði svo bam- um eftir nokkurt þóf var hann nán- ast í henglum. Nú hafa nýir rekstr- araðilar, i samráöi við arkitektana, Guðmund M. Ólafsson og Oddgeir Þórðarson, látið endursmíða barinn. Þessir sömu arkitektar hönnuðu barinn ásamt innréttingum á staðn- um fyrir tíu árum. Þeir hafa nú aft- ur tekiö sig til og er búið að flikka upp á staðinn sem er nú mun bjart- ari og skemmtilegri en áður. Stefán Baldursson segir að sam- skipti við fyrri rekstraraðila Þjóð- leikhúskjallarans fari nú að mestu fram í gegnum lögfræðinga. Hann vonaöist þó til að þeim samskiptum lyki án þess að til málaferla þyrfti að koma. -HKr. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.41 15.01 Sólarupprás á morgun 10.58 11.06 Síödegisflóð 19.05 23.38 Árdegisflóð á morgun 07.29 12.02 Lægir undir kvöld 25 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestan til fram yfir hádegi en hægari vindur og úrkomulítið norðan og austan til. Dregur smám saman úr vindi meö skúrum í kvöld og nótt, fyrst vestan til. Hiti 5-11 stig. Suövestan 8-15 m/s og skúrir, en hægari vindur og skýjaö með köflum norðaustan til. Hiti 0-5 stig. Veðrið n 'f.r-r u Laugardagur Sunnudagur Mánudagur ^3 Hrti 0° Hiti 0° Hiti 5“ tll 5“ til 5° til 10° Vindur: Vindur: Vindur: 5-10"'/» 5-10 ■"/* 8-13 HV* 71 «- Á SV 5-10 Austlæg átt, SA 8-13 m/s m/s og 5-10 m/s og og rlgnlng skúrlr en skúrir suöaustan tll, hægari og sunnan til. bjartvlðri léttskýjaö Hiti 0 tll 5 norðanlands fyrir austan stlg en um en annars og norðan. frostmark skýjað. Hltl 0 tll 5 um landlð Hltl 5 tll stlg. norðanvert. 10 stlg. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR hálfskýjað 4 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 5 EGILSSTAÐIR léttskýjað 3 KEFLAVÍK rigning 7 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 3 RAUFARHÖFN iéttskýjaö 3 REYKJAVÍK rigning 7 STÓRHÖFÐI rigning 7 BERGEN alskýjað 5 HELSINKI alskýjað -10 KAUPMANNAHÖFN rigning 2 ÓSLÖ alskýjaö -1 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 1 ALGARVE heiöskírt 12 AMSTERDAM alskýjað 5 BARCELONA BERLIN þokumóöa 1 CHICAGO skýjað -6 DUBLIN heiöskírt 1 HALIFAX léttskýjað 10 HAMBORG súld 3 FRANKFURT rigning 4 JAN MAYEN þokumóöa 3 LONDON heiöskírt 5 LÚXEMBORG þokumóöa 3 MALLORCA MONTREAL léttskýjaö -11 NARSSARSSUAQ heiöskírt -5 NEW YORK alskýjaö -1 ORLANDO hálfskýjaö 19 PARÍS rigning 6 VÍN rigning 3 WASHINGTON snjókoma -4 WINNIPEG -11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.