Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 DV Fréttir Rúllaðist upp eins og sardínudós Um tuttugu tUkynnmgar bárust lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu í storm- inum í gær um að hlutir væru að fjúka og óttast að tjón yrði. Mesta tjónið varð á suðausturálmu Vesturbæjarlaugar- innar - á þaki yfir búningsaðstöðu byggðri árið 1976. „Þetta kom eins og vindsveipur í einu vetfangi, ein rosahviða sem lyfti jáminu og rúllaði því eins og loki af sardínudós. Síðan komu nokkrar hviður i viðbót. En borgarstarfsmenn eiga heiður skilið fyr- ir hvað þeir brugðust skjótt við. Án þeirra viðbragða er ómögulegt að segja til um hvað hefði getað gerst,“ sagði Ólafur Gunnarsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugarinnar, við DV. Iðnaðar- og skoðunarmenn voru væntanlegir til að meta tjónið í morgun og leggja á ráðin um endurbótastarf. Ólafur sagði ljóst að tjónið hlypii á millj- ónum króna en það ætti eftir að meta frekar. Hann sagði að vatnstjón hefði orðið verulegt vegna leka eftir að þak- plötumar flettust af. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlög- regluþjóns var byrjað að tilkynna um fjúkandi hluti strax um klukkan hálfníu í gærmorgun - jámplötur, girðingar, glugga að opnast í auðu húsi, gám og svo framvegis. Björgunarsveitir hófu störf klukkan rúmlega ellefu og stóð þeirra vinna yfir langt fram eftir degi. -Ótt Sæmdur riddarakrossi Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, var í gær sæmdur stórriddarakrossi hinnar konunglegu sænsku Norður- stjörnuorðu við hátíðlega athöfn í sænska sendiráðinu. Konungur Sví- þjóðar, Karl Gústaf Svíakonungur, ákvað að veita Sveini orðuna og sendiherra Svía á íslandi, Bertil Joebus, annaðist látlausa athöfn í sendiráðinu. Má bjóða þér kvóta? Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra kynnti 1 gær hvaöa skipting á milli lands- hiuta veröur lögö tii grundvallar þegar af- staöa veröur tekin til umsókna um byggöakvóta. Ails er um aö ræöa 2.000 þorskígildistonn tii styrktar byggöum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og er umsóknarfrestur til 16. desember. Samkvæmt sérstakri reiknireglu koma um 16,5% í hlut byggöa viö Húnafiða, 15,2% fer til norö- anveröra Vestfjaröa og 11% tii Suöur- lands og Suövesturlands - þó ekkert til Reykjavikur, Hafnarfjaröar, Reykjanes- bæjar og Vatnsleysustrandar. Minnst fer til Vestmannaeyja, 2,1%, og Siglufjarðar og byggöa viö Skagafjörö, 2,5%. Kæra íslensks markaðar vegna breytinga í Leifsstöð: Ovissa um fyrir- komulag versl- unarreksturs - Samkeppnisstofnun úrskurðar fyrir áramót - samningar renna út 31. desember Samkeppnisstofnun hefur enn til meðferðar kæru íslensks markaðar hf. vegna fyrirkomulags forvals sem við- hafa átti við rekstrarleyfi verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE hf.) á Keflavíkurflugvelli. Mikil óvissa er því meðal rekstraraðila um áframhaldandi verslunarrekstur i flugstöðinni þar sem núverandi leigusamningar um verslunarrekstur og aðra þjónustu í flugstöðinni renna út 31. desember. Hjá Samkeppnisstofnun fengust þær upp- lýsingar í gær að niðurstaða lægi að öllum líkindum fyrir í þessum mánuði. „Þetta er vissulega óþægilega staða,“ segir Logi Úlfarsson, framkvæmda- stjóri íslensks markaðar. „Þetta veldur m.a. óvissu vegna mannahalds og inn- kaupa á vörum.