Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 DV Fréttir Skipuleggjandi í Faxaflóamálinu lýsir tilburðum manna við að finna hasspakka: Þeir voru eins og afvelta selir í sjónum - bæði „innflytjendur“ og lögreglumenn leituðu á svipuðum slóðum Þijár sendingar, þar af tvær með skipum Einum pakka var hent í sjóinn noröur af Engey, annar kom meö öðru skipi og fór nokkrar feröir til og frá íslandi áöur en hann var sóttur. Þriöja sendingin kom í flugi. „Ég sótti um hjá Eimskip og fékk strax pláss,“ sagði maður sem fór einn túr hjá félaginu sumarið 2000 gagngert til að smygla pakka með hassi í til landsins. Þegar sami mað- ur kvaðst hafa verið búinn að sækja efnin til Rotterdam og skipið var að sigla fram hjá norðanverðri Engey áleiðis aö Sundahöfn hefði allt farið úr böndunum hjá honum. Hann ætl- aði að kasta pakkanum í sjóinn - æfingatösku með langri taug í og flotholti á endanum - til að hægt væri að koma á litlum bát siðar og vitja efnanna á um 35 metra dýpi - en þá „hafi strákamir á Mánafossi verið að koma út á dekk“. Þama er átt við að stýrimaðurinn hafi laumast út, aftur á skipinu, og ætlað að kasta töskunni þegar háset- amir vom að búa sig undir að ganga frá trossum og línum til að binda skipið í Sundahöfn. „Ég þurfti þá að fara upp á hæðina fyrir ofan,“ sagði maðurinn, Við það missti hann viðmiðun úr landi. Hann kveðst síðan hafa hent töskunni fram með skipinu, ekki aftur með, því „þá hefðu strákamir tekið eftir því“. Eft- ir þetta var margreynt, í tugum köf- unarferða, bæði hjá lögreglu og inn- flytjendum efnisins, að reyna að fmna þau. En allt án árangurs. dómsalnum Óttar Sveinsson blaöamaöur Hvar er pakkinn? Ríkissaksóknari ákærir stýri- manninn m.a. fyrir að hafa komið með um tíu kíló af hassi til landsins. Jón Magnússon, verjandi annars manns - eins skipuleggjanda inn- flutningsins - sneri sér að stýri- manninum fyrrverandi þegar að lög- manninum kom og beindi nokkuð hvössum og ákveðnum spumingum til hans. Lögmaðurinn spurði stýri- manninn „beint út“ hvort hann Furðusögur á kreiki: Flugeldar ekki sokknir í sjó Enginn skortur ætti að verða á flugeldum á íslandi um þessi ára- mót og eru helstu flugeldasalar þegar búnir að fá megnið af sín- um flugeldum í hús. Talsverður titringur kom þó upp hérlendis er óljósar fréttir bárust af því er eld- ur kom upp í flutningaskipi sem talið var á leið frá Kina til hafna í Þýskalandi og Hollandi fyrir skömmu. Var það m.a. hlaðið 56 gámum af flugeldum. Komst eldur í flugeldafarminn og varð af gríð- arleg flugeldasýning. Hér á landi varð líka hálfgerð flugeldasýning er skeytasendingar flugu á milli tölva í stórum stíl með mis- vísandi fregnum um þetta atvik. í fyrstu var fullyrt að þrír gám- ar hafi átt að fara til KR-flugelda ehf. í Reykjavík, en svo mun ekki vera. Lúðvík Georgsson, fram- kvæmdastjóri KR-flugelda ehf., segir að þeirra áramótaflugeldar hafi ekki verið i umræddu skipi. Reyndar séu þeir þegar komnir til landsins með skipi frá Rotterdam. Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavamafé- lagsins Landsbjargar, sagðist líka hafa heyrt ýmsar sögur um þetta flugeldaskip, m.a. að það hafi ver- ið á leið til Bandaríkjanna. Hann sagði þeirra flugelda að mestu þegar komna til landsins en Slysavamafélagið Landsbjörg er langstærsti söluaðili flugelda hér- lendis. -Hkr. hefði nú örugglega komið með efnin til landsins - heyrst hefði að hann hefði einfaldlega ákveðið að taka við þeim úr hendi erlends afhendingar- aðila og selja þau svo í Rotterdam. Fram kom fyrir dóminum í gær að íslenskur skipuleggjandi í Hollandi hefði óskað eftir að 5 kíló yrðu afhent stýrimanninum en sá ís- lendingur kvaðst aldrei hafa séð pakkann. Reyndar kvaðst enginn annar úr hópi ákærðu nokkum tím- ann hafa séð hasspakkann. Aðeins stýrimaðurinn bar að hann hefði tekið við honum