Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 29 Leikur ísrael í Watford? Viðræður hafa verið í gangi á milli forsvarsmanna enska 1. deildar liðsins Watford og ráða- manna ísraelska knattspymsam- bandsins um að heimaleikir ísra- els í undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspymu fari fram á heimavelli Watford. Eins og kunnugt er hefur UEFA ekki heimilað að landsleikir og leikir í Evrópukeppnum félagsliða fari fram i ísrael en ástand þar hefur verið ótryggt undanfarin misseri. -PS Sextán liða úrslit í enska deildabikarnum: Everton-blaðran sprungin? - Chelsea mætir Man. Utd í átta liða úrslitum Jí ENGLAND Deildarbikarinn Chelsea-Everton ..........4-1 1-0 Hasselbaink (26.), 2-0 Petit (44.), 3- 0 Stanic (69.), 4-0 Hasselbaink (71.), 4- 1 Naysmith (80.) Wigan-Fulham...............2-1 1- 0 Eilington (20.), 2-0 Eilington (28.), 2- 1 Boa Morte (86.). Liverpool-Ipswich.........1-1 0-1 Miller (14.), 1-1 Diouf (54. v.), Liverpool vann 6-5 í vítaheppni Aston Villa-Preston........4-0 1-0 Vassell (43.), 2-0 Vassell (55.), 3-0 Dublin (80.), 4-0 Angel (84.), 5-0 Hitzlperger (87.) Blackbum-Rotherham........4-0 1-0 Yorke (12.), 2-0 Cole (16.) 3-0 Yorke (39.), 4-0 Duff (43.). 7ji) ÞÝSKALAND Bikarkeppnin Numberg-Köln ...............0-2 Ahlen-Werder Bremen.........1-2 Kaiserlautem-Freiburg.......2-0 Bayem Munchen-Schalke.......0-0 Bayern sigraði 5-4 í vitakeppni. [fí ÍTALÍA ---—----------- Bikarkeppnin Lazio-Empoli ..................2-0 Triestina-Roma.................1-1 Bar-lnter Milan................1-0 Siöari leikir eru eftir. Eftir frábært gengi að undan- fornu í ensku deildakeppninni í knattspymu virðist Everton-liðið vera að hiksta en liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, i ensku deildinni á sunnudag fyrir Newcastle og í gærkvöldi gegn Chelsea í 16 liða úrslitum enska deildabikarsins. Sigur Chelsea var auðveldur og aldrei í hættu og var lið Everton mjög slakt í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í síðari hálfleik og náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Fulham var eina úrvalsdeildar- liðið sem féll út í gærkvöldi en liö- ið mætti Wigan á útivelli. Það var átta mínútna kafli í fyrri hálfleik sem gerði út um leikinn og þrátt fyrir ákafar tilraunir leikmanna Fulham náðu þeir ekki að jafna metin eftir að hafa náð aö minnka muninn skömmu fyrir leikslok. Liverpool komst í hann krappan en liðið gerði jafntefli I venjulegum leiktíma við Ipswich. Staðan var sú sama að loknum venjulegum leiktima og því varð að grípa til vítakeppni. Leikmenn Liverpool nýttu allar spyrnur sínar en Clap- ham mistnotaði vitaspymu. Það voru þeir Stephen Gerrard, Milan Baros, John Arni Riise, Jamie Carragher og Diouf sem tóku spymurnar fyrir Liverpool. Her- mann Hreiðarsson lék allan leik- inn fyrir Ipswich en hann tók ekki þátt í vítaspymukeppninni. Liverpool mætir Aston Villa Aston Villa og Blackburn unnu bæði 4-0 sigra á andstæðingum. Blacburn lagði Rotherham og Aston Villa fór léttilega með lið Preston. í gær var dregið í átta liða úrslit- um í deildabikamum. Chelsea dróst á móti Man. Utd og fer leik- urinn fram á Old Trafford. Sheffi- eld United tekur á móti Crystal Palace, Wigan tekur á móti Black- burn og Aston Villa tekur á móti Liverpool. Það er þvi ljóst að í það minnsta eitt lið leikur í undanúrslitum keppninnar en það verður annað hvort lið Sheffield United eða Crystal Palace. -PS Paulo Di Canio, leikmaður West Ham, meiddist í leik liðsins gegn Southampton á mánudag og verður frá i allt að þrjá mánuði. Forráða- menn West Ham vonast þó til þess að það taki skemmri tíma fyrir Di Canio að ná sér af meiðslunum. Þetta er enn eitt áfallið sem dynur yfir Glenn Roeder, framkvæmda- stjóra liösins, en hann er undir mik- illi pressu vegna lélegs gengis liðs- Sukur til Blackburn Tyrkneski framherjinn Hakan Sukur hefur skrifað undir samning við Blackbum og mun leika með liðinu fram á næsta sumar. Sukur kemur á frjálsri sölu en fyrr á þessu ári var hann leystur undan samningi viö ítalska félagið Parma. Sukur, sem er meiddur, mun byrja á því að fara í aðgerð og vonast Graeme Souness til þess að hann verði tilbúinn í slaginn eftir innan við mánuð. -PS ins í deildinni. West Ham hefur ekki enn unnið leik á heimavelli og situr á botni deildarinnar. Glenn Roeder hefur farið fram á það við forráðamenn West Ham að fengnir verði tveir sóknarmenn að láni þegar markaðurinn opnast í janúar en auk Di Canio er