“ Hann segist þó vita til að verslunarrekendum hafi verið boðið að ganga til samninga um framleng- ingu á leigu til 30. júní á næsta ári. Þar væri miðað við þriggja mánaða upp- sagnarfrest. Ef af sliku yrði væri ljóst að ekki kæmu nýir rekstraraðilar þama inn, eins og fýrirhugað var með forvali, fyrr en seint á næsta ári. Flugstöö Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurfiugvelli Fyrirhuguö uppstokkun stjórnar flug- stöövarinnar á verslunarrekstri hefur valdið titringi og varð m.a. tilefni kæru til Samkeppnisstofnunar. Miklar breytingar fyrirhugaðar Á grundvelli breyttra hugmynda og í samræmi við ákvæði rekstrarleyfisins tók stjóm Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar þá ákvörðun í sumar að viðhafa for- val vegna þeirra sem fengju að bjóða í rekstur í flugstöðinni. Var verslunar- eigendum einnig kynntar fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á eldri hluta flugstöðvarinnar á fundi 15. ágúst. Þær breytingar fólu í sér að verslanimar Is- lenskur markaður, Optikal Studio, Le- onardo ásamt Landsbanka Islands yrðu að færa sig um set þar sem leggja á gang eftir miðri verslanamiðstöðunni út í ranann. Virðist það hafa komið fyr- irtækjunum í opna skjöldu. Rekstrar- aðilar bentu einnig á að ríkið sem leigusali væri þegar búið að ákveða þá vöruflokka sem vera ættu í fríhöfhinni. Því stæði forvalið í raun ekki um aðra vöruflokka en þá sem ríkið vildi ekki. Ríkið væri þar bæði í hlutverki leigu- sala og samkeppnisaðila í verslunar- rekstri auk þess að taka allar ákvarð- anir um rekstur í flugstöðinni. Var dregið í efa að þetta stæðist samkeppn- islög og jafhræðisreglu og var málið því kært til Samkeppnisstofnunar. I framhaldi af þessu ákvað stjóm Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. í sept- ember að úrvinnslu umsókna vegna forvalsins yrði frestað a.m.k f 2 til 4 vikur frá boðaðri dagsetningu í forvals- gögnum 15. nóvember 2002. Frestur til að skila umsóknum 1 forvalinu er rann út í byrjun september en niðurstaða úr því forvali verður þó ekki kunngerð fyrr en úrskurður Samkeppnisráðs liggur fyrir. -HKr. Aldraölr mótmæla niöurskuröi Fulltrúar aldraðra mættu í Ráöhús Reykjavíkur í gær meö undirskriftalista þar sem mótmælt er því aö félagsstarfi meö leiöbein- anda á aö ieggja niöur í Furugerði 1, Sléttuvegi 11, Lönguhlíö 3, Dalbraut 18-20 og Dalbraut 21-27. Aldraöir tetja aö nú sé þörf á aö sýna samstööu svo þeirgeti aö lokinni langri starfsævi sinnt hugöarefnum sínum. Það stytti stundir, veiti félagsskap oggefi líf- inu gildi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti undirskriftalistunum viötöku, en i gær fór fram fyrri umræða um fjárhagsá- ætlun Reykjavikurborgar fyrir áriö 2003. Mest seldu geisladiskarnir: Yfirburðir írafárs Plötusala er óðum aukast og ís- lenskar plötur hafa tekið öll völd og eru í öllum sætum sölulistans fyrir síðustu viku í Hagkaup. írafár var komið í efsta sætið síðast og heldur því með miklum glans og er plata hljómsveitarinnar, Allt sem ég sé, með meira en helmings meiri sölu en Jól með Jóhönnu sem situr í írafár Vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. öðru sætiinu. Annars er það helst að þær plötur sem eru nýjastar Para- dís með KK, Not Your Type með Heru og Þú skuldar með XXX Rottweiler, taka stór stökk upp á við skipa KK og XXX Rotweiler fjórða og fimmta sætið á listanum. Diddú og Kristján Jóhannsson eiga sinn stað í hjörtum landsmanna og jólaplöt- ur þeirra beggja seljast vel og eru það einu plöt- urnar sem ekki eru nýj- ar. Nýjasta platan á list- anum er Frostrósir með íslensku dívunum og er það spá mín að hún eigi eftir að fara hátt, vönd- uð plata sem tilheyrir jólunum. -HK O frafár - Ailt sem ég sé Ht •'*© I © Jóhanna Guörún - Jól meö Jóhönnu AO O Bubbl - Sól aö morgnl ~ to ö XXX Rottweller - Þú skuldar I © KK-Paradís ☆ «aoMMiuiNnuiiWNstrr.iniriin3Þ1 