ytra, geymt hann inni í skáp í klefa sínum á leiðinni til íslands og síðan hent honum í sjóinn eins og að framan greinir. Samkvæmt þessu er aðeins einn maður í málinu sem sá pakkann - stýrimaðurinn - og enginn pakki liggur fyrir i málinu. Þetta mál er því sérstakt að því leyti að líkja má því viö morðmál þar sem ekkert lík er - aðeins játning ákærða, studd Það átti vel við þegar Ármann Jak- obsson sagöi við sjónvarpsmann á Nasa í gær, áður en tilnefnt var til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, að það mætti bóka að ein tilnefhing kæmi alltaf á óvart. Alþýðlegu vísinda- ritin tvö komu ekki á óvart, Dulin ver- öld, fyrsta heildstæða yfirlitið yfir smádýr í íslenskri náttúru eftir Guð- mund Halldórsson, Odd Sigurösson og Erling Ólafsson (Mál og mynd), og Þingvallavatn eftir Pétur M. Jónasson og Pál Hersteinsson (Mál og menning). Klassíska ævisagan í hópnum var Landneminn mikli, saga Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson (Bjartur), og sagnfræöiritið var ísland framburðum meðákærðu um ásetn- ing til aö brjóta af sér. Hlátur í dómsalnum Skipuleggjandi, maður sem fjár- magnaði hluta af áætlaöri tíu kílóa sendingu hassins með Mánafossi, kvaðst sér ekki hafa litist á blikuna yfir því hvemig stýrimaðurinn og fleiri sem að leitinni að efnunum komu hefðu borið sig að. Hann nefndi annan mann, sem hefði stórslasað sig, verið í stórhættu. „Þeir voru eins og afvelta selir - en ég er ekki að gera lítið úr þeim. Leitarbáturinn var út og suður og staðsetningamar einkennilegar. Meira að segja lögreglumennimir vom sammála mér í því,“ sagði maðurinn og hlátur gall við í dóm- salnum. Þrír héraðsdómarar spyrja ákærðu skipulega og ákveðið um ótal anga þessa máls og tveggja ann- arra hassmála sem tekin voru fyrir á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson (Sögufélag). Óvænta bókin í þessum hópi var svo Skrýtnastur er maður sjálfur, hin bráðskemmtilega og frum- lega ævisaga Halldórs Laxness handa bömum, skrifuð af dótturdóttur hans, Auði Jónsdóttur rithöfundi (Mál og menning). Tilnefningar úr flokki fagurbók- mennta komu ekki mjög á óvart enda flestir í þeim hópi verið tilnefndir áður og jafnvel fengið þessi verðlaun: Hvar sem ég verð, ljóðabók eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur (Mál og menning), Leið- in til Rómar, annar hluti í sagna- flokknum Skáldsaga íslands eftir Pétur Gunnarsson (Mál og menning), Love- Star eftir Andra Snæ Magnason (Mál daginn áður. Samtals er um að ræða innflutning á rúmum 24 kílóum af hassi í þremur ferðum til íslands, þar af tveimur með skipum. Stýrimaðurinn, sem allt sitt líf hefur verið í góðri vinnu, kvaöst hafa verið í fjárkröggum þegar hann lét tilleiðast að flytja pakkann til landsins frá Rotterdam. Hann kvaðst innilega iðrast gjörða sinna, hann hefði verið nýlega hættur í sambúð en í dag er góð regla á lífi hans. Maðurinn bar einnig að hon- um hefði verið hótað - ef hann ekki kafaði eftir efnunum og fyndi þau þá hefði hann verra af - gengið yrði í skrokk á bömum hans. Annar maður, ætlaður einn af nokkrum skipuleggjendum í mál- inu, viðurkenndi fyrir dómnum að hafa hótað stýrimanninum. Hann kvaðst sjálfur hafa verið „undir mikilli pressu" - ef hann fengi ekki manninn til að fmna efnin þá hefði hann verra af líka. Maðurinn viður- kenndi því hótanir en kvaðst ekki kannast við að hafa nefnt böm stýri- mannsins þegar slíkt bar á góma. Kafað og kafaö „Þaö var kafað og kafað og kafað,“ sagði hinn ólánsami stýrimaöur en hann var því manna fegnastur þegar hann var loks handtekinn. Ljóst er að hann var dreginn inn í atburði sem hann sjálfur vildi ekki - hann ætlaði einungis að flytja pakkann til landsins gegn greiðslu irni einnar milljónar króna. Honum var síðan hótað eins og að framan greinir. Hann hefði því látið tilleiðast en engu að siður