Fredrick Kanoute meiddur og hefur ekki leik- ið með liðinu að undanfömu. -PS Lokeren steinlá fyrir Club Brugge Lokeren steinlá fyrir Club Bragge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en þetta var leikur toppliðanna í deildinni. Lyktirnar urðu 5-0 sigur fyrir Brugge á heimavelli sínum og sá lið Lokeren aldrei til sólar. Þeir Amar Grétarsson, Rúnar Kristins- son og Arnar Viðarsson léku allir með Lokeren í gærkvöldi. Eftir sig- urinn hefúr Brugge sjö stiga for- skota á næsta lið, sem er Lokeren. Enn eitt áfallið hjá West Ham: Di Canio úr leik í nokkurn tíma Ameríski fótboltinn um helgina: Þrjú lið á toppnum - Green Bay batt enda á 2 leikja taphrinu með sigri á Bears Spennan heldur áfram að magn- ast eftir leiki vikunnar í NFL-deild- inni og hafa þrjú lið besta vinnings- hlutfallið þegar farið er aö styttast í úrslitakeppnina. Þau eru Phila- delphia Eagles, Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers en öll hafa þau unnið 9 leiki og tapað þremur. Sigur hjá Saints Leikur vikunnar var viðureign New Orleans og Tampa Bay en bæði lið hafa verið að leika vel í vetur. Heimamenn í Saints fóm að lokum með sigur af hólmi, 23-20, eftir æsi- legan fjórða leikhluta þar sem Tampa var ekki fjarri því að stela sigrinum. Green Bay batt enda á 2 leikja taphrinu er það lagði Chicago Be- ars, 30-20, en sá sigur kom ekki átakalaust. Bears leiddi lungann úr leiknum en Brett Favre, leikstjóm- andi Packers, sneri leiknum sínum mönnum í hag í síðasta leikhluta og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt. Denver og San Diego háðu rosa- lega rimmu á heimavelli þeirra síð- amefndu þar sem Chargers fór með sigur af hólmi í framlengingu en þessi sigur var gífurlega mikilvæg- ur fyrir það þar sem liðin era í sama riðli sem er mjög jafn. Falcons á skriöi Ekki var spennan minni hjá sjóð- heitu liði Atlanta Falcons og Minnesota Vikings. Sá leikur fór Detroit Lions og Dallas Cowboys sjást hér í leik fyrr í vetur, en bæöi þessi liö hafa olliö töluveröum vonbrigöum þaö af er vetrar. DV-mynd Reuter einnig í framlengingu þar sem Falcons skoraði snertimark og sigr- aði þar með. Leikstjómandi Falcons, Michael Vick, átti enn og aftur stórleik en hann kastaði 173 metra og hljóp sömu vegalengd sem er ótrúlegur árangur hjá leikstjóm- anda. Eagles sterkir heima Philadelphia Eagles sýndi mátt sinn og megin á heimavelli er þeir lögðu Rams þar, 10-3, og enn og aft- ur tekst Rams ekki að sigra þegar Kurt Wamer er leikstjómandi og spuming hvort hann fer aftur á bekkinn um næstu helgi. Viðureign Buffalo og Miami í snjónum i Buffalo var hreint frábær skemmtun þar sem miklar svipting- ar, mistök og snjókoma settu svip sinn á leikinn. Það var að lokum snjórinn og kuldinn sem felldi sólar- strákana frá Miami og Buffalo vann óvænt sinn annan sigur á þeim í vetur. Drew Bledsoe, leikstjórnandi Buffalo, átti frábæran leik hjá Bills og kastaði yflr 300 metra. Mikil spenna Spennan magnast þyí enn í deild- inni og enn eru fjölmörg lið að berj- ast um sæti í úrslitakeppninni. Ræðst það ekki fyrr en í síðustu umferð hvaða lið komast þangað. -HBG Staðan í NFL-deildinni Ameriku-deildin Austurriðill: Miami Dolphins ................7-5 New England Patriots...........7-5 Buffalo Bills .................6-6 New York Jets .................6-6 Norðurriðill: Pittsburgh Steelers..........7-4-1 Baltimore Ravens...............6-6 Cleveland Browns...............6-6 Cincinnatti Bengals...........l-ll Suðurriðill: Indianapolis Colts..............84 Tennesse Titans ...............7-5 Jacksonville Jaguars...........5-7 Houston Texas .................3-9 Vesturriðill: Oakland Raiders.................84 San Diego Chargers .............84 Denver Broncos ................7-5 Kansas City Chiefs.............6-6 Þjóðardeildin Austurriðill: Philadelphia Eagles............9-3 New York Giants ...............6-6 DaUas Cowboys..................5-7 Washington Redskins............5-7 Norðurriðill: Green Bay Packers..............9-3 Chicago Bears..................3-9 Detroit Lions .................3-9 Minnesota Vikings .............3-9 SuðurriöiII: Tampa Bay Buccaneers...........9-3 AUanta Falcons...............a-3-i New Orleans Saints .............84 Carolina Panthers..............4-8 VesturriðUl: San Francisco 49ers ............84 St. Louis Rams.................5-7 Arizona Cardinals..............4-8 Seattie Seahawks ..............4-8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.