e* , 0 í svörtum fötum - I svörtum fötum y © © Krlstján Jóhannsson - Helg jól VT 0 Dlddú - Jólastjarna __________________________ to © Páll Rósinkranz - Nobody Knows t© 0 Stuðmenn: Á stóra sviðinu ik o Slgur Rós - ( ) A© © Hera - Not Your Type © © Ríó Tríó - Þaö skánar varla úr þessu t@ © Kristinn Sigmundsson - Uppáhaldslögin ir © Daysleeper - EveAlice © © íslensku dívurnar - Frostróslrnar -J? © Papar - Riggarobb ^ © © Jet Black Joe - Greatest Hlts © Bjarnl Ara - Er ástin þlg kyssir Y® © Geirmundur - Alltaf eitthvaö nýtt y® Metsölulisti aa B Sala geisladiska 28. nóv. - 5. des. | j EHRIW Tillögu vel tekið Félagsfundur í Fé- lagi heimilislækna fjallaði í gær um viljayfirlýsingu sem heilbrigðisráðherra gaf til lausnar deilu heimilislækna og rik- isins. Var yfirlýsingu ráðherra vel tekið á fundinum en í henni lýsti ráðherra m.a. því að hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum gætu valið á milli starfa á heilsugæslustöðvum og á læknastofum utan stöðvanna. Mhl. greindi frá. Eldra fólk vinnusamt Atvinnuþátttaka eldra fólks er mest hérlendis af ríkjum OECD samkvæmt fréttahréfi Samtaka atvinnulífsins. Aflýsa verkfalli Lausráðnir hljómlistarmenn hjá Sin- fóníuhljómsveit íslands hafa aflýst boð- uðu verkfalli þar sem samkomulag hef- ur náðst í kjaradeilu þeirra við ríkið. Tvö hættu við Verktakafyrirtækin E. Phil&Sen og ístak eru í samstarfí við breska fyrir- tækið Balfour Beatty Major Projects um tilboð í aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar. I einum verktakahópanna sem hugðust bjóða í göngin hafa tvö fyr- irtæki hætt við, Skanska og franska fyr- irtækið Vinci. Mbl. greindi frá. Margir gáfu blóð Góð viðbrögð hafa orðið við kalli Blóðbankans um að fólk gefi blóð. I síð- ustu viku gáfu 850 manns blóð í Blóð- bankanum og er það met. Yfir 750 manns komu í Blóðbankann frá mánu- degi til fóstudags og 100 í blóðsöfnunar- bílinn. Mbl. greindi frá. Haldið til haga Þjóðleikhúskjallarinn er nú kom- inn aftur í gang eftir gagngerar endur- bætur. Það eru félagarnir Ragnar Ómarsson, Kristján Öm Sævarsson og Þormóður Jónsson sem __________________munu bjóða matargestum þar upp á veitingar á fóstudögum og laugardögum auk þess að vera með dansleiki fram á nætur um helgar. Þá verður einnig þjónusta við leikhúsgesti aðra daga. Rangt var farið með nöfn hönnuða innréttinga í DV í gær. Hið rétta er að það er fyrir- tækið GOFORM og arkitektamir Guð- rún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson sem sem sáu um hönnun á bar og öðrum innréttingum. Er beðist velvirðingar á mistökunum. -HKr. Forseti í stað borgarstjóra I samtali við Sif Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Höfuðborgar- stofu, í blaðinu í gær var mishermt að borgarstjórinn í Osló afhendi jólatréð á Austurvelli á sunnudag- inn. Það gerir forseti borgarstjómar Oslóborgar. \i •i+A helgarblað Poppdoktorinn I Helgarblaði DV á morgun er viðtal við dr. Gunna eða Gunn- ar Lárus Hjálmars- son eins og hann heitir réttu nafni. Gunnar er fyrrum bankamaður, pönk- ari, blaðamaður, höf- undur Prumpulags- ins, sjónvarpsstjarna og verðandi rit- höfundur. Hann talar við DV um for- tíðina, Popppunkt, barneignir og ást og nekt forsetans. I blaðinu er einnig rætt við Jón Ótt- ar Ragnarsson, fyrrum sjónvarps- stjóra Stöðvar 2, sem snýr aftur í ís- lenskt menningarlíf um jólin með kvikmynd um Stein Steinarr. DV fjall- ar um reykingar, ræðir við metsölu- höfunda á borð við Óttar Sveinsson og Matthías Johannessen og tekur Karí- us og Baktus tali á aðventunni. '0V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.