vitað frá fyrsta degi - eftir að Mánafoss kom til landsins - að lögreglan fylgdist með. „Ég talaði eitt sinn við þá, þekkti þá,“ sagði maðurinn og átti við lög- regluna sem var að leita að fíkniefn- unum á sömu slóðum og hann og fé- lagar hans. og menning), Samúel eftir Mikael Torfason (JPV útgáfa) og Sveigur eftir Thor Vilhjálmsson (Mál og menning). Alls vora 76 bækur lagðar fram, 36 í flokki fræðirita og 40 í flokki fagurbók- mennta. Dómnefnd um fræðirit skip- uðu Sigríður Th. Erlendsdóttir, Þor- steinn Vilhjálmsson og Hjalti Hugason formaður. Hina dómnefndina skipuðu Gísli Marteinn Baldursson, Þorleifur Hauksson og María Kristjánsdóttir formaður. Þriggja manna lokadómnefhd tekur nú við og velur eina verðlaunabók úr hvoram flokki. 1 henni situr með Hjalta og Maríu Þorsteinn Gunnarsson sem formaður, skipaður af forseta Is- lands. -SA DV-MYND SIGJOKULL Tll hamingju með tllnefninguna til islensku bókmenntaverðlaunanna Guömundur Andri Thorsson tók á móti tilnefningu fyrir fööur sinn, Thor Vilhjálmsson, og Margrét Sjöfn Torp fyrir Andra Snæ Magnason, eiginmann sinn. Alltaf eitthvað eitt óvænt Valdníðsla í slökkviliði! Oktavía Jóhannesdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar á Akur- eyri, hefur farið fram á skýringar á því hvers vegna varaslökkviliðs- stjóri hætti störfum og talar um valdníðslu og óþolandi vinnubrögð. Miklir samstaifsörðugleikar hafa verið innan slökkviliðsins og er lagt til í nýrri úttekt aö slökkviliðsstjóri verði færður til í starfi, en vara- slökkvfiiðsstjóra, verði gefinn kost- ur á að segja upp. Oktavía segir að ekki sé rétt að segja varaslökkvUiðsstjóra upp þar sem hann hafi ekkert brotið af sér og það því brot á reglum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. „Það átti að gefa honum möguleika með nýjum slökkvUiðs- stjóra eða bjóöa honum annað starf innan Akureyrarbæjar," segir Oktavía Jóhannesdóttir. 555 tonnum fargað Mikiö umhverfisátak á sér stað í Húnaþingi vestra og hefur 555 tonn- um af brotajámi verið eytt þar í samvinnu viö Hringrás ehf. Brota- jáminu hafði verið safnað saman í malarkrús fyrir ofan Hvammstanga í aUlangan tíma, en um leið og fjar- lægt var úr krúsinni og gengið frá svæðinu var íbúum Hvammstanga og bændum í héraðinu gefinn kost- ur á að koma með bílhræ og brota- jám tU eyðingar. Að sögn Skúla Þórðarsonar sveit- arstjóra nýttu margir sér að losna við óþarfa hluti í þessu hreinsunar- átaki en víða er brotajám tU vand- ræða, bæði í bæjum og sveitum. Stefnt að samruna Stjómir SR-mjöls og SUdarvinnsl- unnar i Neskaupstað hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um sameiningu félaganna og verður fyrsti fundurinn í dag. Sameinuð mynda fyrirtækin stærsta fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiskum, með um 20% af heUd- araflaheimildum í sUd, loðnu og kolmunna. í sjávarútvegi yrði þetta þriðja stærsta fyrirtækið, næst á eft- ir Samherja og Brimi. Stefnt er að þvi að niðurstöður viðræðna liggi fyrir innan tveggja vikna, eöa skömmu fyrir jól. Sýnt þykir að mjölverksmiðjum í landinu mun fækka, verði af þessum áformum, en þær eru í dag 21 talsins. Kona í formennskuna Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, hefur skipað nýtt hafnaráð. í fyrsta skipti í sögu hafnaráðs er kona skipuð sem formaður, Sigríð- ur Finsen hagfræðingur. Sigríður lauk BS-gráðu frá háskólanum í York 1981 og M.Sc.-gráðu frá London School of Economics 1985. Aðrir aðalmenn í hafnaráði eru Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur, varaformaður, Brynjar Pálsson, formaður samgöngunefndar Skaga- fjarðar, Hannes Valdimarsson, hafn- arstjóri í Reykjavík, Ólafur M. Krist- insson, hafnarstjóri í Vestmannaeyj- um, og Friðrik J. Amgrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. -GG/ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.